Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 B 3 sneiðamar. Þar næst raða ég eggaldinum á álpappír ásamt feta- osti, tómat- og rauðlaukssneiðum og pensla þetta vel með olíu og þá gjarnan hvítlauks- eða einhvers konar kryddolíu, sem ég nota líka á annað grænmeti. Svo er ekkert annað en að loka þessu og leggja á grillið ásamt öðra grænmeti." Þegar Björn vill hafa mikið við grillar hann brauð sem hann segir bragðast einstaklega vel með græn- metinu. Nú er á grillinu hjá honum ítalskt matbrauð samkvæmt eftir- farandi uppskrift: 25 gr ger 6 dl volgt vatn msk. salt 900 gr hveiti, eða blanda af heilhveiti Þetta er allt og sumt. Síðan er degið hnoðað og það látið lyfta sér í um eina klukkustund. Þá eru mótuð litil flöt brauð, 1 cm þykk, og á þau stungin göt með gafli. Brauðin eru grilluð í um 3 mínútur á hvorri hlið. Með grænmetinu og brauðinu ber Björn ýmist fram kalda eða heita sósu. „Ég nota sýrðan ijóma og hræri ögn af salti og pipar sam- an við hann.“ Einnig mælir Björn með tómatsósu, ættaðri frá Mexíkó, og er hún ýmist borin fram heit eða köld. Mexíkósk sósa 1 laukur og hvítlaukur eftir smekk, steikt á pönnu í ólívuolíu. 1 dós niðursoðnir tómatar 1 msk. tómatþykkni Þetta er kryddað eftir smekk með chili, jalapeno og ferskum kóri- ander. Einnig er gott að láta örlítið af cumin. Þetta er síðan allt hrært saman á pönnunni. „Ef tíminn er ekki nægur er ekk- ert að því að kaupa tilbúnar sósur í stórmörkuðunum enda fæst mikið úrval af þeim þar. Aðalatriðið er að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni þegar grilla á grænmeti,“ sagði Björn að lokum. GUNNAR JÓNSSON Grillað á aust- urlenska vísu GUNNAR Jónsson, yfirmat- reiðslumeistari heilsustofnunar NLFI í Hveragerði, notar ýmsar grænmetistegundir á grillið, gul- rætur, suzini, sellerí, fennel, snjó- baunir, vorlauk og fleira. Þegar blaðamaður og ljósmyndari litu inn hjá Gunnari var hann að útbúa grillað grænmeti á austur- og vest- urlenska visu, fyllta sveppi og lauka grillaða í eigin safa. Gunnar sagði það skipta miklu máli að skera grænmetið frekar gróft því þá væri minni hætta á að það dytti á milli teinana og ofan í kolin, þ.e.a.s. ef kolagrill væri notað. „Svo er ég með þrenns konar kryddlög sem ég læt grænmetið liggja í, allt upp í 20-30 mínútur. Okkm- í fjölskyldunni finnst grill- matur mjög góður og við höldum mikið upp á grænmetisgrill. Það fer svo bara eftir því hvernig liggur á okkur hverju sinni hvort við er- um upplögð fyrir grænmeti á aust- ræna vísu eða ítalska.“ Uppskriftin að appelsínu og engiferlegi er á þessa leið: 2 bollar appelsínusafi 4 skalottulaukar 1 bt. steinselja 2 tsk. saxað ferskt engifer 2 tsk. safi úr lime 1 eggjarauða 2 msk. sushivinegar 1 tsk. soyasósu 1 bolli jarðhnetuolía Appelsínusafi, laukur, steinselja og ein tsk. engifer er sett í pott og soðið niður um þrjá fjórðu. Afgang- urinn er settur í blandara íyrir ut- an jarðhnetu-olíuna sem er sett í þegar allt er hrært saman. Síðan er það austurlenskur kryddlögur en í hann fara 2 mat- skeiðar „Oyster sauce“ og 2 mat- skeiðar „Hoisin