Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 1
m
1997
John Barnes:
Nægilega
góðurtil að
spila með
Newcastle
JOHN Bames, leikmaður Liv-
erpool, sem gerði tveggja ára
samning við Newcastle á mið-
vikudag segist vera nægilega
góður til að leika í hvaða liði
ensku úrvalsdeildarinnar sem er.
„Ég þarf ekki að sanna það fyr-
ir sjálfum mér að ég geti spilað
með hvaða liði sem er í úrvals-
deildinni, en kannski fyrir öðr-
um. Af þeirri ástæðu valdi ég
Newcastle sem er einnig í Evr-
ópukeppninni," sagði Barnes.
Harry Redknapp, knatt-
spyrnustjóri West Ham, var hinn
versti er fréttist að Barnes hefði
valið Newcastle og sagði að
hann hefði verið svikinn enda
nánast frágengið að Barnes
kæmi á Upton Park. „Mér þykir
miður að svona fór og bið
Redknapp afsökunar og vona
að hann erfi þetta ekki við mig.
Ég gerði það sem mér þótti
skynsamlegast í stöðunni fyrir
mig,“ sagði Barnes.
Barnes er nú aftur undir
stjórn Kennys Dalglish sem
keypti hann á sínum tíma frá
Watford á 900 þúsund pund
fyrir tíu árum. Barnes, sem hef-
ur leikið 73 landsleiki fyrir Eng-
land, gæti spilað fyrsta leik sinn
með Newcastle á móti Aston
Villa 23. ágúst og síðan á móti
gamla félaginu, Liverpool, á
Anfield 31. ágúst.
Celtic hefur
áhuga á Golz
SKOSKA liðið Celtic, sem er að
leita að markverði, hefur nú mestan
áhuga á Þjóðverjanum Richard
Golz, sem leikur með Hamburger.
Golz, sem hefur verið hjá Ham-
burgerliðinu síðan 1985, hefur
misst sæti sitt til Hans-Jörg Butt,
sem var keyptur til liðsins í sumar.
Celtic verður að ganga frá samn-
ingi við liðið í dag, sem er síðasti
dagurinn fyrir lið að kaupa leik-
menn til að þeir verði löglegir í
Evrópukeppni. Celtic er tilbúið að
borga 205 millj. ísl. kr. fyrir Golz,
sem er samningsbundinn Hamburg-
er til ársins 2000.
FOSTUDAGUR 15. ÁGÚST
FRJALSIÞROTTIR
BLAÐ
Morgunblaðið/Golli
GUÐRÚIM Arnardóttir hefur verið á ferð of flugi að undanförnu - keppt í Aþenu, Ziirich og um
helgina keppir hún í Monte Carlo í Mónakó.
DANSKA landsliðið í handknattleik kemur til
íslands í byijun september og leikur tvo vináttu-
landsleiki í Laugardalshöllinni - laugardaginn
6. september og síðan á sunnudegi. Leikirnir
gegn Dönum eru liður í 40 ára afmæli Hand-
knattleikssambands íslands. „Ég sé ekki annað
en flestir leikmenn okkar sem leika úti geti
komið til að leika gegn Dönum. Það er stefnt á
að landsliðshópurinn sem náði flmmta sætinu á
HM í Kumamoto taki hér á
móti Dönum, en leikirnir
verða fyrstu leikir okkar eftir
HM,“ sagði Þorbjöm Jensson,
landsliðsþjálfari.
Þorbjörn sagði að leikirnir
gegnti Dönum væru liður í und-
irbúningi landsliðsins fyrir
sex leiki í undankeppni Evr-
ópukeppni landsliða, en lands-
liðið er í riðli með Sviss, Lithá-
en og Júgóslavíu. Landsliðið
leikur fyrsta leikinn heima 24.
september, í Sviss 28. septem-
ber. Leikið verður úti gegn
Litháen 29. október og heima
2. nóvember. Síðustu leikirnir
verða gegn Júgóslaviu - fyrst
heima 26. nóvember og síðan
úti 29. eða 30. nóvember.
Wels varð
fyrsti Evrópu-
meistarinn
ÞJÓÐVERJINN Andreas
Wels varð fyrsti Evrópu-
meistarinn er hann sigraði í
dýfíngum af stökkbretti á
Evrópumótinu í Sevilla í gær.
Annar Þjóðverji, Holger
Schlepps, varð annar eftir að
hafa átt frábært stökk í sið-
ustu umferð og fór þá upp
fyrir Spánverjann Rafael AI-
varez, sem varð að gera sér
bronsverðlaunin að góðu.
Wels, sem var fjórði á síðasta
Evrópumóti í Vín fyrir tveim-
ur árum, hlaut samtals 362.10
stig úr sex stökkum sínum í
úrslitunum í gær. Schlepps
hlaut 357,12 stig og Alvarez
355,56 stig.
Guðrún Arnardóttir setti glæsilegt íslandsmet í 400 m grindahlaupi íZurich
Aldrei upplifað aðra
eins stemmningu
Guðrún Arnardóttir úr Ármanni
bætti eigið íslandsmet í 400
metra grindahlaupi á gullamóti Al-
þjóða fijálsíþróttasambandsins í
Zúrich í Sviss í fyrrakvöld eins og
kom fram í Morgunblaðinu í gær.
Hún hljóp á 54,79 sekúndum og
bætti eigið met um 2/100 úr sek-
úndu sem hún setti á Ólympíuleik-
unum í Atlanta í fyrra. Hún keppir
aftur annað kvöld, á stigamótinu í
Monte Carlo og ætlar að freista þess
að bæta metið enn frekar.
„Ég hef aldrei upplifað aðra eins
stemmningu og var á vellinum í
Zúrich," sagði Guðrún við Morgun-
blaðið. „Áhorfendur eru alveg ofan
í manni og hávaðinn því gríðarleg-
ur. Ég fann mig vel í hlaupinu en
veit að ég get gert enn betur. Ég
átti aiveg eins von á því að bæta
íslandsmetið því æfingarnar í sumar
hafa miðast við að vera á toppnum
á þessum tíma. Reyndar átti ég að
toppa á HM í Aþenu en er eitthvað
aðeins á eftir áætlun.“
Guðrún keppir í Monte Carlo ann-
að kvöld og verður því ekki með í
bikarkeppni FRÍ um helgina. „Það
hefði verið gaman að koma heim í
bikarkeppnina, en 400 metra grinda-
hlaupið er mín aðalgrein og ég verð
að einbeita mér að henni. Það var
því ekki hægt að sleppa því að keppa
í Monte Carlo fyrst mér tókst að
tryggja mér þátttökurétt þar. Það
verða sömu keppendur í Monte Carlo
og voru i Zúrich og því spennandi
að sjá hvernig mér gengur þar. Ég
mun auðvitað reyna að bæta metið
enn frekar," sagði hún.
Peningaverðlaun voru veitt fyrir
hvert sæti í Zúrich, sigurvegarinn í
hverri grein fékk 10 þúsund dollara
eða um 730 þúsund krónur. Guðrún
sagði að fimmta sætið hefði gefið
sér nokkur hundruð dollara, en vildi
ekki fara nánar út í það. Þrír hlaup-
arar settu heimsmet á mótinu og
fékk hver þeirra 50 þúsund dollara
(3,6 milljónir króna) í bónus og auk
þess eitt kíló af gulli.
Tveir afmæl-
isleikir gegn
Dönum í
Reykjavík
KBATTSPYRIMA: FYRSTISIGUR ÍBV í EVRÓPUKEPPIMI / B1