Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997
HMIAÞENU’97
MORGUNBLAÐIÐ
Okklinn gaf sig
íhástökkinu
Geysileg vonbrigði og jafnvel talið að eitt-
hvað sé brotið í ökklanum, sagði Jón Amar
Magnússon tugþrautarkappi í samtali við
Skúla Unnar Sveinsson í Grikklandi í gær-
kvöldi eftir að hinn fyrmefndi varð að hætta
keppni í fjórðu grein tugþrautarkeppni
heimsmeistaramótsins í fijálsíþróttum í
Aþenu vegna meiðsla.
Fred Bur-
ley til
Keflavíkur
ÍSLANDS- og bikarmeistar-
arnir í körfuknattleik, Kefl-
víkingar, eru með banda-
rískan leikmann I sigtinu og
kemur hann til landsins í
þessari viku. Sá heitir Fred
Burley, er 25 ára gamall
framherji og kemur frá
Oklahoma, en hann mun æfa
með Keflvíkingum áður en
ákveðið verður hvort hann
leikur með liðinu á næsta
keppnistimabili.
Damon Johnson, Banda-
ríkjamaðurinn fjölhæfi sem
lék með Keflvíkingum á síð-
asta tímabili, er hins vegar
á förum frá félaginu og er
hann á leið til Indónesíu.
Þá er Jón Guðmundsson,
þjálfari kvennaUðs Kefla-
víkur, á förum til Grindavík-
ur og mun Anna María
Sveinsdóttir taka við þjálfun
liðsins.
Pedroso
vonsvik-
innþrátt
fyrir sigur
Ivan Pedroso frá Kúbu sigraði í
langstökki á heimsmeistara-
mótinu í fijálsíþróttum í Aþenu í
gær. Hann stökk 8,42 metra í
fyrstu tilraun af sex, en gerði ógilt
í fjórum næstu stökkum sínum og
það síðasta misheppnaðist. Hann
sagðist vonsvikinn þrátt fyrir sig-
ur. „Eftir fyrsta stökkið reyndi ég
að slá heimsmetið og verða fyrsti
maðurinn sem stekkur yfir níu
metra. Ég get það, en það tókst
því miður ekki [í gær],“ sagði Ped-
roso. Hann lenti einu sinni á móts
við níu metra merkið, en steig þá
vel fram fyrir leyfileg mörk á
plankanum.
Árangurinn í Iangstökkinu var
lélegur og Pedroso fékk litla
keppni. Hinn bandaríski Erick
Walder stökk 8,36 metra í fjórðu
tilraun, en tókst ekki að komast
fram fyrir Pedroso. í síðustu um-
ferð stökk hann 8,38 metra, sem
dugði í annað sætið. Rússinn Kiril
Sosunov tryggði sér bronsið eftir
að hafa stokkið 8,18 metra í síð-
ustu umferð, en hann og James
Beckford frá Jamaíku höfðu fjórum
sinnum skipst á um þriðja sætið.
Pedroso sagðist þó ekki hafa haft
miklar áhyggjur af keppinautum
sínum þegar hann reyndi við heims-
metið. „Ef einhver hefði stokkið
lengra en ég, hefði ég endurskipu-
lagt áætlun mína og tryggt mér
gullið,“ sagði meistarinn.
Ivan Pedroso
Fæddur: 17. desember 1972
á Havana á Kúbu.
Ferill: Pedroso stökk 8,96
metra í Sestriere á Ítalíu árið
1995 en stökkið, sem hefði
verið heimsmet, var dæmt ógilt
því einn dómaranna stóð í vegi
fyrir vindmælingartæki. Ped-
roso sigraði síðan á HM í
Gautaborg sama ár en meidd-
ist eftir það og varð að láta
sér lynda 12. sætið á ÓL í
Atlanta. Hann náði sér hins
vegar aftur á strik og stökk
8,60 metra innanhúss, sem er
næstbesti árangur sögunnar á
innanhússmóti.
Jón Arnar Magnússon var á góðri
leið að ná næst besta árangri
sínum í tugþraut þegar hann meidd-
ist á ökkla vinstri fótar í fyrstu til-
raun við 2,03 í hástökkskeppninni,
fjórðu grein þrautarinnar. „Þetta
eru geysileg vonbrigði og nú langar
mig bara að fara heim,“ sagði Jón
Arnar við Morgunblaðið eftir að
læknar höfðu skoðað hann og tekið
röntgenmyndir af ökklanum.
„Læknarnir hérna segja að það
sé eitthvað inni í liðnum og halda
helst að eitthvert bein hafí brotnað.
