Morgunblaðið - 22.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.1997, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 22. ÁGTJST 1997 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ sem stinga í augun í ausandi rigningu slóust Hrönn Marinósdóttir blaðamaður og Halldór Kolbeins ljósmyndarí í för með áhugasömu fólki sem rölti um miðbæ Reykjavíkur gagngert til að skoða EKKI var litið við dómkirkjunni og Alþingishúsinu í skipulagðri göngu- ferð um miðbæ Reykjavíkur sl. laugardag heldur varð okkur star- sýnt á hin húsin í bænum, bygging- ar sem almennt eru taldar fremur ljótar og mislukkaðar. En hvers vegna er miðbærinn eins tætings- legur og raun ber vitni og í hverju er fegurð húsa falin? Leiðsögu- maðurinn, Pétur H. Armanns- son arkitekt hjá byggingarlista- deild Kjarvalsstaða, leitaðist við að svara þessum spurn- ingum. „Byggingarlistin breytist með tímanum. Það sem þykir fallegt í dag gcL ur þótt ljótt á morgun. í þéttbýli eru byggingar hins vegar yfirleitt hugs- aðar sem hluti af stærri heild. Hvað Reykjavík varðar hafa hugmynd- ir manna um þessa stærri heild alltaf verið að breytast. Við skipulagningu hefur vantað langtímaáætlanir og því er borgin eins og brot af mjög mörgum og ólíkum heildannyndum.“ Ljótast af öllu Ijótu Við vii-tum meðal annars fyrir okkur húsið sem að sögn Péturs er af mörgum talið vera ljótast allra ljótra húsa í miðbaénum. Húsið illa umtalaða er Pósthússtræti 9, hús Almennra trygginga sem teiknað var árið 1958 af Gísla Halldórssyni ljót og mislukkuð hús. GÖNGUMENN virða fyrir sér litla kumbaldann sem al 1 t'S: 1 1 ~ ll arkitekt. Ég hafði reyndar aldrei velt því sérstaklega fyrir mér en það er rétt. Húsið stingur mjög í stúf við gömlu og virðulegu húsin sem standa allt í kringum það. En Pétur útskýrði máhð: „Húsið er vitnisburður um þann anda sem ríkjandi var í byggingarlist á þess- um tíma. Nú á tímum hefðu flestir tekið meira mið af stíl húsanna í kring.“ Eitt elsta húsið við Austurvöll var byggt árið 1878 og hýsti Kvenna- skóla Þóru Melsteð. Síðar hefur húsið verið kallað Sjálfstæðishúsið eða Sigtún. Við stöndum við stytt- una af Jóni Sigurðssyni og horfum á húsið en Pétur segir það ekki vera orðið nema svip hjá sjón. „Arkitekt- inn Helgi Helgason trésmiður og tónskáld innleiddi þar nýklassík í reykvíska timburhúsagerð en í dag er hins vegar fátt við húsið sem minnir á það tímabil. Árið 1945 var það gert að samkomuhúsi og það var steinað að utan, skrautið var tekið af og gluggum var breytt." Pétur bætir því við að sú árátta að breyta því gamla í eitthvað nútíma- legra veki spurningar um gildismat okkar og viðhorf, hvernig kynslóðir líta byggingar ólíkum augum. Bruninn breytti miklu Reykjavíkurbruninn árið 1915 breytti miklu hvað byggingarstfl í Reykjavík varðaði. Þá brann kjarn- inn af miðbænum, eftir var ein brunarúst. Engum datt hins vegar í hug að byggja aftur úr timbri því nýtt efni, steinsteypan, var komið til sögunnar. Samkvæmt borgarskipu- lagi árið 1927 áttu nánast öll timbur- hús í miðbænum að hverfa. Reisa skyldi samfelldar raðir af fjögurra hæða steinbyggingum. Guðjón Sam- úelsson arkitekt hafði áður gefið tóninn um það sem koma skyldi. Meðan hann var