Morgunblaðið - 22.08.1997, Page 2
2 B FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
I
DAGLEGT LÍF
TRÚ á byggð huldufólks hef-
ur loðað við Hegranes í
Skagafirði og þar eru álaga-
blettir eins og víða í íslenskri nátt-
úru. Álfatrú og trú á hulin öfl í
náttúrunni er ekki fölsk heldur
reist á því að fólk hefur „fundið
fyrir einhverju" og Valdimar Tr.
Hafstein þjóðfræðingur, sem hefur
undanfarin ár skráð reynslu fólks
af álagablettum og bústöðum, efast
ekki um heilindi viðmælenda sinna.
Tröllaskarð í Hegranesi vafðist
fyrir vegagerðarmönnum fyrir um
það bil 20 árum og leiddi það til
einhvers furðulegasta og stór-
felldasta umstangs sem um getur
vegna árekstra við álagablett.
Valdimar telur að náttúrusýn Is-
lendinga felist í að landið sé lifandi
og álfatrúin mótist af virðingu fyrir
landinu og að ekki skuli brjóta
gegn bannhelgi. Hann telur at-
burðina í Hegranesi einstaka og að
þeir sýni samningaumleitanir
manna við ósýnileg öfl.
í atburðarásinni tvinnast saman
með óvenjulegum hætti skyggni,
miðilsfundir, draumfarir og slys
vegna verklegra framkvæmda, og
allt vegna þess að kona nokkur,
Gríma að nafni, lagði álög á Trölla-
skarð sökum deilna við prest ein-
hvem tímann á 15. eða 16. öld.
Miðilsfundur Hafsteíns á
Sauðárkróki
Hin óvenjulega saga hófst með
miðilsfundi Hafsteins Björnsonar á
Sauðárkróki, sem Erla Einarsdótt-
ir sat, með setningu að handan sem
hljómar svo: „Hvað er að frétta af
Tröllaskarði?" Hún kom af fjöllum
en frétti síðar að þar ætti að leggja
nýjan veg.
Erla er gift Gísla Felixsyni,
rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á
Sauðárkróki, sem upplýsti hana
um að verið væri að mæla fyrir
veginum. Hún fór aftur á fund Haf-
steins miðils næsta kvöld og sagði
handanheimsstjómandanum að nú
vissi hún um Tröllaskarðið.
Rúnki hét stjórnandinn að hand-
an sem starfaði „í gegnum“ Haf-
stein, eins og sagt er. Hann til-
kynnti Erlu að álög Grímu hvfldu á
Tröllaskarði og að dánir væm á
móti því að klöppin yrði sprengd.
Hefnd fylgdi því. Erla Einarsdóttir
fékk þau tilmæli að koma þessum
til sölu og í handhægum umbúðum
Áfram veginn í einkavæddu andrúmslofti þar sem
hinir fjáðu hafa einir tök á þvl að nota lungun!
Eða hvað? Helga Kristin Einarsdóttir, viljalaust
verkfæri tískukónga og kaupahéðna, hringdi til
Lundúna og pantaði súrefni á brúsa.
SKYLDI einhvem hafa órað
fyrir því að fólk þyrfti að taka
upp budduna til þess að fá að
draga inn andann? Sú er einmitt
raunin á súrefnisbörum Toronto,
New York og Los Angeles þar sem
tískudrósir og dárar borga um 1.200
krónur fyrir 20 mínútna skammt
gegnum slöngu í nefið.
Ekki smart, en með á nótunum.
Einhverjum kynni að þykja súr-
efnissala fjarstæðukennd en er ýkja
mikiil munur á henni og tískuvatni á
brúsa við öll hugsanleg tækifæri?
Flöskuvatnið sigraði heiminn undir
formerkjum bættrar heilsu og nú
eiga súrefniskaupmenn næsta leik.
Einn þeirra, Mohammed Reza
Pasdar, framkvæmdastjóri Med-
oroux Medical Ltd. í Lundúnum,
dreifír svotil hreinu súrefni á litlum
dunkum í breskar lyfjaverslanir. 0-
PUR heitir vara hans; 160 gramma,
átta lítra og 99,5%. Hver brúsi kost-
ar um 1.150 krónur og á að duga í
tvær vikur, missi viðkomandi ekki
stjóm á neyslunni.
Allt frá hatti oní skó
Fyrirtæki Pasdars selur lyf og
sjúkragögn af ýmsu tagi; hjólastóla,
tæki til endurhæfingar, sjúkrabíla.
„Hjá okkur fæst allt sem þarf á eitt
sjúkrahús," segir hann og bætir við
máli sínu til stuðnings. „Við höfum
30 ára reynslu af sölu og framleiðslu
sjúkragagna."
Hugmyndin að brúsasúrefni í
handhægum umbúðum kviknaði
fyrir fimm árum að sögn Pasdars,
sem líka rak læknastofu í Abu
Dhabi um þriggja ára skeið.
