Morgunblaðið - 22.08.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.1997, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ -1 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Ámi Sæberg HEIMREIÐ. Morgunblaðið/Þorkell LANDSLAGSARKITEKTINN Björn Jóhannsson. STUNDUM vakna ég upp á næturnar með hugmynd í kollinum, og þá verð ég að punkta hana niður í skrifblokkina sem ég hef á nátt- borðinu," segir Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt. Hann lærði í Bretlandi en kom heim fyrir um fjórum árum og fór fljótlega að vinna hjá BM Vallá. Þar hefur hann veitt ráðgjöf í sambandi við val á steinstéttum. En Bjöm rekur líka eigið fyrirtæki sem heitir Umhverfisgalleríið. Hann segir vinnuna til dæmis fólgna í ráðgjöf fyrir húsfélög fjöl- býlishúsa og persónulegri ráðgjöf, en þá fer hann heim til einstaklinga og veitir þeim ráðleggingar í sam- bandi við garðinn. Bjöm segist ganga um garðinn eða staðinn þar sem væntanlegur garður á að vera og tekur ýmislegt inní myndina, s.s. húsið og umhverfi þess. Hann notar gjaman form úr húsinu til að móta garðinn. Síðan er væntanleg hug- mynd þróuð áfram bæði á teikni- Garðurinn hannaður eftir umhverfi Fólk sækist í sífellt meira mæli eftir ráðleggingum landslagsarkitekta sagði Björn Jóhannsson þegar Helga Barða- dóttir leitaði til hans og spurði hann spjör- unum úr um garðvinnu. borði og í tölvu. „Tökum til dæmis hús sem stendur við sjó og hafgolan leikur um það, þá gæti ég látið um- hverfi garðsins minna á sjóinn eða hafgoluna. Það geri ég með því t.d. að hafa hellur í gangstéttinni eða bílastæði vera bylgjulaga, þannig að það minni á öldur. Eg reyni að láta umhverfið segja mér eitthvað og það getur æði margt komið út úr því. En mestu máli skiptir að viðskiptavinurinn verði ánægður og því reyni ég stundum að láta hugmyndina að garðinum koma frá honum og að- stoða hann við að þróa hana.“ Vernda útsýnið Björn segir garða hér á landi ekkert ósvipaða görðum í Bretlandi þar sem hann var við nám, nema hvað minna sé um gróður hér og það sé að sjálfsögðu út af veðurfar- inu. „Annars er veðurlagið að breytast í mörgum hverfum hér og er það svo til eingöngu útaf auknum trjávexti sem leiðir svo af sér aukið skjól í görðunum. En eitt er það sem við höfum hér sem garðeigend- ur víða erlendis hafa ekki; það er útsýnið. Garðhönnun gengur oft út á baráttu við að búa til skjól, vemda útsýni og koma í veg fyrir að tré valdi skugga. En ef trjánum er ekki fyrir að fara er mikið gert af því að reisa Tr öllatrú á eldrauðum tómötum í Hveragerði borðaði Hrönn Marinósdóttir tómata, þýska líffræðingnum dr. Rolf Dubbels til samlætis, en hann segir þá hugsanlega geta verið vopn gegn algengum tegundum af krabbameinum. LITAREFNIÐ sem gerir tómata rauða er ákaflega hollt mannslík- amanum, hollara en hingað til hef- ur verið haldið fram,“ segir þýski líffræðingurinn og Islandsvinurinn dr. Rolf Dubbels. Hann kennir við háskólann í Bremen og fyrstur vís- indamanna uppgötvaði hann að efnið melatónín sem m.a. þykir gott gegn svefnleysi og flugþreytu, er að finna í grænmeti og ávöxtum. Undanfama mánuði hefur hann verið að rannsaka lykópen, litar- efnið sem hér um ræðir en það fiokkast undir eitt af fjölmörgum karótínum sem er að finna í plönt- um. Dr. Dubbels var hér í sumarleyfi ásamt fjölskyldu sinni þriðja árið í röð en hann hefúr hug á að rann- saka íslenskt grænmeti enn frekar og þá sérstaklega tómata með tilliti til melatónín- og lykópen-innihalds þeirra. „Vítamínsamsetning tóm- ata er mjög góð en að auki inni- halda þeir seleníum og A-vítamín. Tómatar eru því hollustufæða í fyrsta flokki." Litarefnið lykópen er nánast ein- göngu að finna í tómötum en í litl- um mæli einnig í vatnsmelónum og bleiku greipaldini. Samkvæmt nýj- um rannsóknum virkar það vel gegn skaðsemi sindurefna í líkam- anum en hingað til hefur verið haldið að beta-karótín væri mun árangursríkara í þeirri baráttu. „Tómatar gætu því verið beitt vopn gegn algengum tegundum af krabbameini, streitu og hættuleg- um geislum sólar en til að mynda er talið að sólargeislar örvi mynd- un sindurefna í líkamanum," segir dr. Dubbels. Máli sínu til stuðnings vitnar hann í nýlega rannsókn sem birt var í The Cancer Journal í Bandaríkjunum og leiddi í ljós að líkur á krabbameini í blöðruháls- kirtli minnka úr 34% í 21% ef tómatafurða var neitt tvisvar í viku miðað við enga neyslu. Um 48.000 manns tóku þátt í rannsókninni sem gerð var á vegum Harvard-há- skólans og tók sex ár. Rannsókn á Ítalíu sýndi einnig fram á að líkur á krabbameini í meltingarfærum Morgunblaðið/Arnaldur DR. ROLF Dubbels skoðar tómatana í Hveragerði. minnka töluvert ef tómata er neytt hvem einasta dag. Þvf rauðari þvf betri í litla gróðurhúsinu sínu í Bremen ræktar dr. Dubbels ís- lenskar tómatplöntur og þær segir hann vera með þeim allra bestu. „Samt sem áður innihalda íslenskir tómatar líklega ekki mikið lykópen þar sem þeir eru fremur dauflitaðir eins og flestir gróðurhúsatómatar eru. Slíkir tómatar eru taldir hafa einungis um þriðjung þess lykópens sem útiræktaðir tómatar hafa.“ Næringarefnið lykópen er einnig að finna í ýmsum tómatafurðum s.s. tómatsósu, -djús og súpum. Efnið er einungis uppleysanlegt í fitu svo nauðsynlegt er að innbyrða til dæmis olíu, smjör eða léttsmjör svo það geri líkamanum gagn. Samkvæmt fréttum hafa evr- ópskir vísindamenn búið til erfða- breyttan tómat sem er talinn sér- lega vítamínríkur og innihaldi mik- ið magn af lykópen. Dr. Dubbels telur erfðabreytta fæðu hins vegar ekki vera fýsilegan kost þar sem rannsóknir eru mjög skammt á veg komnar. „Of mikil áhætta er að í ÞÝSKALANDI fæst lykópen í töfluformi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.