Morgunblaðið - 01.08.1997, Qupperneq 6
6 B FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚSTÍ 1997
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
Draumar
og goðsagnir á dulmáli
Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafí, lét óteljandi dag- og næturdrauma
rætast, þegar hún söðlaði um í lífí sínu og hélt til Bandaríkjanna til þess að leggja
stund á nám í goðsögnum og draumum. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Val-
gerði um drauma og goðsagnir sem raunverulegan hluta af okkar daglega lífí.
GOÐSAGNIR og draumar
ö hafa í gegnum aldirnar verið
svo sterkur þáttur í þjóðarvit-
undinni, að við höfum misst
* hann út í blóði og bleki á kálf-
skinn og pappír. Það er að
•Q segja, allt fram á síðustu ára-
tugi. Þessi fyrirferðarmikli
þáttur í bókmenntaarfleifð
okkar og vitund, sést varla
lengur - enda við orðin mjög
^ nútímaleg og allt sem ekki
verður stutt með vísindalegum
eða tæknilegum rökum bara
orðið að einhverri hættulegri
nýöld. Allt. Sumt fólk segir að sig
dreymi ekki og segir það á þann hátt
að maður er viss um að það sé mjög
gáfað og maður sjálfur óttalega vit-
laus. Mig dreymir nefnilega í laumi.
Mér þótti því forvitnilegt að lesa að í
Lundi í Öxarfirði yrði haldið nám-
skeið í lok júlí sem fjallaði um
goðsagnir og drauma. Námskeiðið
er í umsjá Valgerðar H. Bjamadótt-
ur, félagsráðgjafa, sem ég mundi
ekki betur en að væri fyrrverandi
jafnréttisfulltrúi á Akureyri og þátt-
takandi í verkefninu „Brjótum múr-
ana.“
Á rólyndislegu ferðalagi um Norð-
urland, ákvað ég að hafa uppi á Val-
gerði til þess að forvitnast nánar um
innihald þess námskeiðs sem fjallaði
um eins mikið feimnismál og drauma
- og hvers vegna hún væri að vinna
með þá. „I starfí mínu hérna á Akur-
eyri hafði ég alltaf verið að vinna í
samskiptum við fólk og það gaf mér
mjög mikið. Smám sam-
an fann ég þó að í sí-
felldu baslinu í kerfmu
vantaði næringu fyrir
mig. Ég velti því lengi
fyrir mér að söðla um
og læra eitthvað meira,
en ég nennti ekki í hefð-
bundið háskólanám -
jafnvel ekki þessi venju-
legu kvennafræði. Svo
var það einhvem tímann að ég var
stödd á Fulbright stofnuninni og var
að fletta í gegnum námsbæklinga, að
ég rakst á þennan skóla - California
Institute of Integral Studies. Á
þessu stigi var ég farin að vinna með
Karólínu Stefánsdóttur, félagsráð-
gjafa hér á Akureyri, að Lífsvefnum,
sjálfstyrkingarnámskeiðum fyrir
konur. Það hlóð utan á sig og tíminn
leið. En ég hafði í mörg ár verið að
átta mig á því að mér fannst eitthvað
vanta í hefðbundinn feminisma, eitt-
hvað í viðbót við þetta ytra, félags-
lega, án þess að gera lítið úr því.
Mér fannst félagslega sjónarhornið
vanta þessa „spiritúal“ vídd, til
dæmis að við horfðum beint á það
hvað trúarbrögð hafa mikil áhrif á
stöðu okkar. Bara það sjónarmið að
Guð (í karikyni) sé á toppnum, á
himnum, svo komi karlamir og síðan
við hin, konur, böm og náttúran öll
þar fyrir neðan. Við gemm okkur
ekki grein fyrir því hvaða áhrif það
hefur á sjálfsmynd okk-
ar að (karl)maðurinn
skyldi á sínum tíma hafa
skapað Guð í sinni mynd.
Þannig hefur það auðvit-
að ekki alltaf verið. Ef
við konur ætlum að ná
fram breytingum, verð-
um við að huga að því að
sjá hið kvenlæga í Guði,
hvort sem við teljum
okkur trúaðar eða ekki. Ef við hugs-
um alltaf um guðdóminn sem afl af
annarri tegund en við emm sjálfar -
í þessu tilviki karlkyns - verðum við
óhjákvæmilega undir. Ég held það
sé svo mikilvægt að við náum að sjá
Guð eða Gyðjuna sem afl sem inni-
heldur eiginleika beggja kynja, afl
sem við getum séð okkar eigin mynd
speglast í, og sem tengir okkur við
annað líf, aðrar verur á þessari jörð
og í þessum alheimi. í þessu sam-
hengi fór ég að fá sífellt meiri áhuga
á goðsögum - en þá meina ég ekki
goðsagnir í merkingunni lygasögur,
heldur í merkingunni „hvemig lífið
hefur verið“ og hvernig það er og
getur verið. Ég fór að leita í
goðsagnir að myndum sem konur
gætu speglað sig í og séð styrkinn í
sjálfum sér. Vissulega em þar líka
mikilvægir speglar fyrir breytta
sjálfsmynd karla. Auk þess hef ég
alltaf verið mjög upptekin af draum-
um og fundið í þeim einhverja töfra
og styrk sem ég hef ekki fundið í
öðm. Mig langaði til þess að fara í
nám þar sem ég gæti sökkt mér nið-
ur í þessa hluti og slitið mig úr því
fari sem við lendum öll í með of mik-
illi vinnu. Ég vildi rífa mig upp og
drífa mig í burtu til þess að gefa mér
möguleika á að skapa pláss í lífi
mínu til þess að gera hluti sem
skipta mig vemlega miklu máli.