enn við nám í Kaupmannahöfn, teiknaði hann Austurstræti 16 þar sem nú er Reykjavíkurapótek. Húsið var byggt árið 1916 til 1917 og í kjölfarið risu meðal annars hús Eimskipafé- lags Islands og Hótel Borg var byggð árið 1930. I fæstum tilvikum höfðu húseigendur í miðbænum reyndar efni á að byggja nokkurra hæða steinhús, að sögn Péturs. En ef hins vegar var nauðsynlegt að Fyrirsæta í iylukasti á mynd Morgunblaðið/Arnaldur SUMARFRI á Islandi. Jóhanna Guðmundsdóttir ásamt Sfmoni og Tómasi. FYRIR utan húsið hjá ömmu í Hafnarfirði var svo margt spenn- andi að gerast að Símon Sullen- heimer, sex ára íslenskur strákur sem búsettur er í Bandaríkjunum, gat aðeins veitt Daglegu lífi afar stutta áheyrn. í hjáverkum hefur Símon starfað sem fyrirsæta í Mi- ami á Flórída en nokkrar myndir af honum er m.a. að finna í sumar- bæklingi Oilily, hollensku bama- fatakeðjunnar. Einnig hefur hann ásamt móður sinni, Jóhönnu Guð- mundsdóttur, og Tómasi, bróður sínum, sem er 8 ára, setið fyrir í nokkrum auglýsingum í vörulista- bæklingum t.d. K-MART og Avon. „Veriði stilltir bræður," segir amman, Sigrún Jóhannsdóttir, dauðleið á stanslausum bjöllu- hringingum og renneríi út og inn. Veðrið var gott og krakkamir í hverfinu vora að biðja strákana um að koma út að leika sér. Valið stóð á milli þess að fara í fótbolta, brennóbolta eða í hjólreiðatúr. Símon sötrar kakómjólk og japl- ar á sandköku meðan málin era rædd inni í stofu. Hann lætur sér fátt um finnast um fyrirsætubrans- ann, snýr hálfpartinn útúr spum- ingunum. Uppúr kafinu kemur að í raun fmnst honum gaman að sitja fyrir en hins vegar ekki fyrir Oilily. „Ég var látinn halda í höndina á stelpu á einni myndinni, þótt ég vildi það alls ekki,“ sagði hann yfir sig hneykslaður. Þess vegna fór Símon í fýlu, eins og reyndar sjá má á myndinni af honum og ungu dömunni. Sumarfrí á íslandi finnst Símoni mun skemmtilegra umræðuefni en fyrirsætuheimurinn. „Ég var eina viku í sveit og fékk að mjólka kýrn- ar, raka og drekka glóðvolga mjólk. Svo labbaði ég á Esjuna og mér finnst fiskur eiginlega betri en pizza eða hamborgari.“ í lok samtalsins lætur Símon þess getið að hann ætli sér að verða flugmaður í framtíðinni en ekld fyrirsæta. Tómas hefur hins vegar hugsað sér að verða uppfinn- ingamaður. Miami er tískuborg Fjölskylda Símonar hefur verið búsett á Miami síðastliðin 11 ár. Faðir hans heitir Jón Gerald Sul- lenheimer og rekur þar útflutn- ingsfyrirtæki. Jóhanna, móður hans, hefur starfað sem fórðunar- meistari og undanfarið ár sem verslunarstjóri Oilily-verslunarinn- ar í borginni. Þar hefur hún mynd- ir uppi á vegg af strákunum sínum. Einn daginn birtust Ijósmyndarar frá Hollandi til að vinna sumar- bæklinginn, sáu myndina af Símoni og fengu hann til liðs við sig. Tómas kom einnig til greina sem fyrirsæta en flíkurnar sem notaðar voru í myndatökurnar voru of litlar á hann. Jóhanna segir Miami vera mikla tískuborg og þar eru reknar marg- ar íyrirsætuskrifstofur fyrir börn. „Mjög eftirsótt er að komast í slík- ar auglýsingar, foreldrar vilja koma börnum að en oft era mikilir peningar í spilinu. Fyrir Oilily- myndatökuna mættu til að mynda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.