Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
SKOPMYND Sigmunds frá árinu 1991: „Þér er óhætt að sleppa hr.
Landsbergis, ég er að koma.“
/
Islendingar
ýttu sjálfstæðinu
úr vör í Eystrasaltsríkjunum
*
„Eg held að sjaldan eða aldrei hafí íslensk
stjórnvöld látið eins mikið til sín taka í
máli sem kemur þeim ekki beint við og í
sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna,“
____segir Guðni Th. Jóhannesson_
sagnfræðingur í samtali við Helga
Þorsteinsson en Guðni flutti athyglisvert
erindi um málið á Söguþinginu.
ÍSLENDINGAR voru fyrstir til að
endumýja viðurkenningu sína á
sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og
tóku fyrstir þjóða upp stjómmála-
samband við þau, í ágúst 1991.
Fmmkvæði Islendinga hafði ekki
bein áhrif á stefnu stórþjóða í þess-
um málum, en það ýtti á Dani að
fylgja í kjölfarið. Þeir ýttu aftur á
Evrópusambandsþjóðimar og
Norðurlönd. Islendingar komu því
skriðunni af stað sem endaði með
fullri viðurkenningu alþjóðasamfé-
lagsins á sjálfstæði Eystrasalts-
þjóðanna. Þetta em niðurstöður
Guðna Th. Jóhannessonar sagn-
fræðings sem hélt fyrirlestur á ný-
afstöðnu söguþingi, byggðan á
magistersritgerð sinni.
„Ég held að þetta sýni að við
getum haft áhrif ef við einbeitum
okkur að ákveðnu málefni," segir
Guðni. „Ef við ætlum að hafa áhrif
á alþjóðavettvangi verðum við að
velja og hafna. Við getum ekki
frelsað heiminn.“
Guðni segir að mestu hafi ráðið
um afstöðu Islendinga að þeir
höfðu samúð með Eystrasaltsríkj-
unum vegna ófrelsis þeirra undir
járnhæl Rússa. „Islenskir ráða-
menn gerðu sér grein fyrir því að
vestrænir valdhafar vora varkárir
og vildu ekki styðja sjálfstæðis-
sinna í einu og öllu vegna þess að
þeir óttuðust að þá væm þeir að
gera Gorbatsjov Sovétleiðtoga
erfitt fyrir og stefna umbótum
hans í hættu. Ráðamenn hér á
landi spurðu sig hvort þeir væra
nokkuð bundnir af þessum sjónar-
miðum, þar sem við erum smáþjóð.
Kannski gætum við reynt að veita
Eystrasaltsríkjunum þó ekki væri
nema siðferðislegan stuðning."
Með sovéska
vegabréfsáritun
íslensk stjórnvöld, sérstaklega
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra, fóra að tala máli
Eystrasaltsríkjanna á alþjóðavett-
vangi, hvenær sem færi gafst.
„Eitt merkasta skrefið á þeirri
göngu var for utanríkisráðherra til
Eystrasaltsríkjanna í janúar 1991,
eftir árás sovésks herliðs á sjón-
varpsturninn í Vilnius, þar sem
fjórtán Litháar létust. Enginn ann-
ar erlendur ráðherra vildi þá fara
út, því til þess þurfti að fá sovéska
vegabréfsáritun. Menn sögðu það
tvíeggjað að segjast líta á Eistland,
Lettland og Litháen sem sjálfstæð
ríki, en biðja samt um vegabréfs-
áritun hjá Sovétmönnum til að fara
þangað. Þetta var formsatriði sem
Jón Baldvin leit framhjá, en aðrir
vora ekki tilbúnir til að gera það.“
I þessari fór sinni til Litháen tal-
aði Jón Baldvin á stóram fundi í
Vilnius og sagðist mundi alvarlega
athuga að koma á stjórnmálasam-
bandið við Litháen.
Vonbrigði Eystrasaltsrikjanna
með íslendinga
„Það mátti lesa þau orð hans
þannig að þetta myndi gerast á
næstu dögum,“ segir Guðni. „Þeg-
ar hann kom heim gerði hann sér
grein fyrir að það væri hægara
sagt en gert. Þótt ríkisstjórnin
viðurkenndi það aldrei hafði það
áhrif á afstöðu hennar að menn
óttuðust jafnvel að Sovétmenn
myndu refsa Islendingum á efna-
hagssviðinu. A fundi utanríkis-
málanefndar í byrjun febrúar
1991, þegar verið var að ræða
hugsanlegt stjórnmálasamband
við Litháen, sagði Jón Baldvin að
hann vildi að menn gættu sín. Ein
rök fyrir því væru þess eðlis að
hann kysi að ræða þau aðeins í ut-
anríkismálanefnd. Hann sagðist
ekki geta kært sig kollóttan um
hvernig Sovétmenn tækju frekari
skrefum fslendinga til stuðnings
Litháen. Hann yrði að bera
ábyrgð á afleiðingunum sem gætu
komið við fjölda fólks á íslandi.
