Morgunblaðið - 10.08.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1997 C 3 „ _ ,. , , Morgunblaðið/Jón Eiríksson atnsness. Skagastrond er í baksyn. Bjargi Morgunblaðið/hke tti og Ásdísi móður hans nu við Bjarg árið 1974. dór Pétursson sem sýna atburði og tilvitn- anir úr sögunni. Bjarg dregur nafn sitt af Berginu, sem er jökul- sorfinn klapparkollur. Þaðan sést til Eiríks- jökuls í suðri, Geld- ingafells og Trölla- kirkju í vestri. Einnig blasir við sveitin öll og Strandaíjöll í norðri. Hinn 24. ágúst verð- ur haldin Grettishátíð á Bjargi með krafta- keppni, grillveislu og gönguferð. hneigð“ Húnvetninga sé falin í mikilli sjálfsbjargarviðleitni. Þá voru Húnvetningar frábitnir allri meðalmennsku og „þótti enginn merkilegur nema hann hefði mann- kosti til þess að rísa undir töluverð- ur brestum“, segir í bók Jónasar Sveinssonar læknis, Er ekki lífíð dásamlegt? „Ekki var allt eingöngu neikvætt og fíngralangt sem þessi sjálfs- bjargamðleitni leiddi af sér því á árum áður komu hlutfallslega flest- ir menntamenn, sérstaklega lækn- ar, úr Húnavatnssýslu." Kormákur og Skáld-Rósa í Miðfirði eru margir sögustaðir enda er fjörðurinn aðal sögusvið Grettissögu, Þórðarsögu, Kor- mákssögu og Bandamannasögu. Fremst í Vesturárdal er bærinn Efri-Núpur, sem getið er í Kor- mákssögu. Kormákur og verkstjóri hans ætluðu á fjall að leita sauða og gistu á Núpi. Þar hófust kynni Kormáks og Steingerðar frá Tungu svo ekki varð af því að hann færi í göngurnar. Sat hann þess í stað að tafli með Steingerði og kvað henni ástarljóð sem enn er vitnað til. Efri-Núpur var jafnframt áning- arstaður alþýðuskáldsins Vatns- enda-Rósu Guðmundsdóttur sem kom árið 1855 ásamt hópi fólks á leið suður yfir heiðar. Veiktist hún af lungnabólgu og lést og var í kjöl- farið jarðsett í kirkjugarðinum á Núpi. Árið 1965 lét Kvennabandið í sýslunni setja veglegan stein á leiði hennar. Sé ekið gegnum Austurárdal liggur vegur alla leið upp á Arnar- vatnsheiði. Vötnin og ár sem frá þeim renna eru full af silungi og nýlega var farið að bjóða dagsferð- ir með leiðsögn og veiðileyfí upp á heiðina. Arnarvatnsheiði liggur 4- 600 metra yfir sjávarmáli og ein- kennist, auk vatna, af óteljandi jök- ulurðum, ásum, hæðum, flóum, mýrum, móum, melahryggjum og FERÐALOG Sagnabrunnur á lllugastöðum ILLUGASTAÐIR erú einn helsti sögustaður Vatnsness á sfðustu öld. Þar bjó læknir- inn og kvennagullið Natan Ketilsson (1795-1828) þar til hann var myrtur í rúmi sínu ásamt Pétri Jónssyni saka- manni að kvöldi 13. mars. Meðal ástkvenna Natans var Vatnsenda-Rósa, sem átti með honum dótturina Þórönnu Rósu. Rósa.átti líka dótturina Pálínu Melanlínu. Hún var ráðskona Páls Melsteð en var drifin í hjónaband með smiði nokkrum, Ólafi Ásmundssyni, þegar uppgötvaðist að hún væri með barni. Önnur ástkona Natans var Agnes Magnúsdóttir sem ráðin var að Illugastöðum. Agnes var fögur og greind og gerði sér vonir um að verða bústýra og eiginkona Natans. Þess í stað setti hann Sigríði Guð- mundsdóttur, 15 ára stúlku, bústýru. Nat- an veitti Sigríði einnig meiri athygli og sýndi blíðuhót og þóttist Agnes illa svik- in. Friðrik Sigurðsson frá Katadal á Vatnsnesi var hrifinn af Sigríði og þótti ófyrirleitinn og hefnigjarn. Gerði hin af- brýðisama Agnes allt sem í hennar valdi stóð til þess að koma þeim saman og etja gegn Natan. Að kvöldi hins 13. mars hafði hatrið magnast