Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 7
MORGUNB LAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 E 7
IBRINJÓlfUR JÓNSSONl
Fasteignasala ehf., Barónsstíg 5,101 Rvík.
Jón Ól. Þórðarson, hdl., lögg. fasteignasali
Fax 511-1556. Farsími 89-89-791
SÍMI511-1555
Einbýli - raðhús
REYKJAMELUR MOS.
NÝTT Sérlega fallegt 140 fm einbýl-
ishús á einni hæð með 33 fm bílskúr.
Stór stofa, stórt eldhús, sérlega falleg
ræktuö lóð. Verð 12,5 m. áhv. 3,8 m.
BUGÐUTANGI MOS. NÝTT
Sérlega fallegt og vandað 85 fm raö-
hús, parket og flísar á gólfum, búr og
þvottahús inn af eldhúsi, sólverönd
og fallegur garður. Verð 7,9 m. áhv.
l, 4 m.
KRÓKABYGGÐ MOS. 103 fm
raðhús á einni hæð. Laust strax. Verð
8,9 m. Áhv. 5,2 m byggsj. Greiðslu-
byrði 26 þús. mán. Lyklar á skrif-
stofunni.
HJALLABREKKA KÓP. 185
fm einbýlishús á tveim hæðum. 5-6
svefnherbergi og bílskúr. Verð 12,9
m. Áhv. 7,9 m. góð lán, skipti á
minna.
VALHÚSABRAUT SELTJ.
Nýlegt ca 250 fm einbýlishús með
glæsilegri sólverönd og garði. Tvö-
faldur bílskúr, íbúð í öðrum skúrnum.
Verð 15,9 m. Áhv. 8,3 m.
LANGHOLTSVEGUR NÝTT
140 fm efri sérhæð í tvíbýli ásamt
háalofti í góðu steinhúsi. Möguleiki á
5 svefnherbergjum. Verð 9,6 m. Áhv.
1,6 m.
4ra herb. og stærri
HVASSALEITI NÝTT Góð 81
fm íbúð á 3ju hæð. Góð sameign. 21
fm. Bílskúr. Verð 7,8 m. áhv. 4,5 m.
LUNDARBREKKA NÝTT Sér-
lega glæsileg og mikið endumýjuð íbúð
á 1. hæö með sérinngangi. Ný eld-
húsinnr. Þvotta- og þurrkherb. í íb.
Glæsilegt baðh. Verð 6,9 m.Áhv.1,2 m.
EYJAÐAKKI Stórglæsileg og al-
gjörlega endurnýjuð ca 80 fm íbúð á
2. hæö. Glæsilegt útsýni. Verð 6,9 m.
Áhv. byggsj. 3,7 m.
KLEPPSVEGUR Sérlega falleg
og mikið endurnýjuð 95 fm íbúð á 3ju
hæð. Mjög góð sameign. Hagstætt
verð. Ákveðin sala.
ENGJASEL Glæsileg 100 fm risíbúð
ásamt bílskýli. Glæsilegt útsýni yfir
borgina og Sundin. Hagstætt verð.
Áhv. 5,5 m. Ákveðin sala.
GERÐHAMRAR Sérlega falleg
150 fm neðri sérhæð í tvíbýli. Falleg
lóð og sólverönd. Verð 10,5 m. Áhv.
3,7 m. byggsj.
VEGHÚS Nýleg og glæsilega inn-
réttuð 123 fm íbúð á 2. hæð ásamt
bílskúr. Hagstætt verð. Áhv. 3,8 m.
byggsj. Skipti á minna.
3ja herb.
GRETTISGATA Sérlega falleg og
mikið endurnýjuð 70 fm risíbúð í góðu
steinhúsi meö sjávarútsýni. Verð 5,5
m. Áhv. 2,9 m.
BOÐAGRANDI Mjög falleg út-
sýnisíbúö á 9. hæð ásamt stæði í
bílageymslu. Húsvörður, lyfta, sérinn-
gangur af svölum, sjávarútsýni. Verð
7,5 m.
