Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 B 7 PAGLEGT LÍF FANNEY KRISTBJARNARDÓTTIR «wsiíí£238 w ** ^2£m?wv5S*2#»«iiu ú's-;, fr»«2Bi5aga» ' íi#f ** -C«, ‘feSiSs: Tölvan gerði þetta allt mögulegt Myndavélar fyrir tölvuáhugafólk nokkuð víða stöðum og virðist verð á þeim yfirleitt vera í samræmi við gæði. Odýrustu myndavélarnar kosta rúmar 20.000 krónur. Vilji menn hins vegar fá myndir sem hægt er að prenta út á ljósmynda- prentara getur verð myndavélanna farið allt upp í tvær milljónir. I»að er því ijóst að safnarar, listaverka- salar og aðrir sem vilja prenta út góðar myndir verða að kosta þónokkru til. Ef eingöngu á að nota myndina í tölvutæku formi, t.d. á alnetinu eða í sýnitölvu, er hins vegar hægt að notast við myndavél sem kostar um 100.000 krónur. Einnig eru á markaðnum forrit sem gera fólki mögulegt að laga myndir sem komnar eru á stafrænt form og jafnvel breyta þeim. Yfirleitt fylgir þannig forrit með vönduðum stafrænum mynda- vélum. Venjulegar myndir á tölvutækt form Einnig er hægt að skanna venju- legar myndir inn á tölvutækt form. í framköllunarþjónustum er nú víða hægt að fá myndir skannaðar inn á tölvudisk, geisladisk eða beint inn á alnetið. Einnig eru á markaðnum myndsjár sem gera fólki kleift að gera þetta heima. Einfaldar myndsjár kosta u.þ.b. 25.000 krónur en flóknari filmu- sjár allt að 500.000 krónum. í flest- um þessara myndsjáa má einnig lagfæra myndir eða breyta þeim áður en þær eru prentaðar út. Samkvæmt upplýsingum Matthí- asar Jóhannssonar, sölustjóra hjá Hans Petersen, er eftirspurn eftir þessum vörum og þjónustu stöðugt að aukast. Hann segir mikið um að fyrirtæki kaupi þessi tæki og búi til sín eigin flokkunarkerfi til að halda utan um varahluti, fasteignir eða hvað annað. Matthías segir ennfremur að þeir sem alist hafi upp við tölvur séu sérstaklega spenntir fyrir þessum nýjungum eu eldra fólk sem eigi fínar myndavélar og sé vant pappírnum vilji halda í gömlu aðferðirnar. „Það er tölvu- dellufólk en ekki myndadellufólk sem kaupir allt það nýjasta á þess- um markaði.“ „GÖMLU mönnunum finnst þetta nú ekki merkilegt," segir Fanney Kristbjarnardóttir um frímerkja- safn sitt. „Þeir eru allir í afbrigðum og takkastærð en ég safna í þem- um og byggi söfnin mín á því að hægt sé að segja allt með frímerkj- um.'1 Fanney safnaði frímerkjum sem barn en byrjaði ekki aftur fyiT en hún fór að fara á sýningar með eig- inmanni sínum sem safnar dönsk- um frímerkum. „Mér fundust ung- hngasöfn, þar sem safnað var eftir ákveðnum þemum, skemmtileg," segir hún. „en annars fundust mér þessar sýningar bara virkilega leiðinlegar." Það var upp úr þessu sem Fanney fór að velta því fyrir sér hvort ekki væri hægt að gera frímerkjasöfnun skemmtilegri. Hún byrjaði á að setja saman safn um íslenskar konur. Fyrst safnaði hún öllum íslenskum frímerkjum með kvennamyndum og setti þau inn í möppu ásamt upplýsingum um konumar. Smátt og smátt hef- ur svo ýmislegt bæst í safnið svo sem bréf til Halldóru Bjarnadóttur og Vigdísar Finnbogadóttur. í tilefni af lýðveldisafmælinu setti Fanney svo saman safn um son sinn sem fæddur er 17. júní. í því safni fléttar hún saman sögu hans og lýðveldisins og notar aðal- lega til þess 17. júní-frímerki. Þá hefur hún einnig sett saman minni söfn t.d. B-safn með frímerkjum sem sýna t.d. borg, bát og blóm og vísnasöfn sem sýna m.a. hana, krumma, hund og svín. Frímerkjasafnarar á alnetinu „Það eru til tölvuforrit til að skrá frímerkjasöfn en mér finnst óðs manns æði að ætla sér að skrá hvert einasta frímerki," segir Fanney. „Hins vegar er stórkost- leg hjálp að tölvum þegai- verið er að setja frímerki upp til sýning- ar.