Morgunblaðið - 11.07.1997, Qupperneq 2
2 B FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
ÞORSTEINN Úlfar Bjömsson,
kvikmyndatökumaður, hefur lengi
sinnt gróðurrækt af miklum áhuga.
í bók sinni Villigarðurinn, Garð-
yrkjuhandbók letingjans, setur
hann fram hugmyndir sínar um
villta garðrækt.
I formála bókarinnar segir Þor-
steinn að sér hafí lengi fundist
vanta aðgengilegar og einfaldar
handbækur um hvernig hægt er að
minnka vinnuna í garðinum svo að
hún verði ekki að kvöð. Sjálfur hafi
hann stritað við að koma reglu á
beð sín og við að ráða niðurlögum
illgresis og arfa og lítill tími hafi
verið aflögu til að njóta garðsins og
alls þess sem hann hefur að bjóða.
Þorsteinn horfir til náttúrannar og
þess fullkomna samræmis sem þar
ríkir og veltir því fyrir sér hvort
ekki megi vinna að garðrækt með
ásýnd skógarins i huga. Okkur lék
forvitni á að vita hvemig staðið væri
að ræktun í garði „Villimannsins".
Vínviður og aldinber
Við setjumst niður í garðhýsinu
og Þorsteinn býður upj> á hindber
af plöntu sem þar er. I garðhýsinu
eru líka vínviðir tveir; hvítur og
rauður, plómutré, brómberjatré,
kirsuberjatré og eplatré sem sonur
Þorsteins ræktaði upp af eplasteini
og hefur nú náð um meters hæð.
Kirsuberjauppskeru gerir Þor-
steinn sér vonir um að fá á næsta
ári en einhver bið mun vera eftir
heimaræktuðum eplum því það tek-
ur eplatré 7 ár að verða kynþroska.
„Svo ótrúlega sem það hljómar þá
virðast epla- og perutrén pluma sig
mun betur utandyra en hér inni í
skjólinu og hitanum," segir Þor-
steinn og bendir í átt að trjáplönt-
unum þar sem þær standa í
nokkrum pottum upp við girðingu í
garðinum.
Kóngulóm beitt
gegn blaðlúsinni
Kynntar eru til sögunnar
kóngulær tvær sem keppast við að
spinna vefi sína í þakrjáfrum garð-
hýsisins en af vexti þeirra að dæma
virðist þeim líka vistin vel. Þor-
steinn lætur vel af kóngulónum og
segir þær eina náttúrulega ráðið
gegn uppgangi blaðlúsarinnar.
Hann segir rósina sem blómstrar
svo fallega í garðhýsinu vera án
allra vama sökum ofræktar, blað-
lúsin sæki í rósina og hana þurfi því
að verja með þangvökva sem er líf-
rænt eitur og Þorsteinn segist ein-
ungis beita á rósina. „Mér finnst
fólk almennt nota of mikið eitur í
görðum sínum og oft er eins og það
átti sig ekki á skaðanum sem þessi
efni valda lífríki jarðvegsins því
þegar rignir fer eitrið af laufunum
niður í moldina þar sem að áhrifa
þess gætir árum saman,“ segir Þor-
steinn. Hann bendir á að skordýrin
komi alltaf aftur og því geti eins
dugað að láta vatn buna kröftuglega
úr garðslöngunni á tré og plöntur
og halda með því móti laufætunum í
skefjum.
2.000 býflugur í garðinum
Við göngum út í rigninguna og
Þorsteinn þylur upp nöfn plantn-
anna í garðinum. Lyngrós og ís-
lensk þyrnirós, lavenderkryddjurt
og bláberjalyng sem virðist ætla að
standa af sér kuldann í vor. Um-
hleypingarnar valda íslenskum
garðræktendum oft erfiðleikum.
I einu horni garðsins heldur Þor-
steinn 2.000 býflugur í búi.
Býflugnadrottningin er fóst inni í
búinu en þemumar svífa um hverf-
ið og safna safa blómanna og færa
henni. Með haustinu getur fjöl-
skyldan svo gætt sér á hunangi úr
eigin búi. Þorsteinn segir furðu lítið
fara fyrir býflugunum. Hann segist
verða var við að ein og ein stingi sér
inn og út úr búinu en garðurinn sé
alls ekld undirlagður af þeim eins
og vel mætti ímynda sér og af því
megi kannski ráða hvílíkur fjöldi
býflugna er í borginni.
Fífillinn gagnlegur
Garðáhugafólk þekkir
stritið sem er á bak við
vel hirtan garð. Þor-
-------7---------------
steinn Ulfar Björnsson
ákvað að draga úr
skefjalausri arfatínslu
og leyfa gróðrinum að
ráða ferðinni. Hulda
Stefánsdóttir og Arni
Sæberg, ljósmyndari,
heimsóttu villigarðinn í
smáíbúðahverfínu einn
rigningardaginn.
