Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 B 3 DAUNILLA rósin við Columbus Avenue. ÞAÐ er hvítlaukur í ísnuin! Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Hanna Katrín pott og látið sjóða. Takið þá pottinn af hellunni. Þeytið saman sykur og eggjarauður. Hellið mjólkurblöndunni rólega í eggjaþeyt- una og hrærið stöðugt í á meðan. Setjið blönduna aft- ur á helluna og hrærið stanslaust yf- ir vægum hita þar til blandan þykknar (tekur svona 10-15 mínútur). Kælið blönduna í ísbaði og bætið þeyttum rjóm- anum út í. Frystið. Að lokum, það er sagt að það virki vel að tyggja lítið stein- seljubúnt eftir hvít- lauksneyslu. Það er að segja kæri mað- ur sig yfirhöfuð um líðan fólks sem ekki þykir hvítlaukslykt góð. fyllist matarfíkn og aðra sem eru vinnusjúkir, valdasjúkir eða spila- sjúkir. Enn aðrir ánetjast fjárhættu- spilum eða kynlífi." Glfmt við reiðlna Reiði er eitt af sjúkdómseinkenn- um alkóhólisma að sögn Pálma og við hana hefur hann þurft að glíma í mörg herrans ár. Fyrir nokkrum ár- um byrjaði Pálmi að hugleiða og hann kynnti sér bókmenntir nýald- arsinna, m.a. Celestine handritin, sem fjallar um innsæi og að læra að þekkja sjálfan sig. „Með hugleiðslu fékk ég að vita að ég ætti erindi norður í land, nánai- tiltekið að Þeistareykjum, sem er eyðibýli sunnan Reykja- heiðar, en þangað hef ég komið einu sinni áður. Ég kvaddi því eiginkonu mína og dæturnar tvær og hélt til íslands. Eftir að hafa þrammað um í óbyggðum í tvo daga án þess að hitta nokkurn mann, var allt í einu sem reiðin blossaði upp í mér. Ég var búinn að loka hana lengi inni, dauð- hræddur um að gera eitt- hvað illt af mér ef hún brytist út. Það má ímynda sér að reiðin hafi verið í stálhjúp sem allt í einu sprakk. Á þessu andartaki, einn uppi á fjöllum, leyfði ég mér í fyrsta skipti á ævinni að verða reiður. Ég varð al- veg brjálaður, barði í hraunið, hróp- aði, öskraði og æpti, en sem betur fer heyrði enginn í mér nema rjúp- urnar. Eftir stundarkorn, um það bil fimmtán mínútur, var eins og reiðin rynni af mér og allt féll í ljúfa löð.“ Pálmi telur slíkar öræfaferðir vera algjört neyðarúrræði og ekki fyrir hvern sem er. „FJjótlegast og best væri náttúrulega að fá útrás inni í stofu heima hjá sér en sumir eru svo Ég varð alveg brjálaður, barði í hraun- ið, hrópaði, öskraði og æpti, en sem betur fer heyrði enginn í mér nema rjúpurnar. illa skemmdir að eitthvað í líkingu við þetta þarf til. Á öræfum getur maður ekki flúið sjálfan sig, til dæmis með því að horfa á sjónvarpið, fá sér dóp, borða eitthvað eða hringja í vinina.“ Pálmi er sífellt að leita nýrra leiða íyrir skjólstæðinga sína sem hafa lokið meðferð en eiga í vandræðum með tilfinningar sínar. Hann segir að svona óbyggðaferð gæti hugsanlega hentað þeim. Það er þvi aldrei að vita nema hann skipuleggi svipaðar ferðir fyrir þá til íslands næsta sumar. Bók um sársaukann í haust kemur væntanlega út bók eftir Pálma sem hann nefnir Sárs- auki og fjallar um alkó- hólisma og starf hans sem meðferðarráðgjafi undanfarin fimmtán ár. Ásamt fjölskyldu sinni hefur Pálmi hreiðrað um sig í litlum bæ, Karise, sem liggur um 60 km norður af Kaupmanna- höfn. Þar hefur hann