Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Eru börnin of ung? Skýrsla um þróunarverkefnið „Heimspeki með bömum“ kom út í síðustu viku, en það var unnið í Foldaborg frá því í ágúst 1994 og fram í maí 1996. Hugmyndin kviknaði þegar Ingibjörg Sigurþórsdóttir, leik- skólastjóri, sótti tíma hjá Sigurði í framhaldsdeild Fóstruskólans; hana langaði að reyna að kenna leikskólabörnum heimspekilegar samræður. I framhaldi af því fékk hún styrk úr Þróunarsjóði Dag- vistar bama og Sigurð til liðs við sig sem verkefnisstjóra. Það tók Sigurð ár að undirbúa starfsfólk leikskólans. Þau fóru vandlega í gegnum kenninguna og hann þjálfaði það í heimspekileg- um samræðum. Einnig studdi hann starfsfólkið fyrstu skrefín eftir að vinnan hófst með bömum leikskólans í september 1995. „Helstu spumingar sem vöktu fyrir okkur vom hvort kennsla í heimspekilegum samræðum gæti skotið rótum í leikskólum, hvort leikskólakennarar gætu valdið þessu verkefni og hvort böm væra móttækileg þetta ung fyrir heim- speki,“ segir Sigurður. Rökstyðja skoðanir sínar betur „Útkoman varð mjög ánægjuleg. Það urðu miklar framfarir í gagn- rýninni hugsun og hegðun sem lýt- ur að siðferðilegum þáttum, t.d. hvemig þau umgangast og hlusta hvert á annað og hvað þau gera með hugmyndir hvers annars. Einnig greindum við framfarir í rökleikniþáttum.“ Sigurður segir óvissuþátt í skýrsl- unni að erfítt sé að greina á milli almenns þroska og áhrifa heim- spekinnar. Þá sé h'tið vitað um yfír- færslugildi kennslunnar, þ.e. hæfni til að yfirfæra þekkingu úr heim- spekilegar samræður yfir á hvers- SIGURÐUR ræðir við börnin eftir upplestur úr Bullukollu. spennandi að rannsaka það nánar í framtíðinni." Viðmlð að baki dómum Kennslustundir fara þannig fram að lesnir era kaflar úr Bullukollu, skáldsögu með heimspekilegu ívafi, og svo era börnin hvött til að spyrja spurninga um það sem vek- ur áhuga í lestrinum. Kennarinn leiðir umræðurnar. Hann hefur verkefni í bókinni til að styðjast við og fær börnin til að fella dóma, rökstyðja þá og átta sig á því hvenær þau era sammála og hvenær ósammála. I lokin hjálpar kennarinn börnunum að rifja upp samræðurnar og draga saman nið- urstöður. Sem dæmi um það hvemig á hópinn hvort allir gulir hlutir væra fallegir. „Nei,“ sagði einn strákur. „Þorskurinn er gulur og hann er ljótur.“ Þar með varð til skilningur á því í hópnum að jafn- vel þótt guli liturinn gerði eitthvað fyrir fegurð sólarinnar væri það ekki allur sannleikurinn. Brátt komu fram fleiri rök og við- miðanir fyrir fegurð sólarinnar. Að sólin væri undirstaða lífsins og hvað hún skini skært. Það er fyrst og fremst þetta sem við fáumst við í samræðutímum; hvaða viðmið við notum þegar við fellum dóma.“ „Það mætti sjálfsagt kenna full- orðnum eitthvað um það líka,“ bætir blaðamaður við. „Vafalítið," segir Sigurður. „Finnst þér þörf á kennslu í þess- um efnum fyrir foreldra?“ heldur blaðamaður áfram. „Jú, tvímæla- laust. Eg hef mikinn áhuga á því að halda námskeið fyrir foreldra og fékk reyndar þá geggjuðu hug- mynd að vera með foreldra og börn saman í samræðutímum. Það gæti verið fróðlegt. Annars gerir námskeið í heimspekilegri sam- ræðu öllum gott. Þar gefst tæki- færi til að leggja hugmyndir fram til skoðunar og læra að taka gagn- rýni. Enda eiga skoðanir ekki að vera á persónulegum eða tilfinn- ingalegum nótum. Tilgangurinn með þvi að setja fram skoðanir er ekki að sannfæra aðra heldur að fá athugasemdir til að öðlast betri skilning á viðfangs- efninu. Þetta er ekki aðeins spurn- ing um rökleikni heldur