Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 B 5 HM I AÞEIMU ’97 Óvæntur sigur Maurice Green í 100 metra hlaupi Tókst með Drottins hjálp „DROTTINN var með mér og þetta tókst með hans hjálp,“ sagði Maurice Green frá Bandaríkjunum eftir að hann hafði sigrað í 100 metra hlaupi karla á Heimsmeistaramótinu í Aþenu. Green hafði tvívegis hlaupið á 9,90 sekúndum ífyrri hlaupumi og einu sinni áður en hann kom til Aþenu þannig að hann var ákveðinn í að halda sig ekki við þá tölu og hljóp á 9,86 sekúndum. Þar með jafnaði hann mótsmet Carls Lewis frá þvííTókýóárið 1991 og bætti besta tíma ársins um einn hundraðasta úr sekúndu og er nú „aðeins" tvo hundruðustu úr sekúndu frá heimsmeti Kanadamannsins Donovans Baiieys, sem varð annar í hlaupinu á 9,91 sekúndu. Það hefði því nægt Green að hlaupa enn eina ferðina á 9,90. Þriðji varð Bandaríkjamaðurinn Tom Montgomery á 9,94 sekúndum og Frankie Fredericks frá Mamibíu kom fjórði í mark á 9,95 en Ato Boldon frá T rinidad og Tobago var f immti á 10,02 sekúndum. Búist hafði verið við einvígi Baileys og Boldons og ef til vill Fredericks, en Green sýndi strax í fyrsta hlaupi að hann gæti strítt hinum stóru ' Skúli Unnar dálítið. Bailey . var Sveinsson greinilega ekki al- skrifar frá Veg eins og hann á Aþenu að sér enda segist hann hafa verið meiddur að undan- förnu. „Aðdáendur mínir i Kanada vildu að ég keppti hér og því lét ég til leiðast. Ég hef verið meiddur siðustu vikumar en ætla ekki að segja ykkur hvað hefur verið að mér, það liti út fyrir að ég væri að afsaka mig,“ sagði heimsmet- hafinn á blaðamannafundi eftir hlaupið og bætti þvi við að hann væri baráttumaður og hefði því viljað reyna og sjá til hvernig gengi. „Ef maður á að tapa þá vil ég gera það eins og í dag, með því að gera allt sem ég get til að sigra. Green var sterkari en ég og við það er í raun engu að bæta,“ sagði heimsmethafinn. Áður en kapparnir komu til Aþenu hafði Boldon þrívegis sigrað Green á þessu ári en einu sinni tapað fyrir honum. Fredericks og Boldon höfðu tvívegis mæst og sigraði sá fyrrnefndi í bæði skiptin og Bailey hafði betur gegn Green í eina skiptið sem þeir höfðu mæst í ár auk þess sem Montgomery hafði komið á undan Boldon í mark í eina skiptið sem þeir tveir mættust. Green hafði einu sinni mætt Fredericks og sigraði en hann og Bailey höfðu hvor um sig sigrað einu sinni í viðureignum sín- um og staðan í keppni Greens og Montgomerys var 2:2. Fredericks hafði sigrað í öll þijú skiptin sem hann hafði mætt Montgomery og Bailey í bæði skiptin sem hann mætti Montgomery. Af framansögðu mátti ljóst vera að úrslitahlaupið yrði skemmtilegt og spennandi - og sú varð raunin. Boldon var fyrstur upp úr blokkun- um, Fredericks og Montgomery voru ekki langt á eftir en Bailey fékk frekar lélegt start. Þegar hlaupið var hálfnað var Green fyrstur og Bailey var kominn á fulla ferð og nálgaðist hann óðum en þegar þijátíu metrar voru eftir var nokkuð ljóst að heimsmethaf- inn næði ekki hinum 22 ára Banda- ríkjamanni. „Eftir sjötíu metra vissi ég að ég myndi sigra,“ sagði Green eftir hlaupið og þakkaði skaparanum enn einu sinni fyrir hjálpina. Bailey leit þá á Green og brosti góðlátlega. Green sagðist hafa fengið hálf- gerðan krampa í vinstri fótinn skömmu fyrir úrslitahlaupið en hefði sem betur fer getað harkað af sér - með Guðs hjálp. „Alveg frá því ég byijaði að æfa fyrir þetta mót, í september. í fyrra, hef Morgunblaðið/Golli MAURICE Green kemur fyrstur í mark í 100 m hlaupl á 9,91 sek. Heimsmethafinn frá Kanada, Donovan Bailey (145) er á hægrl hönd hans og á vinstrl hönd Frankle Fredericks frá Namibíu. ég verið sannfærður um að ég gæti sigrað - og nú hefur sá draumur ræst. Ég er búinn að lofa því að heimsmetið falli fljótlega og það er næst á dagskránni hjá mér því ég get enn bætt mig á mörgum sviðum. Það er mest um vert að hlaupa vel hveiju sinni og ef heimsmetið fellur um leið þá er það hið besta mál. Mér sýnist sem við Bandaríkjamenn séum að ná völdum í spretthlaupunum á ný og það er gaman að vera þátttakandi í því, en ég hefði gjarnan viljað að Boldon hefði hlaupið betur í úrslitahlaupinu því hann hafði staðið sig vel fram að því,“ sagði hinn fótfrái Bandaríkjamaður. Heimsmethafinn frá Kanada, Gebrselassie vill fá vatn HAILE Gebrselassie heims- methafi í 5.000 og 10.000 