Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
FJOGURRA ARA SAMBUÐ
flstríður Þórftardóttir viftskiptafræftingur og Björn Þór Sigbjörnsson dagskrórgerðarmaður.
Þótt ekki hrykkti í stoðum
hjónabandsins er oft eitt og
annað smálegt sem stöðugt er
þrætuepli milli hjóna. Valgerð-
ur Þ. Jónsdóttir bað þrenn pör
að upplýsa hvað einkum er
þeim til ama í fari maka sinna í
dagsins önn og amstri.
Morgunblaðið/Ásdís
ÁSTRÍÐUR í öðrum heimi með naglaþjölina.
BJÖRN Þór fylgist með gangi heimsmála.
Naglasnyrting
og fréttafíkn
DAGINN eftir að Ástríður
Þórðardóttir og Björn Þór
Sigbjömsson kynntust á
dansleik fyrir rúmum fjórum árum
flutti hann með tannburstann sinn
inn til hennar og nokkrum mánuð-
um síðar hófu þau formlega samúð.
Allt var svo gaman og skemmtilegt
og þau höfðu lítið sem ekkert hvort
út á annað að setja. Að vísu segir
Björn Þór að fljótlega hafí komið í
ljós mikið óyndi í Astríði í morg-
unsárið og jafnan liði hálftími frá
því hún risi úr rekkju þar til hún
yrði aftur sama geðþekka stúlkan,
sem heillaði hann svo mjög á ball-
inu forðum.
Birna Þór fínnst þessi löstur
Astríðar ekkert tiltökumál enda sé
hann blessunarlega laus við að
vakna með henni á morgnana.
Sjálfur er hann kominn á ról klukk-
an hálffímm á virkum dögum til að
undirbúa morgunútvarp Rásar 2,
sem fer í loftið klukkan sex. Þótt
Ástríður geti vel sætt sig við
óvenjulegan vinnutíma Bjöms
Þórs segir hún svefnvenjur hans og
svefnþörf með ólíkindum og sér
gangi treglega að sýna honum um-
burðarlyndi í þeim efnum. „Eg
verð alltaf hálffúl þegar ég kem
heim úr vinnunni og Björn Þór sef-
ur enn á sínu græna,“ segir Ástríð-
ur og bætir við að þá sé hann ekki
beinlínis spriklandi af kæti fremur
en hún á morgnana.
Af svefnvenjum og
fréttafikn
„Smám saman hefur mér lærst
að vænlegast er að hringja í Ástríði
og spyrja hana hvenær hún komi
heim. Síðan stilli ég bara vekjara-
klukkuna samkvæmt því og lúlla
rólegur áfram,“ segir Björn Þór og
brosir blíðlega til Ásti-íðar, sem
finnst mál tO komið að leggja orð í
belg. „Hann talar eins og ég sé al-
gjör gribba, sem fari hamförum
þegar ég kem að honum sofandi. í
rauninni verð ég bara pínulítið súr
í bragði. Hitt pirrar mig enn meira
að hann skuli endilega þurfa að
hlusta á útvarpið í rúminu og fjasa
yfír því að ég vilji hafa ljós og lesa
fyrir svefninn."
„Maður verður nú að fylgjast
með, Ástríður mín,“ segir Björn
Þór. Ástríður segir Björn Þór
fréttafíkil, sem stundum lesi dag-
blöðin, hlusti á útvarp og horfír á
sjónvarp samtímis. „Það er sama á
hverju gengur, hann haggast ekki
á fréttatímum útvarps og sjón-
varps. Mér fínnst þessi árátta oft
leiðinleg, sérstaklega ef við erum
að fara út og hann lætur mig bíða
lon og don eftir sér,“ segir Ástríður
og finnst karlremba komin í Björn
Þór þegar hann skýtur inn í að
henni farist einstaklega vel að
sinna praktískum verkum meðan
hann íhugi ýmis vandamál í víðara
samhengi. „Hann er þá að hugsa
um hungursneyðina í heiminum,
stjórnmálaástandið í Rússlandi og
þess háttar, eða alténd eitthvað þar
sem hann fær engu um ráðið,“ út-
skýrir Ástríður góðfúslega.
f samkeppni við
naglaþjöl
Stöðug naglasnyrting Ástríðar
er Birni Þór svolítið til ama. Hann
segir hana draga fram naglaþjölina
í tíma og ótíma, setja upp fjarræn-
an svip og beita þjölinni af miklum
móð með tilheyrandi urgi, sem
smjúgi gegnum merg og bein.
