Morgunblaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1997 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ fyrir auglýsendur og heilsuna AÐDAENDUR DKNY geta fengið sér sopa af heimsborginni þótt vatnið sé reyndar frá Kaliforníu. Dettur nokkrum í hug að reyna að gefa íslenskum vegfarendum „Tví- höfðavatn“? Kannski eru vatns- flöskur með kosningaáróðri eða sviðasoði innan seilingar? Helga Kristín Einarsdóttir drakk í sig fróðleik um bandaríska vatnstísku. Ekki endi- lega hollara ÞÓTT flöskuvatnið virð- ist tært og heilnæmt er ekki víst að svo sé. Merk- ingar geta verið óljósar og í sumum tilvikum vill- andi. Um 25% flösku- vatns er venjulegt krana- vatn sem búið er að sía og hreinsa, og þótt það teljist „hreinsað'* er ekki víst að það sé nógu hreint til þess að blanda í ungbamamatinn, segir til dæmis í bandaríska tímarítinu Parents. P’Iöskuvatn nýtur ekki strangai-a eftirlits en kranavatn á þéttbýlis- svæðum og einungis er haft lágmarkseftirlit með því að reglum um flösku- vatn sé fylgt. Það er ekk- ert sem tryggir að ör- uggara sé að drekka flöskuvatn en kranavatn. Engar reglur eni til um dagstimplun á vatns- flöskum og flöskuvatn sem búið er að geyma um hríð getur veiið gróðrar- stía fyrir sóttkveikjur. Samkvæmt upplýsingum frá Health Magazine hafa kanadískir vísinda- menn leitt i ljós að bakt- eríufjöldi í flöskuvatni getur verið meiri en í kranavatni. Ódýi-t plastefni getur líka leyst út í vatnið efni á borð við metýlklóríð, sem er krabbameinsvald- andi. Ef vatn er geymt í mjúkum plastflöskum eykst hættan á miklu magni leysiefna og það lyktar og bragðast sem plast. Og fjölda banda- rískra sérfræðinga ber saman um að fá vísinda- leg rök renni stoðum undir þá hugmynd að flöskuvatn sé hollara. Loks má geta þess að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna fylgist ekki með flöskuvatnsiðn- aðinum en treystir því að framleiðendur hafi sjálfir eftirlit með sinni vöru. Morgunblaðið/Júlíus „GÓÐAN daginn. Ég heiti Ás- björn Olsen, hjá Bræðrunum Ols- en, þiggðu af mér vatnsflösku." Slíkt ávarp kann að láta undarlega í eyrum þeirra sem enn eru með vasann fullan af nafnspjöldum, en þykir síður en svo kynlegt fyrir vestan haf, þar sem sérmerkt flöskuvatn er á hverju strái í kynn- ingarskyni. Flöskur af heilsuvatninu Evian, Perrier og Poland Springs eru ekki lengur sjálfkrafa á boðstólum þeg- ar bandarísk fyi-irtæki efna til hlut- hafafunda, fyrirlestra, námskeiða eða lautarferða. Ekki má heldur gleyma sölusýningum þar sem svo sannarlega ríður á að fanga huga gestanna með sem eftirminnileg- ustum hætti. Eitt vatnsfyrirtækja í Bandaríkj- unum, Premier Label Water Corp- oration, PLWC, selur flöskur eftir pöntun og merkir með nafni við- komandi fyrirtækis, auðkenni, heimilisfangi og síma, sem talið er vænlegra til bólfestu í kolli neyt- andans en gamli góði penninn, seg- ulmerkið, nafnspjaldið og nælan. Þegar flaskan tæmist má fylla Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUNILLA og Russell Bradshaw hafa lagt áherslu á að kynna stjórnmálamönnum friðarljóðin. Friðarvilji er allt sem þarf OC HJÓNAKORNIN Gunilla og 3 Russell Bradshow hafa undan- farin ár ferðast um Bandaríkin Uj og Evrópu og kynnt ljóð um ■jjj frið eftir Indverjann Sri Chin- 5 moy. Daglegt líf hitti þau að máli í Norræna húsinu fyrir skömmu en þau voru stödd hérlendis á vegum Sri Chin- moy miðstöðvarinnar á íslandi. Öunilla las þar friðarljóð en Russell, sem er kennari í sálfræði við City University í New York, flutti erindi um innsæi og kynnti friðarheimspeki Sri Chinmoys. Hjónin eru búsett í New York og hafa stundað hugleiðslu í mörg ár undir handleiðslu Indverjans. Hætti prestskap Ljóðin sem lesin voru koma úr nýlegu safni sem kallast „Peace Lovers and War Mongers". Gunilla las þau á ensku og sænsku en Guð- ný Jónsdóttir flutti hluta þeirra á íslensku í eigin þýðingu. Gunilla er menntaður guðfræðingur frá há- skólanum í Uppsölum í Svíþjóð en gaf fljótlega prestskap upp á bát- inn. „Sem prestur fannst mér erfitt að ná andlegum þroska því of mikill tími fór að að gegna hlutverki fé- lagsráðgjafa, „ segir hún. „Með flutningi friðarljóðanna tel ég mig einnig koma meiru til leiðar í átt að friði í heiminum.“ Hjónin hafa lagt sérstaka áherslu á að kynna ljóðin fyrir stjórnmála- mönnum og hafa meðal annars heimsótt þingmenn víða á Norður- löndum. „Ætlun okkar er að vekja þá til umhugsunar því óneitanlega ráða þeir miklu um skipan heims- mála.“ 50.000 friðarljóð „Boðskapur friðarljóða Sri Chin- moys, sem eru um 50.000 að tölu, felst í því, að til að koma á alheims- friði verði hver og einn að finna frið hjá sjálfum sér í hjarta sínu,“ segir Gunilla. „Engu skiptir hve margir friðarsamningá? eru undirritaðh- og hversu margar friðan-áðstefnur eru haldnar, ef fólkið breytir ekki hugs- unarhætti sínum þá næst enginn árangur." Russell bætir því við að visindin geti greint vandann og fundið leiðir til að leysa hann, jafn- vel komið í veg fyrir hungursneyð í heiminum, en ef hugsunarhátturinn eða viðhorfið breytist ekki, þá ger- ist ekki neitt. „Vonandi fer fólk smátt og smátt að skynja að við er- um öll eins og ein fjölskylda. Meðan einhver sveltur, sveltur þú. Verði sú tilfinning rikjandi mun ástandið breytast. Raunverulegur friðarvilji er því allt sem þarf,“ segir Russell. Hugleiðsla sem vfsindagrein „Hugleiðsla þroskar innsæið, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.