Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 4
% *• « KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA Miklir yfirburdir Eyjamanna á Möltu ÍBV vann Hibernians 1:0 ífyrri leik liðanna í undankeppni Evrópukeppni bikarhafa á Möltu í gærkvöldi og virð- ist eiga greiða leið áfram í keppninni með sama áframhaldi. Charles Camenzuli skrifar frá Möltu ark Miller, þjálfari Hibs, sagði að staða liðsins væri slæm. „Leikskipu- lag ÍBV var betra en okkar,“ sagði hann. „Sama á við um tækni ein- stakra leikmanna, þar sem mótheijarnir höfðu mikla yfirburði. Samt er ég von- svikinn því við hefðum að minnsta kosti átt að ná markalausu jafntefli en of seint var í rassinn gripið eftir að móther- jarnir skoruðu. Fyrir bragðið verður mjög erfitt fyrir okkur að endurtaka á Islandi það sem ÍBV gerði á Möltu." Innan við 1.000 áhorfendur sáu tilþrifa- lítinn leik. ÍBV hafði mikla yfirburði og fyrir bragðið voru heimamenn lengst af í vörn. David Carabott fékk besta færi Hibs um miðjan fyrri hálfleik en Gunnar Sigurðs- son átti ekki í vandræðum með að veija. í kjölfarið tóku Eyjamenn völdin, sóknirnar hófust með sterkum Miljkovic í vörninni og Steingrímur Jóhannesson og Sigurvin Ólafsson fóru létt í gegnum öftustu línu heimamanna hvað eftir annað. Markvörður- inn Ruben Debono bjargaði vel frá Sigur- vini á 62. mínútu og skömmu síðar frá Tryggva Guðmundssyni en á þessum kafla spilaði ÍBV Hibs upp úr skónum. Markið lá í loftinu, Debono bjargaði frá Tryggva en hélt ekki boltanum og Stein- grímur náði skoti. Að þessu sinni bjargaði Debono í horn. Sigurvin tók spyrnuna frá vinstri og Tryggvi skoraði með skalla við fjærstöng. Heimamenn gerðu breytingar á liði sínu í þeirri von að ná að jafna metin en það var borin von enda sennilega brugðist of seint við. TRYGGVI Guðmundsson og Sigurvin Ólafsson voru í sviðsljósinu hjá ÍBV á Möltu í gær- kvöldi, en Tryggvi gerði eina mark lelksins á móti Hibs eftir hornspyrnu Sigurvins. ■ GLENN Hoddle, landsliðsþjálf- ari Englands, er í vandræðum með að velja landslið sitt því margir leik- menn eru á sjúkralista. Ovíst er hvort Sol Campbeli, leikmaður Tottenham, getur leikið vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum á móti West Ham á miðvikudag. Þegar er ljóst að Englendingar verða án fyrirliðans Alans Shear- ers, Andys Cole og Tims Flowers í undankeppni HM á móti Moldavíu í næsta mánuði. Eins er óvíst hvort Hoddle getur notað Robbie Fowl- er og Tony Adams sem hafa enn ekki leikið með liðum sínum og Paul Ince verður í leikbanni. ■ GERRY Francis, knattspyrnu- stjóri Tottenham, mun líklega kaupa pólska landsliðsmanninn Piotr Nowak frá þýska félaginu 1860 Miinchen í dag fyrir eina milljón punda. Nowak er 33 ára miðvallarleikmaður og fyrirliði pólska landsliðsins. Þrátt fyrir að Tottenham hafi eytt 8 milljónum til kaupa á Les Ferdinand og David Ginola frá Newcastle hefur liðið tapað tveimur fyrstu leikjunum í úrvalsdeildinni, á móti Manchest- er United og West Ham. Maðkur í mysunni? EINS og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er markvörður Hibernians og landsliðs Möltu meiddur ogjivi lék hann ekki með á móti IBV í gærkvöldi. í staðinn