sauce“. Þessar sós- ur fást báðar í stórmörkuðum. Og þá er það hvítlaukskryddlög- ur. Hvítlauksolía er búin til með því að sitja þrjú hvítlauksrif út í 1 dl ólívuolíu. Saman við hana eru svo settar 2 matskeiðar brauðrasp og 2 teskeiðar sesamfræ." Sem meðlæti notar Gunnar hýð- ishrísgrjón, ólíf- ur og kalda sósu: 4 msk. sýrður rjómi 1 msk. fínt saxaður graslaukur 1/2 tsk. sesamolía 1« msk. „Hoisin sauce" Salt og pipar eftir smekk Ekki er allt búið enn því Gunnar er bæði með fyllta sveppi og innbakaðan lauk í álpappír. „Eg sker stilk- ana af sveppunum og fylli þá með bláum castelló-osti og grilla þá í um 5-10 mínútur. Svo er ég með lauk og hvítlauk, ég tek hýðið af Morgunblaðið/Kristinn AUSTURLENSKT skal það vera. Gunnar við kolagrillið sitt. FYLLTIR sveppir, bakaðir laukar, seelerí , gulrætur og sitthvað fleira girnilegt. laukunum og sker stóra laukinn í ögn af salti og pipar. Þessu er tvennt, legg þá á álpappír og pakkað vel inn í álpappírinn og lagt krydda með fersku timían eða rós- á grillið í um 20 mínútur.“ marin, helli síðan ólívuolíu yfir og Var sem krakki á kafi í landa- bréfabókum KAREN KARLSDÓTTIR SONJI Morgunblaðið/Kristln Ólafsdóttir „HEIÐA er ein af þeim sem vilja vera á föstum stað en flækingurinn hentar mér hins vegar mjög vel,“ segir Karen Karlsdóttir Sonji. Eg hef alltaf haft mikla útþrá,“ segir Karen Karlsdóttir sem býr í Zaire ásamt eiginmanni sínum, Minaz Sonji, og þremur sonum. „Mamma segir að þegar ég var krakki hafi ég alltaf verið með hausinn á kafí í landa- bréfabókum og ferða- sögum frá útlöndum. Ég talaði líka mikið við ömmu mína sem er dönsk og man hve ævin- týralegt mér þótti að sjá hjá henni myndir frá Danmörku." Karen kláraði gagn- fræðaskóla á Höfn. Að því loknu fór hún til Reykjavíkur og síðan til Englands sem „au pair“. í Englandi kynntist hún eiginmanni sínum, kanadískum verkfræð- ingi sem var að setja upp lyfjaverksmiðju í Zaire. „Eg var 18 ára og haldin æv- intýraþrá,“ segir hún „Eg var búin að ljúka mínum tíma í Englandi og var að hugsa um að fara til Frakk- lands þegar vinir mínir útveguðu mér vinnu á kaffihúsi. Þar hitti ég Minaz sem var í tveggja vikna heimsókn í Englandi. Hann hafði þá nýlega stofnað fyrirtækið í Zaire og var að gera kannanir á ýmsum hráefnum." Einum og hálfum mánuði síðar fór Karen í tveggja mánaða heimsókn til Zaire. Að henni lokinni kom hún til íslands í þrjár vikur og eftir það fór hún aftur til Zaire og hefur verið þar meira og minna síðan. Þoldi ekki að láta þjóna mér Karen þurfti að að venjast mörgum nýjum siðum er hún flutti til Afríku. Það er mikil stéttaskipting í Zaire og í upphafi fannst henni mjög óþægilegt að láta þjóna sér og stjana í kringum sig. Hún þoldi til dæmis ekki að setjast við morgunverðarborðið og bíða eftir því að einhver kæmi með kaffið. Það tók hana langan tíma að venj- ast þessu en svo segist hún hafa lært að líta á sig sem atvinnurek- anda og smátt og smátt farið að stjórna fólkinu. í upphafi vildi hún líka gefa öll- um betlurunum sem hún sá á göt- unum en það gengur auðvitað ekki. „Mér finnst enn sárt að sjá eymd- ina hjá fólki þótt ég hafi vanist því og ég reyni að leggja mitt að mörk- um,“ segir hún. „Mér finnst að maður verði alltaf að sinna svolítið góðgerðarstörfum þegar maður býr í svona landi þótt það sé auð- vitað ekki hægt að henda pening- um um allar götur.