Hluti sem, meðal annars, draumar
mínir höfðu kennt mér að skiptu mig
máli - það er að segja, næturdraum-
arnir.“
Myndir af auði
Ég fór til Bandaríkjanna í skólann
sem ég hafði fundið í Fulbright
stofnuninni, CIIS, en Ameríkanar
vildu ekki viðurkenna félagsráð-
gjafanámið mitt sem BA-nám. Ég
byrjaði auðvitað á því að móðgast,
þegar þeir buðu mér upp á eins árs
nám sem þeir kalla „BA-comp-
letion," en eftir smáumhugsun,
ákvað ég að taka því. Ég ákvað að
nýta það til þess að sökkva mér nið-
ur í draumastúdíuna. Því námi lauk
ég í fyrra og fór upp úr því í
mastersnám í því sem heitir
„Womens’ Spirituality“ og er hluti af
trúarheimspeki þessa háskóla,
þannig að þetta er í raun trúarheim-
speki kvenna. Að mér vitandi er
þetta eina háskóladeildin í heiminum
sem býður upp á sérstakt fram-
haldsnám (masters- og
doktors-) um „Womens’
Spirituality,“ sem má
kannski segja á íslensku
að séu „helg fræði
kvenna“.
Þú talar um goðsagnir
„eins og lífíð hefur ver-
ið“. Hvað áttu við með
því?
„Ég hef verið að skoða goðsagnir
og trúarbragðasögu alls staðar að úr
heiminum, en eðlilega eru það okkar
goðsagnir hér sem ég hef mestan
áhuga á. Ég hef verið að kafa ofan í
sögumar fyrir og um landnám og at-
huga hvað býr á bak við slæðumar
sem búið er að hengja fyrir þessar
sögur; kirkjuslæðuna og karlaslæð-
una. Allt frá því að ég var bam, hef-
ur Auður djúpúðga verið ástríða í
mínu lífi - mig langaði að kynnast
henni, skrifa um hana - en stundum
skynjum við hlutina betur með því
að fara í burtu. Við það að vera
þarna hinum megin við hafið, finnst
mér ég ná að sjá betur í gegnum það
sem mér finnst vera blekkingarvefir.
Þegar ég fer til dæmis að kafa niður
í nafn Auðar, kemur ýmislegt í ljós.
Auður er kvenmannsnafn og nafnið
á frægustu landnámskonu okkar -
en það er líka nafn á goðsagnarper-
sónu sem er karl - og jötunn - og
sonur Nætur. Ég hef verið að tengja
þetta saman og finna hvernig þetta
nafn er líka orð og hugtak, og í því
býr ákveðin saga og ákveðin goð-
sögn, hugmyndafræði. Við eigum
gamla mynd af orðinu auður, sem
kvenkyns nafnorði. I dag lifu' orðið
bara sem kvenkyns sémafn og í
karlkynsmynd nafnorðsins sem þýð-
ir ínkidæmi og sem lýsingarorð sem
þýðir tómur. I þessum myndum
orðsins býr mótsögn. Ef þú flettir
kvenkyns nafnorðsmyndinni upp í
orðsifjabók, sérðu að þar býr þessi
mótsögn og margbreytileiki líka, en
í einni og sömu mynd orðsins. Nafn-
orðið auður í kvenkyni þýðir allt í
senn: hamingja, ríkidæmi, tóm,
dauði, örlög, norn og vefur - og ör-
lagavefur - og er skylt litháíska
sagnorðinu að vefa. Fyrir mér felast
eiginleikar gyðjunnar - sem er full af
mótsögnum - í þessu orði. Þetta era
þó engar ósættanlegar mótsagnir,
heldur þær sömu sem búa í lífinu
sjálfu; ákveðin örlög og ákveðið ríki-
dæmi sem við, þessi þjóð og sem ein-
staklingar, getum valið
að finna í okkar arfi. í
karlveldinu er tilhneig-
ing til að aðgreina himin
og jörð, líf og dauða,
ríkidæmi og tóm. Ekki
hjá Gyðjunni, ekki hjá
Auði djúpúðgu, sem sló
saman brúðkaupi sonar-
sonar síns og eigin jarð-
arför. Ef við skoðum úr hvaða goð-
sögnum við sprettum, til dæmis bara
nafni hennar, felst þar ótal margt
sem við getum valið að nýta okkur
sem hugsjón eða lífssýn. Þessi djúpa
tilfinning sem ég hef fyrir þessu
orði, er meðal annars sprottin úr
draumi sem mig dreymdi um jötun-
inn Auð og reyndar gyðjuna Freyju
- löngu áður en mér datt í hug að til
væri í goðsögum nokkuð sem héti
Auður og væri karlkynsvera. Á
Allt frá því að
ég var barn,
hefur Auður
djúpúðga ver-
ið ástríða í
mínu lífi
Draumar
skipuðu veg-
legan sess í
lífi fólks og
trúarbrögðum
áður fyrr
*•
BÖRNIN tóku virkan þátt í söng og leikjum.
BEÐIÐ eftir hestaferð.
Sumarhátíð
til þess að
Það er orðin hefð fyrir
því að Styrktarfélag
krabbameinssjúkra
barna (SKB) haldi
sumarhátíð í Hvammi í
Vatnsdal helgina fyrir
verslunarmannahelgi
undir verndarvæng
gleyma sjálfum sér
HJÓNIN í Hvammi,
Gunnar Ástvaldsson og
Þuríður Guðmundsdóttir.
ábúendanna,
Þuríðar Guð-
mundsdóttur
og Gunnars
—7---------
Astvaldson-
ar. Jón
Sigurðsson
var meðal
ánægðra gesta
í Hvammi um
síðustu helgi.