Upphafið að þessu held ég megi
rekja til þess þegar ég tognaði á
ökkla í körfubolta fyrir mörgum
árum. Síðan meiddist ég á sama
ökkla fyrir tveimur árum þegar ég
féll niður í stangarstökksgryfju í
keppni í Bandaríkjunum. Við fyrstu
sýn virðist þetta vera heldur verra
en þá, ég hef alltaf vitað af þessu
en það hefur ekkert háð mér hing-
aðtil. Stundum hef ég fundið aðeins
fyrir meiðslunum og þá hefur oft
verið einhver fyrirvari á þessu þann-
ig að ég hef getað unnið á móti
því, en núna fann ég ekki fyrir
neinu fyrr en ökklinn gaf sig,“ sagði
Jón Arnar.
Þegar Jón meiddist var hann á
góðri leið, hástökkið hafði gengið
vel og hann var ekki langt frá ár-
angri sínum er hann setti íslands-
met sitt í vor - aðeins 88 stigum.
„Mér leið mjög vel og var léttur og
afslappaður, ég held barasta að
mér hafi aldrei liðið eins vel í þraut.
Mér fannst eins og ég stefndi í
næst bestu þraut mína og var að
vona að ég næði að bæta mig að-
eins í þeim greinum sem eftir voru
þannig að ég næði að bæta Islands-
metið,“ sagði Jón Arnar, brosti
góðlátlega og sagði að svona væri
auðvitað alltaf hægt að segja.
Þegar Jón meiddist virtust starfs-
menn mótsins ekki átta sig strax,
því nokkur stund leið þar til starfs-
maður kom honum til hjálpar.
Læknir kom síðan og setti kælingu
við ökklann og Dvorak kom strax
til Jóns sem gaf honum merki um
að hann hefði lokið keppni, strauk
vísifingri eftir hálsi sínum. Chris
Huffíns kom einnig til að athuga
hvernig Jón hefði það og sýnir þetta
vel samheldnina sem ríkir meðal
tugþrautarmanna þó svo þeir séu í
mikilli keppni.
Jóni var síðan rennt á sjúkrabör-
um þangað sem læknar hafa að-
stöðu, en þar hefur verið mikið að
gera. Hann var í rannsókn í rúma
klukkustund og kom síðan haltrandi
út og bar sig þokkalega. „Ætli ég
hafi ekki verið eini íþróttamaðurinn
þarna inni sem var ekki hágrát-
andi. Maður er svo mikið karl-
menni," sagði Jón og brosti, en það
var samt greinilegt að honum var
brugðið. „Eg get stigið í fótinn ef
ég vanda mig, en ekkert meira. Nú
langar mig helst að fara heim, en
ég á ekki pantað fyrr en á laugar-
daginn og verð víst að bíða hérna
þangað til. Ætli ég reyni ekki að
nota tímann og láta keyra með mig
um Aþenu og skoða merkilega
staði. Ánnars vona ég að meiðslin
séu ekki mjög alvarleg, mig langar
að keppa í Talance í Frakklandi
eftir mánuð og vona að ég verði
orðinn góður þá. Svo er reyndar
bikarkeppnin heima en ég á síður
von á að ég fórni mér í hana -
nema ég verði orðinn alveg heill.
Nú er bara að vona að Gunna [Guð-
rún Arnardóttir] standi sig í undan-
úrslitum 400 m grindahlaupsins,"
sagði Jón Arnar.
Oruggur
sigur
Barsosio
Sally Barsosio frá Kenýa sigraði
örugglega í 10.000 metra
hlaupi kvenna á HM í frjálsum
íþróttum í Aþenu í gær en hún kom
í mark á 31.32,92. Heims- og
Ólympíumeistarinn Femanda Ri-
beiro frá Portúgal varð önnur á
31.39,15 og japanska stúlkan Ma-
sako Chiba þriðja á 31.41,93.
Sally Barsosio
Fædd: 21. mars 1978 í Elgeyo
Marakwet í Kenýa.
Ferill: Barsosio varð yngsti verð-
launahafi á heimsmeistaramóti frá
upphafi þegar hún tryggði sér
bronsið í 10.000 metrunum á HM
í Stuttgart árið 1993. Hún var síð-
an dæmd úr leik fyrir að hafa rutt
til hliðar fjölmörgum öðrum kepp-
endum en í kjölfar áfrýjunar fékk
hún að halda bronsinu. Hún hafn-
aði í 10. sæti á ÓL í Atlanta í fyrra.
Ur leik
Morgunblaðið/Golli
IÓN Arnar Magnússon er hér borlnn á sjúkrabörum aö lokinni lœknisskoöun á sjúkrastofu við keppnisvöllinn í Aþenu þar sem í
Ijós kom aö hann yröi aö draga sig úr leik á heimsmeistaramótinu eftir óhapp í hástökki.