Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FJÖLFÖTLUÐ BÖRN Börn sem eiga við verulega fjötluna að stríða eru oft lengi á biðlista á stofnanir sökum þess að peninga skortir frá yfírvöldum til að leysa vanda þeirra. Helga Björg Barðadóttir grófst fyrir um aðstæður fjölfatlaðra og ræddi við foreldra og sérfræðinga um þessi mál. Morgunblaðið/Arni Sæberg Morgunblaðið/Ásdís LAUFEY úti í garði með Arnþrúði mömmu sinni, og Ragna Sif úti heima hjá sér í góða veðrinu. ÉG gæti ekki verið í þessari stöðu ef ég þekkti ekki fatlaða einstak- linga og foreldra þeiiTa“ sagði Hr- efna Haraldsdóttir en hún starfar fyrir Landsamtökin Þroskahjálp sem foreldraráðgjafi og hjá Styrkt- arfélagi vangefinna í Reykjavík. Starfið felst aðalega í stuðningi og ráðgjöf við foreldra. Landsamtökin Þroskahjálp eru frjáls félagsamtök, þau voru stofn- uð 1976 í þeim tilgangi að sameina í eina heild félögin sem vinna að málum fatlaðra, einkum fatlaðra barna og þroskaheftra, með það að markmiði að tryggja þeim jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til að lifa eðlilegu lífi. Hrefna sem er þroskaþjálfi að mennt, byrjaði starfsferilinn á Kópavogshæli fyrir um 30 árum síðan. „Þá var ekki litið á fatlaða eins og annað fólk, en mikið hefur áunnist á liðnum árum, stöðugt þarf samt að efla hagsmunasamtök eins og Þroskahjálp," sagði hún. „Okkur hefur ekki tekist að mæta öllum þeim þörfum sem fjölskylda fatlaðs einstaklings þarf á að halda. Stoðkerfið er ekki nógu öruggt. Nauðsynlegt er að efla heimaþjón- ustu, dagvistunar- og skammtíma- vistunar úrræði. Einnig er langur biðlisti eftir búsetuúrræðum fyrir fatlaða. Astæðan er fyrst og fremst skortur á fjármagni," sagði Hr- efna. Fræðsla fyrir afa og ömmu Hún sagði einnig að ekki væri langt síðan að farið var að veita að- standendum fatlaðra athygli, eins og systkinum, öfum og ömmum. En með stofnun FFA sem stendur fyrir „Fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur, ávannst mikið í þeim málum. Og eins og stendur í lcynn- ingabæklingi FFA er markmið þess meðal annars: „Að gefa fötl- uðum og aðstandendum þeirra tækifæri til að hitta aðra sem eru í svipuðum sporum, kynnast sjónar- miðum þeirra og miðla af eigin reynslu. Fræðileg umfjöllun og umræða auka svo möguleika þátt- takenda til að takast á við margvís- legan vanda sem fötlunin leiðir af sér.“ Hrefna sagði að miðað við Norð- urlönd hefðum við byrjað seint á að sinna málefnum fatlaðra af ein- hverri alvöru. „Það eru ekki nema um tuttugu ár síðan. Fyrstu tíu ár- in var fjármagni veitt til uppbygg- ingar en síðan var dregið verulega úr því og hefur því óhjákvæmilega orðið stöðnun í þróun og uppbygg- ingu í málefnum fatlaðra. Tel ég það mjög alvarlegt mál og afar mikilvægt að stjómvöld breyti um stefnu og veiti aukið fjármagn til málefna fatlaðra." Eitt af baráttumálum Þroska- hjálpar er að styðja við fatlaða þannig að þeirra skoðanir komist á framfæri. „Þroskaheftir eiga sitt hagsmunafélag sem heitir Atak og var stofnað 1994 og hefur það verið mjög virkt í báráttumálum sinna félagasmanna. Þroskahjálp lagði til fjármagn svo hægt yrði að ráða starfsmann í hálfa stöðu hjá Ataki,“ sagði hún, og bætti við að aðal baráttumanneskjur fatlaðra í dag væru foreldrarnir. „En það að vera foreldri fatlaðs barns er mjög krefjandi hlutverk. Vantar markvissan stuðning í öllum fræðum sem snúa að fótl- uðum er það að eignast fatlað barn almennt viðurkennt sem áfall, en samt er foreldrum ekki veitt neinn markviss stuðningur strax í upp- hafi. „Allar upplýsingar eru veittar á mjög tilviljunarkenndan hátt og því er eitt af baráttumálum Þroskahjálpar og Umhyggju, landssamtaka langveikra barna, að fá markvissan sálgæslustuðnig á fæðingadeildir sjúkrahúsanna og barnadeildir,“ sagði Hrefna og; „I dag er talað mikið um nauðsyn áfallahjálpar t.d. eftir slys og þykir sjálfsagt, en ekkert slíkt er fyrir hendi ef fólk eignast fatlað barn.