svo að þremenning- arnir létu til skarar skríða, myrtu Natan og Pétur, kveiktu í líkunum og brenndu bæinn til þess að reyna að hylja verksum- merkin. Sem ekki tókst. Böðull gegn vilja sínum Agnes og Friðrik voru dæmd til lífláts en Sigríður til ævilangrar fangelsisvistar í Kaupmannahöfn. Aftakan var gerð árið 1830 og var jafnframt sú síðasta á ís- landi. Bróðir Natans, Guðmundur Ketils- son, var þvingaður til þess að taka að sér hlutverk böðulsins og voru líkin dysjuð en höfuðin sett á stöng. Um 100 árum síð- ar gerðu Agnes og Friðrik vart við sig gegnum miðil og óskuðu þess að hvíla í vígðri mold. Fór svo að bein þeirra voru grafín upp með leyfi biskups og jarðsett við Tjörn á Vatnsnesi í júní árið 1934. .. Morgunblaðið/hke AUÐBJORG og Píla telja ekki eftir sér að lóðsa ókunnuga um Illugastaði. Guðmundur Ketilsson tók við búi Natans á Illugastöðum. Yfir ætt hans og Friðriks frá Katadal hvfldi lengi skuggi vegna atburðanna en þær tengdust sfðan þegar barnabarn Guðmundar og bróður- sonur Friðriks giftust. Guðmundur var langalangafi Auðbjargar Guðmundsdótt- ur, sem í dag býr á Illugastöðum, og er hún því bæði tengd hinum myrta og þeim sem ódæðið framdi. Auðbjörg og Píla Sá sem á leið um Vatnsnesið getur ekki Iátið hjá lfða að koma við á bænum. Húsfreyjan Auðbjörg tekur höfðinglega á móti gestum, sýnir bæinn og nánasta umhverfi og segir söguna af Natan og örlögum hans. Á Illugastöðum er æðar- varp og því blasa við gestum ótal fugla- hræður í skrautlegum flíkum, sem þjóna þeim tilgangi að fæla burtu tófu og aðra óboðna. Skammt frá húsi Auðbjargar er gamlá bæjarstæðið og þaðan má fikra sig eftir ströndinni og út í sker þegar fjarar, þar sem rústir smiðju Natans standa eftir. Auk sagnabrunnsins á Auðbjörg safn gamalla muna, egg, uppstoppaða fugla og 115 ára gamalt hvaleyra og svo má auðvitað heilsa upp á tíkina Pflu. Hestaferðir fyrir hvern sem er FRÁ hestaleigunni Galtanesi í Víðidal er hægt að fara stuttar ferðir, 3-7 klukkustund- ir, um nágrennið, til dæmis að Kolugljúfri og Borgarvirki. I Galtanesi eru 30 hestar á járn- um og 15 sem henta hveijum sem er, að sögn Elínar Irisar Jónasdóttur, húsfreyju og hestakonu. Greinarhöfundur átti því láni að fagna að sitja Jóney, og get- ur fullyrt að hestarnir í Galta- nesi kippa sér ekki upp við smámuni. Riðið var meðfram og yfir Víðidalsá að laxastiga í Filjá og túrinn farinn í fylgd Elínar og dóttur hennar Guð- rúnar Óskar, sem fóru vinsam- legum orðum um reiðlag gest- arins þegar heim var komið. Sá hinn sami ofmetnaðist auðvitað, festi annan fótinn í fstaðinu og datt beint á bakið. Við hesthúsdymar. Ekki minnkaði vinsemd gestgjafanna við það, sem lofuðu að segja engum frá. Jóney tók sér líka tíma til þess að gæta þess hvað hent hefði hinn lánlausa knapa. Óliætt er því að fullyrða að þessar ferðir henti hveijum sem er. Að sögn Elmar er vinsælt að ríða í Borgarvirki sem fyrr er getið, 10-15 metra háa klettaborg, sem rís upp af ás- unum milli Vesturhóps og Víðidals og sést víða að. Frá Borgarvirki er skemmtileg reið- og gönguleið norður í Ásbjarnarnes og norður Nesbjörg. Þá segir Elín ferðir yfir Hópið sífellt vinsælli vegna fagurs landlags og mis- munandi aðstæðna. Hópið er stöðuvatn inn af Húnafirði og liggur á mörkum sýslnanna. Þar gætir bæði flóðs og fjöru og nær vatnið upp í miðja síðu á 1,5-2 kflómetra kafla. Einnig er riðið yfir