„Þegar naglaþjölin er annars vegar
er mér lítill gaumur gefínn, gæti
allt eins verið lítil fluga á vegg.
Einbeitingin verður slík að hún
hvorki sér mig né heyrir," segir
Björn Þór og finnst leitt að þurfa
að lúta í lægra haldi fyrir nagla-
þjöl.
I byrjun sambúðar ríkti ósam-
komulag um verkaskiptinguna á
heimilinu. Hver átti að gera hvað,
hvenær og hvernig segja þau að
hafí oft orðið að heilmiklu rifrildi,
jafnvel svo að þau yrtu ekki hvort á
annað í marga daga. Björn Þór
segist þó hafa reynt, en ekki tekist,
að vinna bug á þvermóðsku Ástríð-
ar, enda sé hún langræknari en
hann og líklega sé hann meiri tuð-
ari. Ástríður jánkar staðhæfíng-
unni og segir Björn Þór geta tuðað
heilt kvöld hafi hún til dæmis
gleymt að setja sultukrukku inn i
ískápinn.
„Þótt okkur þætti báðum
óskaplega barnalegt að vera í
fýlu ef annaðhvort okkar
vaskaði ekki upp þegar hitt
ætlaðist til þess eða eitthvað
álíka, gátum við ekki unnið
bug á þessu fyrr en við
lögðum drög að nákvæmri
verkaskiptingu."
Verklýsing Ástríðar
Aðspurð hver hafí hafí samið
verklýsinguna segir Björn Þór
að höfundurinn heiti Ástríður
Þórðardóttir. „Eins og ég sagði áð-
an er hún svo góð í þessu praktíska j\
... og ég læt líka einkar vel að |(M
stjóm. Mér fínnst eini ljóðurinn á j'J/
fyrirkomulaginu sá að Ástríður ríf-
ur sig upp á laugardagsmorgnum f..;:
og byrjar að skúra og ryksuga VÍ':
einmitt á meðan ég sötra morgun- ,7
kaffið, les dagblöðin og ræð kross- ■;
gátuna í Lesbókinni. Þrátt fyiir .
ríkjandi samkomulag fæ ég alltaf
hálfgert samviskubit.“
Ástríður segir að yfirleitt fari |
smekkur þeirra á húsbúnaði
saman, en hún hafi þurft að
veita Birni Þór svolitla tilsögn í
klæðaburði. „Hann á þó ennþá
haUærislegasta bindasafn í
gjörvöllum vesturbænum, en
sem betur fer er hann sjaldan
með bindi. Mér finnst hann
líka hafa fremur óþroskaðan
tónlistarsmekk, þótt ég sé
ekkert að amast við lögum
eins og Fjólublátt Ijós við barinn,
sem honum finnst svo gaman að
hlusta á.“
Björn Þór segir að líklega
myndu lærðir menn segja að
Ástríður hafí þróaðri smekk á tón-
list en hann en þess beri að geta að
af þeim 600 diskum sem til séu á
heimilinu séu tíu í mestri notkun
og það séu ekki diskar með gömlu
góðu íslensku popplögunum
TRÚLEGA hafa flestir einhvern tíma
haft á orði að eitt og annað fari í
taugarnar á þeim. Orðatiltækið er
auðskilið, þótt oft geti verið harla
erfítt að henda reiður á hvað veldur
þessari óáþreifanlegu tilfinningu sem margir
fínna fyrir gagnvart samferðamönnum sín-
um. Háttalag, athafnir, kækir, smekkur, útlit
og klæðaburður eins getur farið óbærilega í
taugarnar á öðrum án þess að persónuleg
óvild komi við sögu eða kynni af viðkomandi
séu ýkja náin.
Umburðarlyndi er fólki misjafnlega í blóð
borið. Enginn er fullkominn og fáir geta
verið þannig að öllum líki. Jafnvel í hjóna-
böndum, þar sem dyggðirnar þrjár; ást, sátt
og samlyndi, ráða ríkjum og málamiðlanir
eru í hávegum hafðar, getur ýmislegt smá-
ræði í fari hvors hjónanna um sig orðið hinu
til mikillar skapraunar, þótt að öðru leyti
hafi þau lítið sem ekkert hvort upp á annað
að klaga. Umvandanir, ábend-
ingar, aðfinnslur og nöldur í
\ áratugi duga stundum
skammt. Makinn læt-
ur slíkt sem vind um
I eyru þjóta og heldur
uppteknum hætti; með-
vitaður eða ómeðvitaður.
