Morgunblaðið - 01.08.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 01.08.1997, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 B FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 -l DAGLEGT LÍF Grænm er gott á grillið Grillmatur tengist sumrinu órjúfanlegum böndum og nú þegar ein helsta ferðahelgi ársins er framundan, eru örugglega margir farnir að hugsa um að fá sér eitthvað gott á glóðirnar. Kjötmetið er ofarlega á lista hjá flestum en sífellt fleiri söðla um og prófa sig áfram með nýjar tegundir. Hér er grænmetið látið ráða ferðinni, það er ekki bara hollt heldur gott á grillinu eins og Helga Björg Barðadóttir komst að raun um þegar hún brá sér út í góða veðrið, fékk uppskriftir og þáði góð ráð. lengstan tíma að sjálfsögðu fyrst á grillið." Björn segist reyna að nota sem minnst af álpappír því hann sé svo óvistvænn. En hann gerir samt und- antekningu á því, til dæmis með eggaldinréttinn. „Þessi réttur er mjög einfaldur nema hvað það þarf að bera salt á aldinin. Ég sker þau í um 1 cm þykkar sneiðar og raða þeim á fat, læt salt á báðar hliðar og læt það liggja þannig í góðan hálftíma. Saltið dregur út beiskan vökva sem bragðast ekkert sérstak- lega vel. Sfðan skola ég og þurrka Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson FEÐGARNIR Björn Sigurðsson og Daði sonur hans víð grillið. Daða finnst grillaður mais bestur. BJORN SIGURÐSSON r~ » p ~ 7 Hitinn skiptir máli GRÆNMETI á ekki að grilla á jafn háum hita og kjöt. Ef kolagritl er notað verða kolin að vera orðin alveg grá þegíir grilla á grænmeti. Til að athuga hvort hitasigið á kolunum er rétt er ágætt ráð að leggja höud í svipaða hæð frá kolunum og ætlunin er að leggja grænmetið, ef hægt er að hafa höndina þar í um fjórar sekúndur eru kolin hæfilega heit til að grilla græumetið. Hugmynda- flugið ræður ILMURINN af grilluðu eggaldini, rauðlauk, tómötum og ítölsku brauði dró sársvangan blaðamann- inn og ljósmyndara að grillinu hjá þeim feðgum Bimi Sigurðssyni kennara og Daða. Björn segist hafa mjög gaman af því að elda mat og að hann grilli gjarnan þegar veður leyfi. Nú er grænmeti á grillinu hjá honum. „Ég legg grænmetið yfir- leitt beint á grillið og það er engin sérstök tegund sem ég nota frekar en aðra, allt grænmeti er gott að grilla. Grænmetið þarf hins vegar mislangan tíma á grillinu og því fara þær tegundir sem þurfa Æskuvinir á ólíkum slóðum Heiða Jónsdóttir og Karen Karlsdóttir eru rúmlega þrítugar frænkur og vinkonur. Þær slitu barnsskónum á Höfn í Hornafírði en hafa á síðari árum farið ólíkar leiðir. Heiða hefur haldið sig í sinni heimabyggð en Karen sest að í Afríku. Sigrún Birna Birnisdóttir hitti vinkonurnar á Hornafirði. Aldrei komið til útlanda HEIÐA JÓNSDÓTTIR r G bjó eitt ár í Reykjavík," seg- ir Heiða Jónsdóttir, sem býr á Höfn ásamt eiginmanni sínum Guðmundi Harðarsyni og þremur börnum. „Sumt var ofsalega spenn- andi en mér fannst hræðilegt um helgar. Maður hafði alla þessa mögu- leika en mig langaði bara út í sveit og fannst ég ekki komast neitt.“ Amma Heiðu býr í Hoffelli, sem er í um 20 km fjarlægð frá Höfn, og þangað hefur Heiða farið um flestar helgar frá því hún var krakki. „Stundum fékk ég að hafa stelpur með mér inn eftir og það fannst mér æðislega spennandi,“ segir hún. „Þá vorum við með barbídúkkurnar í hlöðunni og bara eitthvað að þvælast út um allt. Mér fannst ég vera svo heppin að geta farið í sveit og vor- kenndi hinum stelpunum að geta aldrei farið neitt.