Morgunblaðið - 10.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.1997, Blaðsíða 1
Samvinnuferðir-Landsýn Fjöldi golfferða með haustinu NÚ fara kylfíngar að huga að því hvemig þeir geti lengt golftímabil- ið í ár. Samvinnuferðir-Landsýn eru með fjölbreyttar golfferðir í boði fyrir kylfinga og fjölskyldur þeirra. Farið verður til Irlands, Spánar, Mæjorka, Portúgal, Flórída og Tælands. Hinn 4.-7. september verður far- ið til írlands og dvalið í Enniscorthy, í um tveggja tíma akstur frá Dublin. Á sama tíma, 4.-7. september verður farið til Villamartin á Spáni | þar sem fjöldi fallegra golfvalla er steinsnar frá gististaðnum. Hinn 30. september til 7. októ- ber verður farið til Mallorca. Gist verður á íbúðarhóteli í Cala d’Or og leikið golf á völlum í nágrenn- inu. Hinn 30 sept.-7 okt. verður líka farið til Albufeira í Portúgal. Skemmtisigling Þrjár ferðir eru í boði til Flórída í haust. Fyrsta ferðin er í þrjár vikur, frá 12. október til 3. nóvem- ber, og verður dvalið á Poinciana golfsvæðinu fyrstu vikuna, en seinni tvær vikurnar í Bradenton sem stendur við Mexíkóflóann. í annarri ferðinni, dagana 20. október til 3. nóvember, verður leikið golf í nágrenni Bradenton og í þeirri þriðju og síðustu, 3.-17. nóv- ember, verður m.a. farið í skemmti- siglingu. Fyrst verður dvalið í sex daga við Álþjóðlega golfvöliinn í Orlando. Síðan verður farið í sigl- inguna og farið í land m.a á Ba- hama eyjum. Að siglingunni lokinni verður farið aftur til Orlando. Golfferð Samvinnuferða/Land- sýnar til Tælands verður í upphafi næsta árs, 9.-31. janúar. Ferða- skrifstofan hefur boðið uppá ferðir til Tælands undanfarin tvö ár og verður þessi með svipuðu sniði. Verðið á golfferðunum er mjög mismunandi, frá 23.500-148.600 kr. Hámarksfjöldi í þær er 30-40 manns að undanskildum ferðunum til Mæjorka og Portúgal. SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1997 BLAÐ C Vinsælar haustferðir til heimsborga í Evrópu og Bandaríkjunum Góðar viðtökur enda kjörin freistandi SÍMALÍNUR hafa verið rauðglóandi hjá ferðaskrifstofum undanfarna daga en um síð- ustu helgi var hafist handa við að auglýsa stuttar haustferðir til ýmissa stórborga í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Talsmenn ferðaskrif- stofa segja viðbrögð við auglýsingunum hafa verið mjög góð en mun meira sé um fyrir- spurnir og bókanir miðað við sama tíma í fyrra. Algengt virðist vera að starfsmenn fyrirtækja taki höndum saman og skelli sér í skemmti- og verslunarferðir á haustin en vinsælastar eru helgarrispurnar, frá fimmtudegi til sunnudags. Borgir á Bretlandi eru enn sem fyrr best sóttu áfangastaðir haustferðalanga en þar sem pundið hefur hækkað um 15% gagnvart krón- unni frá því í fyrra, virðist sem aukinn fjöldi fólks hafi hug á að íeggja leið sína til borga á meginlandi Evrópu, m.a. til Barcelona, Am- sterdam, Lúxemborgar og Parísar. Verð á haustferðum er hjá flestum ferða- skrifstofum svipað og í fyrra, í sumum tilfellum hefur það staðið í stað en hjá.öðrum nemur hækkunin um 5-10%. Nýlr áfangastaðlr Töluvert er um nýja áfangastaði en m.a. bjóða Heimsferðir í fyrsta sinn þriggja nátta ferðir til Parísar frá 25.000 krónum, miðað við manninn í tvíbýli. Á sama verði og í fyrra bjóða Heimsferðir ferðir til London. Þriggja nátta ferð í miðri viku kostar um 25.000 kr. á mann í tvíbýli en helgarferð er um 5.000 krónum dýr- ari. Verðin eru með flugvallarsköttum. Hjá Flugleiðum eru vinsælustu haustferð- irnar enn sem fyrr til Glasgow og London en salan hefur einnig gengið vel tíl borga á megin- landinu. „í stað þess að fara til Bretlands, hyggja fleiri á ferðir til meginlandsins meðal annars til Lúxemborgar og Amsterdam,“ segir Jóhann Gísli Jóhannsson hjá markaðsdeild Flugleiða. Ferðir þangað kosta með flugvallar- skatti frá um 30.000 kr. á mann, sé miðað við tvær nætur í tvíbýli. Sams konar ferð til Glas- gow kostar um 25.000 kr., um 33.000 kr. til London en um 35.000 kr. til Barcelona. „Breska pundið er hærra en í fyrra svo hót- elgisting á mann hefur hækkað að meðaltali um 500 krónur fyrir nóttina í Glasgow en um 800 krónur í London,“ segir Jóhann Gísli. í haust bjóða Flugleiðir pakkaferðir til Brussel en þriggja daga ferð þangað kostar um 40.000 krónur. Flogið er til Amsterdam og það- an tekin lest til Brussel. Einnig kynna Flug- leiðir