Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FOLK ■ VALDIMAR Grímsson skoraði eitt mark fyrir heimsliðið á móti danska landsliðinu í leik í tilefni 100 ára afmælis handboltans í Danmörku sem fram fór í Nýborg á sunnudaginn. Heimsliðið sigraði 29:26. Talant Duishebaev frá Spáni og Króatinn Patrik Cavar voru markahæstir í heimsliðinu með fimm mörk hvor. Lars Christ- iansen var markahæstur Dana með 6 mörk. ■ VALUR Fannar Gíslason lék með Arsenal, er liðið vann utan- deildarliðið Sittingbourne í æf- ingaleik, 5:2. Valur Fannar kom inná sem varamaður - lék í stöðu hægri bakvarðar. ■ IAN Wright skoraði þijú mörk þegar Arsenal vann Norwich, 6:2. Hann skoraði eitt markið með hjólhestaspyrnu. Dennis Berg- kamp skoraði eitt mark, úr auka- spyrnu. Gilles Grimandi skoraði tvö mörk, en meiddist síðan illa. ■ LENNY Krayzelburg, sem er fæddur í Rússlandi, setti nýtt bandarískt met í 200 metra bak- sundi á bandaríska meistaramótinu sem fram fór í Nashville í Banda- ríkjunum á laugardaginn. Hann synti á 1.58,04 mín. Krayzelburg er 21 árs og gerðist bandarískur ríkisborgari fyrir tveimur árum. ■ RUDY Tomjanovich, þjálfari Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik, framlengdi samn- ing sinn við félagið til ársins 2001. Hann hefur verið þjálfari liðsins síðustu sex árin en var áður leik- maður liðsins. Hann stjórnaði m.a. liðinu er það varð meistari 1994 og 1995. ■ HRISTO Stoichkov, landsliðs- maður Búlgaríu, er líklega á leið- inni frá Barcelona til Stuttgart. Það er talið hafa áhrif að fyrir hjá Stuttgart er Balakov, sem er góður vinur Stoichkovs. ■ ALAN Shearer, fyrirliði enska landsliðsins og framherji New- castle, verður frá vegna meiðsla næstu átta mánuði samkvæmt nýjustu fréttum. Um helgina kom í ljós að meiðsli hans eru alvar- legri en talið var I fyrstu. Hann er með slitin liðbönd í ökkla og beinbrot neðarlega á hægri fæti. Hann er nú í gifsi og missir líklega af næsta keppnistímabili. ÓLAFUR Gottskálksson, mark- vörður Kefiavíkinga og lands- liðsins, stóð sig vel í fyrsta leik siniun með Hibernians á sunnu- daginn er liðið mætti Celtic i fyrstu umferð skosku úrvals- deildarinnar. Hibs sigraði 2:1 og átti Ólafur góðan leik og fékk lof i skosku blöðunum fyr- ir frammistöðu sina. „Það má segja að þetta sé óskabyrjun lyá mér. Það var griðarleg stemmning fyrir leik- inn og ekki var hún minni eftir sigurinn," sagði Ólafur við Morgunblaðið. „Éghafði reyndar ekki svo mikið að gera í markinu, þurfti aðeins tvíveg- is að veija erfið skot, en átti ekki möguleika er þeir gerðu markið. Eg held að frammi- staða min þaggi aðeins niður í þeim óánægjuröddum sem heyrðust meðal stuðnings- manna liðsins er ég var keyptur til félagsins." Uppselt var á leikinn, eða 15 þúsund manns. Næsti leikur er i bikarkeppninni næsta laugar- dag og síðan mæta Ólafur og félagar Dundee United viku síðar og er sá leikur sýndur beint i Skotlandi. Þetta var fyrsti sigur Hibs á Celtic í fimm ár eða í síðustu 21 viðureign liðanna. Lee Pow- er kom Hibs yfir á 24. mínútu en Malky Mackay jafnaði fimm mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu. Það var síðan Chic Charnley sem gerði