Morgunblaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997 B 5
DAGLEGT LIF
GLEÐIN og hamingjan eru loks orðin verðug rannsóknarefni.
að hamingjunni
Ný rannsókn sem bandarísku prófessor-
arnir David G. Myers og Ed Diener
stjórnuðu, afhjúpar rótgrónar hugmyndir
um hamingju manna og þjáningu.
Gunnar Hersveinn rýndi í grein í
Scientifíc American þar sem kemur fram
að hamingjan virðist að mestu
leyti óháð aldri, kyni, og menntun.
í FYLGIRITI Scientific Amerícan
sem nefnist Mysteries of the Mind
fjalla prófessoramir David G.
Myers og Ed Diener um tíu ára
rannsóknir sínar á öðrum rann-
sóknum um hamingjuna og verður
skýrt hér frá athyglisverðum nið-
urstöðum.
I samanburði við þjáninguna er
hamingjan lítt kannað svið í sál-
fræði. Þverfaglegur hópur sér-
fræðinga undir stjóm Myers og Di-
eners, sem starfa við Hope College
í Michigan og háskólanum í Illino-
is, hófst því handa fyrir um tveim-
ur áratugum við að rannsaka ham-
Hamingjusamt fólk er ónægt
með sjólft sig, hefur gott sjólfs-
ólit og fína siðferðiskennd. Það
er að eigin mati gófaðra, for-
dómalausara, betra í mannleg-
um samskiptum og heilbrigðara
en meðalmaðurinn.
Að vera opin persóna gerir ein-
staklingnum auðveldara að nó
markmiðum sínum og um leið
að finna hamingjuna.
Morgunblaðið/RAX
HAMINGJAN steypist yfir fólk óháð stöðu, aldri, kyni, menntun, eða
hjúskaparstöðu.
ingjuna. Gagna var leitað í eldri
könnunum, gerðum af stofnunum
víðsvegar í heiminn allt frá árinu
1957, eins og í Félagsvísindastofn-
un Michiganháskólans, Skoðana-
kannanamiðstöð ríkisins við
Chicagoháskóla og Gallup.
Niðurstöðumar eru óvæntar.
Fólk er hamingjusamara en búast
mætti við og hamingjan vii'ðist
ekki hvíla eins mikið á ytri aðstæð-
um og reiknað var með.
Þótt „Harmsaga ævi minnar“
hafi ávallt verið vinsælt umræðu-
efni manna á milli, er hún í raun
undantekning frá reglunni. í könn-
un Chicagoháskólans var fólk til
dæmis beðið um að meta hversu
hamingjusamt það væri, og segjast
3 af hverjum 10 Ameríkubúum
vera „mjög hamingjusamir" en að-
eins 1 af 10 velur neikvæðustu
staðhæfinguna; „ekki mjög ham-
ingjusamur".
Meirihlutinn lýsir sér sem „tölu-
vert hamingjusömum". Undan-
tekningarnar eru áfengissjúklingar
á deildum, nýir fangar, nýbyrjaðir
sálgreiningarsjúklingar, svartir
menn í Suður-Afríku á Apartheid-
tímabilinu og nemendur sem lifa
við efnahagslegt og pólitískt helsi.
siðgæðiskennd og verri heilsu.
3) Hamingjusamt fólk er bjart-
sýnna en aðrir.
4) Hamingjufólkið er opnara og
meira útávið en aðrir. Þótt ætla
mætti að hinir lokuðu væru ham-
ingjusamir í rólegu og fámennu
umhverfi, er það opna fólkið sem er
ánægðara, hvort sem það er eitt
eða með öðrum.
Að vera opin persóna
Óvíst er, eins og alltaf, hvort
hænan eða eggið kemur á undan.
En að vera opin persóna gerir ein-
staklingnum auðveldara að ná
markmiðum sínum og um leið að
finna hamingjuna.
Nú má spyrja: Gerir hamingjan
einstaklinga ef til vill opna? Og ef
það að vera opinn leiðir til ham-
ingju er þá hægt að verða ham-
ingjusamur með því að haga sér
eins og opinn einstaklingur?
Það kemur að minnsta kosti á
daginn í rannsóknum að það að
þykjast hafa sjálfstraust eflir mat
fólks á sjálfum sér!