GRENIGRUND KOP. Falleg
130 fm efri sérhæð í tvíbýli. 4 svefn-
herbergi, 32 fm bílskúr. Verð 9,9 m.
Áhv. 5,8 m. Skipti á minna.
Sérlega
falleg mikið endurnýjuð 130 fm efri
sérhæð. Sjávarútsýni. 50 fm bílskúr.
Verð 10,9 m.
VALLARÁS NY'I'T Nýleg falleg
83 fm íbúð á 4. hæð í góðu lyftuhúsi.
Verð 6,9 m. áhv 3,7 m byggsj. Laus
strax.
2ja herb.
HRINGBRAUT 119 NÝTT
Mjög falleg 53 fm íbúð með strórum
suöursvölum og bílskýli. Parket og
flísar á gólfum. Verð aðeins 4,9 m.
Áhv. 0,5 m byggsj.
ÞANGBAKKI Mjög snyrtileg 63
fm íbúð á 3ju hæð í góðu lyftuhúsi.
Útsýni yfir borgina og Sundin. Verö
5,4 m. Áhv. 0,7 m Byggsj. Laus
strax.
Atvinnuhúsnæði
LAUGAVEGUR NÝTT 225 fm
skrifstofuhúsnæði á 3ju hæð í nýlegu
góðu lyftuhúsi fyrir miöjum Lauga-
vegi. Verð 8,9 m. Áhv. 6,1 m.
HVERFISGATA Góð verslunar-
hæö ásamt lagerplássi í kjallara, alls
um 120 fm. Verð 4,9 m.
hÓLl
F ASTEIGN ASAL A
Skipholti 50B sími 551 0090
- HOLL -
af lífi og sál!
Bæjargil - Garðabæ
Gullfallegt 146 fm parhús á tveimur hæðum á þessum vinsæla
og rólega stað. Frábær staðsetning í botnlanga. Góður 27 fm
bílskúr með geymslulofti. Suðurgarður. Möguleiki á sólstofu.
Lítilsháttar frágangur eftir. Þetta er eign sem selst fljótt.
Bein sala. Verð 12,9 millj. Áhv. 6 millj. (6850).
Uppi. gefur Ingvar, sölumaður.
Félaga fasteignasala tekur ekki
við kvörtunum vegna
utanfelagsmanna félag fastbxgnasala
FINNBOGI KRISTJÁNSSON LÖGG. FASTEIGNASALI
SIÐUMULI 1 SIMI 533 1313 FAX 533 1314
Finnbogi Kristjánsson
Viðar Örn Hauksson
Sigurbjörn Skarphéðinsson
Jóhannes Kristjánsson
Magnea Jenny Guðmundard.
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Opið frá kl. 9-18 virka daga.
Sunndaga frá 12-14.
Félag (p Fasteignasala
Einbýlishús
Hagaland Um er að ræða 143 fm
timburhús á einni hæð með sér 38 fm bíl-
skúr. 4 svefnherb. og góðar stofur. Skjól-
góður garöur. Áhv. 2,5 millj. Skipti á 2ja
herb. í Háaleiti með bílskúr.
Suðurhlíðar Kópavogs, Vor-
um að fá í sölu mjög snoturt hús sem er
92 fm, á einni hæð ásamt mjög fallegum
og stórum garði. Parket er á flestum gólf-
um og flísar. Húsið hefur verið mikið end-
urnýjað fyrir ca:0 árum, frábær verönd í
suður. Verð 8,3 millj. 1234
AÐALTÚN í MOSFELLSBÆ.
OPIÐ HÚS í DAG FRÁ 12-14 AÐ Aðaltúni
18 í Mos. Um er að ræða parhús sem er
hæð og efri hæð ásamt innbyggðum bíl-
skúr. Þijú svefnherbergi, sjónvarpshol og
stofur með arni. Vandaðar innréttingar, mer-
bauparket og flísar. Ákv. 7,8 millj. Byggsj
og Irfsj VR. Ekki þarf greiðslumat til yfir-
töku. Verið hjartanlega velkominn!