''' Sem betur fer sjá margir
spaugilegu hliðina á því
sem þeim finnst vera
ábótavant í fari, fasi og
gjörðum sinna nánustu. í
i góðra vina hópi gera þeir
stundum góðlátlegt grín að
I ýmsu sem endalaust er
i þrætuepli í samskiptum við
maka og stöðugri viðleitni
til að koma þeim í skilning
um að tiltekin framkoma sé
þeim ekki þóknanleg, bein-
línis óviðeigandi innan
hcimilis sem utan, eitt og
annað sé allsendis smekk-
laust og sumt jaðri við tillits-
leysi á hæsta stigi.
Af einskærri forvitni um
annarra manna hagi hefur
blaðamaður Daglegs lífs um
langt skeið lagt eyrun við um-
ræðum og umkvörtunum af
þessu tagi. Stundum hafa alls
konar heimilisleyndarmál
komið upp á yfirborðið, t.d. er
sú árátta margra karla að setja
ekki setuna á salernisskálinni í
lárétta stöðu, vandamál sem ekki
virðist hægt að leiða til lykta á
mestu fyrirmyndarheimilum, líkt
og tann-
Meðferftin á
tannkremstúp-
unni getur orftift
endalaust
ógreiningsmól
innan veggja
heimilins.
kremstúpan
sem sumir,
bæði karlar og
konur, læra
aldrei að
kreista á réttan
hátt. Karlar
kvarta líka sár-
an yfir vand-
ræðaganginum í eiginkonum sínum þegar
þær eru að búa sig upp, þá upplýstist að ein
afar fín frú, sem þó japlar sýknt og heilagt á
tyggigúmmí, lætur ekki, þrátt fyrir miklar
fortölur bónda síns, af þeim ósið að setja
tugguna frá sér á það sem hendi er næst
hveiju sinni.
Þrenn pör, sem ekki taka sig of hátíðlega,
létu tilleiðast að segja frá einu og öðru f fari
maka sinna sem einkum fer í taugarnar á
þeim.
Ingileif Malmberg sjúk
INGILEIF, ófáguð, við mata
Tómats
hvítir:
UM miðjan níunda áratuginn
blómstraði ástalífið í guð-
fræðideild Háskólans og gat
af sér nokkur hjónabönd. Tuttugu
og þriggja ára guðfræðinemi, Þór-
hallur Heimisson, kom þar auga á
sína útvöldu, Ingileifu Malmberg,
sem vai' þremur árum yngri. Hon-
um fannst hún kvenna fríðust og
föngulegust og þar sem hann er
ekki vanur að tvínóna við hlutina
hófst hann þegar handa við að
vekja athygli hennar.
Ingileif segist varla hafa komist
hjá því að taka eftir þessum stóra,
rauðhærða strák, enda hafi sjaldn-
ast verið lognmolla í kringum pilt-
inn. „Þórhallur talaði óskaplega
mikið og ég furðaði mig á hvað
hann þurfti sífellt að tjá sig um allt
mögulegt. Hann er enn við sama
heygarðshomið og ræðir yfirmáta
kumpánlega við alla hvar sem hann
kemur. Ég verð alltaf óþolinmóð
þegar við erum að versla og hann
er óðar kominn í hrókasamræður
við afgreiðslufólkið og annað bláó-
kunnugt fólk.“
Þórhalli varð ekkert ágengt á
mælskunni. Þegar honum fannst
fokið í flest skjól fór hann að leggja
eina og eina rós á borð Ingileifar í
lesstofu Háskólans og þá rofaði
loks til. „Þetta voru bara svona
ódýrar rósir á sérstöku tilboðs-
verði,“ segir hann afsakandi.
Með samanbitnar varir
Brátt máttu þau ekki hvort af
öðru sjá og innan árs létu þau
pússa sig saman. Þórhallur segir
að Ingileif eigi enn til að vera ótta-
lega fámál og hún slíti sér ekkert
út við að segja brandara. „Stund-
um er eins og hún heyri ekki þegar
ég reyti af mér brandarana, en síð-
an getur hún hlegið að þeim mörg-
um dögum síðar.“ Ingileif finnst að
sér vegið og segir að líklega hafi
hún bara öðruvísi húmor „ .. .fín-
legri og ekki alveg svona gaigopa-
legan.“
„Ingileif er hamhleypa til verka