“ Þjóðfélagið okkar er ekki sér- staklega fjöskylduvænt. „Efth- því sem frávikin eru meiri því verra er það, og því betur koma gallar kerf- isins í ljós. Það sem er svo áberandi í kringum fatlaða er óvissan um framtíðina, því uppbyggingin hefur ekki verið í takt við þarfimar," sagði Hrefna að lokum. Tíu ár á forgangslista Hún heitir Laufey Eiríksdóttir, er á sautjánda ári, og býr í Hafnar- firði ásamt fjölskyldu sinni, tveim- ur bræðrum sem eru eldri og yngri en hún, mömmu sinni og pabba, sem vinnur til sjós, og getur því lít- ið verið heima: Fötlun hennar er algjör, hún þarf hjálp við allar athafnir dag- legs lífs. Það þarf að klæða hana, mata og hreyfa, hún tjáir sig ekki nema með svipbrigðum, hljóðum, og getur notast við Bliss-táknmáls- kerfi, að einhverju leyti. En svo hún geti notað Bliss-kerfið er sér- stakt leysiljós fest við gleraugun hennar og reynir hún að nota það til að benda á táknkerfið sem hún hefur fyi-ir framan sig, eða með því að nota tvískipta rofa við tölvuna, sem eru í púðum báðum megin við kjálkana á henni. Þetta reynir mjög mikið á hana því hún notar hálsinn svo mikið, hann er svo til eini líkamshlutinn sem hún getur notað til að bjarga sér. Hún notar hann til að koma hjólastólnum áfram, en þannig tekst henni að ýta á rofa með kjálkunum og stýra stólnum. Dagurinn byrjar snemma „Ég vil meina að eitthvað hafi komið fyrir barnið þegar hún var þriggja mánaða," sagði Amþrúður Þórðardóttir, móðir Laufeyjar, þegar blaðamaður heimsótti þær í Hafnarfjörð. „Þá kom ég að henni í einhvers konar krampa. Fram að þeim tíma virkaði hún fullkomlega heilbrigt barn. Uppfrá þessu hófust sjúkrahúsvistir meira og minna í þrjú ár, en Laufey hefur annars verið mjög heilsuhraust. Fyrir fjórum áram fór hún í sina- lengingu og stóra mjaðmaaðgerð," sagði hún. Dagurinn hjá þeim mæðgum hefst klukkan sex á morgnana en klukkan sjö kemur rútan sem Laufey fer með í Öskjuhlíðarskól- ann og eftir hádegi er hún á Lyng- ás og kemur heim um fimmleytið. Á sumrin er hún í Lyngási frá klukkan átta og er komin heim um hálffimm. Laufey fer í skammtíma- vistun að Hnotubergi í Hafnarfirði og fær hún fasta ellefu sólarhringa í mánuði allan ársins hring, en stöku sinnum hefur verið hægt að fá aukadaga. „Ekki má gleyma henni Elínu og manninum hennar, honum Helga, en Elín hefur verið tilsjónarmanneskjan hennar Lauf- eyjar síðustu átta árin. Þau fara með hana á bíó, í leikhús, á veit- ingastaði og gera ýmislegt sem all- ir unglingar hafa gaman af að gera,“ sagði Arnþrúður. Sökum þess hversu Laufey er mikið fötluð þarf hún á mikilli sjúkraþjálfun að halda ef hún á ekki gjörsamlega að stífna upp. „í rauninni má aldrei slaka á hvað það varðar. Það verður að leggja mikla áherslu á hálsvöðva og axlir því þessir líkamshlutar skipta hana svo miklu máli. En því miður fær hún í rauninni ekki næga þjálfun og má nefna að hún fékk enga sjúkra- þjálfun í Öskjuhlíðaskóla síðasta vetur. En allt sem fyrir hana er gert er gert af góðum vilja og það era alveg frábærar manneskjur á öllum stöðum sem vilja allt fyrir hana gera,“ sagði Arnþrúður og er þessu fólki afskaplega þakklát. Eftir því sem Laufey stækkar því erfiðari verða allar aðstæður hjá fjölskyldu hennar. „Við lifum engu venjulegu fjölskyldulífi. Við eram hætt að fara nokkurn skap- aðan hlut. Við komumst ekki í nein almennileg frí. Við föram aldrei orðið í