Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 MORGUNBLADIÐ DAGLEGT LÍF Ævintýri íslenskra brúða í balískri leikhúshefð Brúðuleiksýningin Sólarsagan eftír Helgu Arn- alds verður frumsýnd í Norræna húsinu á morg- un. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir forvitnaðist um brúðuleikhúsið og ferð Helgu til Balí. Morgunblaðið/Þorkell HELGA Arnalds flytur Sólarsöguna fyrir börnin á leikskólanum Múlaborg. Hér talar hún við ósýnilega mús. HELGA Amalds hefur um fjögurra ára skeið rekið brúðuleikhúsið 10 fingur. I byrjun þessa árs heimsótti hún vöggu brúðuleikhúss- ins, eyjuna Balí í Indónesíu, og þegar heim kom samdi hún brúðuleiksýningu fyrir böm undir áhrifum frá bal- ískri skuggaleikhúshefð. „Ferðin til Balí veitti mér innblástur til að semja bamasýningu sem byggist á þjóðsögum um sólina frá ýmsum löndum,“ segir Helga. „Mennimir og dýrin á jörðinni syngja á hverjum moigni svo jörðin fer að hringsnúast af gleði og sólin kemur upp. En langt úti í geimnum er önnur pláneta þar sem hnetukóngurinn býr ásamt einkadóttur sinni, Plágu prinsessu, sem hann sér ekki sólina fyrir. Hún fær allt sem hún vill, er orðin voðalega feit og frek og fer aldrei fram úr rúm- inu. Þegar prinsessan á af- mæli veit hnetukóngurinn ekkert hvað hann á að gefa henni því hún á allt. Hann fer í langt ferðalag og kem- ur niður á jörðina, þar sem allir em að bíða eftir sólinni. Þegar hún kemur upp ákveður hann að stela henni og gefa prinsessunni í af- mælisgjöf. Þá þurfa bömin í salnum að finna ráð til að bjarga sólinni og það hefur yfirleitt tekist hingað til!“ Helga segist hafa verið beðin um að skemmta börn- um í heimahúsi á öskudag- inn og spann hún þá upp söguna sem hún hafði feng- ið hugmynd að áður. Hún hefur síðan flutt sýninguna nokkrum sinnum og sagan hefur smám saman þróast. Sólarsagan verður sýnd um helgar í Norræna hús- inu í sumar og frumsýning verður laugardaginn 21. júní, þann dag sem sól er lengst á lofti. Hallveig Thorlacius samdi handritið ásamt Helgu, leikstjóri er Helga Braga Jónsdóttir og Eyþór Amalds samdi tón- list. Óvænt ferð til Balí Helga fór til Ástralíu með brúðuleikhúsið sitt í janúar síðastliðnum. „Þegar ég kom þangað vom nokkrir vinir mínir búnir að kaupa pakkaferð til Balí og ég ákvað að slást í fór með þeim“, segir Helga. „Mig hafði lengi langað að koma til Balí vegna þess að þar stendur vagga brúðuleikhússins. Skugga- leikhúshefðin þar er nokkur þúsund ára gömul og er elsta leikhúsform í heimin- um sem enn er stundað. Þetta er nokkurs konar helgiathöfn, skemmtun sem hefur jafnframt trúarlega þýðingu. Hápunktur ferðar- innar var þegar ég hitti I Wayan Nartha, einn helsta brúðuleikarann á Balí. Ég sat hjá honum drjúga stund og hann útskýrði fyrir mér sögurnar og táknin.“ Þær góðu hægra megln Að sögn Helgu eru skuggaleiksýningar á Balí meðal annars fluttar við há- tíðahöld í tilefni af barns- fæðingum, afmælum og brúðkaupum. Allt sem til þarf er olíulampi, skermur og flatar brúður úr kálfs- skinni, sem Helga segir að séu algjör listaverk. Yfir- leitt em sagðar sömu sög- urnar sem allir þekkja, Ma- habrata og Ramajana, en þær era indverskar að upp- runa og tengjast hindúatrú. Sögurnar fjalla um guðina, sem em ýmist góðir eða vondir og hafa allskyns veikleika eins og mennimir. Sýningar hefjast iðulega á því að Kayonan, lífsins tré, birtist og persónurnar koma fram sitthvoramegin við það, þær góðu hægra megin og þær vondu vinstra megin. Brúðuleikarinn segir sög- umar og stjórnar brúðun- um og sjö til fjórtán manna hljómsveit spilar undir. I Wayan Nartha er af fjórðu kynslóð brúðuleikara í sinni fjölskyldu og