Morgunblaðið - 10.08.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.1997, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/hke ÞÓRHILDUR Ingadóttir er starfsmaður verslunarminjasafnsins og listasmiðjunnar Gallerí Bardúsa á Hvammstanga. Margt forvitnilegra hluta er á verslunarminjasafninu. Fjársjóður sem fólki yfirsést Vestur-HúnavatnssýslQ er með gróðursælustu svæðum landsins og þar er jafnframt stærsta, ósnerta mýrlendissvæði Evrópu. Helga Kristín Einarsdóttir keyrði Vatnsneshringinn, datt af hestbaki og hlustaði á húnvetnskar drauga-, morð-, og tröllasögur. ALLTOF margir ferða- menn stoppa bara í sjoppum og bruna eftir Norðurlandsvegi án þess að gefa umhverfmu gaum. Sannleikurinn er hins vegar sá að Vestur-Húnavatnssýsla er morandi af skemmtilegu fólki og sögulegum og landfræðilegum ger- semum, sem vert er að skoða. Vestur-Húnavatnssýsla er vest- asti hluti Norðurlands, um 2.580 km að flatarmáli, og afmarkast af Hrútafírði og Hrútafjarðará að vestan, Stórasandi og Gljúfurá að austan og vatnaskilum Arnarvatns- heiði og TVídægru að sunnan. Héraðið liggur inn af Húnaflóa, en inn af honum ganga þrír firðir, það er Hrútafjörður vestast, Mið- fjörður, og Húnafjörður austast. Helstu þéttbýlisstaðir eru Hvammstangi og Laugabakki en einnig hafa myndast byggðar- kjarnar við ýmsa þjónustustaði í dreifbýlinu, svo sem Staðarskála, þar sem er nýtt og þægilegt gisti- hús, Reykjaskóla, Þorfinnsstaði og Víðigerði. Áhugaverðar akst- ursleiðir eru til dæmis Vatnsnes- hringurinn, um 100 kílómetrar, Miðfjarðarhringurinn, um 34 kíló- metrar, og Víðidalshringurinn, sem er um 10 kílómetrar. Húnaþingi var skipt í Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu árið 1907 en telst þó eitt lögsagnarumdæmi. Vesturhlutinn er eitt gróður- sælasta svæði landsins og þar eru grösugar engjar og vel gróin heiða- lönd. Aðalbúskapur í sýslunni er sauðfjár- og hrossarækt og því ekki mikið um skóglendi, þótt skógrækt á afmörkuðum svæðum fari vaxandi. Ströndin er láglend fyrir utan Vatnsnesið og hæstu fjöll eru Þrælsfell, 908 metrar, og Krossdalskúla, sem er 980 metrar. Landið er mjög mótað af jöklum og jökulruðningum ísaldar. I sýslunni er einnig mikið vatna- svæði og óvíða finnst eins mikið af fengsælum veiðivötnum og ám. Óteljandi vötn Amarvatnsheiði til- heyra sýslunni og þá er fjöldi stöðuvatna á heiðum og hálsum í byggð. Helstu laxveiðiár eru Hrútafjarðará, Síká, Miðfjarðará, Fitjá og Víðidalsá og jarðhiti er einnig mikill við hveraborg á Tví- dægru, Reykjaskóla í Hrútafirði, Reyki og Laugabakka í Miðfirði og Skarð á Vatnsnesi. Greiðasamir, gestrisnir, sjálf- bjarga og þjófóttir Húnvetningar voru álitnir bæði greiðasamir og gestrisnir í fyrnd- inni en að sama skapi þjófóttir og ekki mjög hallir undir yfirvald. „Aljiekktur er húnvetnski sauða- þjófurinn," segir i samantekt Sig- ríðar Gróu Þórarinsdóttur, „og all- víða var stundað heimabrugg á bannárunum. » Einhverju sinni gagnrýndi dómsmálaráðuneytið Boga Brynjólfsson sýslumann fyrir linkind við bruggara og vildi að þeir yrðu allir sendir suður í tukt- húsið. „Getið þið tekið við öllum Húnvetningum?" spurði sýslumað- ur þá.“ Sigríður heldur áfram og segir að skýringin á þessari „glæpa- FERÐALÖG HINDISVIK á norðurtá V Grettir sterki á JÓN Haukdal Krisfjánsson safnvörður við há- karlaskipið Ófeig í athyglisverðu byggðasafni á Reykjum. Skipið er hið eina sinnar tegund- ar sem varðveist hefur á landinu. VÖTN og ár á Arnarvatnsheiði eru full af silungi. SKOÐANIR manna á Gretti sterka Ás- mundssyni eru misjafn- ar og til eru þeir sem telja hann með verstu Qöldamorðingjum Is- landssögunnar. Einnig er talið hugsanlegt að hann hafi þjáðst af geðklofa. Bærinn Bjarg í Mið- firði er tengdur Grett- issögu órjúfanlegum böndum því þar fædd- ist Grettir og ólst upp. Ofan túns á Bjargi er Grettistak, stór steinn sem hvflir á klöpp en íjöldi örnefna í Húna- þingi og Skagafirði minnir á tilvist hans. Fleiri dæmi nefnir Karl Sigurgeirsson, sem líka fæddist á Bjargi, svo sem Grettishaf, stóran stein á Ilrútafjarðar- hálsi, Grettistanga við Arnarvatn, Grettis- höfða, skammt norðan tangans, Grettishæð á Stórasandi, Grettisbæli á suðurenda Drangeyj- ar, Grettisbrunn, vatns- ból í bergi Drangeyjar og Grettislaug að Reykjum á Reykja- strönd. Sakamenn lögðust út á Arnarvatnsheiði á tímum Grettis og sjálf- ur dvaldist Grettir þar í mörg ár, eins og sag- an segir. Ljóst er að Grettir hefur að minnsta kosti talist ódæll mjög og um síðir náðu óvildarmenn til hans. Segir sagan að höfuð Grettis hafi ver- ið höggvið af og það MINNISVARÐI um Grei var afhjúpaður á Bergi fært móður hans Ás- dfsi, sem harmi slegin á að hafa grafíð það í túninu heima á Bjargi. Þúfa sú er friðlýst og kallast Grettisþúfa. QrettishátfA Skammt frá Bjargi er Bergið þar sem reistur var ferstrendur stuðlabergsdrangur til minnis um Ásdísi. Minnisvarðinn var af- hjúpaður á þjóðhátíð 1974 og á hlið hans eru lágmyndir eftir Hall-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.