ferðalög eða fjölskylduboð nema að aðgengi sé hundrað pró- sent. Því bara rafmagnsstóllinn hennar Laufeyjar vegur um hund- rað kfló og hinn stólinn, þann létt- ari, þurfum við að rífa í sundur til að koma honum í skottið á station bflnum okkar. Við eigum ekki bfl sem gæti flutt Laufeyju á milli staða,“ sagði Arnþrúður. Guð og lukkan ræður En það era ekki bæra tækin sem era til trafala heldur er stelpan sjálf orðin jafn stór og mamma hennar. „Það er guð og lukkan sem ræður þegar ég er að lyfta henni. Sem betur fer hefur ekkert komið fyrir ennþá, nema hvað ég er orðin ansi þreytt í líkamanum af því að þurfa að lyfta henni svona mikið,“ sagði hún, og ekkert skrítið því Arnþráður er ekki mikil á velli. Eldri bróðir Laufeyjar var fjög- urra ára þegar hún fæddist og fékk fljótt að finna fyrir því að vera bróðir fatlaðs systkinis. „Hann var mikið hjá afa og ömmu á þessum tíma því við vorum oft með Lauf- eyju á spítala fyrstu árin. Allir okk- ar kraftar og athygli fóra í hana og varð stóri bróðir því útundan," Alþjóðleg ráðstefna um barnaheimspeki Pælt í speki í Háskólanum á Akureyri HEIMSPEKI fyrir börn á hjara veraldar, áttunda alþjóðlega ráð- stefnan um bamaheimspeki, var haldin í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku. Ráðstefnuna sóttu kennarar, heimspekingar og fræði- menn frá öllum heimsálfum og fluttu um þrjátíu einstaklingar frá 15 löndum fyrirlestur. Alþjóðasamtök um ástundun heimspekilegrar hugsunar með bömum, (ICPIC) Háskólinn á Akureyri og Sumarháskólinn á Akureyri stóðu fyrir ráðstefnunni. Alþjóðasamtöldn vora stofnuð í Danmörku 1985. Markmið samtak- anna er að stuðla að rannsóknum og ráðstefnuhaldi um heimspeki fyrir böm, að koma á tengslum milli heimspekinga og kennara og ann- arra sem stuðla að andlegum þroska bama og að auka veg heimspeki- kennslu í bama- og grunnskólum. Jákvæðar undirtektir á Akureyri Hreinn Pálsson, skólastjóri Heimspekiskólans í Reykjavík, hefur staðið í fremstu röð samtak- anna frá stofnun þeirra árið 1985 og sat í stjórn fyrstu 8 árin. Al- þjóðasamtökin hafi staðið fyrir ráð- stefnum víða um heim og hefur Hreinn setið þær allar, utan ráð- stefnunnar sem haldin var í Ástral- íu nú síðast. „Tilgangurinn með svona ráðstefnu er að ná því fólki saman sem er í þessum fræðum. Samtökin hafa ákveðin markmið og með því að hittast eram við að skiptast á hugmyndum og styrkja hvert annað. Við erum í raun í brá- ai-vinnu milli heimspeki og kennslufræða." Hreinn segir að fólk innan ís- lenska menntakerfisins hafi heyrt af baimaheimspeki en ekki sett sig inn í málið. Þar sem fyrri ráðstefn- ur hafi farið fram, hafí þær þó vak- ið athygli heimamanna á hverjum stað. „Það er því mjög ánægjulegt hversu jákvæðir undirtektir við höfum fengið á Akureyri.“ Ann Margaret Sharp, forseti ICPIC, hefur einu sinni áður kom- ið til íslands. í ferð sinni árið 1992 kom hún m.a. til Akureyrar um það leyti sem kennaradeildin innan HA var að fara af stað. Hún sagði að ráðstefnan á Akureyri hefði verið mjög árangursrík og að vel hefði verið að verki staðið við undirbún- ing og framkvæmd hennar. Áhrif barnaheimspeki „Barnaheimspeki á 30 ára sögu og hefur haft mikil áhrif í mennta- kerfi margra þjóðlanda og þá sér- staklega á meðal þeirra yngstu. Fram til þessa hefur hins vegar gengið erfiðlega að ná inn í kenn- aramenntunina sjálfa. Barnaheim- speki er ekki sterk í Bandaríkjun- um og hún er trálega sterkust í Brasilíu. Einnig hefur gengið vel að koma henni á framfæri í þeim þjóðlöndum, þar sem átt hafa sér stað miklar stjórnarfarslegar breytingai', eins og t.d. í Austur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.