km hlaupi frá Eþíópíu vill að hlaupabrautirnar á leikvang- inum í Aþenu verði vökvaðar með vatni áður en riðlakeppni 10 km hlaupsins hefst í dag. Þetta vill hann láta gera til þess að mýkja upp brautirnar sem þykja slæmar til lang- hlaupa. Gebrselassie hefur um nokkurn tíma gagnrýnt brautirnar á vellinum sem keppt er á í Aþenu og sagt þær vera lagðar með sprett- hlaupara i huga en ekki lang- hlaupara líkt og brautirnar á Ólympíuleikvanginum í Atl- anta. Þá særðist Gebrselassie á fótum í 10 km hlaupinu og kenndi um brautunum. Fram- kvæmdastjóri Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins, Istvan Gyulai, sagði þessa ósk heims- methafans vera til athugunar og leitað yrði eftir skoðunum fleiri hlaupara. Úkraínumenn vekja athygli ÁRANGUR Úkraínumanna fyrstu daga heimsmeistaramótsins í fijálsíþróttum hefur vakið athygli. Eftir fyrstu þrjá dagana voru þeir í þriðja sæti á verðlaunalistanum með eitt gull, tvenn silfur- verðlaun og ein úr bronsi. Bagach sigraði í kúluvarpi með 21,47 metra kasti, Skvaruk kom sjálfum sér og öðrum á óvart með því að lenda í öðru sæti í sleggjukasti, kastaði 81,46 metra, og Pint- ussevich varð önnur í 100 metra hlaupi kvenna, hljóp á 10,85 sekúndum. Bronsverðlaunin hlaut síðan þrístökkvarinn Yelena Govorova er hún stökk 14,67 m og setti um leið persónulegt met. Reuter CATHY Freeman skráöi nafn sltt í sögubækur með því að vinna fyrstu gullverðlaun frumbyggja Ástralíu á heimsmeist- aramóti er hún sigraði í 400 metra hlaupi í Aþenu. Freeman vann fyrsta gull frum- byggja Ástralíu Donovan Bailey, sagðist að sjálf- sögðu vera vonsvikinn á vissan hátt. „Ég er samt ekki alveg viss, því ég er aðallega glaður yfir því hvað ég náði langt því ég hef lést um sjö kíló á síðustu dögum. Ég var ánægður með fyrri helming hlaupsins en eftir það var eins og einhver allt annar Bailey tæki við,“ sagði Bailey sem kom til blaða- mannafundarins í bol með merki Aþenu 2004 til að undirstrika stuðning sinn við að Ólympíuleik- arnir árið 2004 verði haldnir hér í borg. „Aþena er mjög góður stað- ur til að halda Ólympíuleika og það er mér mikill heiður að hafa feng- ið að keppa hér,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort kynslóðaskipti væru að verða í spretthlaupi og jafnframt minntur á að hann yrði 32 ára næst þegar HM yrði, sagði hann: „Um kyn- slóðaskiptin veit ég ekki, en hvað varðar næsta HM þá verð ég hér hjá ykkur - til að horfa á!“ Bailey verður þrítugur í desember en Gre- en varð 23 ára skömmu áður en hann kom til Aþenu, nánar tiltekið 23. júlí, Boldon varð 23 ára í desem- ber og Montgomery varð 22 ára í janúar þannig að ungir og sprækir strákar virðast vera að taka völdin . Cathy Freeman skráði nafn sitt í sögubækur með því að vinna fyrstu gullverðlaun frumbyggja Ástralíu á heimsmeistaramóti er hún sigraði í 400 metra hlaupi í Aþenu á mánudaginn. Það er aðeins einn karlmaður sem hefur unnið gull á HM fyrir Ástralíu, en það var Rob de Castella sem vann mara- þonið á HM í Helsinki fyrir 14 árum og Freeman því fyrsta konan til að vinna HM-gull Ástrala. „Ég hljóp vel en undir miklu álagi því ég vissi að ég átti möguleika. Ég átti ekki mikla orku eftir í lok- in. Þó svo að orkan væri ekki mik- il eftir hlaupið gat ég haldið á báð- um fánunum (ástralska og frum- byggja) og hlaupið sigurhring,“ sagði Freeman, sem varð önnur í þessari grein á Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrra. Sandia Richards frá Jamaíku varð önnur og bandaríska stúlkan Jearl Miles-Clark þriðja. Maurice Greene Fæddur: 21. júlí 1974 í Kans- as City. Ferill: Hljóp á 9,88 sek. árið 1995, en meðvindur var of mikill og því var tími hans ekki gildur. Hann varð banda- rískur meistari í 100 metra hlaupi í Indianapolis í júní sl. og hljóp þá á 9,90 sek. Hann hefur þjálfað með Ato Bolden frá Trinidad og Bandaríkja- manninum John Smith, sem vann bronsverðlaun á síðustu Ólympíuleikum. Cathy Freeman Fædd: 16. febrúar 1973, í Mackay, Queensland í Ástral- íu. Ferill: Hún sigraði bæði í 200 og 400 metra hlaupi á Friðar- leikunum 1994. Varð í öðru sæti í 400 m hlaupi á ÓL í Atlanta, á eftir frönsku stúlk- unni Marie-Jose Perec. Hún byijaði vel í 400 metra hlaup- inu á HM í Gautaborg og var fyrst eftir 200 metra, en end- aði í ijórða sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.