Hver sem ástæðan er, er sterkt
samband milli hamingjuríks lífs og
góðrar heilsu. Þeir sem eiga
nokkra góða vini eru til dæmis
heilsubetri en einstæðingar og eiga
lengra líf fyrir höndum.
Og fyrir 9 af hverjum 10 mann-
eskjum virðist hjónaband vænlegra
til vinnings en að pipra. Þótt hjóna-
skilnaðir skapi þjáningar, er gott
hjónaband greinilega það sem fólk
þráir.
Trúmenn sem iðka trú sína, eru
mun hamingjusamari en vantrúað-
ir, samkvæmt Myers og Diener, og
líkur eru á að hamingjan tvíeflist
með staðfastri trú, segja þeir.
Hamingjan efld
Mayers og Diener vonast í lok
giæinar sinnar til að hægt verði að
efla hamingju einstaklinga með
þekkingu á skilyrðunum sem ann-
arsvegar leiða til hamingju og hins-
vegar draga úr henni. Þeir telja að
þessar niðurstöður geti hjálpað
fólki til að fá sem mest út úr lífinu.
Heimild/Sientific American Mysteries
of Mind 7, hefti 1, 1997.
HVERT andlitanna fellur að hugmynd þinni um eigin líðan?
hamingjusamari en
fátækar, því getur
alveg eins verið öf-
ugt farið. Það er
samt ekki hægt að
draga almennar
ályktanir um þetta
vegna þess að önn-
ur atriði eins og
mannréttindi, læsi
og lýðræðishefð
landsins leika líka
stórt hlutverk.
Hugur og hættir
hamingjusamra
Felagsvismdamenn spyrja íðu-
lega tiltekinna spurninga um ham-
ingju manna, eins og: Hversu ham-
ingusamt það er, og hversu sátt
fólk er við líf sitt. Þeir spyrja með
reglulegu árabili, og einnig um
smærri atriði eins og brosmildi.
Niðurstaðan er meðal annars að
jákvæðar tilfinningar og brosmildi
er algengari hjá hamingjusömum
en hjá þeim sem telja sig óham-
ingjusama, og að fólk sem telur sig
hamingjusamt er ekki eins sjálfs-
sinna, árásargjamt og neikvætt, og
veikindin leggja það síður í rúmið
en óhamingjusamt fólk.
En hverjir eru hamingjusamir
samkvæmt rannsóknum sem
Myers og Dieners gerðu, en þær
vom um eitt þúsund talsins?
Hamingja dreifist jafnt eftir
aldri, efnahag, kyni og menntunar-
stigi. Ekkert aldursskeið er mæl-
anlega hamingjuríkara en annað,
og ekki er marktækur munur á
körlum og konum, samkvæmt
könnunum.
Kynþáttur veitir heldur ekki
miklar upplýsingar um hamingjuna
vegna þess að evrópskættaðir
Bandaríkjamenn eru bara örlítið
líklegri til að vera mjög hamingju-
samir en afrískir Bandaríkjamenn.
Þunglyndistíðni og alkóhólismi er
einnig nokkurnvegin sá sami hjá
þessum hópum.
Kenningar hafa verið settar
fram þessu til skýringar að fólk
sem tilheyri undirmálshópum í
þjóðfélaginu, haldi sjálfstraustinu
Brosað
„Aðstæðurnar í lífi mínu eru al-
vegfyrirtak.“
„Ég er únægð/ur með líf mitt.“
„Ég hef hingað til fengið
helstuóskir mínar uppfylltar."
„Fengi ég að lifa lífinu
aftur, myndi ég sennilega
engu breyta."
Flestir brosa
Niðurstaðan úr þús-
und könnunum í Banda-
rikjunum sem Myers og Di-
eners skoðuðu er táknuð
með brosköllunum sjö á
myndinni. 93% manna eru nokk
uð ánægð þrátt fyrir bölmóðinn.
HAMINGJAN er vaxandi tungl.
með því að meta hæfileika sína í
samanburði við aðra innan hópsins
mikils og með því að kenna ytri að-
stæðum og fordómum um vand-
ræði sín.