gerði sig- urmarkið með þrumuskoti af 25 metra færi þegar stundar- fjórðungur var til leiksloka. Ólafur kom heim á mánudag- inn til að ganga frá sinum mál- um og heldur aftur til Skot- lands i dag. Helgi slær í gegn í IMoregi Helgi Sigurðsson hefur heldur betur slegið í gegn í norsku knattspyrnunni. Um helgina gerði hann sigurmark Stabæk í 1:0 sigri á Lyn á Ullevál-leikvanginum í Ósló. Hann skoraði með skoti í stöng og inn eftir sendingu frá hægri kanti í upphafi síðari hálf- leiks. Hann hefur gert fjögur mörk í síðustu þremur leikjum - eða öll mörk liðsins og hefur fært liðinu níu stig. Stabæk er nú í fimmta sæti deildarinnar með 30 stig eftir 17 leiki, en Rosenborg er efst með 41 stig eftir 18 leiki. „Síðustu vikur hafa verið stór- kostlegar fyrir mig,“ segir Helgi í samtali við Aftenposten á sunnu- dag. „Á meðan Frode Olsen stend- ur sig svona vel í markinu þurfum við ekki að skora svo mörg mörk til að sigra.“ Hans Baeke, þjálfari liðsins, sagði að Helgi yrð betri og betri með hveijum leiknum og er greinilega ánægður með íslenska framheijann. Rúnar Kristinsson lék fyrsta leik sinn með Lilleström og stóð sig vel er liðið gerði jafntefli, 2:2, við Skeid. Molde, sem Bjarki Gunn- Iaugsson leikur með, vann Brann örugglega, 4:0. Bjarki var í byijun- arliði Molde en varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla á 29. mín- útu. Ágúst Gylfason kom inn á sem varamaður hjá Brann á 63. mín- útu. Birkir Kristinsson var ekki í markinu hjá Brann. Fram - IA KL. 20.00 í dag Allir á völlinn Sjóvó-Almennra ddldín Stjömuvöllur Stjarnan - ÍBV í dag, miðvikudag, kl. 19.00 m Reuter EYJÓLFUR Sverrisson og félagar hans í Herthu Berlín gerðu jafntefli við melstarana í Dort- mund, 1:1, í fyrstu umferð þýsku knattspyrnunnar. Hér hefur Eyjólfur betur í skallaeinvígi vlð Wolfgang Feiersinger, leikmann Dortmund. Fyrsti sigur Kaisers- lautern í Miinchen í 17 ár Frá Jóni Halldóri Garðarssyni í Þýskalandi Evrópubikarmeistaramir í Boruss- ia Dortmund náðu aðeins jafn- tefli, 1:1, ér þeir mættu Eyjólfí Sverr- issyni og félögum í Herthu Berlín í fyrstu umferð þýsku deildar- keppninnar um helg- ina. 76 þúsund áhorf- endur sáu leikinn sem fram fór á heimavelli Herthu í Berlín. Dortmund var betra liðið í fyrri hálfleik og Lars Ricken kom liðinu yfir á 26. mínútu. Hertha jafnaði aðeins sjö mínútum síðar og var framheijinn Antek Covic þar að verki. Hertha var betra í síðari hálfleik og var nær sigri. Eyjólfur átti góðan leik. Óvæntustu úrslitin urðu í Munch- en þar sem Bayem mátti sætta sig við 1:0 tap á móti Kaiserslautern, sem kom upp úr 2. deild síðasta tíma- bil eins og Hertha. Þetta var fyrsti sigur Kaiserslautem í Múnchen í 17 ár. Otto Rehgel, sem var rekinn frá Bayem fyrir 15 mánuðum, er þjálf- ari Kaiserslautem og fagnaði sigrin- um vel. „Sigur á Bayern kemur til með að gefa okkur aukið sjálfs- traust. Ég er mjög ánægður með leik okkar,“ sagði hann. „Þetta var einfalt, við sýndum ekki nægilega góðan leik til að sigra. Það er ekki heimsendir þó svo að fyrsti leikurinn á tímabilinu hafí tapast," sagði Gio- vanni Trapattoni, þjálfari Bayern. Sigurmark gestanna gerði Daninn Michael