“ Á unglingsárum varð Heiða miklu spenntari fyrir mótorhjólum en sveitinni. „Ég keypti mér lítið hjól þegar ég var fjórtán ára og tók próf á það. Eg tók hins vegar aldrei próf á stórt hjól. Það var svo auðvelt að fá þau lánuð hjá strákunum. Ég fór bara í galla af þeim og þá tók enginn eftir því hver var á hjólinu.“ Eftir að Heiða átti sitt íyrsta barn, 17 ára, fór hún aftur að fara í sveit- ina. í dag finnst henni nauðsynlegt að fara einu sinni í viku og það er fastur punktur hjá henni að fara þangað annað hvort á laugardegi eða sunnudegi. Heiða er heimavinnandi og hefur ekki unnið úti frá því yngsta barnið fæddist. Áður vann hún m.a í mötu- neyti frystihússins og fór oft í síld á haustin. Hún segist hins vegar aldrei vilja vinna í fiski og heldur því fram að síld sé ekki fiskur. Hún segist kunna vel við að vera heima en legg- ur áherslu á mikilvægi þess að gera eitthvað annað með. Að hafa eitt- hvert áhugamál en vera ekki ein- göngu heima að hugsa um heimilið. Heiða hefur aldrei komið til út- landa og segist engan áhuga hafa á því. Hún vill miklu frekar vera í Hof- felli þar sem henni var nýlega gefinn landskiki. „Ég bað um að fá land fyr- ir lítinn kofa og fékk 2,4 hektara," segir hún. „Það er draumurinn að byggja sumarbústað en það verður þó að bíða eitthvað þar sem við erum að koma okkur upp þaki yfir höfuð- ið.“ Sem stendur eru þau með pínulítr inn kofa og láta sér nægja að gróðursetja plöntur í landinu. Heiða segist miklu frekar vilja sumarbústaðinn en utan- landsferðir. „Það er kannski af því ég þekki það ekki en ég skil ekki hvað er svona spennandi við önnur lönd,“ segir Morgunblaðið/Kristín Olafsdóttir ,ÉG hef oft sagt við Karen að ég skilji ekki hvað hún er að gera þarna úti í Afríku,“ segir Heiða Jónsdóttir. hún. ,Ætli það hafl ekki gleymst að setja ferðagenímig.“ Langarí nám Árið 1986 var Heiða í vinnu í Reykjavík. Eftir árið fannst henni umferðin og allt annað vera orðið yf- irþyrmandi og flutti aftur tii Hafnar. „Mér líður mjög vel hérna,“ segir hún „þótt Höfn sé stundum kæfandi lítil. Enda fannst mér einn helsti kosturinn við að vera fyrir sunnan að maður gat algerlega týnst ef maður vildi.“ Annað sem Heiðu finnst spenn- andi við Reykjavík eru skólarnir. Það eina sem henni finnst hún hafa misst af er að fara í skóla og hana langar ennþá til þess. En það er bæði dýrt og mikið fyrirtæki að flytja fimm manna fjölskyldu auk þess sem Guðmundur eiginmaður hennar vill ekki fara. „Hann veit ekki að hann er bara aðkomumaður hér,“ segir Heiða og hlær. „Gummi er úr Þykkvabænum og það getur verið mjög viðkvæmt hjá aðfluttum að vera kallaðir aðkomumenn. Fólki finnst það vera héðan þegar það er búið að búa hér í tuttugu ár en mér finnst það alls ekki.“ Þó að Heiðu dreymi um að komast í Hótel- og veitingaskólann telur hún best að gera engar ótímabærar áætl- anir. Hún reynir að hugsa um eitt í einu og er viss um að eitthvað eigi eftir að gerast í þessum efnum þegar bömin verða orðin stór. „Ég er ekki að tala um að verða í Reykjavík í fjölda ára,“ segir hún „bara í þrjú til fjögur ár meðan ég er að klára eitt- hvað sem mig langar virkilega til að gera. Síðan vil ég fara út á land. Mér fyndist reyndar spennandi að prófa eitthvað annað en Höfn, til dæmis einhvern stað þar sem er aðeins meiri snjór.“ segir hún að lokum. „Það væri gaman að hafa einhvern samanburð."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.