Morgunblaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1997
7 DAGLEGT LÍF
v''
DETTIFOSS hefur mikið aðdráttarafl,
Draumurinn
um Dettifoss rættist
GAVINE Sharp var 89 ára er hún
kom fyrst til Islands fyrir tveimur
árum. Þá vildi ekki betur til en svo
að hún datt á leið niður að Dettifossi
og fótbraut sig.
Hún komst þó
fljótlega á fætur
aftur og um síð-
ustu helgi var hún
á Islandi í annað
sinn frá því að
slysið varð. Blaða-
maður Morgun-
blaðsins hitti Ga-
vine Sharp og
spurði hana íyrst
um tildrög þess að
hún kom til ís-
lands fyrir tveim-
ur árum.
„Ég sá auglýs-
ingu um ferðir til
Islands og hugsaði
með mér að þang-
að yrpi ég að kom-
ast. Ég kom hing-
að í hópferð ásamt
Ian, syni mínum.
Við héldum strax
frá Reykjavík til Akureyrar, sváfum
þar í tvær nætur og fórum að Detti-
fossi seinni daginn. Ég verð að við-
urkenna að stígurinn niður að Detti-
fossi var illur yfirferðar en allt mitt
líf hef ég vanist því að klifra og
ganga á ójöfnu svo það hvarflaði
ekki einu sinni að mér að ég gæti
þetta ekki. Þegar ég var komin
þónokkuð niður í brekkuna var mér
þó hætt að lítast á blikuna. Ég hugs-
aði með mér að ef ég færi niður yrði
ég að klifra aftur alla
leiðina upp og ákvað
að snúa við. Þegar ég
var að snúa við kom
til mín maður og bauð
mér aðstoð. Hann
lagði handlegginn á öxlina á mér og
það var hann sem missti jafnvægið
og sleppti mér þannig að ég datt.
Þetta var því í raun ekki mér að
kenna og ég var alls ekki með neinn
glæfraskap. Ég lá svo þarna með op-
ið sár í langan tíma áður en þeir
gátu komið sjúkrabflnum að.“
Ég hef heyrt að þú hafir spurt
björgunarsveitaimennina hvort ekki
væri mögulegt að þeir byrjuðu & því
að bera þig niður að fossinum?
Já, ég var mjög vonsvikin af því
mig langaði að sjá fossinn og fannst
ég vera svo nálægt því. En það var
ekki mögulegt.“
Lífið ekki alltaf slétt og fellt
Eftir slysið var Gavine í íímm
daga á Éjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri og lætur hún mjög vel af
aðbúnaði sínum þar, segist einungis
hafa haft áhyggjur af að hafa raskað
áætlun hinna í hópnum. Hópurinn
hélt hins vegar áfram hringinn í
kringum landið og að fimm dögum
liðnum hitti hún hann í Reykjavík og
flaug með honum til London.
Sárið greri illa og því gekkst Ga-
vine undir skurðaðgerð fljótlega eft-
ir komuna til London. Úm baráttu
sína við að komast aftur á fætur seg-
ir hún: „Ég hugsaði með sjálfri mér
að úr því ég væri enn á lífi skyldi ég
komast aftur á fætur. A langi-i ævi
hef ég reynt að lífíð er ekki alltaf
slétt og fellt. Ég
fékk berkla þegar
ar. Það var mjög erfítt en það hjálp-
aði okkur að við vissum alltaf af öðr-
um foreldrum sem áttu við mun
stærri vanda að etja en við. Þegar á
móti blæs reyni ég að horfa fram á
við og hugsa um þá sem hafa það
enn verra en ég.“
Mæðginin komu aftur til Islands í
dagsferð í oktober í fyrra. Gavine
segist hafa viljað sjá eitthvað af öllu
því sem hún missti af í fyrstu ferð
sinni hingað. Hún hafí þó ekki einu
sinni látið sig dreyma um að komast
að Dettifossi.
Það var henni því óvænt ánægja
er Jón Baldur Þorbjörnssop, eig-
anadi ferðaskrifstofunnar Isafold,
setti sig í samband við hana í vor
með þá hugmynd að hún kæmi til ís-
lands í þriðja sinn og tæki þá stefn-
una á Dettifoss. Gavine sló til og að
loknu þriggja vikna ferðalagi í
kanadísku Klettafjöllunum kom hún
hingað til lands ásamt syni sínum
Ian. Um ferð
sína að Detti-
fossi segir hún:
„Mér fannst
gott að sjá að
stígurinn hafði
verið lagaður.
