Morgunblaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 1
■ TÍSKUVATN í FÍNUM UMBÚÐUM/2 ■ FRIÐARLJÓÐ í FARTESKINU/3 ■ ■ DRAUMUR UM DETTIFOSS/4 ■ BAKSTUR MEÐ BRAUÐGERÐARVÉLUM/5 BANDARÍSKA kvikmyndafyrirtækið TriStar hefur keypt kvikmyndaréttinn að sögu þar- lends blaðamanns um leitina að fegurstu konu heims á íslandi. Greg Donaldson, prófessor í ensku við New York háskóla, kom til Islands á vegum tímaritsins Men’s Journal í fyrravetur í fyrrgreind- um tilgangi, og vakti grein um dvöl hans mikla at- hygli ytra þegar hún birtist. „Ferlið er þannig að kvikmyndafyrirtækið byrj- ar á að kaupa söguna, síðan er fenginn höfundur til þess að skrifa handrit. Reynist það nógu gott, rúllar boltinn af stað,“ segir Donaldson. Hann segir ennfremur að fyrirspurnir hafi borist frá TriStar um leið og grein- Seinfeld leitaði fegurstu konu heims in birtist í nóvember síð- astliðnum. Donaldson segist þegar hafa fengið umtalsverða upphæð fyrir söguna og hefur samið um sex stafa fjárhæð, ef af kvikmynd- un verður. Hann segist ennfremur munu verða handritshöfundinum innan handar, til dæmis hvað varðar tilurð hugmyndar- innar og bakgrunn sögunnar. „Eg hefði auðvitað viljað skrifa handritið sjálfur en þeir hleypa ekki hverjum sem er í slíkt verkefni í Hollywood. Maður þarf að komast í hóp útvalinna fyrst.“ sögum og ekki víst að TriStar geri kvikmyndina verði sagan að nothæfu handriti. „Petta er ansi flókið mál. Ef af verður munu tvö fyrirtæki sjá um framleiðsluna sjálfa, annað er í eigu leikarans Tony Danza og hitt fyrrverandi forstjóra NBC-sjónvarpsstöðv- arinnar. TriStar myndi síðan fjármagna kvik- myndina, eins og staðan er nú. Þá býst ég við að kvikmyndin yrði tekin á Islandi, sem væri stór- kostlegt, því mig langar til þess að koma þangað aftur.“ Uppspretta fegurðarinnar sjálfrar Grein Donaldsons í Men’s Journal er átta síður og hefst í New York, að ætlunarverkinu loknu. Höfund- ur gengur inn á veitingastað, með Ásdísi Maríu Franklín „fegurstu konu heims“ upp á arminn, og lýs- ir viðbrögðum nærstaddra karla, sem sumum verður fótaskortur af aðdáun, að ógleymdum þjónunum, sem kalla ekki allt ömmu sína í New York. Meira að segja þeir muldra með sjálfum sér og Guði, eins og höfundur kemst að orði. Þegar að leitinni kemur leggur blaðamaður leið sína, ögn vantrúaður, til Islands og vítt og breitt um Reykja- vík, þar sem vart verður þverfótað fyrir fegurðardísum, --------------- meðal annars fegurstu konu heims árið ÁSDIS María 1989. Franklín fyrir- Donaldson naut leiðsagnar Kolbrún- sæta og „fegursta ar Aðalsteinsdóttur skólastjóra skóla kona heims“. John Casablancas á meðan á leitinni ■ GÖMLU BLIKKBOXIN/5 ■ FRÆÐIGREINAR NÚTÍMANS/6 Alheimsfegurð frá Islandi seld til Hollywood Karlar sendu fjölda bréfa Donaldson segir aðspurður hvers vegna sagan hafi vakið athygli kvikmjmdafyrirtækisins, að greinin hafi fengið góðan hljómgrunn hjá banda- rískum körlum, sem sent hafi tímaritinu fjölda bréfa. „Ég held að engin greina Men’s Joumal hafi vakið jafn mikla athygli og þessi. Hugmyndin um leit að fegurstu konu heims felur í sér draumsýn. Sagan sem ég skrifaði er fyndin og rómantísk, allt að því kjánaleg, og á mörkum hins fáránlega á köflum, sem er ákjósanleg samsetning fyrir bíómynd. Ýmsar kvikmyndir hafa verið gerðar um sams- konar efni, ég nefni sem dæmi Tíu með Bo Derek og Maðurinn sem elskaði konur með Burt Reynolds. Þessi uppskrift virkar, þótt ég hafi ekki leitt hugann að því sérstaklega þegar grein- in var skrifuð á sínum tíma.“ Donaldson segir enga leið að átta sig á fram- haldinu, alþekkt sé að fyrirtæki í Hollywood selji hvert öðru kvikmyndunarréttinn að tilteknum stóð, og gerir hana reyndar að persónu í frásögn- inni. Að því kemur síðan að Kolla lumar á leynd- armáli, því hún veit hvar fegurstu konur heims búa flestar. Þegar þangað er komið, er greinar- höfundur „lostinn eldingu Þórs“, því höfuðstaður Norðurlands, reynist svo sannarlega uppspretta fegurðarinnar sjálfrar. „Jerry Seinfeld las greinina í Men’s Journal og ákvað að feta í fótspor höfundar, fara til Islands og leita að fegurstu konu heims. Hvað finnst Is- lendingum um það?“ spyr Donaldson að lokum. á.i sbii •io ■ >V Grillað lambakjöt >V Leiktækifyrirbörnin iV Svalabræðurskenunta >V Steinar Viktorsson með þátt sinn í beinni frá Þverbrekku á ADALSTÖÐIN ^V Einn lukkulegur gestur fær matarkörfu að verðmæti kr. 5000,- Við verslim (Qll Þverbrekku frá kl 16:00 til 19:00 í dag Ótrúleg tilboð: >V Þurrkryddaðar grillsneiðar frá Goða kr. S99,- pr. kg >V Heimaís frá Kjörís, tveir fyrir einn. '( Brazzi frá Sól, tveir fyrir einn. Tilboð þessi gilda aðeins meðan lukkustund stendur yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.