Morgunblaðið - 10.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.1997, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR10. ÁGÚST1997 MORGUNB LAÐIÐ FERÐALÖG Lengsta skipulagða göngu- leiðin rétt við Reykjavík í sumar hefur fjöldi göngugarpa spreytt sig á Reykjaveginum, um 120 km gönguleið sem liggur um Reykjonesskogann. Fram- kvæmdir stando enn yfir og segir Pétur Rafnsson verkefnisstjóri við Hrönn Marinósdóttur að fyrirhugoð sé að komo þar upp gisti- og hreinlætisaðstöðu, en leiðinni hefur verið skipt í sjö áfonga. .REYKJ^Vík ,i; Nesjavellii Garður Hafnarfjörði Hamragil ■ “=Wiverager< Kaldársel filarvatn JS> Þorláks-'xÁ^= Reykjavegurmn Reykjanesviti aö Nesjavöllum ^ gerði 5íára-\|j Sandvík Reykjanes- viti 20 km f\ leiðinni f\ 1. Reykjanesviti - Þorbjörn 20 km 2. Þorbjörn (Bláa lónb) - Höfði 14 km 3. Höfði - Djúpavatn 14 km 4. Djúpavatn - Kaldársel 18 km 5. Kaldársel - Bláfjöll 17 km 6. Bláfjöll - Hamragil 20 km 7. Hamragil - Nesjavellir 18 km FJÖLBREYTT landsvæði umlyk- ur Reykjaveginn, nýja gönguleið sem dregur nafn sitt af hveraguf- um sem þar er víða að finna, en hluti viðkomustaða liggur um jarð- hitasvæði. Leiðin liggur um óbyggðir Reykjanesskaga, frá Reykjanesvita meðfram Reykja- nesfjallgarði alla leið að Nesja- vallavirkjun við Þingvallavatn. Framkvæmdir hófust fyrir tveim- ur árum og hefur Reykjaveginum nú verið skipt í sjö mislangar dag- leiðir, samtals um 120 km. „Reykjavegurinn er því lengsta merkta gönguleiðin á íslandi, en til samanburðar má geta þess að Laugavegurinn, sem liggur frá Landmannalaugum yfir í Þórs- mörk, er um 55 km.“ segir Pétur Rafnsson sem er formaður Ferða- málasamtaka höfuðborgarsvæðis- ins og verkefnisstjóri fram- kvæmdanefndar Reykjavegar. Tvær lengstu dagleiðimar á Reykjavegi eru um 20 km og liggja frá Sleggjubeinsdal yfir í Bláfjöll Morgunblaðið/Arnaldur PÉTUR Rafnsson er verkefnis- stjóri framkvæmdanefndar um Reykjaveginn. og frá Reykjanesvita að Þorbjam- arfelli. Stysta leiðin er um 14 km og liggur frá Leirdal yfir í Þor- bjarnarfell. Glstiaðstaða við hvern áfanga Lokið var við að stika göngu- leiðina í fyrrasumar og var verkið í höndum Björgunarsveitar Suð- urnesja og Hjálparsveitar skáta í Kópavogi, en áður hafði Hitaveita Reykjavíkur lokið við að stika Hengilsvæðið, að sögn Péturs. „Aðal gönguleiðin hefur verið merkt með bláum lit, þar eð topp- urinn á stikunum er blár, en næsta sumar er ætlunin að merkja stikur með grænum lit, þar sem sögulegar, útsýnis- eða jarðsögu- leiðir er að finna. Einnig verða merktar sérstakar flóttaleiðir svo- kallaðar, þar sem stysta leið í átt að byggð er mörkuð með rauðum stikum. Þá er einnig ætlunin að setja upp fjölda vegpresta með hagnýtum upplýsingum um við- komandi svæði.“ Gert er ráð fyrir að í framtíð- inni verði gistiaðstaða í skálum, á tjaldstæðum og að salernisaðstaða verði við hvern hinna sjö áfanga- staða. „Þeim framkvæmdum mun ljúka á næsta ári, en þá um sum- arið er m.a. fýrirhugað að reisa gistiskála við Þorbjarnarfell, Höfða og við Djúpavatn. „Hver þeirra mun hýsa um 15 manns, en ætlunin er að nýta einnig skála Hitaveitunnar í Henglinum, Reykjavíkurborg ætlar að vera okkur innanhandar með aðstöðu í Bláfjöllum og til stendur að ná sammningum við skálaeigendur í Sleggjubeinsdal. Ekki er enn ljóst hvernig staðið verður að gistingu í Kaldárseli.