er búinn að velja einn af sjö sonum sín- um til að taka við af sér, en á Balí þykir það mikill heið- ur. Þegar brúðumeistarinn kemur í þorp þar sem hann á að sýna sest hann fyrst niður með fólkinu og spyr frétta. Síðan fléttar hann atburði og persónur úr bæjarlífinu inn í söguna og áhorfendur taka eftir hverju fráviki og lesa í það. Þeir skemmta sér konunglega og auðvitað best yfir kjaftasögunum um nágrannana. Tímalaus töfraeyja „Samkvæmt tímatali Balíbúa eru 210 dagar í ár- inu,“ segir Helga, „og þegar ég spurði meistarann hvað hann hefði starfað lengi við brúðuleikhús sagðist hann hafa gert það í 42 ár, síðan 1963! Þeir nota okkar ártöl en telja samt árin ennþá eftir gamla tímatalinu og það ruglar mann alveg í ríminu. Það sem einkenndi Balí var líka algert tíma- leysi og mig dreymdi mjög sterka drauma sem voru næstum því raunverulegri en veraleikinn. Það var töfr- um líkast að horfa út í kol- svarta nóttina, þegar líf færðist í skógana og tunglið skein skært. Balíbúar trúa á allskonar vætti sem fara á stjá þegar rökkva tekur og maður fann sterkt fyrir ein- hvers konar óútskýranleg- um öflum. Á Balí er mjög mikið af listamönnum og handverks- fólki, en þar ríkir auðmýkt gagnvart listsköpun og fólk- ið telur sig hafa þegið hæfi- leikana frá guðunum. Þarna voru allir svo jákvæðir og lausir við streitu. Þegar HELGA heimsótti brúðumeistarann I Wayan Nartha í ferð sinni til Balí. Morgunblaðið/Porkell í Sólarsögunni segir frá Plágu prinsessu, sem fær sólina í afmælisgjöf frá kónginum föður sinum. Hollendingar gerðu Balí að nýlendu sinnu ákváðu þeir að leyfa eyjarskeggjum að varðveita menningu sína og siði. Balíbúar lifa nú aðal- lega á ferðaþjónustu, en mér virtist það þó ekki hafa haft slæm áhrif, það hefur tekist að flétta túrismann saman við hina gömlu menningu." Ung listgrein á íslandl Helga lauk námi í brúðu- leikhúsfræðum í Barcelona árið 1990 og starfaði að því loknu á Spáni í eitt ár. Hún hefur sett upp þrjár eins- mannssýningar hér á landi síðan hún stofnaði brúðu- leikhúsið 10 fingur árið 1993. í íyrra lagði hún leið sína til Tékklands, þar sem hún lagði stund á fram- haldsnám í leikstjórn fyrir brúðuleikhús og setti meðal annars upp sýningu sem byggð var á íslenskri þjóð- sögu. Síðar á þessu ári hyggst Helga setja upp fullorðins- sýningu í Tjamarbíói, ásamt tékkneska leik- myndahönnuðinum Petr Matásek, Hallveigu Thor- lacius handritshöfundi, leik- urunum Helgu Brögu Jóns- dóttur og Hinriki Olafssyni og söngkonunni Ingveldi Yr Jónsdóttur. Verkið er byggt á sögunni um Arthúr kon- ung, en sagan er skoðuð frá sjónarhóli systur Arthúrs, Morgan Lefai. Helga segir að brúðuleik- hús sé tiltölulega ung list- grein á íslandi, eigi hér að- eins um 45 ára sögu og ekki sé til staðar sterk hefð til að byggja á. Nánast allir sem starfi við brúðuleikhús á Is- landi séu því brautryðjend- ur. Hún bætir við að orðið brúðuleikhús sé ef til vill svolítið villandi. Erlendis sé farið að nota orðið „figure theater" því það sé notað yf- ir ákveðna hugsun í leikhúsi og ekki séu endilega alltaf notaðar brúður. Ævlntýrl fyrir alla „Mér finnst gaman að sjá hvernig farið er að flétta brúðuleikhúsi inn í leiksýn- ingar fyrir fullorðna," segir Helga, „en allir vita að börn eru mjög móttækileg fyrir því. Það opnar leið inn í æv- intýri og ég held að full- orðnir njóti þess engu síður þegar þeir leyfa sér það. Þess vegna verður Sólar- sagan í Norræna húsinu kærkomið tækifæri fyrir pabba og mömmur og prinsana og prinsessurnar þeirra til að njóta þess að fara saman í leikhúsið." ■ Ljósmynd/Hannes Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.