Morgunblaðið - 11.07.1997, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997 B 7
AGUST ELVARSSON
RAGNHILDUR JONSDOTTIR
Eitt af því sem setti hvað mestan svip á hátíðar-
höldin þegar Hornfírðingar héldu upp á aldar-
afmæli byggðar á Höfn í Hornafírði um síðustu
helgi var heimsmeistaramót í Hornfjarðar-
manna. Sigrún Birna Birnisdóttir fylgdist með
300 keppendum og talaði við nokkra þeirra eftir
að þessari nýstárlegu keppni var lokið.
Líflegt í
íþróttunum
firði, Jón Gunnar Sigurjónsson frá
Neskaupstað og Björn Gísli Amar-
son úr Hornafirði. Aðspurður sagði
Albert að það hefði ekki komið sér á
óvart að utanbæjarmaður sigraði í
Hornafjarðarmannanum. „Nei, nei,
þetta kom mér ekkert á óvart af því
að þetta byggist mikið á heppni og
því stóðu allir jafnt að vígi.“
Fjölmörg verðlaun voru veitt á
mótinu. Fyrstu verðlaun voru
humarskál sem Agnes Eymunds-
dóttir átti hugmyndina að en Jónas
Bragi Jónasson, glerlistamaður í
Kópavogi, útfærði og smíðaði. í
staðinn fyrir verðlaunapeninga
fengu svo þeir sem voru í þremur
efstu sætum listaverk til að hengja
um hálsinn. „Það var ung listakona
héðan, Nanný, sem gerði gripina.
Hún bjó til fjögur spil úr leir og
setti þau saman. I stað þess að á
þeim stæði fyrstu, önnur og þriðju
verðlaun voru þetta ás, tvistur og
þristur með myndum héðan úr
Hornafirði. Einnig voru fyrstu og
önnur verðlaun utanlandsferð og
þriðju og fjórðu verðlaun flug milli
Reykjavíkur og Hornafjarðar."
Albert segir alla hafa verið til-
búna að leggja sitt af mörkum varð-
andi verðlaunin. „Það tóku þrjú
hundruð manns þátt í mótinu og við
gátum veitt 180 verðlaun. Að lok-
um vil ég taka fram að heimsmeist-
aramótið verður framvegis haldið á
humarhátíð."
N otalegt
mannlíf
RAGNHILDUR Jónsdóttir flutti
ásamt foreldrum sínum frá Borg-
arfirði eystri til Hornafjarðar, þeg-
ar hún var þriggja mánaða gömul.
Hún býr nú á Hornafirði ásamt
eiginmanni sínum og dætrum sem
hún kallar tvö einbirni, fímmtán
ára og þriggja ára. Ragnhildur tók
þátt í mannanum um helgina og
Morgiinblaðið/Jim Smart
JOELLE Annat og klukkan góða, á arinhillu eins og vera ber.
og þegar þau dóu fyrir tíu árum
erfði faðir mimi húsið þeirra og allt
sem í því var,“ heldur hún áfram.
Umrætt hús er í miðaldaþorpinu
Entraygues-sur-Truyere í Suður-
Frakldandi og nýtist íjölskyldunni
nú sem sumarhús. Joelle fæddist í
París en kom til landsins á vængj-
um Amors fyrir þremur árum.
í dag heldur hún heimili með
norsk-íslenskum skógarketti og
sér sjálfri sér farborða með því að
taka á móti frönskum ferðamönn-
um, þótt lögfræðimenntuð sé.
„Þekking á frönskum Iögum nær
skammt á íslandi og því hef ég
reynt að hasla mér völl í ferða-
þjónustu," segir hún.
ísland kostum búið
Leiðsaga um landið kemur til
greina en Joelle hefur jafnframt
hug á að kenna Islendingum
frönsk viðskipta- og lagahugtök,
því frekari dvöl á landinu er vel
hugsanleg að hennar sögn. „Marg-
ir Islendingar eru heillaðir af
Parfs en þar er hávaði og stress og
ekki alltaf auðvelt að búa,“ segir
hún og veltist um af hlátri þegar
minnst er á að mörgum þyki
Reykjavík einmitt sama marki
brennd. „Það var ekki auðvelt að
koma til íslands og tók mig
nokkurn tíma að venjast lífinu hér.
Kostimir eru hins vegar margir
og hér vil ég vera, að minnsta
kosti enn um sinn.“
hke
eg7r«agn-
var spurð um spilamennsku sína og
mótið.
„Það hefur verið spilaður Horna-
fjarðarmanni á heimili foreldra
minna í gegnum tíðina og ég hef
aðallega spilað hann þar en ekki
mikið annars staðar. Á heimili
þeirra er kannski ekki spilað alveg
á hverjum degi en allt að því.