“ Kostnaður 17 mil|j. króna Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu og á Suðumesjum hafa séð um fjármögnun verksins, en áætlaður heildarkostnaður er um 17 millj. króna. Innifalið í þeim kostnaði er m.a. bygging skálanna sem þegar er búið að hanna og teikna en útboð hefur ekki enn far- ið fram. Á næstunni verður einnig gengið frá ráðningu rekstraraðila og segir Pétur líklegt að það starf verði í höndum ferðafélags. Ekki erfiður yfirferðar í sumar hefur Reykjavegurinn notið mildlla vinsælda ferðamanna, innlendra jafnt sem erlendra, að sögn Péturs. „Viðbrögðin hafa ver- ið mjög góð, en greinilega er mikil þörf fyrir merkta gönguleið svo nálægt höfuðborgarsvæðinu. Einnig hafa ferðaskrifstofur leitað mikið til okkar og gönguleiðarinn- ar er einnig getið í ýmsum ferða- bækhngum erlendis. „Reykjavegurinn er ekki erfiður yfirferðar þar sem hann er að mestu aflíðandi og lítið er um snar- brattar fjallshlíðar, en lengd hverrar dagleiðar er þó ívið meiri en fólk á að venjast,“ segir Pétur. „Vegurinn er einnig mjög aðgengi- legur, því hægt er að komast að honum á bíl næstum hvar sem er. Leiðin hefur að auki þann kost umfram aðrar merktar gönguleiðir í óbyggðum að hann er greiðfær frá því snemma á vorin og frameft- ir hausti.“ Ferðafélagið og Útivist hafa í sameiningu skipulagt raðgöngur um Reykjaveginn í sumar, en ferðafélögin áttu að sögn Péturs stóran þátt í að leggja veginn á sínum tíma. í fyrra gengu um 1.400 manns þar um á þeirra veg- um. í boði hafa verið dagleiðir svo og lengri ferðir, 3-4 daga, þar sem einnig er gengið um Þingvalla- svæðið. Handbók á markað f haust Kynningarbæklingur með upp- lýsingum um svæðið fæst á upp- lýsingamiðstöðvum fyrir ferða- menn, en með haustinu er væntan- leg á markað leiðsögubók um Reykjaveginn sem aðallega er skrifuð af Ara Trausta Guðmunds- syni jarðfræðingi. „Bókin á að vera handhæg í gönguferðina, en í henni verða kort af dagleiðunum af stærðinni 1:50.000. GPS-merk- ingar á stikum koma þar fram en að auki má finna ýmsar upplýsing- ar sem geta komið að góðum not- um þegar gengið er um Reykja- veginn." í glímu við bleikju ú bökkum Miðúr VOPNAÐUR veiðistöngum og hjólum, flugum, önglum, maðki, vöðlum og nesti lagði hópurinn af stað í veiðiferð. Leiðin lá í Dala- sýslu, þar sem reyna átti að fanga bleikju og vonandi lax í Miðá. Við ókum af stað úr borginni á föstudagskvöldi, í svo ausandi rigningu að rúðuþurrkumar höfðu vart undan. Veiðimenn prísuðu sig sæla að hafa fengið inni í sumar- húsi í Haukadal, svo ekki þyrfti að slá upp tjöldum í þessu rammís- lenska sumarveðri. Að vísu er veiðihús við Miðá, en þar voru okk- ur tjáð að aðrir veiðimenn væru fyrir á fleti. Þegar Brattabrekka var að baki kom í ljós að hellidemban var öll sunnan hennar. Við komum okkur fyrir í kofanum og skoðuðum kort af ánni, til að átta okkur á vænleg- um hyljum. Daginn eftir var mikill hugur í okkur, en að vísu vissum við að Miðá telst vera „síðsum- arsá“, svo ekki var nú öruggt að laxinn og ættingjar hans væru um alla á. Við vissum hins vegar líka, að undanfarm ár hafa veiðst þar nokkur hundruð bleikjur og tugir laxa. v Miðá rennur milli grasbala, sum staðar lygn og djúp, en annars staðar veltist hún í iðuköstum yfir grýttan