Ríkar þjóðir ekki hamingju-
samari en fátækar
Ríkidæmi er einnig slæmur
mæhkvarði á hamingju fólks, sam-
kvæmt rannsóknum. Fólk verður
ekki hamingjusamara eftir því sem
launin eru betri. Jafnvel þótt
Bandaríkjamenn séu tvisvar sinn-
um betur stæðir núna en árið 1957,
hefur þeim sem telja sig „mjög
hamingjusama“ fækkað úr 35 í
29%.
Jafnvel vellauðugt fólk er bara
örlítið hamingjusamara en meðal-
maðurinn í Ameríku, og þeir sem
bæta afkomu sína á 10 ára bili eru
ekki hamingjusamari en þeir sem
hafa staðið í stað á sama tíma. I
raun virðist efnhagsleg afkoma
slæm mælistika á hamingju -
nema í fátækustu ríkjum veraldar
eins og Bangladesh og Indlandi,
þar sem launakjörin eru ágætur
mæhkvarði á tilfinningalega vellíð-
an.
Ríkar þjóðir era yfirleitt ekki
gegnum tárin
HÉR eru fullyrðingar sem lesend-
ur geta íhugað, og svarað eftirfar-
andi við hverja þeirra: 1) Ég er
mjög sammála, 2) ég er sammála,
3) ég er pfnulítið sammála, 4) ég
er hvorki sammála né ósammála,
5) ég er pínulitið ósammála, 6) ég
er ósammála, 7) ég er mjög ósam-
mála.
Fullyrðingarnar eru þessar:
„Líf mitt er að mestu leyti eins
og ég vil að það sé.“
Hamingjan virð-
ist stöðug fyrir þá
sem hafa höndlað
hana og því erfitt að
reikna hana út frá
efnahag fólks eða
öðram þáttum. I
könnun sem stóð
yfir frá árinu 1973-
1983 og fólst í því
að fylgjast með efri
árum 5000 einstak-
linga kom til dæmis
í ljós að hamingju-
samasta fólkið í
upphafi var jafn
hamingjusamt í lok
könnunar þrátt fyr-
ir umtalsverðar
breytingar vegna
vinnu, búsetu og
fjölskylduaðstæðna.
í flestöllum
könnunum sem
Myers og Dieners
skoðuðu vora fjög-
ur atriði sem einkenna hamingju-
samt fólk staðfest aftur og aftur.
1) Hamingjusamt fólk er ánægt
með sjálft sig, hefur gott sjálfsálit
og fína siðferðiskennd. Það er að
eigin mati gáfaðra, fordómalaus-
ara, betra í mannlegum samskipt-
um og heilbrigðara en meðalmað-
urinn.
2) Hamingjusömu fólki finnst það
hafa stjórn á hlutunum. En þeir
sem hafa htla sem enga stjóm á lífi
sínu - eins og fangar, vistmenn á
hjúkrunarheimilum, fátækir ein-
staklingar og borgarar í einræðis-
ríkjum - hafa að eigin mati minni
Þjónar
á spani . . .
M FJÖR var á götum Parísar-
'2 borgar síðastliðinn sunnudag
þegar haldið var í tuttugasta
og fyrsta sinn hið sívinsæla
kapphlaup þjóna og þjónustu-
stúlkna. Borgarbúar röðuðu sér í
breiðíylkingar meðfram nokkram
af helstu götum borgarinnar og
fylgdust spenntir með þessari
bráðskondnu keppni.
Þjónarnir mættu, samkvæmt
reglum keppninnar, í fullum
skrúða, með síðar, drifhvítar svunt-
ur og á glansandi blankskóm. Ailir
báru þeir bakka í annarri hendi og
á honum hálffulla vatnsflösku og
þrjú glös. í þessari múnderingu
máttu þeir svo skeiða rúma átta
kílómetra og koma í mark með
bakkann og allt sem á honum var
óbrotið.
Lítilsháttar ögþveiti myndaðist á
startlínunni íyrir framan ráðhús
borgarinnar í ár og fuku þó nokkur
glös í götuna strax í byrjun. Margir
voru þeir þó sem luku keppni og
komu sigrihrósandi í mark. Hlut-
skarpastur varð þjónninn Morris
en hann hljóp vegalengdina á rúm-
um þrjátíu mínútum.