Stjönberg á 80. mínútu fyrir framan 63 þúsund áhorfendur á Ólympíuleikvanginum. Roy Praeger tryggði Wolfsburg fyrstu stigin í efstu deild með því að skora eina mark leiksins gegn Hansa Rostock á síðustu mínútu leiksins. Hamborg slapp fyrir horn er Bos- níumaðurinn Hasan Salihamidzic jafnaði 2:2 á móti Borussia Mönc- hengladbach á lokamínútu leiksins. Svíinn Jörgen Pettersson gerði bæði mörk Gladbach. Misjafnt gengi íslendinga- liðanna í Svíþjóð íslendingaliðin Örebro og Elfsborg mættust í sænsku úrvalsdeildinni um helgina og sigraði Elfsborg 2:1. Arn- ór Guðjohnsen og Sigurður Jónsson léku allan leikinn með Örebro en Hlynur Birgisson kom inn á í síðari hálfleik (82. mín.). Kristján Jónsson var ekki í leikmannahópi Elfsborg. Stefán Þórðarson og félagar hans í Öster gerðu jafntefli, 2:2, við AIK, sem komst í 2:0. Stefán lagði upp fyrra mark Öster á lokamínútu fyrri hálfleiks, en fór útaf á 63. mínútu. Einar Brekkan var ekki í liði Vest- erás, sem tapaði fyrir Norrköping, 4:0. Það sem vakti mestu athygli í 16. umferðinni var stórtap meistaranna í Gautaborg fyrir Halmstad, 6:0. Þetta var stærsti sigur Halmstad í deildinni síðan liðið vann Landskrona 7:1 árið 1976. Vítaspyraukeppnl á Wembley Meistaralið Manchester United byij- aði tímabilið í ensku knattspyrnunni með því að vinna Chelsea í leik um Góðgerðarskjöldinn, sem er formleg- ur opnunarleikur deildarkeppninnar milli meistaranna og bikarmeistar- anna. Að loknum venjulegum leik- tíma var staðan jöfn, 1:1, og því þurfti vítaspymukeppni til að útkljá leikinn og þar hafði United betur, 4:2. Það var fyrrum leikmaður United, Mark Hughes, sem kom Chelsea yfir með því að skora með skalla eftir hornspymu ítalans Gianfranco Zola á 52. mínútu. Ruud Gullit og læri- sveinar hans í Chelsea gátu þó ekki fagnað nema í fímm mínútur því þá hafði Norðmaðurinn Ronny Johnsen jafnað fyrir United með skalla eftir hornspyrnu Ryan Giggs. Leikurinn var jafn og fátt um marktækifæri, enda Iéku liðin frekar varfærnislega, sérstaklega í fyrri hálfleik. í vítakeppninni virtust taugar leik- manna Chelsea meira þandar en Un- ited-manna. Frank Sinclair lét Peter Schmeichel veija frá sér fyrstu víta- spymuna og eftir að ítalinn Roberto Di Matteo skaut hátt yfir úr þriðju spymu Chelsea var nánast formsatr- iði fyrir United að klára sínar spym- ur. Paul Scholes, Denis Irwin og Roy Keane skorðu af öryggi úr sínum spymum og Nicky Butt innsiglaði sig- urinn úr fjórðu vítaspymunni. Gullit sagði þetta um leikinn: „Þetta var leikur sem einkenndist af mistökum. Þetta var ekki góður leikur. Ég veit að við getum átt í fullu tré við bestu lið Englands, eins og við sýndum og sönnuðum í lok síðasta tímabils." Hann sagði það happdrætti hvort liðið færi með sigur í vítakeppni og því var lánið United megin að þessu sinni. Alex Ferguson sagði að Chelsea myndi vera með eitt af betri liðum deildarinnar í vetur. Hann sagði að United-liðið væri ekki í toppæfingu eftir erfiða æfingaferð til Austur- landa. „En um næstu helgi þegar deildarkeppnin hefst trúi ég því að við verðum í betra ástandi," sagði Ferguson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.