Pasdar segir vöru sína handa
fólki sem ekki dugir hefðbundið
21% súrefnishlutfall, til dæmis
vegna öndunarerfiðleika, áreynslu,
þreytu eða streitu. Þá segir hann
gott að hafa birgðir við hendina í
þungri umferð, þegar einbeiting
dvín, í óhreinu lofti, ósonmengun,
loftlausu herbergi og gegn líkam-
legu og andlegu sleni.
Hvergi er minnst á lánlítil hjóna-
bönd.
Mælt er með að notandinn súpi
stuttar súrefnishveljur fímm til tíu
sinnum á dag. „Súrefnið er til
hressingar. Hefðbundnir súrefn-
iskútar eru mjög þungir og sá sem
ætlar að skreppa út eftir dagblaði
eða þess háttar getur ekki haldið á
slíkum búnaði. Brúsinn okkar er
160 grömm og auðvelt að skreppa
með hann út í tíu mínútur til þess að
versla."
Einnig segir hann súrefnið sitt af
bestu gerð, án auka-, bragð-, og
lyktarefna.
O-PUR dunkarnir eru framleidd-
ir í Sviss og segir Pasdar vöru sína
hafa náð fótfestu þar, í Frakklandi
og Bretlandi. Nýbúið er að gera tvo
samninga um sölu, annars vegar á
milljón brúsum og 25.000 stykkjum
hins vegar, en sala í Bretlandi er
um 30.000 eintök á ársgrundvelli.
skilaboðum áfram til Vegagerðar-
innar, sem hún gerði.
Skyggn kona fær skilaboð
Framkvæmdh- á veginum hófust
en Tröllaskarðið var síðasti spott-
inn sem átti að vinna. Handan-
heimurinn hófst samt strax handa.
Rekstrarstjórinn Gísli Felixson
fékk heimsókn ungs bónda á skrif-
stofuna sem bar skilaboð frá
skyggnri móður sinni. Hún hafði
skynjað skartbúinn mann með
hund sem varaði mjög við að
sprengt yrði fyrir vegarstæðinu.
Konan, sem búsett var á ísafirði,
þekkti ekki málið en talaði við son
sinn í Hegranesi og hann við Gísla.
Samningafundir í gegnum
miðla
Vegagerðarmenn hikuðu við
þessi tíðindi en bæði á miðilsfund-
inum og hjá huldumanninum kom
fram að hefndin yrði í réttu hlut-
falli við spjöllin. Ákveðið var að
leita liðsinnis Hafsteins miðils og
fór Jón Birgir Jónsson, yfirmaður
framkvæmdadeildar, Eymundur
Runólfsson, starfsmaður hennar,
Hákon Sigtryggson, hönnuður veg-
arins, Gísli Felixson og Erla Ein-
arsdóttir, kona hans, á fund hans.
Sennilega hafa fá fyrirtæki á ís-
landi staðið í jafnalvarlegum samn-
ingaumleitum á íslandi við handan-
heimsöfi, en viðleitnin sýnir, eins
og Valdimar Hafstein hefur bent á,
respekt fyrir steinum.
Hafsteinn miðill var tráverðugur
og framliðnir kunningjar töluðu við
vegagerðarmennina með hjálp
Rúnka. Væntanlegum fram-
kvæmdum í Tröllaskarði vora gerð
greinargóð skil á fundinum og eftir
hann vildu vegargerðarmennirnir
virða bannhelgina. Hönnuðurinn
var samt ekki búinn að gefa upp
alla von og gat fengið samstarfs-
menn sína til að æskja leyfis huldu-
manna og
Grímu fyrir
nokkrum
Ljósmynd/Hjalti Pálsson
á miðilsfundi vegna
meints álagabletts í Hegranesi
Látnir bændur, huldufólk, draumverur og önnur dulin öfl lögðust gegn
Valdimars Tr. Hafstein þjóðfræðings að dæma. Gunnar Hersveinn
sá eins og í skuggsjá samningaumleitanir Vegagerðarinnar við
annan heim á fundi með Hafsteini miðli árið 1977.
sprenging-
um svo blind-
hæðin í
Tröllaskarði
yrði ökumönn-
um ekki afleit.
Vegagerðar-
mennirnir
vegaframkvæmdum í Tröllaskarði við Hegranes
- af gögnum
Andað
úr brúsa
Fjarlægið innsiglið af öndun-
argrímunni.
Losið grímuna af brúsanm.
Snúið við og festið grímuna á
stútinn.
Haldið brúsanum með annarri
hendi og þrýstið grímunni að
vitunum. Gætið þess að grím-
an nái yfir nefið.
Andið að og frá með eðiileg-
um hætti.
Gætið þess að halda við stút-
inn með hinni hendinni þegar
þið andið svo ekkert súrefni
fari til spillis.