Ég var þó
hrædd við að
fara niður að
fossinum en
það tókst og
var hreint dá-
samlegt. Þegar
ég var komin
niður settist ég
á grasið og
hugsaði með
mér að þetta
væri draumur
sem orðinn
væri að veru-
leika. Ég hélt
aldrei að þetta
gæti orðið og
þarna var ég og horfði á þetta stór-
kostlega náttúruafl. Ég bara tárast
við tilhugsununa, þetta var svo dá-
samlegt."
Fannst hún eiga það skilið
Um tildrögin að ferð mæðginanna
hingað til lands segir Jón Baldur:
„Hugmyndin fæddist strax eftir að
ég heyrði fréttirnar af slysinu fyrir
tveimur árum. Ég hef þónokkra
reynslu af þvi að ferðast með eldra
fólki og veit því
hvernig það hugsar.
Ég fann virkilega til
með Gavine. Það sem
snart mig mest var
það hversu mjög hana
langaði til að sjá fossinn. Mér fannst
hún hreinlega eiga það skilið. E/tir
að ég stofnaði ferðaþjónustuna ísa-
fold nú í byrjun árs, var síðan ég
kominn í aðstöðu til að gera eitthvað
í málinu, hafa samband við Flugleið-
ir og aðra viðkomandi aðila. Það
kom mér skemmtilega á óvart
hversu vel allir tóku í hugmyndina.
Eina vandamálið var í raun að fínna
Gavine. Ég reyndi ýmsar leiðir áður
en ég hafði loks upp á henni í maí.
Jón Baldur sagði ennfremur að
fjölmargir aðilar hefðu lagt sitt af
mörkum til þess að ferð Gavine
Sharp til íslands gæti orðið að veru-
leika. „Með viljastyrk og hjálp góðra
manna hefur þessi draumur okkar
beggja verið uppfylltur.“
Sigrún Birna Birnisdóttir
Morgunblaðið/Arnaldur
ÞAÐ FÓR vel á með þeim Jóni Baldri Þorbjörnssyni og Gavine Sharp
eftir vel heppnaða ferð að Dettifossi.
Var ekki með
neinn
glæfrasknp
Fjöimargir
lögðu sitt aff
mörkum
eg var barn og
þurfti síðar að láta
ungan son minn frá
mér vegna fötlun-
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1997 B 5V
DAGLEGT LÍF
Vélin góða
sem gefur hið daglega brauð
MARGIR kannast við þá tilfinningu
að finnast þá bráðvanta eitthvað; ný
föt eða hluti til heimilisins sem virð-
ast alveg ómissandi eina stundina en
falla svo fljótt í gleymsku án þess að
nýtingin hafí verið mikil. Oft lýsir
þetta sér í því að ákveðnir hlutir
komast í tísku tímabundið og nægir
þar að nefna fótanuddtækin góðu
sem flestir kannast við. Brauðgerð-
arvélar virðast eiga upp á pallborðið
hjá Islendingum þessa stundina og
blaðamaður fór því á stúfana og
hafði upp á fólki sem á slíkar vélar
til þess að forvitnast um notin. Einn
viðmælandi hafði fengið brauðgerð-
arvél í jólagjöf, og sagðist hafa notað
hana þó nokkuð til að byi’ja með en
síðan endaði hún niðri í geymslu.
Annar notaði vélina aðallega á
sunnudögum til að fá heitt brauð
með morgunkaffinu. En svo kom að
því að blaðamaður heyrði um fjöl-
skyldu sem hefur notað brauðgerð-
arvél næstum upp á hvem dag síðan
1993 og ákvað hann því að fara í
heimsókn til að skoða og spjalla um
brauðgerðarvélina sem fjölskyldan
gaf sér í jólagjöf.
„Þetta er mest notaða heimilis-
tækið, vélin bakar mjög góð brauð
og eru strákarnir mínir sem eru níu
og fimm ára sólgnir í þau,“ sagði Vil-
borg Hjartardóttir og sannfærði
blaðamann fljótt með því að gefa
honum að smakka á nýbökuðu
brauði.
