Morgunblaðið - 13.06.1997, Síða 4
4
Smellufauxur
Ballar
Skár
Kringlunni 8-12 • Sími 568 6010
mm
■ LORENZO Sanz, forseti Real
Madrid lýsti í gær yfir áhuga fé-
lagsins á að kaupa brasilíska fram-
heijann frábæra Ronaldo frá erki-
fjendunum Barcelona.
■ „VERÐI ekki af því að Inter
kaupi hann höfum við áhuga,“ sagði
Sanz eftir fund með Giovanni
Branchini, umboðsmanni Ronaldos
og framheijans Davors Suker, sem
leikur með Real. Inter er þó enn
talið líklegast til að kaupa Ronaldo.
■ REAL Madríd gæti tiyggt sér
spænska meistaratitilinn í knatt-
spymu um helgina. Láðinu nægir
eitt stig gegn erkifjendunum í At-
letico Madrid en Fabio Cabello,
segir þó of snemmt að fagna. „Fólk
sem farið er að tala um veisluhöld
og fagnaðarlæti er bijálað,“ sagði
hann.
■ ANDY Gray, sjónvarpsmaður
hjá Sky Sports, er nú orðaður við
starf knattspymustjóra hjá Ever-
ton. Hann lék með liðinu á sínum
tíma.
■ MESTAR líkur eru nú taldar á
að Chic Bates taki við starfí knatt-
spymustjóra hjá Stoke City - sem
Lárus Orri Sigurðsson leikur með
- af Lou Macari, sem hætti i vor.
Bates var einn aðstoðarmanna Mac-
aris.
■ ÍTALIR eru himinlifandi með
frammistöðu landsliðs síns á Frakk-
landsmótinu, þó svo liðið hafi gert
tvö jafntefli og tapað einum leik.
Bæði gamla kempan Gigi Riva,
markahæsti landsliðsmaður ítala og
Marco Tardelli, einn heimsmeist-
aranna frá 1982, telja leikinn við
Brasilíu (3:3) einn af þeim fimm
bestu sem nokkru sinni hafí farið
fram.
■ SÆNSKA úrvalsdeildarliðið
Örebro hefur keypt júgóslavneskan
framheija, Dragan Djucanovic,
sem leikið hefur í Grikklandi. Hann
er 27 ára. Sigurður Jónsson, Arn-
ór Guðjohnsen og Hlynur Birgis-
son leika sem kunnugt er með
Örebro.
■ COLIN Todd, knattspyrnustjóri
Bolton - liðs Guðna Bergssonar
- hefur fylgst með danska framheij-
anum MLklos Molnar, markahæsta
manni dönsku úrvalsdeildarinnar.
■ TOMMY Burns, fyrrum knatt-
spymustjóri Celtic, er á leið til
Newcastle þar sem hann á að
stjórna uppbyggingu unglinga-
starfs. Burns lék á sínum með
Kenny Dalglish, knattspymustjóra
Newcastle, hjá Celtic.
■ DAVE Bassett, knattspyrnu-
stjóri Nottingham Forest, hefur
keypt franska varnarmanninn Thi-
erry Bonalair frá Neuchatel Xam-
ax í Sviss á 400.000 pund. Bonal-
air samdi til tveggja ára við Forest.
skrifar frá
Bandaríkjunum
FRAMMISTAÐA Michaels
Jordans í fimmta leik Utah Jazz
og Chicago Bulls á miðvikudag
mun sennilega verða talin sem
ein sú sögulegasta í sögu úr-
slitakeppni NBA-deildarinnar.
Kappinn fékk slæma maga-
kveisu aðfaranótt miðvikudags
og var lítt til stórræðanna lík-
legur allan daginn. Þegar upp
var staðið hafði hann þó skor-
að 38 stig, þar af mikilvægustu
körfu leiksins á lokamínútunni.
Chicago sigraði 90:88 og
meistararnir hafa nú 3:2 yfir í
einvíginu um titilinn.
Utah hafði jafnað upp keppni
liðanna með tveimur góðum
heimasigrum. Það voru ekki margir
sem veðjuðu gegn
Gunnar Utah eftir 23 heima-
Valgeirsson sigra í röð og slakan
leik Chicago undan-
farið, en Jordan var
á annarri skoðun.
Hann fékk slæman vírus á þriðju-
dag og fékk lítinn svefn, þar sem
hann kastaði upp alla nóttina. Hann
lá í rúminu mestallan daginn fyrir
leikinn og hafði litla matarlyst. „Ég
hef aldrei Séð hann jafn slæman og
í dag. Það var hreint ótrúlegt að
hann gat leikið eins mikið og hann
gerði,“ sagði Scottie Pippen eftir
leikinn.
Utah byrjarvel
Þessi fímmti leikur liðanna var
skemmtilegur, enda um lykilleik að
ræða fyrir bæði lið. Utah náði 16
stiga forystu í fyrri hálfleik, 34:18,
en Chicago minnkaði muninn þegar
Karl Malone fékk hvíld í öðrum leik-
hluta. Leikurinn var mun jafnari í
seinni hálfleik og staðan var 85:85
þegar um mínúta var til leiksloka.