Það hefur stytt upp og við eram
stödd við vesturhlið hússins þar
sem íslenskum villiplöntum hefur
verið fundinn staður í beði meðfram
húsveggnum. Plöntur eins og einir,
rjúpnalauf og geldingahnappur,
dafna vel umhverfis gróft hraunið í
beðinu. Þorsteinn segist gjaman
grípa með sér sýnishorn úr náttúr-
unni á ferð um landið og setja niður
í garðinum. íslensk hrútaber tekin
úr vegkanti í Heiðmörk eru dæmi
um slíka plöntu sem nú prýðir garð-
inn. Þorsteinn segist vita fátt feg-
urra en íslenska sortulyngið en
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur
honum ekki tekist að rækta það.
„Ég var í sveit í 10 sumur og þar sá
maður þetta samræmi í gróðrinum.
Við eigum sannarlega mikinn fjár-
sjóð í öllum litlu fallegu plöntunum
og grösunum sem finnast í íslenskri
náttúru," segir Þorsteinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞORSTEINN á sóipallinum fyrir framan gróðurhýsið í garðinum. Hann
heldur um hvítt blóm íslensku þyrnirósarinnar. Þar eru einnig lyngrós,
bláberjaplanta og lavenderkrydd í pottum sem ilmar vel í sólskini.
Grasslætti reynir Þorsteinn að
halda í algjöru lámarki en þegar
hann slær gætir hann þess vel að
hreinsa grasið af sverðinum svo það
kæfi ekki undirlagið og jarðvegur-
inn haldist frjór. Fíflana segir Þor-
steinn hreina guðsgjöf því ræturnar
liggi svo djúpt að þær flytja nær-
ingu af neðra borði moldarinnar
upp á efra borðið og hjálpi með því
viðgangi og
vexti annarra
plantna. Þor-
steinn þylur
áfram plöntu-
nöfnin; þöll,
hlynur, laxa-
ber, íslensk
jarðaber og
bjamaber frá
Jan Mayen.
Hann segist
ekki vera með
afmörkuð
blómabeð
heldur leyfi
hann plöntun-
um sjálfum að
marka sér stað
í garðinum.
Jarðaberja-
plöntur leita
úr skugganum fram á grasið og út
með beðinu og þær fá að ferðast
óhindrað. Hann gróðursetur plönt-
urnar eins þétt og hægt er, þær
plöntur sem komast af gera það en
annar gróður víkur. „Einstaka sinn-
um fínnur maður svona djásn,“ seg-
ir Þorsteinn og sviptir upp græn-
lenskum netvíði en þar undir hefur
myndarlegur prestafífill hreiðrað
um sig. „Ég veit ekki hvaðan hann
kemur en hér er hann nú samt og
ég er mjög sáttur við það.“
Sýnishorn úr náttúrunni
Þorsteinn lýsir fyrirætlunum sín-
um um að koma upp tjörn sem á að
setja punktinn yfir i-ið í villigarðin-
um. „Ég útbjó litla tjörn í garðinum
þar sem ég bjó áður og við voram
rétt komin inn frá því verki þegar
fyrstu fuglarnir voru komnir til að
baða sig. Eitt vorið lenti meir að
segja stokkandapar í garðinum og
kannaði hvort tjörnin litla væri
hentug til híbýlis."
BÝFLUGNABÚID með 2.000 býflugum stendur í
einu horni garðsins. Með haustinu verður hægt að
sækja hunang í búið.
BLÁBERJALYNGIÐ fyrir miðri myndinni lætur
ekki mikið yfir sér en saga þess er nokkuð merki-
leg. Lyngplantan er ættuð frá Shakalíneyjum og út-
vegaði Garðyrkjufélagið Þorsteini fræ hennar frá
grasagarðinum í Prag.
KÓNGULÓIN, bjargvættur varnar-
lausu rósarinnar, ræðst að blað-
lúsinni á laufum hindberjaplöntunnar.
Við þau góðu skilyrði sem eru fyrir
hendi í gróðurhúsum getur verið erfitt
að halda skordýrunum í skefjum án
þess að beita eiturefnum. Þorsteinn
býður kóngulær velkomnar í gróður-
hýsi sitt og segist vilja sjá þær sem
flestar hreiðra um sig þar.
Stj órnað
með kímni
NÝLEG skoðanakönnun meðal
359 viðskiptafræðinema hefur
leitt í ljós að undirmenn telja
konur sem slá á létta strengi í
vinnunni betri yfírmenn en hinar
sem alvarlegri eru. Greint er frá
þessu í tímaritinu Psychology
Today.
Konur í yfirmannsstöðu, eink-
um á vinnustöðum þar sem karl-
menn eru í meirihluta, eru oft
tregar til þess að gera að gamni
sínu af ótta við að það dragi úr
trúverðugleika þeirra. Dr. Way-
ne Decker, sem gerði könnunina,
hefur jafnframt eftir fólki úr við-
ÞAÐ er best að brosa.
Villigarður
í sumarregninu