Morgunblaðið - 13.06.1997, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1997
gKmrguttMð&fö
■ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ
BLAD
SNÓKER / EVRÓPUMÓTIÐ
Kristján ætlar að sigra
Kristján Helgason, íslandsmeistar-
inn í snóker síðustu fjögur árin
heldur ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni til
Frakklands eftir helgina til að taka
þátt í Evrópumótinu í snóker. í fyrra
varð Kristján í öðru sæti og hann sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær að
hann væri ekki að fara á mótið núna
til að verða aftur í öðru sæti, stefnan
væri að sjálfsögðu sett á sigur. „Allt
annað en sigur er lélegt,“ sagði Krist-
ján.
Kristján hefur æft mjög vel að
undanfönu og segja þeir sem til hans
hafa séð að trúlega hafi hann aldrei
verið betri og ekki sé óalgengt að sjá
hann hreinsa borðið eða svo gott sem.
Ásgeir fer á Evrópumótið í forföllum
Jóhannesar B. Jóhannessonar.
■ Fer ekki.../ C3
Huffins byrj-
ar vel í tug-
þrautinni
CHRIS Huffins er með forystu eftir fyrri keppnis-
dag f tugþraut á bandaríska meistaramótinu í fijáls-
íþróttum sem hófst á miðvikudaginn í Indianapolis.
Huffíns sem hafnaði í 10. sæti í tugþrautarkeppni
Ólympíuleikanna í fyrra, fékk þá 8.300 stig, hefur
hlotið 4.499 stig, en hafði að loknum fyrri degi á
Ólympíuleikunum önglað saman 4.448 stigum. Þess
má til gamans geta að þegar Jón Amar Magnússon
setti íslandsmet sitt í Götzis á dögunum, 8.470 stig,
hafði hann fengið 4.493 stig að loknum fyrri degi.
Annar í þrautinni er Steve Fritz sem hafnaði í
ijjórða sæti á Ólympíuleikunum í fyrra, hefur náð
saman 4.334 stigum.
„Ég er á góðu róli,“ sagði Huffins er hann kast-
aði mæðinni eftir 400 m hlaupið, síðustu keppnis-
grein fyrri dags tugþrautarkeppninnar. Grunninn
að þessum góða árangri á fyrri keppnisdegi lagði
hann í tveimur fyrstu greinum dagsins er hann hljóp
100 m á 10,35 sek., og stökk 7,79 m í langstökki,
en til samanburðar má geta þess að hann hljóp 100
m í Atlanta á 10,47 sek., stökk 7,49 m í langstökki.
Jackie Joyner-Kersee heimsmethafi kvenna í sjö-
þraut er ekki á meðal keppenda fremur en margir
af fremstu fijálsíþróttamönnum Bandaríkjana. Kym
Carter er efst í sjöþrautinni eftir fyrri dag með 3.854
stig. Ekki var keppt til úrslita í neinni grein á fyrsta
keppnisdegi meistaramótsins en í undankeppni kúlu-
varpsins varpaði C.J. Hunter lengst 20,73 m og
Jonny Gray, fékk besta tíma keppenda í 800 m hlaupi
í undanrásum 1.47,68 mín.
K
|
i
FRJÁLSÍÞROTTIR
Ekki sótt
um undan-
þágu fyrir
Johnson
og félaga
Nefnd á vegum bandaríska fijáls-
íþróttasambandsins ákvað í
gær að breyta ekki reglum sínum
við val á keppendum fyrir heims-
meistaramótið sem fram fer í Aþenu
í ágústbyijun. Þar með er ljóst að
ekki verður sótt undanþágukeppnis-
beiðni fyrir Michael Johnson, Dan
O’Brien, Mike Powell og Gwen Torr-
ence eins og væntingar voru um á
tímabili, en sem kunnugt er keppa
þau ekki á bandaríska meistaramót-
inu sem nú stendur yfir í Indiana-
polis vegna meiðsla.
í tilkynningu frá bandaríska fijáls-
íþróttasambandinu sagði hins vegar
að það myndi ekki setja sig upp á
móti að Alþjóða fijálsíþróttasam-
bandið byði bandarískum heims-
meisturum frá síðasta móti keppnis-
rétt. Johnson varð sem kunnugt er
tvöfaldur heimsmeistari í Gautabrog
árið 1995 og O’Brien og Torrence
sigruðu í einni grein hvort. Ekkert
hefur verið gefið til að kynna um
að af þessu boði til íþróttamannanna
verði.
„Niðurstaða okkar varð sú að ekki
væri hægt fyrir okkur að breyta
þeim reglum sem við höfum farið
eftir við val á keþpendum á heims-
meistaramót," sagði Bill Roe, einn
varaforseta fijálsíþróttasambands
Bandaríkjanna, að fundi loknum í
gær. „Nú hefur alþjóðasambandið
valið." Talsmaður Alþjóða fijáls-
íþróttasambandsins, Giorgio Reineri,
sagði að það myndi taka málið til
skoðunar en gaf ekkert til kynna um
til hvaða niðurstöðu sú skoðun gæti
leitt.
Morgunblaðið/Ásdís
Hrap niður heimslistann
MARKALAUST jafntefli íslands og Litháen á Laugardalsvelli í fyrrakvöld voru mikil vonbrigði. Og ekki bara úrslitin heldur frammistaða íslenska
liðsins. Þessi mynd er e.t.v. dæmigerð fyrir leikinn; Bjarki Gunnlaugsson hugðist spyrna knettinum á lofti með tilþrifum að marki, í stað þess að taka
hann niður, en hitti ekki knöttinn. ísland er í 76. sæti nýjasta heimslista alþjóða knattspyrnusambandsins frá því í maí en á sama tíma í fyrra, áður
en keppni íslendingar hófu leik í áttunda riðli heimsmeistaramótsins, voru þeir í 52. sæti. í október 1995 var ísland hins vegar í 44. sæti listans.
KÖRFUKNATTLEIKUR: JORDAN VEIKUR EN LÉK STÓRKOSTLEGA / C4