botninn. Þægilegt er að at- hafna sig við ána, enda engir klettarnir sem klöngrast þarf um. Ánni er skipt niður í þrjú veiði- svæði og má ein stöng vera í notk- un á hverju svæði hverju sinni. Við fundum ekki hollið, sem var að veiða á móti okkur, enda kom í ljós að veiðimennimir gistu eftir allt saman ekki í veiðihúsinu, held- ur í sumarhúsi skammt frá, og höfðu sofið rækilega yfir sig. Við vildum ekki eyða dýrmætum veiði- tíma í að leita þá uppi til að skipta með okkur veiðisvæðum og byrj- uðum því að þreifa fyrir okkur á neðsta svæði árinnar. Við beittum öllum tiltækum ráð- um, flugu, maðki og spún, en ekk- ert gekk. Smám saman færðum við okkur neðar og lukum deginum frammi í ósum, þar sem átti að vera bleikjuvon. Það gekk samt hvorki né rak og við fórum heim í kofa með öngulinn í rassinum eftir fyrsta daginn. Því fór þó fjarri að við hefðum misst móðinn, enda heill dagur til stefnu. Veðrið lék líka við okkur, það var að vísu sól- arlaust, sem er ágætt í veiðiskap, en vel hlýtt. Það er akkúrat ekkert sem mælir á móti því að vappa á árbakka í Dölunum í slíku veðri, þótt enginn sé fiskurinn. Sunnudagurinn rann upp og nú byrjuðum við á miðsvæði árinnar. Um þá reynslu er fátt að segja, nema að veðrið var áfram ágætt. Fiskur sást enginn, en að vísu var nartað í maðk einu sinni eða tvisvar. Það var ekki fyrr en undir kvöldið, þegar komið var á efsta svæðið, að eitthvað fór að gerast. Þá náðist þokkaleg bleikja í hyln- um Nesodda, þar sem önnur bleikja hafði komið á land á laug- ardagsmorgninum. Ekki gaf Nesoddi þó meira í bili og nú var kortið stúderað af enn meira kappi en fyrr. Eftir kortinu fannst veiði- staðurinn Spotti, sem lætur lítið yfir sér, virtist grunnur og grýtt- ur. Þar fór þó loks að draga til tíð- VIÐ veiði í Miðá í Dölum. inda og á skömmum tíma lágu 6 feitar og fínar bleikjur í valnum, allar teknar á maðk. Seiðasleppingar síðar Lúðvík Gizurarson lögmaður er með Miðána á leigu og er þetta fyrsta sumarið hans þar, en und- anfarin ár hefur Stangveiðifélag Reykjavíkur haft ána á leigu og sér raunar enn um sölu veiðileyfa. Lúðvík sagði að það væri á lang- tímaprógrammi hjá sér að sleppa seiðum í ána, til að glæða veiði- skapinn. Lúðvík hefur reynslu af seiðasleppingum, því hann stund- aði þær í Rangánni áður fyrr og þar gáfu þær heldur betur góða raun. „Ég byrjaði nú á því með krökkunum mínum fyrir löngu. Þá vorum við með laxaseiði í brúsa, í staðinn fyrfr að vera með hornsíli í krukku eins og krakka er siður.“ Lúðvík sagði að á síðasta ári Ljósmynd/Bára hefðu náðst 48 laxar í Miðá, meðal- þungd 5,8 pund og 336 bleikjur, en áin hafði þá dalað töluvert frá t.d. 1992, þegar laxarnir voru 213 og bleikjurnar 650. Að sögn Lúðvíks hafa menn ýmsar kenningar á lofti til skýringar þessu, en hann hefur ekki þungar áhyggjur og telur sig geta glætt ána meira lífi á komandi árum. í íslensku stangveiðiárbókinni 1996 kemur m.a. fram, að í fyrra fundu veiðimenn í Miðá fyrir því að bestu veiðistaðimir frá árinu áður heyrðu sögunni til vegna mik- ils framburðar árinnar. í fyrra fékkst til dæmis ekkert í hylnum Nesodda, en áin hefur aftur breyst í sumar, því Nesoddi gaf alla vega tvær bleikjur þessa helgi sem borgarbúar skruppu í Dalina. Rngnhildur Sverrisdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.