“ Karen segist í upphafi hafa verið alveg mállaus og að það hafi háð henni svolítið fyrsta árið. í dag hef- ur hún hins vegar náð góðum tök- um á frönskunni. Hún vinnur í lyfjaverksmiðjunni frá tíu á morgnanna til fjögur-fimm á dag- inn, þar sem hún er yfirmaður í söludeildinni. „Þegar maður býr þarna og hefur vinnu og annað verður þetta smám saman að heim- ili manns,“ segir hún. „En það er náttúrulega alltaf annað slagið vesen í Zaire og því ákváðum við að eiga einnig heimili annars stað- ar til öryggis. Við völdum Ítalíu sem er miðsvæðis í Evrópu og stofnuðum þar okkar annað heimili árið 1988.“ Valdaskiptin spennandi Karen segir að valdaskiptunum í vor hafi fylgt mikið álag. Hún vildi að strákamir kláruðu skólann áður en þau yfirgæfu landið og segir að það hafi verið erfitt að bíða eftir því. Henni finnst hins vegar breyt- ingin sem er að eiga sér stað í Zaire mjög spennandi og vonar að hún eigi eftir að verða til góðs. ,Að mínu mati hefði ástandið ekki get- að orðið verra,“ segir hún. „Þetta var komið eins langt niður og hægt var.“ Karen segir að hefði hún ekki verið með bömin hefði hún viljað vera áfram í Zaire og uppiifa það þegar Kabila tók við völdum. Að- spurð um það hvort ekki sé erfitt að búa og reka fyrirtæki í þessum óstöðugleika, segir Karen að víst sé það erfitt, en að það sé hins veg- ar ekki hlaupið að því að fara ann- að þegar fólk stundi atvinnurekst- ur. Þama eigi þau orðið sitt líf og kunningjahóp auk þess sem 100 fjölskyldur treysti á atvinnu hjá þeim. Saknaði íslands Karen segir að fyrstu árin hafi hún alltaf fundið fyrir heimþrá. En þegar hún hafi verið búin að koma sér fyrir annars staðar hafi sökn- uðurinn einhvern veginn breyst og nú fái hún ekki lengur fiðring í magann þegar vélin lendi á Kefla- víkurflugvelli. Henni finnst þó alltaf mjög gaman að koma til Is- lands og reynir að koma árlega. „Ég held að það sé mjög gott fyrir strákana mína að fá að kynnast þessu frjálsræði sem við höfum hér,“ segir hún. „í Kinshasa eru öll hús umkringd háum múrveggjum og maður hleypir helst ekki krökk- um út fyrir þessa veggi nema í fylgd varðmanna. Það er því gífur- legt ftjálsræði fyrir þá að fá að koma hingað og þeim finnst það rosalega gaman. Bara að fá að fara út í búð og kaupa mjólk er meiri- háttar ævintýri fyrir þá.“ Karen segist alltaf eiga sínar rætur á Höfn en að hún gæti þó ekki hugsað sér að búa þar. „Mér finnst gaman að koma en nú er ég búin að vera hér í mánuð og er far- in að hlakka til að fara þangað sem ég á heima og sinna mínu,“ segir hún að lokum. Hún kveður og tek- ur til við að undirbúa fyrirhugaða brottfór fjölskyldunnar til Italíu. Önnur vinkvenn- anna tveggja fékk ferðagenin, hin skilur ekki hvað er svona spennandi við önnur lönd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.