Mér fannst alveg ofsalega gam-
an á mótinu. Hugmyndin var frá-
bær og hann Albert er búinn að
gera þetta að svo stórkostlegum
hlut. Hann er alveg ótrúlegur. Svo
var skipulagið svo flott og allt gekk
átakalaust. Verðlaunagripurinn
var frábær og spilin sem hann lét
búa til, þetta var bara alveg meiri-
háttar.“
Kom alltaf heim á
sumrin
Ragnhildur bjó á Höfn þar til
hún hélt til náms að loknu grunn-
skólanámi. „Ég fór fyrst í Mennta-
skólann á Akureyri, síðan í þroska-
þjálfaskólann og tók svo BÁ próf í
sérkennslu við KHÍ. Þegar ég
hafði lokið því kom ég til baka til
Hafnar og hef verið héma síðan.
Ég stai’fa sem sérkennslufulltrúi á
nýju skólaskrifstofunni þar sem ég
er með ráðgjöf við kennara. Ég hef
í gegnum tíðina verið með þessa
krakka sjálf en nú er ég með ráð-
gjöf við kennara í skól-
unum á svæðinu.“
Var það aldrei spurning hvort þú
kæmir aftur til Hafnar að loknu
námi?
„Nei, það var einhvem veginn
aldrei nein spurning. Ég kom alltaf
heim á sumrin að vinna og það kom
bara einhvern vegin aldrei neitt
annað til greina.
Það er alveg rosalega fínt að búa
hér. Það sem mér finnst svo gott er
fyrst og fremst mannlífíð sem er
svo notalegt. Mér finnst líka stærð
bæjarins orðin alveg passleg. Hann
er orðinn það stór að menn era
ekki lengur með nefið ofan í hvers
manns koppi. Fólk veit ekki lengur
um allar gerðir þínar á hverjum
tíma. En bærinn er samt nógu lítill
til þess að maður getur fylgst með
flestum sem koma manni við. Það
er svo auðvelt og gott að halda
tengslum héma. Fólk er líka svo
notalegt í viðmóti.
Svo finnst mér líka mjög gott að
ala upp börn hérna því umhverfið
er svo öraggt. Ef krakki týnist get-
urðu verið viss um að hann endar
alltaf hjá einhverjum sem þekkir
hann og getur hringt eða komið
með hann heim. En auðvitað lenda
böm þó í slysum hér eins og ann-
ars staðar."
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Það var mikið fjör á Humarhátíð á Hornafirði
5 'h&tti alverr u0tgUnblaðia/u .
se*rú- ÁntiJ fiSapfe’ýhftc
en var að rifja það upp í morgun.“
Aðspurður hvernig væri að vera
unglingur á Höfn sagði Ágúst það
vera alveg ágætt. „Það mætti samt
alveg bæta aðeins við félagslífið og
svona. Það er til dæmis ekki stór
bíósalur hérna og bíómyndimar
era sýndar svolítið eftir á.
Mér finnst eiginlega oft-
ast skemmtilegast að
vera í Reykjavík af þvi
það er meira hægt
að gera þar, en
það er ágætt
hérna,
svona oft-
ast.
Þegar það er skóli förum við á
diskótek. Héma í Sindrabæ er líka
félagsmiðstöð opin einu sinni til
tvisvar í viku þegar skólinn er. Svo
förum við krakkamir bara út og
svona. Á sumrin fóram við stundum
inn í Bergá að synda og svoleiðis."
Ertu í vinnu?
„Ég hef unnið svona smá í bæn-
um í Gott í gogginn á Laugavegin-
um. Hérna fer ég stundum á sjó
með pabba en æ . . . , ég æli alveg
ógeðslega mikið. Þannig að ég
hjálpa honum kannski ekki mikið.“
Iþróttalíf barna og unglinga er
líflegt á Höfn. Ágúst er í fótbolta,
en hefur ekki getað æft mikið í sum-
ar því hann meiddist í byrjun sum-
arsins og svo hefur hann verið að
vinna í Reykjavík. „Ég æfi líka
körfubolta en ekki á sumrin. Ég
æfði h'ka fleiri íþróttir en er hættur
núna.“
ÁGÚST Elvarsson er þrettán ára
Hornfirðingur sem tók þátt í heims-
meistaramótinu í Homafjarð-
armanna um helgina. Hann komst í
27 manna úrslit en eftir það segir
hann að ekki hafi gengið nógu vel.
„Ég datt út en veit ekká í hvaða sæti
ég lenti."
Varstu eitthvað búinn að æfa þig
eða ertu vanur því að spila mannaj
„Nei, ég æfði mig ekki neitt. Ég
kunni þetta ekki einu sinni fyrr en í
dag. Jú, ég hef einhvem tíma spilað
þetta