Hæðir
Alfholt Um er að ræða 140 fm efri sér-
hæð í tvíbýli með 4 svefnh., sólstofu, búri
og þvottahús innaf eldhúsi ofl. Skipti
koma til greina á minni eign í Kópavogi.
Áhv. 2,3.
5 herb.
Gullsmari 2 Kóp. um 105 fm 4 tii
5 herb. íbúð fullbúin í smíðum. Afh. eftir
mánuð. Góðar innréttingar og öll vinna
unnin af fagmönnum. Verð 8.9 millj. Áhv.
3,3 millj. húsbr. 0385 Ath. þetta er
sfðasta eignin i þessu húsi.
4ra herb.
3ja herb.
Gullsmári 2, 2 h. Kóp. um 83 fm
íbúð á 2. hæð í nýju húsi, allar innrétting-
ar nýjar ofl. Þú borgar út 2 millur, og átt
eignina. Ath. Þetta er síðasta eignin.
Vesturbær 85 fm sérstaklega falleg
og vönduð íbúð á 2. hæð ásamt stæði (
bílskýli, parket á gólfum. Svalir í suður og
gott útsýni í suðvestur og norður. Einstök
eign! 0487
2ja herb.
Framnesvegur Lítil og sæt íbúð
um 25 fm með sérinngangi, hentug fyrir
einstakling. Lágt verð.
Víð Grettisgötu Góö 60 fm íb. á 3ju
hæð með nýju parketi og endurnýjuðum
innréttjngum og sameign. Áhv. Byggsj. 3
millj. Útb. 1,5 millj. Ekkert greiðslumat
Nýbyggingar
PARHÚS LINDIR II í KÓP.
Húsalind Höfum fengið i einkasölu í
smíðum vel skipulögð 114 fm parhús auk
31 fm bílskúrs. Frábær staðsetning, gott
skipulag og útsýni. Teikningar og upplýs-
ingar á skrifstofu aðeins hér á Fróni
Húsalind Höfum fengið í einkasöliu
um 104 fm 4ra herb. íbúðir í fjórbýlishúsi.
Sérinngangur er i þær allar og verður
þeim skilað fullbúnum að utan sem innan
án gólfefna. Sérþvottaherb. og sólríkar
svalir í suður. Aðeins upplýsingar hér á
Fróni.
ÍT'! ii
't;
Holtsbúð Gab. 2-3 íbúða hús
! 312 fm einbýli sem er í dag skipt I hæð
148 fm + 48 fm bílskúr og ibúð á jarðhæð +
studioíbúð 116 fm. Upplagt sem 2ja ibúða
hús ásamt gestastudio eða til útleigu.
Seltjarnarnes 174 fm hús á einni
hæð ásamt 32 fm bílskúr. Öll gólfefni, hurð-
ir og eldhús nýtt. 5 svefnherb. Stórar stofur,
arinn og fl. Áhv. 4,0 millj. Húsnst 0372
arhús
Grafarvogur Fallegt parhús á róleg-
um stað með sérlega vönduðum innrétt-
ingum og innbyggðum bílskúr. Stutt í alla
þjónustu. Góður sólskáli og rúmgóð
svefnherbergi. Skipti á 4ra herb. íbúð í
Hvassaleiti eða Háaleiti koma til greina.
Utb. 4,5 millj. Hagstæð lán. 9000
Suðurhlíðar Reykjavíkur. Vorum
að fá á söluskrá mjög vandað og gott 280
fm parhús i suðurtilíðum Reykjavíkur. Auka-
íbúð I kjallara. Áhvilandi 6,7millj. 0477
Eyjabakki 89 fm góð íbúð á 1 hæð,
þvottahús innan íbúðar, suðursvalir og
frábær leikaðstaða fyrir börn. Hús_ og
sameign viðgerð á kostnað seljanda. Áhv.