BESTI bakarinn 1997
Óumdeilanleg stjarna keppninn-
ar að þessu sinni var hins vegar
hinn sjötíu og fimm ára gamli
þjónn James frá kaffihúsinu
þekkta „Départ St. Michel“ í
fimmta hverfi. Hann fór sér að engu óðs-
lega, lötraði kílómetrana átta í hægðum
sínum og kom í mark tæpum tveimur
klukkustundum síðar, eða þremur
korteram eftir að síðustu þátttakendur
höfðu lokið keppni.
Ekki þreyttust áhorfendur þó á því að
bíða eftir aldursforsetanum og mikil
fagnaðarlæti brutust út þegar hann rölti
síðasta spölinn, umkringdur blikkandi
lögreglu- og sorphreinsunarbílum sem
höfðu tryggt honum örugga heiðurs-
fylgd alla leið. Athygli vakti að James
blés ekki úr nös að keppni lokinni og
kvaðst myndi mæta galvaskur til vinnu í
bítið næsta dag.
Mikil upphefð þykir það fyrir þjóna að
vinna hlaupið og keppast kaffihús og
veitingastaðir um að bjóða í sigurvegar-
ana. Um fimmhundruð þjónar tóku þátt
í hlaupinu í ár, þar af um hundrað konur.
Besta brauðið
Annarri mikilvægri keppni er og ný-
lokið í höfuðborg Frakklands: Hinni ár-
legu „baguette“-keppni. Valinkunn dóm-
nefnd gamalla bakara og annarra sér-
fræðinga á sviði brauðgerðarlistar velur
þá besta „franskbrauðið" í París og hlýt-
ur vinningshafinn glæsilegan silfurbikar
og ríflega fjárapphæð í verðlaun.
Brauðið sem flest stig hlaut í ár var úr
bakaríi René-Gérard Saint-Ouen, sextíu
og fimm ára gamals bakarameistara á
Haussmann-breiðstræti í áttunda hveifi.
Saint-Ouen tók brosandi á móti verð-
laununum og kvaðst halda að viðurkenn-
ingin myndi verða mikil lyftistöng fyrir
bakarí sitt.
Vinningshafar í „baguette“-keppninni
hengja gjarnan verðlaunaskjöl sín út í
glugga og eða láta mála verðlaunaártalið
stóram stöfum utan á brauðbúðir sínar.
Þannig má víða í borginni ganga fram á
verðlaunabakarí fyrri ára sem enn njóta
góðs af fornri frægð. Þess má geta að
vinningshafinn frá í fyrra býr enn til
franskbrauð fyrir Frakklandsforseta en
það bakarí er staðsett á St. Honoré-götu
í íyrsta hverfi. Hart er barist í „bagu-
ette“-keppninni á ári hverju því bakarí
má finna nánast á hverju götuhorni í
Parísarborg.
Hrafnhildur Hagaiín
Konur geta
líka pissað standandi
HVER kannast ekki við að hafa þurft að fara á klósett sein vart er boð-
legt til setu. í Svíþjóð hefur verið hannaður koppur sem á að auðvelda
konum að pissa standandi, hvar sem er og hvenær sem er.
I raun er þetta nýtísku útfærsla á gamla náttgagninu, því mikla þarfa-
þingi fyrir tíma salernisins. Hönnuðurinn heitir Olle Gyllang og hlaut
hann viðurkenningu Svensk Forni fyrir „konukoppinn" árið 1995. Ávöl
lögunin gerir það að verkum að auðvelt er að smeygja honum á milli
lappa sér og láta buna. Ekki fer mikið fyrir gripnum góða sem er 11 cm á
hæð og vegur 120 grömm. Hann er úr náttúruvænu plastefni,
polypropen, og þolir suðu.
Framleiðendur koppsins, fyrirtækið Pipinette í Stokkhólmi, benda á að
bæði geti verið þægilegt að þurfa ekki að fara fram á salerni um miðjar
nætur ef svo ber undir auk þess sem ílátið eigi að henta vel barnshafandi
konum eða þeim konum sem vegna veikinda eiga erfitt með gang, s.s.
vegna beinbrots, bakverkjar eða þursabits. Þá geti komið upp aðstæður á
ferðalögum þar sem illmögulegt er fyrir konur að komast til salernissetu.
Nú ættu slíkar hömlur að vera úr vegi kveima. Heimildir Daglegs lífs
herma að þó að enn sé ekki farið að selja koppinn hér á landi.