Sá sem vaskar upp fyllir á vélina
Hún sagði að eftir að þau eignuð-
ust brauðvélina hafi bakarísferðum
snarlega fækkað, og kaffimeðlætið
breyttist. Þau baki að meðaltali eitt
brauð á dag og reyna að láta hug-
myndaflugið ráða ferðinni eins og til
dæmis með því að setja þurrkaða
ávexti út í deigið. „Það er um
tveggja mínútna verk að láta allt
sem til þarf í vélina. Við gerum þetta
á kvöldin, sá sem vaskar upp fyllir á
vélina og stillir hana þannig að
brauðið verði tilbúið um morgun-
inn,“ sagði Vilborg. Hún sagði nauð-
synlegt að koma sér upp ákveðinni
„rútínu," í sambandi við baksturinn,
því annars er hætta á því að hann
gleymist og brauðgerðarvélin endi
Þeir eru ófáir sem lenda í því að bíta í fallið og
klesst brauð þegar ætlunin er að gæða sér á nýju,
heimabökuðu brauði. Þeim sem hefur brugðist bak-
aralistin býðst annað úrræði en ferð út í næsta bak-
arí. Helga Björg Barðadóttir heimsótti fjölskyldu
semerákafií bakstri - og notar brauðgerðarvél.
vekti slíkt uppátæki alltaf mikla
lukku. í lokin var Vilborg beðin um
tvær brauðuppskriftir, og var því vel
tekið. Blaðamaður rak fljótlega aug-
un í c-vítamín í uppskriftunum. Vil-
borg sagði að fyrst eftir að brauðvél-
in kom á heimilið hafi þau kynnt sér
allar hugsanlegar upplýsingar varð-
andi tækið og var mælt með c-
vítamíninu í einhverjum enskum
bæklingi. Það væri ekki bara vegna
hollustunnar í vítamínmu sem þau
notuðu það heldur hefði það öi’vandi
áhrif á gerið og þar af leiðandi þyrfti
minna af því.
Algengasta blandan
______11/2 bolli heilhveiti_
________1 bolli hveiti______
2 msk. kornblanda (sesam-
BRÆÐURNIR Baldur og Hörður Freyr eru sólgnir í nýbakað brauðið hjá móður sinni, Vilborgu lljai'lardóttur.
og hörfræ)
Uppskrift af kaffibrauði með gul-
rótum og döðlum.
____1V2 bolli hveiti_________________
___________1 bolli heilhveiti________
_____________1 msk. sykur____________
____________1 msk. smjör_____________
1 msk. nýmjólkurduft
1 msk. smjör
1 tsk. salt
1 tsk. salt
% tsk. c-vítamínduft
% tsk. c-vítamínduft
1 msk. nýmjólkurduft
1 msk. sykur
2-3 msk. rifnar gulrætur
1-2 msk. fínt saxaðar döðlur
rúmlega 1 bolli vatn
1 bolli vatn
1/2 tsk. ger
V2 tsk. ger
Allt þurrefnið sett í mótið, þá vatn
og ger í sérhólf í vélinni og baksturs-
tími valinn.
Allt sett í formið og vatnið síðast,
gerið fer í sér hólf.
Ath. vélarnar ena mismunandi að
stærð þannig að uppskriftirnar þarf
að laga að þeim.
BRAUÐGERÐARVÉLIN.
Morgunblaðið/Halldór.
BRAUÐIÐ lítur vel út.
úti í bílskúr og rykfalli þar. Til að
koma í veg fyrir það þá gætir hún að
því að hafa allt sem til þarf í bakst-
urinn mjög aðgengilegt og notar ein-
göngu bollamál og teskeið. „Ég fer í
einhvern stórmarkaðinn og kaupi
mér hinar ýmsu korntegundir sem
ég blanda síðan í stórar ki-ukkur,
þannig að ég hef nokkrar tegundir í
gangi svo brauðin verði ekki öll
eins,“ sagði Vilborg.
Borða minna kjöt
Matarvenjur fjölskyldunnar hafa
breyst og þá á kostnað kjöts og tím-
inn sem fer í matargerð er styttri en
áður. „Við borðum meira brauð og
leggjum því mikla áherslu á áleggið.
Það er fljótlegt að matbúa
fisk og gott brauð með
situr punktinn yfir i-ið.
Mér finnst við nýta af-
ganga betur, þegar
maður á alltaf nýbakað
brauð heima.“
Vilborg er á því að það
sé mikill sparnaður í því
fólgin að baka brauðin
sjálfur „Við reiknuðum
það út að vélin borgaði
sig upp á einu ári,
þ.e.a.s ef bakað er
eitt brauð á dag.“ J|
Hún sagðist gjam- 1
an færa vinum sín-
um nýbakað brauð og
m
K
*
\\
______
»-■■■% j .