Á lokaminútunni var það hinsvegar
leikreynsla meistaranna sem réð
baggamuninn og Chicago vann
90:88. Jordan skoraði þriggja stiga
körfu um 40 sekúndum fyrir leiks-
lok þegar varnarmenn Utah yfír-
gáfu hann til að einbeita sér að
Scottie Pippen, sem var með bolt-
ann. Þann mun náði Utah aldrei
að vinna upp. Chicago hefur ekki
tapað þremur leikjum í röð síðan
1990.
Jordan tekur
yfir leikinn
Lykillinn að sigri Chicago var
leikur Jordans. Hann var dasaður
í fyrsta og þriðja leikhluta, en í
fjórða leikhlutanum tók hann leik-
inn í sínar hendur þrátt fyrir að
virðast uppgefinn og skoraði 15
stig. Hann sýndi lítil svipbrigði hið
ytra, en hið innra er brennandi
keppnisskap sem venjulegur
magavírus hefur lítil áhrif á. Þessi
frammistaða kappans mun senni-
lega auka enn á orðstír ofurmennis-
ins í framtíðinni.
Jordan treysti sér ekki til að
mæta á blaðamannafund eftir leik-
inn en ræddi stuttlega við frétta-
mann NBC-sjónvarpsstöðvarinnar
þegar hann yfirgaf leikvöllinn. „Ég
var alveg uppgefínn í hálfleik og
sagði við þjálfarann að ég gæti
sjálfsagt aðeins leikið á köflum í
seinni hálfleik. Ég fann samt ein-
Reuter
MICHAEL Jordan skorar tvö af 38 stigum í fimmta leiknum gegn Utah. Mlðherjlnn Greg Ost-
ertag er til varnar. Þrátt fyrir að hafa verið fárvelkur lék Jordan í 44 mfnútur af 48 og var frábær.
hversstaðar orku til að klára leik-
inn,“ sagði hann.
Karl Malone náði sér aldrei á
strik fyrir Utah. Hann „týndist" í
seinni hálfleik og tók mörg slæm
skot, sem er óvenjulegt fyrir hann.
Malone skoraði 19 stig, en aðeins
sex í seinni hálfleik - þar af aðeins
eitt í fjórða leikhlutanum. John
Stockton skoraði 13 stig. Utah náði
ekki að fylgja eftir góðri byijun og
það gerði gæfumuninn.
Jordan skoraði 38 stig sem fyrr
segir og Scottie Pippen skoraði 17
stig. Þeir skoruðu 55 af 90 stigum
Chicago. Ástralinn Luc Longley var
traustur með 12 stig.
Einn mikilvægasti sigurinn
„Þeir byijuðu vel, en við náðum
að halda í við þá í fyrri hálfleik. Ég
held að þegar við lítum á leikinn í
heild sé þetta einn mikilvægasti sig-
ur sem ég hef verið viðriðinn sem
þjálfari," sagði Phil Jackson, þjálfari
Chicago. „Okkur tókst að gera það
sem við vildum, sem var að vinna
einn leik hér. Við vissum að Jordan
væri í slæmu ásigkomulagi, en hann
spilaði 44 mínútur og ég held að
það segi allt sem þarf um hann,“
sagði Jackson og Scottie Pippen tók
í sama streng: „Ég get ekki skilið
hvernig Michael [Jordan] gat leikið
eins og hann gerði. Við hinir hefðum
átt að leika mun betur en við gerð-
um, en hann fann einhversstaðar
orku til að ýta undir okkur í kvöld.
Við sýndum hvemig meistarar
bregðast við þegar illa lítur út og
munum leika betur á föstudag."
Karl Malone sagði: „Ég er að
sjálfsögðu eyðilagður núna, en mað-
ur verður að rífa sig upp fyrir föstu-
dag. - Þeir spiluðu vel í lokin og
það gerði gæfumuninn. Ég átti af-
leitan leik og klúðraði of mörgum
skotum í seinni hálfleik. Það þýðir
ekkert að hugsa of mikið um þenn-
an leik núna. Það verður að sjálf-
sögðu erfítt að vinna í Chicago, en
við verðum að hafa trú á því að við
getum unnið alveg eins og þeir
höfðu þegar þeir komu hingað.“
Fimmti titillinn?
Búast má við að leikmenn
Chicago komi grimmir til leiks á
heimavelli í nótt. Ekkert lið hefur
unnið tvo útileiki í röð í lokin til
að vinna titilinn. Chicago tapaði
aðeins tveimur heimaleikjum allt
keppnistímabilið og hefur ekki tap-
að í United Center í úrslitakeppn-
inni. Fimmti titill liðsins virðist
óumflýjanlegur.
KORFUKNATTLEIKUR
Jordan stórkostlegur