einnig grandvallarviðhorf, sem byggist að mínu mati á virðingu og kærleika." Hjálpar mér sem uppalanda Að sögn Sigurðar hefur reynslan af uppeldi tveggja sona, á aldrin- um sjö og ellefu ára, hjálpað hon- um heilmikið. „Maður er alltaf að reka sig á í uppeldi barna sinna. Reynsla mín af því hvað heim- spekilegar samræður getur gert fýrir börn hefur hjálpað mér mikið sem uppalanda. Þær geti bæði ver- ið til gagns og skemmtunar og ekki síður greitt fyrir lausn vandamála. Ekki má heldur gleyma því að syn- ir mínir aðstoðuðu mig við gerð bókarinnar um Bullukollu; ég fór Sólin og heimspeki með börnum GEISLAR sólar verma skólabekki og uppljóma andaktug andlit barna í klettaborg við leikskólann Foldaborg í Grafarvogi. Þau era að hlýða á upplestur Sigurðar Björnssonar, heimspeki- kennara, úr Bullukollu. I samræð- um sem skapast eftir lesturinn spyr Sigurður hina ungu nemend- ur sína: „Krakkar, er hægt að slökkva á sólinni?" „Nei,“ svarar alvöragefinn drengur og virðist viss í sinni sök. „Hvað verður þá um sólina á nóttunni," spyr Sigurður forvitinn. „Hún sest.“ dagslífið og samskipti við aðra. „Foreldrar vitna hins vegar um að þeir hafi orðið breytinga varir sem þeir tengja beint við samræðum- ar,“ segir hann. „Bömin færi betur rök fyrir skoðunum sínum og biðji frekar um rök frá foreldram. Starfsfólkið hefur sömu sögu að segja. Þannig að vísbendingar um þetta yfir- færslugildi eru til staðar og væri kennsla fer fram segir Sigurður að einu sinni hafi verið fjallað um feg- urð: „Eg bað bömin um dæmi enda er áhersla lögð á það í sam- ræðuhefðinni. Þá sagði eitt barnið að því fyndist sólin falleg. Næsta skref var að falast eftir rökum og spurði ég þvi hvers vegna. „Af því hún er gul og gulur er fallegur lit- ur,“ var svarið. Þá varpaði ég þeirri spumingu yfir Viskutréð á kærustu í næsta garði „ÉG get gefið þér eitt merki, það er tréð,“ sagði Þorsteinn Thoraren- sen þegar blaðamaður hringdi í hann og boðaði komu sína til að fá að heyra sögu trésins. Og svo sann- arlega var það tréð sem kom hon- um á sporið í leitinni að húsinu, þar sem það baðaði sig stórt og þrungið lífskrafti í sólinni í garðinum hans Þorsteins í Vogahverfinu. Þorsteinn sagði að tréð, sem er sitkagreni, væri orðið 26 ára gam- alt. Fyrri eigandi hússins gróður- setti það en Þorsteinn tók við upp- eldinu þegar það var fjögurra ára. „Þetta er óskaplega mikið eftir- lætistré, ég hef aldrei viljað snyrta það um of, heldur leyfi ég því að vaxa á eðlilegan hátt,“ sagði Þor- steinn og bætti við að hann væri á móti öllum eiturefnum og léti því helst ekki úða tréð. Hann sagðist sækja alla sína visku í tréð og kallar það gjaman Yggdrasil eftir að það varð svona stórt. „Eftir trénu sem Óðinn varð Morgunblaðið/Golli ÞORSTEINN Thorarensen og viskutréð hans. að hanga í til þess að fá viskuna," sagði Þorsteinn. Fyrir um fjórum árum varð tréð kynþroska og það þótti Þorsteini afskaplega vænt um, en það ber bæði kven- og karlblóm. „Það gefur til kynná að því líði vel.“ Ennfrem- ur sagði hann að tréð ætti í ástar- sambandi við tré sem stendur í garði við húsið sunnan megin við hans. Kærastan er uppfull af krafti en ekki neitt í líkingu við tréð í garðinum hjá Þorsteini. „Trén eru í tvöfóldu ástarsam- bandi en það fer eftir vindáttinni. í norðanátt er það mitt tré sem er í ástarsambandi við dömuna hinum megin en þegar hann er að sunnan eða austan eru það karlblómin á grannatrénu sem koma og frjóvga kvenblómin á trénu mínu,“ sagði Þorsteinn og brosti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.