MIKIÐ ÞARFAÞING
DAGLEGT líf hafði samband við nokkra af þeim
aðilum sem selja brauðgerðarvélar. í samtölum við
þá kom fram að eftirspurnin hefur aukist jafnt og
þétt undanfarin ár og þeir sem nota vélarnar að
staðaldri beri þeim vel söguna.
Heimilistækjadeild Fálkans
„Við erum alltaf með nýbök-
uð brauð hérna til að gefa fólki
að smakka," sagði Hjördís Sig-
urðardóttir. Fálkinn hóf sölu á
brauðgerðarvélum fyrir um
þremur árum og hefur salan
aukist að sögn Hjördísar. Vél-
arnar kosta um 20.000 kr.
„Kokkarnir á bátunum liafa
verið að kaupa vélarnar. Um
daginn hringdi til mín kokkur
vegna þess að hnoðarinn í vél-
inni hans var farinn að bila og
þurfti því að senda honum nýj-
an. Hann sagði að brauðgerð-
arvélin kólnaði aldrei hjá þeim
um borð og væri mikið þarfa-
þing, nú væri sfldin að byrja
og þess vegna yrði hann að
vera öruggur með hnoðar-
ann.“
Japis
„Það var helst fólk til sveita
sem keypti brauðgerðarvélar
hjá okkur til að byrja með,“
sagði Hallgrímur Halldórsson.
Brauðgerðarvélarnar hafa
verið til hjá Japis í um fjögur
ár og seljast jafnt og þétt að
sögn Hallgríms sem sagði þó
enga gífurleg eftirspurn enda
ekki lögð nein sérstök áhersla
á að auglýsa þær. Vélarnar
kosta um 25.000 kr. Hallgrím-
ur sagðist vita til þess að þeir
sem kæmust uppá lagið með að
nota vélarnar væru rnjög
ánægðir og að þær þættu auð-
veldar í notkun. „Það er ekki
slæmt að eiga alltaf ferskt
brauð og geta valið efnin í það
sjálfur."
Fríhöfnin
Hjá Fríhöfninni hafa selst
fleiri brauðgerðarvélar það
sem af er þessu ári en allt árið
í fyrra að sögn Guðmundar
Vigfússonar sem telur helstu
ástæðuna fyrir aukningunni
þá, að söluverð hefði lækkað.
Það er nú á bilinu 10 til 20 þús-
und krónur.
Blikkbox á safni
,;Hvað ertu með í kassanum ? spurði konan um hæl.
I hita samræðunnar hafði Andri gleymt sér og farið ótt og títt með teskeið
inn í kökubox sem hann hafði svindlað inn með sér.
Það er fugl, svaraði Andri fljótmæltur.
Viltu gjöra svo vel og opna kassann.
Og sleppa fuglinum?
Svanur tók af skarið og barði með flötum lófa ofan á lokið svo kremið
spýttist út um samskeytin.
Fuglinn er kominn í köku, sagði hann eins og málið væri útrætt.
Það er bannað að smygla kökum inn á kaffihúsið, sagði konan ströng.
Fuglinn minn, vípraði Andri og hrærði með fíngri í klessuverkinu.
(Pétur Gunnarson: Persónur og leikendur, bls. 21)
HVEITIDALLUR frá iniðri öld.
Skraut úr íslenskri náttúru.
ÞESSI dallur má muna
fífil sinn fegri.
í dag hafa einhæf plastílátin tek-
ið við af fagurlega skreyttum blikk-
boxum sem margir eiga eflaust enn
í fórum sínum. Upphaflega voru
þetta sælgætis- og kökubox sem
komu hingað erlendis frá og þótti
fínt að eiga. Auk þess að vera ílát
undir kökur og annað gómsæti á
heimilum þá voru boxin gjarnan
notuð við rúgbrauðsbakstur.
Meðíylgjandi myndir voru teknar
á Árbæjarsafni. Boxin, sem öll eru
EVRÓPSK sveitasæla. Sveita-
setrið og svanir í vatninu.
frá þessari öld, prýða ýmist myndir
í þjóðlegum stíl eða erlend ski-eyti-
mynstur. íslenska Þjóðhátíðarbún-
ingaboxið er talið vera frá lýðveld-
isárinu 1944.
HS
ÞJÓÐLEGT kökubox. Skrautið
er unnið upp úr ljósmyndum og
teikningum af íslenskum hátíð-
arbúningi, skauti, peysufótum
og upphlut. Á lokinu er mynd
unnin upp úr málverkinu
„Skrýðing brúðarinnar", eftir
H. A. G. Schiött frá 1880.
SALTBAUKUR.