í fyrsta sinn í samvinnu við bandarísk flugfélög, vikuferðir til Las Vegas og New Or- leans í Bandaríkjunum. Ferðin kostar með flugvallarskatti frá 75.000 krónum á manninn í tvíbýli. Tilboðsferðir Flugleiða tíl fimm borga í Bandaríkjunum; New York, Baltimore, Fort MorgunblaðWÁmi Sæberg ÍSLENSKIR ferðalangar leggja m.a. leið sfna til Edinborgar á haustin. Lauderdale, Orlando og Boston, hafa notið mikiila vinsælda en unnt hefur verið að fá flug- ferðir frá um 25.000 krónum. Úrval-Útsýn selur í fyrsta sinn vikuferðir til Sevilla á Spáni á um 50.000 kr. en eins og fyrri ár hefur Edinborg verið sett í öndvegi hjá þeim. Tveggja nátta ferð þangað með flugvall- arskatti kostar um 26.000 kr. fyrir manninn en helgarferð í þrjár nætur kostar um 30.000 kr. sem er um 2.000 króna hækkun frá því í fyrra. Samvinnuferðir/Landsýn hafa lagt höfuðá- herslu á að selja haustferðir til Dyflinnar og að sögn Helga Péturssonar markaðsstjóra hafa bókanir gengið vel en seld hafa verið á þriðja þúsund sæti. Helgarferðin, sem er þriggja nátta, kostar um 30.000 krónur miðað við manninn í tvíbýli en það er um 2.000 króna hækkun frá því í fyrra. Að auki bjóða Sam- vinnuferðir/Landsýn ferðir til Amsterdam í samvinnu við Flugleiðir. Plúsferðir hefja ferðir til Newcastle í október en þriggja nátta ferð á manninn í tvíbýli með flugvallarsköttum kostar um 29.000 krónur. Hjá Guðmundi Jónassyni er í boði vikuferð til Prag 21. ágúst og kostar ferðin um 49.000 krónur miðað við manninn í tvíbýli. Sams kon- ar ferð býðst síðan tíl Búdapest 20. september. Verkefni í vistvænni ferðaþjónustu á vegum Iðntæknistofnunar Ferðaþjónusta til framtíðar 2 GOTAS „SKORTUR hefur verið á vistvæn- um fyrirtækjum í ferðaþjónustunni hér og þau sem til eru hafa ekki ver- ið nógu sýnileg,“ segir Jón Ágúst Reynisson, verkefnastjóri á fræðslu- deild Iðntæknistofnunar, en stofnun- in vinnur nú að vestnorrænu verk- efni í vistvænni ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta til framtíðar er heiti verkefnisins sem gengur út á að aðstoða fyrirtæki í ferðaþjónustu á íslandi og í Færeyjum við að breyta starfsháttum þannig að tekið sé meira tillit til umhverfis og menning- ar. Að sögn Jóns Ágústs leita margir útíendingar eftir vistvænum ferða- þjónustufyrirtækjum og ljóst að verkefnið gæti stuðlað að betri markaðssetningu fyrirtækjanna. Þeir aðilar sem standa að verkefn- inu eru Iðntæknistofnun og Tækni- skólinn í Þórshöfn í Færeyjum, skrifstofa Ferðamálaráðs á Akur- eyri, atvinnuþróunarfélög og ferða- málafulltrúar á íslandi. 25 íslensk fyrirtæki taka þátt í verkefninu, og komust færri að en vildu. Um er að ræða fyrirtæki úr ýmsum greinum ferðaþjónustunnar, s.s. hestaleigur, fyrirtæki sem bjóða siglingar og skoðunarferðir, jökla- ferðir, hótel og gistiheimili. Mlklll sparnaður Að sögn Jóns Ágústs hefur reynsl- an erlendis sýnt fram á að mikill spamaður náist í rekstri fyrirtækja sem hafi vistvæna ferðaþjónustu að leiðarljósi og þá sérstaklega í hótel- geiranum. „Fyrirtækin minnkuðu umbúða-, vatns- og þvottaefnanotk- un og gestir voru vinsamlega beðnir að slökkva ljósin á eftir sér. Við ætlum að taka saman verkefn- isreglur fyrir fyrirtækin til að fara eftir, svo þau geti unnið að því að verða umhverfisvæn í starísemi sinni. Við öflum gagna víða að, m.a úr gildandi umhverfisstöðlum og eins frá samtökum erlendis sem hafa útbúið ýmsar leiðbeiningar sem við nýtum okkur.“ Flest fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu eru af lands- byggðinni. „Það lendir því á atvinnu- og ferðamálaráðgjöfum þar að miðla upplýsingum til fyrirtækjanna." Jón Ágúst segir framtíðarmark- miðið vera að ferðaþjónustan verði öflug og sjálfbær atvinnugrein sem taki tillit til viðkvæmrar náttúru landsins og hvetji viðskiptavini til ábyrgar afstöðu gagnvart auðlindum þess. Höfum opnað skrifstofuna 2 Gotas í Las Mimosas, á Spáni. Eftirtalin þjónusta er f boði: ► Útleiga á húsum til skemmri eða lengri dvalar ► Viðhald húsa ► Eftirlit ► Ræstingar ► Upplýsingamiðlun ► Ráðgjöf ► Ýmsar útréttingar ► Ljósritunar- og faxþjónusta Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 10-13 og 17-20. Vinsamlega hafíð samband og leitið nánari upplýsinga. Ágústa Pálsdóttir og Inga Hallgrímsdóttir Síma- og faxnr.: 00 34 - 6 532 8711

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.