komið á fót lítilli stofnun sem nefnist Isama og er upplýsingabanki og þró- unarmiðstöð fyrir fólk sem er að kljást við eigin tilfinningar. „Hjá mörgum byija vandamálin fyrst eftir meðferðina, þegar blákaldur veruleikinn blasir við. Otal tilfinningaflækjur koma upp á yfir- borðið sem nauðsynlegt er að leysa úr svo unnt sé að lifa eðlilegu lífi. Það er nú einu sinni þannig að surnir þurfa að ganga í gegnum ýmsar þrengingar áður en þeir ná til fyrirheitna lands- ins, líkt og Móses í eyðimörkinni forð- um. Það land getur eins verið maður sjálfur. Smám saman læri ég að þekkja sjálfan mig og í leiðinni hjálpa ég öðrum við eigin sjálfsskoðun. Mik- ilvægast af öllu í lífinu er þó að vera sáttur við sjálfan sig og að sætta sig við það sem ekki fæst breytt.“ PEYSUJAKKAR í Chanel-stíl. Hönnuður Karl Lagerfeld. Haldgóð hönnun TÍSKAN er sannarlega breyting- um háð, hönnuðir þurfa að sýna hugkvæmni í verki til að geta stöðugt boðið upp á eitthvað nýtt. Hönnuðir í fremstu röð sýna afrakstur vinnu sinnar í það minnsta tvisvar á ári. Það er ær- inn starfi. Stöku sinnum verða kúvendingar á þessu sviði, eink- um þegar pilsfaldurinn færist upp eða niður, eftir einhverjum óútskýrðum lögmálum, með vissu millibili. Fyrir 70 árum, árið 1927, kynnti franski hönnuðurinn Coco Chanel sinn „Chanel“ jakka og það sem meira er, jakkinn sá hef- ur haldið sínu gildi og verið í tfsku allar götur siðan. Það hlýt- ur að vera heimsmet í endingu. Eftir lát Coco Chanel tóku aðr- ir við tískuhúsinu, síðast hefur Karl Lagerfeld séð um að halda hefðinni við. Smávægilegar breytingar koma fram við og við, en aðallína jakkans hefur alltaf haldið sér. TÍSKUHÖNNUÐURINN Coco Chanel, myndin er tekin árið 1960. Peysujakkarnir á myndunum sem hér fylgja með, eru hönnun Karls Lagerfeld, framlag hans til tískunnar á komandi vetri, fýrir tískuhús Chanel. Það er óhætt að segja að ekki sjást ellimerki á frumhönnun Coco Chanel, þótt hún hafí verið gerð fyrir 70 árum. Hún getur allt eins átt eftir að endast önnur 70 ár, ef ekki lengur. PEYSUSETT í Chanel-stíl hannað af Karl Lag- erfeld, vetrarflfkur 1979-1980. 'jBnoe láútS a: 9 .* • 9 # • I • • s *« * • » • ••••«•• i/\Yi> «•#••••••#feV #••••••##* ér L- • * • ♦ * ♦ ♦ ###■ afiiæiniá práfaá L)W U n i i j 'sOiUUiL- Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavfk • Sími: 581 4670 Umboðsaðilar um allt land Akranes: Versl. Perla • Borgarnes: Rafstofan Ólafsvík: Litabúðin • Stykkishólmur: Heimahornið Patreksfjörður: Ástubúð • ísafjörður: Þjótur sf. Drangsnos: Kf. Steingrimsfj. • Hólmavík: Kf. Steingrlmsfj, Hvammstangi: Kf. V-Húnv. • Blönduós: Kf. Húnvetninga Sauðárkrökur: Hegri • Sigluf jörður: Apótek Siglufjarðar Ólafsf jörður: Versl. Valberg Akureyri: Versl. Vaggan, Sportver Húsavík: Kf. Pingeyinga • Egilsstaðir: Kf. Héraðsbúa Neskaupsstaður: Lækurinn • Eskifjörður: Esklkjör Höfn: Verslunin Lðnið • Hvoisvöllur: Kf. Árnesinga Þorlókshöfn: Rás hf. • Vestmannaeyjar: Tölvubær Garóur: Raflagnavlnnust. Sigurðar Ingvarssonar Keflavlk: Bústoð • Grindavik: Versl. Palóma Reykjavík: Bamaheimur, Fatabúðin, Húsgagnahöllin, Marco, Versl. Hjólið (Eiðistorgi)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.