4,3 millj. Verð kr. 6,9 millj. 0478
Landsbyggðin
REYKHÓLAR 115 fm hús sem gæti
hentað félagasamtökum eða fyrirtækjum
sem orlofshús. Áhvíl. hagstæð lán. 0365
HÓtel Djúpavík Paradís á jörð. Um er að ræða allsér-
stætt 26 manna hótel með matsal ofl. Gott verksmiðjuhús frá
síldarárunum fylgir með. Umhverfi hvergi eins í veröldinni. Ým-
is afþreying. Góð langtímalán fylgja.
Mikil ásókn
París.
MIKIÐ framboð er á glæsilegum
endurbættum húseignum í Mið-Evr-
ópu og eftirspurn er einnig mikil.
Viðskipti eru því lífleg að sögn
blaðsins Intemational Herald Tri-
bune
Framboðið verður sífellt fjöl-
breyttara og er óvíða eins mikið og í
Hamborg. Þar eru í boði mjög dýr
og glæsileg einbýlishús í framúr-
stefnu- og Jugendstíl og auk þeirra
margar byggingar, sem endurbætur
hafa verið gerðar á, aðallega verk-
smiðjur og vörugeymslur við höfn-
ina.
Að sögn Alfons Metzgers, yfir-
manns fasteignafyrirtækis í Vín,
verða litlar breytingar á markaði
íyrir lúxushúsnæði í Mið-Evrópu.
Sömu tilhneigingar gæti á markaðn-
um ár eftir ár; ásókn sé í glæsilegar
fasteignir.
í glæsilegar
Mið-Evrópu
Metzger segir að vaxandi framboð
á fasteignum sýni að fjármál í opin-
bera geiranum og hjá einkaaðilum
séu enn í ólestri í mörgum tilvikum.
Hann segir að seljendur lúxus-
húsnæðis séu oft borgarstjórnir í
leit að skjótfengnum gróða til að
bæta fjárhagsstöðu sína. Einnig geti
verið um að ræða arkitekta og at-
hafnamenn, sem neyðist til að afla
fjármagns til að bjarga sér úr
skuldasúpu með því að selja hús sín.
I Hamborg hefur verið tilkynnt að
endurbætur á fasteignum muni fara
fram á 100 hektara svæði í hafnar-
hverfinu og á að breyta þeim í lúxus-
íbúðir, skrifstofur, miðstöðvar ferða-
þjónustu og verslanir.
Þéttbýli er mikið í Þýskalandi,
Sviss og Austurríki og þar ríkja
strangar reglur um byggðaskipulag.
I tveimur síðarnefndu löndunum eru
reistar skorður við því að útlending-
ar eignist húsnæði.
Endurbygging borgarhverfa er
því eini möguleikinn til að tryggja
framboð á nýjum lúxusfasteignum. I
Hamborg hefur komið í ljós að end-
urbyggðar byggingar falla mjög í
kramið hjá voldugustu kaupendun-
um og leigendunum á markaðnum,
hugbúnaðar- og miðlunarfyrirtækj-
um og bókhalds- og lögfræðistofum.
Fátt vekur eins mikla athygh þeg-
ar komið er til Hamborgar að reisu-
legar byggingar frá dögum iðnbylt-
ingarinnar hafa orðið aðsetur há-
tæknifyrirtækja. Tölvur og fullkom-
in fjarskiptatæki sóma sér vel í hin-
um gömlu byggingum þar sem hátt
er til lofts og vítt til veggja.
Raunar skýra hagnýtar ástæður
vinsældir hinna endurbættu bygg-
inga - þær eru mjög rúmgóðar og
þola mikið álag. „Engu er líkara en
að þessar verksmiðjur og vöru-
geymslur frá 19. öld hafi verið
byggðar með síðari hluta 20. aldar í
huga,“ segir Manfred Schárf, kunn-
ur arkitekt í Worms.