“ Á frímerkjasýningum eru frí- merki sett upp á blöð í stórum römmum. Það eru þessi blöð sem Fanney hannar í tölvu.“Eg var löngu búin að leggja drög að fyrsta safninu." segir hún „en kom því ekki í framkvæmd fyrr en með tölvuvæðingunni. Eg var byrjuð að vinna það í höndunum en gafst fljótlega upp. Blekið klesstist eða það kom prentvilla og þá var allt ónýtt.“ Fanney var einn af frum- kvöðlum tölvuvæðingar við uppsetningu frímerkja- safna enda er tölvuvæðing At) safnipT^-—- Morgunblaðið/Jim Smart FANNEY Kristbjarn- ardóttir blaðar í frí- merkjasafni sínu. henni kannski mikilvægari en öðrum frímerkjasöfnur- um þar sem safn hennar byggir á meiri texta en hefð- bundin frímerkjasöfn. Hún segir þó að yngra fólkið sé að taka við sér og reyndar eldra fólkið líka þótt það fari hægar af stað. Fanney segir að einnig séu frí- merkjasafnarar mikið á alnet- inu. Þeir séu þar með póstlista og fréttagrúppur auk þess sem margir séu með heimasíður. MEÐ AUGUM LANDANS Sumarsól 3 Arna Garðarsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum, Jónasi Tryggvasyni, í Seattle. Hún segir hér frá aðdráttarafli borgarinnar fyrir þær 15 milljónir ferðamanna sem koma þangað árlega. c ’ IAR byrjaði sumarið í Seattle ekki vel, var eitt af þessum vem fram yfir miðjan júlí. ✓ \ Júnímánuður frekar ] vætusamur og hita- stigið milli 16-20 C. í byrjun júlí breyttist ^ svo veðrið í blíðu, hélst þannig í nokkra daga en var svo upp og ofan þangað til um 20. júlí. Síðan hef- ur verið heitt, um 25 C. Við sem erum öðru vön kvörtum ekkert en fórum óspart á ströndina til að kæla okkur. Til Seattle og nágrennis koma 15 milljónir ferðamanna á ári, flestir frá júní til september- loka. Aðdráttarafl Seattle er landfræðileg staðsetning borg- arinnar við sjó og vötn, tignar- leg fjöll í allar áttir auk ýmissa árlegra mannfagnaða. Eitt sér- kenni borgarinnar eða „Perlan" okkar hér er bygging eða turn sem nefnist Geimnálin eða „The Space Needle“. Þessi bygging var reist árið 1962 í tilefni heimssýningar sem hér var haldin. Geimnálin er 200 metrar á hæð og af toppi hennar er hægt að virða fyrir sér borgina, sjóinn, vötnin, fjöll og firnindi í allar áttir. Árlega leggja um 8 milljónir ferðamanna leið sína í Nálina sem er staðsett í miðbæ Seattle. I miðbænum kennir ýmissa grasa og alltaf er eitthvað um að vera. Þar eru ýmiss konar leik- tæki fyrir unga sem aldna, söfn, leikvangar og stór gosbrunnur. Eitt stórskemmtilegt safn heitir „The Pacific Science Center“, þar er auðvelt að eyða mörgum klukkutímum við að reyna ýmis tæki og tól. Hægt er að láta mæla í sér blóðið, athuga styrk- leika í höndum, fara í tölvuleiki og afla sér upplýsinga um flest það sem tilheyrir eðlisfræðinni. Mjög skemmtilegt barnasafn, „Childrens