Morgunblaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1997 B 3 hana aftur og hugmyndin sú að hún fylgi notandanum síðan í tösk- unni, bílnum, vinnunni og heilsu- ræktinni. Meðal þeirra sem skipt hafa við PLWC eru fataverslunar- keðjan The Gap og Old Navy Clothing Company, auk þess selja Limited, Clarins, Casual Corner og Levi’s fyrir konur, vatn með eigin merki, svo fátt eitt sé nefnt. Útvarps- og fatavatn Old Navy Clothing Company hefur líka dreift lindarvatni á flöskum til viðskiptavina og hið sama gerði útvarpsstöðin KlOl í San Franciseo til þess að vekja athygli á morgunútvarpi sínu. Vatnsflösk- ur merktar tilteknum útvarpsþætti voru afhentar vegfarendum í beinni útsendingu og ekki leið á löngu þar til starfsmenn stöðvar- innar voru að drukkna í upphring- ingum frá hlustendum, sem heimt- uðu sitt. Matsölustaðir í Los Angeles eru sumir hverjir famir að selja eigið flöskuvatn til drykkjar eða minja, með fulltingi PLWC, og þá hefur vatn fyrirtækisins verið nýtt til fjáröflunar fyrir kosningabaráttu Willie Brown vegna borgarstjórn- arkosninga í San Francisco. Disney-fyrirtækið markaðssetti líka flöskuvatn í tengslum við opn- un „Toy Story Totally Interactive Fun House“ og jafnframt hefur PLWC merkt vatns- flöskur rauða borðan- um, sem notaður er til þess að auka vitund fólks um eyðni, í fjáröfl- unarskyni. Sparivatn í fínum flöskum er ekki nýtt af nálinni erlendis þar sem hvergi er hægt að dreypa á fersku lindarvatni úr lóf- anum. Til skamms tíma var ekki litið við flöskuvatni nema það hefði dropið af frönskum jökli upphaf- lega og litlar Evian plast-vatns- flöskur voru fremstar meðal dýrra fylgihluta í heilsuklúbbum. Sala flöskuvatns í Bandaríkjun- um hefur aukist um 400% síðastlið- in 15 ár og geta landsmenn svalað þorstanum með 700 innlendum teg- undum og 75 innfluttum. Er talið að rúmlega 7,5 milljarðar lítra flöskuvatns renni í maga Banda- ríkjamanna á hverju ári. Sumar Sala flösku- vatns í Bonda- ríkjunum hefur aukist um 400% Morgunblaðið/Golli FLÖSKUVATN er m.a. notað til kynningar á viðskiptafundum. þeirra, til dæmis Odwella, eru líka sagðar hafa nokkurn lækninga- mátt, líkt og vatnið sé fengið úr sjálfum æskubrunninum. Pastavatn Ekki er allt upp talið því fyrir- tækið Kakabeka Trading Company í Kanada hefur sett á markað flöskuvatn með hvítlauks- og basil- bragði, til þess að sjóða í pasta, samkvæmt fréttaútvarpi CBS. Og þeir sem taka drykkjuna mjög al- varlega geta flett upp í helgiriti vatnsfagurkerans, The Good Wat- er Guide, þar sem tíundað er fremsta vatn meðal jafningja í Ástralíu og Brasilíu, Finnlandi og Frakklandi, Islandi og Irlandi, Pól- landi og Portúgal, Spáni og Sviss, Bretlandi og Bandaríkjunum. Að ógleymdu Víetnam. í bókinni kemur líka fram að Elísabet Englandsdrottning hreyf- ir sig vart spönn frá rassi án flösku af Malvem, Clinton Bandaríkjafor- seti vætir kverkar með Mountain Valley lindarvatni þegar hann skokkar og Díana prinsessa heldur þéttingsfast um flösku af Volvic þegar hún kemur úr leikfimi. Og hveijum leikur ekki for- vitni á að vita það? mati Russells, sem gerði í fyrir- lestri sínum greinarmun á þekk- ingu útfrá vitsmunum og hins veg- ar innri þekkingu sem næst með innsæi. „Ef fleiri stunduðu hug- leiðslu og könnuðu sinn innri mann, eins og austurlensk vísindi miða að, næðum við lengra í átt að heims- friði. Víða á Austurlöndum er hug- leiðsla viðurkennd vísindagrein. Hún er notuð sem aðferð til að kanna vitund mannsins. Alveg á sama hátt og vestræn vísindi kanna efnisheiminn. Með því að þroska innsæið sjáum við betur samhengi hlutanna og fáum tilfinningu fyrir hvernig við getum nýtt þá þekk- ingu sem við búum yfir.“ Að sögn Russells krefst innri þekking mikillar vinnu, jafnvel meiri vinnu en háskólanám. „Það eru því aðeins örfáir sem ná tilætl- uðum árangri en sá hópur kemst nær grundvallarspurningum, eins og hver er ég og hver er tilgangur- inn með jarðvistinni?" Á Vesturlöndum mætti fólk að mati Russells vera auðmýkra gagn- vart þeirri þekkingu sem Austur- lönd hafa fram að færa. „Þó hafa málin þokast í rétta átt á undan- förnum árum en betur má ef duga skal. Þessir tveir ólíku menningar- heimar verða að vera meira sam- stiga ef árangur á að nást. Við get- um lært ýmislegt af Austurlanda- búum og þeir af okkur, til dæmis 1 hvað varðar tækniframfarir.“ Sri Chinmoy hjá Sameinuðu þjóðunum Sri Chinmoy er andlegur kenn- ari, fæddur í Bengal árið 1931, en hefur verið búsettur í New York frá árinu 1964. I nokkra áratugi hefur hann vikulega leitt friðarhugleiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann hefur mikla trú á þeirri stofnun og telur hana geta komið góðu til leið- ar en því miður séu hendur hennar of bundnar. Boðskap sínum hefur hann komið á framfæri með ljóðum og í óbundnu máli en einnig með mynd- verkum, í gegnum tónlist og með íþróttum. Fyrir tilstuðlan hans hafa verið haldnir friðartónleikar víða um heim og hann kom af stað al- þjóðlegu friðarhlaupi sem nú er haldiðárlega. Á íslandi eru um 30 félagar starfandi í miðstöð á vegum Sri Chinmoys. Reglulega eru haldin námskeið fyrir almenning til þess að kynna boðskap hans og hug- leiðsluaðferðir. Hrönn Marínósdóttir I heiminum ráða mannleg sjónarmið. Jafnvel eitt einasta sjónarmið megnarað sundra öllum heiminum. (Eitt af fríðarljóðum Srí Chinmoys.) 695 kr. Alveg nýtt og ekta tískutímarit TIZKAN fæst á blaðsölustöðum um allt land áfufélagi. Með nýju fyrirtæki á tíxnaritamarkaðinum kemur nýtt fólk, hugmyndir, nýjan stíl, nýttútlit, ferskara yfirbragðog jákvætt viöhorf tilÍífsins. TIZKAN er litprentuð pappír sem inniheldur 100 blaðsíður af spennandi tískuefni. í fyrsta tölublaði eru fjölbreyttir tískuþættir, .51 við þekktar persónur, hressilegar greinar, fræðandi umfjöllun og fréttir úr tískuheiminum. íK AN fæst í bókabúðum, bensínstöðvum, kaupfélögum og blaðsölustöðum um allt land. I iyggð11 þér ei 111 ak.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.