Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 1
 |UiO:C0ttMÍíIíX&ÍÍ> Í997 MIÐVIKUDAGUR 6. AGUST BLAD Færri áhorfend- ur en búist var við GRIKKIR, sumir að minnsta kosti, eru ekki ánægðir með hversu „fáir“ áhorfendur hafa komið að fylgjast með keppni á hinum glæsilega Ólympíuleikvangi sem heitir í höfuðið á Spyri- dons Louis, gríska mara- þonhlauparanum sem sigraði á fyrstu nútíma- leikunum hér í Aþenu árið 1896. Lambros Papa- kosta, einn hástökkvara Grikkja sem kepptu hér, lét landa sína heyra það eftir undankeppnina á mánudaginn. „Það er skammarlegt hversu fáir áhorfendur koma og fylgjast með bestu frjáls- íþróttamönnum heims. Mér þykir það mjög leitt, sérstaklega þar sem við viljum fá Olympíuleikana hingað árið 2004. Ég vil þó þakka þeim sem komu fyrir stuðninginn og von- andi sjá landar minir sóma sinn i að mæta betur á síðari hluta mótsins," sagði Papakosta. Þess má geta að leikvangurinn tekur 80.000 áhorfendur í sæti þannig að þó menn teiji ekki vera margt voru áhorfendur um 30.000 á mánudagskvöldið. • , ., . : ; . ■ . Morgunblaðið/Golli JÓN Arnar Magnússon stekkur 7,42 m í þriðju og síðustu tilraun sinni í langstökki. Hann hafði tvisvar gert ógilt, þannlg að þetta stökk hafði mlkið að segja fyrir Jón Arnar. Jón Arnar Magnússon meiddist í hástökki og er úr leik „Geysileg vonbrigði íí Jón Arnar Magnússon, íslandsmet- hafi í tugþraut, varð fyrir miklu áfalli er hann meiddist á ökkla í fyrstu tilraun sinni við 2,03 m í fjórðu grein tugþrautarkeppni heimsmeistaramótsins í Aþenu í gær og varð að hætta keppni. „Þetta eru geysileg vonbrigði og nú langar mig bara að fara heim,“ sagði Jón Arnar við Morgunblaðið eftir að læknar höfðu skoðað hann og tekið röntgenmyndir af ökklan- um. „Læknarnir hérna segja að það sé eitthvað inni í liðnum og halda helst að eitthvert bein hafi brotnað.“ Þegar meiðslin komu í veg fyrir áframhaldandi þátttöku Jóns var hann á ágætu skriði í keppninni, var í sjötta sæti eftir að þremur greinum var lokið. Hann hafði farið vel af stað í hástökkinu og stokkið léttilega yfir 2 m í hástökki sem er aðeins 4 sm frá hans besta árangri í tug- þraut og til alls líklegur í framhald- inu. Árangur hans til þess tíma var nokkru betri á Ólympíuleikunum í fyrra en ívið lakari en er hann setti íslandsmet sitt í Austurríki í vor. í samtali við Morgunblaðið sagðist Jón að sjálfsögðu vera óánægður með málalok, sér hefði liðið vel í keppninni og talið sig geta verið í fremstu röð. ■ Jón Arnar / B2 ■ Guörún / B3 ■ HM/B4,B5,B8 ■ Úrslit / B7 | VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 02.08.1997 ,28138 Í10, Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1.5 af 5 0 6.434.067 41. plús 1» irl 257.430 3.4,15 87 10.200 4. 3af5 3.160 650 Samtats: 3.249 9.890.327 | HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: 9L89CL327 FJÓRFALDUR VINNINGUR Á ILAUGARDAGINN [Æ^ ÍVINNINGSTÖLUR NIIÐVIKUDAGINN 30.07.1997 imgj k32M4QM41J BONUSTOLUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö "| . 6 af 6 0 34.520.000 O 5 af 6 4. + bónus 0 288.969 3. 5,16 3 75.680 4. 4 af6 198 1.820 C 38,6 O.+ bónus 660 230 Samtals: 861 35.548.169 HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: 35.548.169 % Á ÍSLANDI: 1j^Bj169 TVÖFALDUR 1. VINNINGUR Á MI0VIRUDA6INN Lottomiðarnir með bónusvinningunum voru seldir í Söluturninum Snælandi, Laugavegi 164, Reykjavík og Esso Gagnvegi, Reykjavík. f lottóleiknum á Rás 2 vann Ásta Árnadóttir, Unufelli 38 í Reykjavik, geisladisk og Ingimundur Axelsson gasgriil frá Skeljungi. ' Munið að kaupa miða fyrir kl. 14.00 á laugardag til að geta tekið þátt í leiknum. SÍMAR: UPPLÝSINGAR í SÍMA: 568-1511 GRÆNTNÚMER: 800-6511 TEXTAVARP: 451 OG 453 KNATTSPYRNA: ÓSKABYRJUN ÓLAFS HJÁ HIBS / B6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.