Þar ýjaði hann að viðskiptahags-
munum, fyrst og fremst síldarsölt-
un og ullariðnaði. Orð Jóns Bald-
vins í Vilnius veittu Litháum mik-
inn siðferðislegan stuðning en svo
fór að þeir urðu fyrir vonbrigðum
með afstöðu íslenskra stjórnvalda
um þessar mundir."
í febrúar 1991 áréttaði Alþingi
formlega að viðurkenning íslands á
sjálfstæði Litháen frá árinu 1922
væri í fullu gildi og lýsti því yfir að
stefnt væri að því að taka upp
stjórnmálasamband við Litháen
eins fljótt og unnt væri. Nýja vonir
kviknuðu hjá Litháum. „En svo
liðu dagarnir og urðu að vikum og
mánuðum og ekkert gerðist. Lithá-
ar spurðust í sífellu fyrir um það
hvers vegna ekki væri staðið við
það sem svo sterklega væri búið að
ýja að.“
Tilraun Dana til að
ná frumkvæði
Lokakaflinn í sögunni gerðist í
ágúst 1991 þegar gerð var valda-
ránstilraun í Moskvu. „Hún stóð
stutt, hófst 19. ágúst en var rann-
inn út í sandinn tveimur dögum
síðar. Þá fara hlutirnir að gerast
hratt hjá íslenskum stjórnvöldum.
22. ágúst lýsir Jón Baldvin því yfir
að Islendingar viðurkenni sjálf-
stæði Eistlands og Lettlands á
sama hátt og gert hafði verið í til-
felli Litháens í febrúar, og að ríkis-
stjórn íslands væri reiðubúin til að
ræða við ráðamenn í Eystrasalts-
löndunum um það að koma á
stjómmálasambandi. 26. ágúst era
undirritaðir samningar um stjórn-
málasamband íslands og Eystra-
saltsríkjanna í Höfða.“
Guðni segir að þrátt fyrir þau
vonbrigði sem Islendingar hafi
valdið þeim hafi Eystrasaltsríkin
litið á þá sem sína helstu banda-
menn. Tilraunir Uffe Ellemann-
Jensen, utanríkisráðherra Dana, til
að skáka Islendingum breyttu þar
engu.
„Rétt fyrir miðnætti 24. ágúst
sendir Uffe Ellemann-Jensen sím-
skeyti til höfuðborga Eystrasalts-
landanna þar sem hann lýsir því yf-
ir að síðustu atburðir í Sovétríkj-
unum hafi skapað þær aðstæður að
Danmörk geti tekið upp stjórn-
málasamband við Eystrasaltslönd-
in. Uffe Ellemann segir að Danir
hafi þar með orðið fyrstir til að
taka upp stjórnmálasamband. En
það þurfti að staðfesta þessa
ákvörðun. Símskeytið var ekki
nema viljayfirlýsing, ekki nein
ákvörðun í sjálfu sér. Enda fór svo
að þegar utanríkisráðherrar
Eystrasaltsríkjanna vora búnir að
undirrita samninga um stjómmála-
samband í Höfða, 26. ágúst, flugu
þeir til Kaupmannahafnar og skrif-
uðu undir eins samninga.
„Við vorum fyrstir, þótt Uffe
viðurkenni það aldrei“
Það þarf ekki annað en að fara
til Vilnius og tala við Litháa til að
gera sér ljóst að í þeirra huga eru
Islendingar þeir sem voru fyrstir
til og gerðu mest fyrir þá. Þannig
er til dæmis til Islandsgata í Vilni-
us, nefnd svo til heiðurs íslensku
þjóðinni, en engin Danagata. En
það má auðvitað ekki líta á þetta
sem kapphlaup, því menn voru að
þessu í einlægni til að styðja við
sjálfstæðisbaráttuna, en metnaður
utanríkisráðherranna var samt
svo mikill að það skipti þá máli
hvor kæmi á undan. Éða eins og
Jón Baldvin sagði: „Við vorum
fyrstir, þótt Uffe viðurkenni það
aldrei.“
Karlmenn
óánægðari
eftir
skilnaðinn
TÖLFRÆÐILEGAR rann-
sóknir sýna að konur fara að
öllu jöfnu verr út úr skilnaði
fjárhagslega en karlmenn. Þeir
eru hins vegar óánægðari með
skilmálana þegar upp er staðið,
samkvæmt tímaritinu
Psychology Today.