Museum“, er einnig á þessu svæði. Þar eru ýmsar uppákomur sérstaklega ætlaðar börnum. Sinfóníuhljómsveit borgarinnar er líka staðsett í húsi í „Seattle Center", dagskrá hennar er með svipuðu sniði og hjá íslensku sinfóníuhljómsveit- inni, tónleikaárið frá hausti og til júníloka. Sinfóníuhljómsveitin mun reyndar flytja í nýtt tón- leikahús haustið 1998. Ekki má gleyma körfuboltaliðinu „Seattle Super Sonics" sem leikur heima- leiki í íþróttahúsi sem er staðsett á þessu sama svæði. Skemmtilegast er þó að koma í miðbæinn á góðviðrisdögum að sumri til og njóta þess að vera úti og horfa á mannlífið. Þá dregur geysistór gosbx-unnur að sér böm og fullorðna. Tónlistin leikur stórt hlutverk og 50 vatnsbunur gjósa mishátt upp í loftið í takt við hana og kæla við- stadda ef þeir hætta sér of nærri. Það gera reyndar flestir þegar hitinn er yfir 25 C. Ef manni leiðist svo leikurinn er hægt að taka „Monorail", sem er lítil lest, stutta vegalegnd um 3 km og drífa sig á annan mjög vinsælan ferðamannastað en það er „Pike Placé Market". Á þess- um markaði, sem var upphaflega fiskmarkaður, er margt að sjá. Fólk selur þar góðan fisk, úrval- ið jafnast næstum á við það sem þekkist frá Islandi. Þar er líka selt ferskt grænmeti, ávextir, af- skorin blóm og mikið af handunnum vönim frá ýmsum stöðum í fylkinu. Sumir fisksal- arnir halda hálfgerða sýningu þegar viðskiptavinir koma ná- lægt, gala og góla og henda fisk- inum á milli sín og gera létt grín að viðskiptavininum í leiðinni. Voða hressir drengir. Annað sem ferðamenn gera gjarnan þegar þeir eru staddir hér er að fara í siglingar, bæði á vötnunum og út á sjó. Sjói-inn liggur að borginni vestanverðri en vatnið að henni austanverðri. I boði era bæði dag- og kvöld- siglingu, hægt er snæða kvöld- verð um borð og fá sér snúning. I vatnasiglingum (frá „Lake Union“ og yfir í „Lake Was- hington") er gjaman siglt upp að húsi Bills Gates, stofnanda Microsoft, sem líkist frekar heilu Jxoi-pi en einu húsi. Eins og áður hefur komið fram er þetta rík- asti maður heims, a.m.k. að ver- aldlegum gæðum. Þá er einnig siglt fram hjá flothúsinu sem var notað við upptökur á kvikmynd- inni „Sleepless in Seattle." Þeir sem velja sér ferð frá vatni og út á sjó eru svo heppnir að fara gegnum skipastigann í Ballarð „Hiram Chittenden Locks“. Það er sérstök upplifun að fara frá einum stað á annan á báti þar sem um slíkan hæðar- mismun er að ræða. Eins er líka skemmtilegt að horfa á bátana fara um stigann og sjá hvernig þetta virkar allt saman. Þeir sem hafa áhuga á lista- söfnum hafa úr mörgu að velja en ég verð að játa að ég varð fyr- ir vonbrigðum með „Seattle Art Museum", kannski af því að maður er vanur því að sjá heims- fræg listaverk í söfnum Evrópu en hér er allt önnur list til sýnis. Hún tengist sögu indjána og einnig þeim heimi sem er hinum megin Kyrrahafsins, í Asíu. í Seattle er töluvert af galleríum sem hafa mismunandi sýningar á mismunandi tímum ársins, og flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Svo er líka hægt að vera bara latur ferðamaður, fara í garða og á strendur, liggja þar og njóta þess að þurfa ekki að gera neitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.