sand- hóla, segir Elín að lokum. HESTALEIGAN í Galtanesi býður upp á stutta reiðtúra um sýsluna. Morgunblaðið/hke ELÍN íris húsfreyja og hestakona við laxastigann í Fitjá með Snotru. mosaþembum. Víða er mikið um fjallagrös enda var þar mikil gras- tekja áður. Þar er einnig mikið fuglalíf; gæsir, álftir og fjölmargir mó- og vaðfuglar. Amarvatnsheiði er stærsta ósnerta mýrlendissvæði Evrópu en. landið meðfram vötnunum er vel þurrt og því einnig vel fallið til gönguferða. Frá heiðinni sést til Eiríks- og Langjökuls og á bakaleiðinni niður í Miðfjörð blasir við sýn til sjö sýslna; frá Langjökli í suðri til Strandafjalla í norðri og frá Trölla- kirkju í vestri til Mælifells í austri. Norðan bæjannarka Hvamms- tanga hefst hinn eiginlegi Vatns- neshringur. Marga áhugaverða og. fallega skoðunarstaði ber fyrir augu á leiðinni, til dæmis. Skarðsvita og eyðibýlið Skarð. I fjörunni fyrir neðan bæinn er líka vatnsmikill hver. Einnig má nefna skilarétt bændanna á Vatnsnesi, Hamarsrétt, sem staðsett er í fjöruborðinu, og einn helsta sögu- stað sýslunnar og landsins alls á síðustu öld, Illugastaði, þar sem Natan Ketilsson bjó síðustu æviár sín. Hvítserkur og Bani Auk þessa má nefna skeifulaga vík á norðurtá Vatnsness, Hindis- vík, þar sem séra Sigurður Nor- land bjó, en hann þjónaði Tjarnar-- prestakalli frá 1923 til 1955. Sig- urður þótti sérkennilegur gáfu- maður, málagarpur mikill, og sótti Háskóla íslands um áttrætt til þess að endurhæfa sig í grísku og hebresku. I Hindisvík voru á sínum tíma góð hlunnindi; selalátur, æðarvarp, útræði og reki. Selirnir í Hindisvík þykja óvenju spakir, þar eð látrið var friðlýst í tíð séra Sigurðar, löngu áður en slíkt varð algengt. Einn sérstæðasti klettadrangur landsins, Hvítserkur, rís um 15 metra hár í flæðarmálinu þegar' farið er fyrir Vatnsnestána. Mikið af skarfí heldur sig við klettinn, sem ber þess hvítt merki, vegna fugladrits. Kletturinn er úr blá- grýti og hefur brimið sorfíð þrjú göt í helluna. Gömul saga segir að hann sé steinrunnið nátttröll sem ætlaði að grýta Þingeyrarklaustur en varð að steini áður en ætlunar- verkinu lauk. Austur undir Vatnsnesfjalli ligg- ur Vesturhóp, sumar- hlýr og gróðursæll dal-. ur, sem getur verið snjóþungur að vetrar- lagi. Það sem helst laðar ferðalanginn í Vestur- hóp er Nesbjörgin,' Borgarvirki og silungs- veiðivötnin Vesturhóps- vatn og Hópið. Einnig má nefna Illagilsfoss og klettinn Bana, þar sem smali féll fram af klett- inum í stórhríð með 100 fjár. Loks má nefna bæinn Hörgshól, aðsetur sam- nefnds Móra. I saman- tekt Sigríðai’ Gróu Þór- arinsdóttur um sögu sýslunnar1 segir að Hörgshóls-Móri hafi jafn- an ferðast í fylgd með Litluborgar- Skottu fólki til mikillar hrellingar. Hittu þau stundum aðra Móra og Skottur, sem líka vora kraftmiklir draugar og höfðu gaman af því að glettast við mannfólkið og hver við annan. Sérstaklega þótti þeim var- ið í heimsóknir Þorgeirsbola. Boli dró á eftir sér húðina, sem kunnugt er, og skemmtu draugarnir sér við að láta draga sig eftir ísilögðum Vesturhóps- og Miðfjarðarvötnum. Sé ekið eftir útvegum Vestur- hóps liggur leiðin að lokum á Vatnsenda, þai’ sem Skáld- og Vatnsenda-Rósa bjó um tíma. Rósa var þekkt fyrir glæsileika og gáfur, varð ástfangin af Páli Melsteð sýslumanni og orti: Pó að kali heitur hver hylji dalijökull ber steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.