fékk Hibs varalandsi- iðsmarkvörðinn Ruben Debono frá Naxxar Lions á Möitu en ekki var gengið frá félagaskipt- unum fyrr en í fyrradag og gaf UEFA grænt jjós á félagaskipt- in. Samkvæmt reglum á Möitu má skráður leikmaður iyá fé- lagi, sem skiptir í annað ekki leika með fyrra félagi á sama tímabili, en hugmyndin var að fá Debono aðeins í þennan eina leik. Eins sætir furðu að UEFA skuii gefa út leikheimild fyrir mann með svo skömmum fyrir- vara og samkvæmt fjöhniölum á Möitu stefhir í annað Bosman- mál. Fyrsti sigur IBV í Evrópukeppni og Tryggviátoppinn EYJAMENN fógnuðu sigri í Evrópukeppni I knattspyrnu í fyrsta sinn þegar þeir unnu Hibernians 1:0 á Möltu í gær- kvöldi en um var að ræða 18. Evrópuleik félagsins. ÍBV tók fyrst þátt í Evrópu- keppni 1972 og mætti þá Vik- ing frá Stavanger í Noregi í UEFA-keppninni. Þá tapaði ÍBV 1:0 úti en gerði marka- laust jafntefli heima. Fram að leiknum í gær- kvöldi hafði ÍBV tapað 13 Evrópuleikjum og fimm sinn- um gert jafntefli. Markatalan var 8:47, en Tryggvi Guð- mundsson, sem skoraði í Evr- ópukeppninni í fyrra, er markahæstur ásamt Erni Ósk- arssyni og Jóhanni Georgs- syni - hver hefur gert tvö mörk í Evrópukeppni. Hin mörkin fyrir ÍBV á liðnum 25 árum gerðu Þórður Hall- grímsson, Sigurlás Þorleifs- son, Óskar Valtýsson og Viðar Elíasson. Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, ánægður með liðsheildina Mikilvægt fyrir ís- lenska knattspymu Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með leikinn og úrslitin en áréttaði að ekkert væri öruggt enn. „Þetta er aðeins fyrri hálfleikur en óneitanlega stöndum við vel að vígi,“ sagði hann við Morgunblaðið í gærkvöldi eftir fyrsta sigur ÍBV í Evrópukeppni í knattspyrnu. „Við áttum leikinn og hleyptum þeim aldrei inn í hann,“ sagði Bjarni. „Við spiluðum aftarlega til að byrja með þó það hafi ekki ver- ið nauðsynlegt en vildum halda hraðanum niðri vegna hitans. Heimamenn reyndu að sækja í byrj- un en léku 4-4-2 sem hentaði okkur ágætlega. Þeir voru frískir í byrjun en leikurinn róaðist fljótlega. Við héldum boltanum lengst af og hreinlega sprengdum þá.“ Bjarni sagði að lið sitt hefði tek- ið það rólega því mikilvægur deild- arleikur væri á sunnudag. „Við fundum strax að við réðum gangi mála og vorum afslappaðir í stöð- unni 0:0. Hins vegar vorum við klaufar að gera ekki fleiri mörk en eins og staðan er kemur ekert ann- að til greina en komast áfram í keppninni." Bjarni hafði fengið upp- lýsingar um mótheijana og sagði að þeir hefðu ekki komið sér á óvart. „Ég var mest hissa á að ekki voru fleiri teknískir menn í liði Hibs en raun bar vitni en hjá okkur gerði sterk liðsheild útslagið." Eyjamenn eru í eldlínunni á þremur vígstöðvum, í Evrópu- keppninni, bikarúrslitum og ís- landsmótinu. „Við erum mjög ánægðir með stöðuna, sem hlýtur að hleypa enn meiri metnaði í menn. Þessi sigur var líka mjög mikilvæg- ur fyrir íslenska knattspyrnu rétt eins og árangur KR í Evrópukeppni félagsliða. Mikilvægt er fyrir okkur að vinna leiki í Evrópukeppni því það hækkar okkur á styrkleikalista og vonandi verður framhald á,“ sagði Bjarni. ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.