Sálfræðingur við ríkisháskól-
ann í Indiana-fylki í Bandaríkj-
unum, dr. Virgil Sheets, gerði
skoðanakönnun meðal 372 frá-
skilinna hjóna og innti álits á
skilnaðarsáttmálanum, til dæm-
is hvað varðar forræði, með-
lagsgreiðslur og eignaskipt-
ingu.
Komst hann að þeirri niður-
stöðu að konurnar væru mun
sáttari, þrátt fyrir 27% rýmun
lífskjara fyrsta árið, samanbor-
ið við 10% hjá körlunum. „Það
virðist því sem fjárhagsleg af-
koma hafi ekki úrslitaþýðingu
þegar kemur að því að sætta sig
við skilnaðinn," segir Sheets.
Telur hann óánægju karl-
anna ráðast af því að þeir hafi
haft minni stjórn á skilnaðar-
ferlinu en konurnar.
Mánudagar
og hjarta-
sjúklingar
MÁNUDAGUR til mæðu segir
í þulu um dagana og kannski
ekki að ástæðulausu. Vísinda-
menn komust að því fyrir
nokkram árum að hjartaáföll á
vinnustað ber oftast upp á
mánudaga og nú hefur komið í
ljós að mánudagsáhrifin teygja
sig langt fram eftir eftirlauna-
aldri.
Tímaritið Psychology Today
greinir frá því að Robert Pet-
ers, læknir sem starfar við Mar-
yland-háskóla í Bandaríkjunum,
hafi komist að raun um að
helmingi fleiri karlmenn á eftir-
launum finni fyrir hjartsláttar-
truflunum á mánudögum en
sunnudögum.
Þótt óreglulegur hjartsláttur
sé yfirleitt frekar hvimleiður en
skaðlegur getur hann endað
með hjartaáfalli. „Orsakir
hjartaáfalla eru oft af sálrænum
toga,“ segir James Muller
hjartasérfræðingur við Kent-
ucky-háskóla, „og þess vegna
ekki órökrétt að tíðni hjartslátt-
artraflana fylgi líðan dag frá
degi. Mánudagur lætur verr í
eyrum en sunnudagur, líka þeg-
ar maður er sestur í helgan
stein.“
Fj ölskyldur
skiptinemans á Hauganesi
CARLOS R. Ramires og Gladys
Lorenzo, hjón frá Puerto Rico héldu
nýlega til heimalands síns eftir um
hálfsmánaðar dvöl hér á landi.
Þetta er í þriðja sinn sem Carlos
heimsækir ísland og önnur ferð
Gladys.
Astæðan fyrir ferðinni hingað í
þetta sinn er margþætt; þau vora
við fermingu, brautskráningu og
einnig voru þau að kanna markað
fyrir ferðamenn frá Puerto Rico hér
á landi. Þau hjónin dvöldu hjá vina-
fólki sínu, Elvari Reykjalín Jóhann-
essyni og Guðlaugu Jóhönnu Carls-
dóttur á Hauganesi við Eyjafjörð.
Eskimóar í snjóhúsum
Kynni þeirra af íslandi hófust ár-
ið 1992 þegar ung stúlka frá Hauga-
nesi, Eva Reykjalín Elvarsdóttir
ákvað að gerast skiptinemi í eitt ár
og valdi Puerto Rico sem nýtt
heimaland. Svolítið fjarri sínu eigin
en tengslin við hina nýju fjölskyldu
áttu eftir að verða mikil.
Gladys og Carlos höfðu sýnt
áhuga á að taka skiptinema inn á
heimilið en sögðu að í upphafi hefði
þeim ekki litist vel á Island sem
kost í þeim efnum. Það hafi reyndar
einkum stafað af lítilli vitneskju um
land og þjóð, „við héldum jafnvel að
hér byggju eskimóar í snjóhúsum,“
sögðu þau og gátu ekki varist brosi
við tilhugsunina.
Eva dvaldi hjá fjölskyldu sinni í
Puerto Rico í eitt ár, en þau héldu
áfram mjög góðu sambandi sín á
milli. Foreldrar Evu, Elvar og Guð-
^ Á'- •• f j t 1 v \ \
s ■ 1
jrt j -•. •• • : pv,--■ I H 1 4 1 1 í.vSI
T Fy 1 :» j Ik- 9m 1
ELVAR, Guðlaug, Eva, Gladys Lorenzo og Carlos R. Ramires. Þau hafa haldið gdðu sambandi frá því Eva
dóttir Elvars og Guðlaugar dvaldi hjá Gladys og Carlos sem skiptinemi á Puerto Rico.