Morgunblaðið - 27.08.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.08.1997, Qupperneq 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hríngormamálid í Þýskalandi hefur óveruleg áhrif SVO VIRÐIST sem sjónvarsþáttur um hringorma í ferskum fiski, sem sýndur var í þýska ríkissjónvarpinu fyrir viku, ætli ekki að hafa veruleg áhrif á sölu fisks frá íslandi í Þýskalandi. Fjölmiðl- ar hafa lítið fjallað um þáttinn síðustu vikuna og virðist hann ætla að falla í gleymskunnar dá á stuttum tíma. Fjölmiðlar gera Ktið úr málinu Hilmar Júlíusson, sölustjóri sölu- skrifstofu íslenskra sjávarafurða í Hamborg, segir að sér sýnist að áhrif þáttarins á fisksölu verði óveruleg og ekkert í líkingu við það sem var fyrir 10 árum þegar sams konar þáttur um hringorma var sýndur í þýska sjónvarpinu. „Fyrir 10 árum varð mikið íjöl- miðlafár í kjölfar þáttarins og allir veltu sér upp úr þessu. Núna hafa aðrir íjölmiðlar sýnt þessu máli lítinn áhuga, aðeins minnst lauslega það. Það má kannski rekja til þess að á sama tíma hefur komið upp mikil umræða um nautakjöt sem flutt var inn frá Bretlandi og ormarnir verða að víkja fyrir því í blöðunum. Að undanfömu hefur einnig verið mikil umræða í fjölmiðlum um svínapest og salmonelíu og ég held að almenn- ingur sé að verða ónæmur fyrir slíkri umfjöllun." Hilmar segir að ÍS flytji einkum inn ferskan fisk til Þýskalands og þar hafi viðbrögð við þættinum verið lítil. Þau litlu viðbrögð sem komið hafi fram hafi verið í sölu á ferskum fiski. „Áhrifín verða líklega meiri í syðri hluta landsins. Eitt víðlesnasta dag- biaðið á Bremerhaven-svæðinu tók mjög vel á þessum á málum þar sem komu fram mótrök gegn mörgu sem haldið var fram í sjónvarpsþættinum. Fólk í norðurhlutanum er einnig van- ara fiski og veit því meira um hvað málið snýst. En það er kannski ennþá of snemmt að segja nákvæmlega til um hver viðbrögin verða en menn eru samt sem áður famir að anda léttar fyrst fjölmiðlar tóku málið ekki upp. Þá hefðum við verið í mjög slæmum málum. Ég held að þátturinn hafí ekki langvarandi áhrif og líklega verður málið gleymt og grafið eftir tvær vikur,“ segir Hilmar. Mikill „svartur“ útflutningur Rússa Fiskstofnum fórnað á altari stundargróða YFIRMAÐUR rússnesku tollgæslunnar, Andrei Nik- olajev, heldur því fram, að ólöglegur útflutningur á fiski og öðrum sjávarafurð- um frá Rússlandi kosti ríkið 2.550 milljarða ísl. kr. árlega. Kom þetta fram í viðtali, sem rússneska fréttastofan Interfax átti við hann, en þar sagði hann einnig, að yfirvöld sjávarútvegsmála í landinu væru upptekin við að gæta þrengstu hagsmuna útgerðarfyrirtækjanna en skeyttu engu um stöðu fiskstofnanna. Níkolajev sagði, að ólöglegi út- flutningurinn væri jafn mikill þeim löglega en í bréfi, sem hann skrifaði Gennadí Seleznjov, forseta dúmunn- ar, segir hann, að opinberar tekjur einkafyrirtækja í sjávarútvegi séu hátt í 340 milljarðar kr. á ári en auk þess sé um að ræða gífurlegt fjár- streymi, sem hvergi komi fram. Nú eru um 200 rússnesk fískiskip við veiðar í Barentshafi og komur þeirra í norska höfn eru um 4.000 talsins árlega. Þar selja þau þorskinn fyrir verð, sem stundum er ekki nema ríflega helmingur þess, sem norskir sjómenn fá, en á sama tíma liggur vinna niðri í fiskvinnsluhúsunum í Múrmansk vegna hráefnisskorts. Japanir og Rússar ræddu nýlega um áhyggjur þeirra fyrrnefndu af litl- um gæðum rússnesks físks á Japans- markaði en samkvæmt opinberum útflutningsskýrslum seldu Rússar Japönum 100.000 tonn af fiski og 69.000 tonn af krabba á síðasta ári. Hins vegar er áætlað, að hinn raun- verulegi útflutningur hafi verið þrisv- ar eða fjórum sinnum meiri. Hafa Japanir skorað á rússnesk stjómvöld að grípa í taumana og ná tökum á útflutningnum enda hefur þessi aust- ur valdið verulegri verðlækkun á ýmsum tegundum. Engin valddreifing Níkolajev sagði einnig, að rúss- nesk stjórnvöld hefðu látið undir höfuð leggjast að dreifa valdinu milli allra þeirra, sem kæmu að sjáv- arútveginum í landinu, milli veiða, vinnslu, dreifingar og þeirra stofn- ana, sem ættu að hafa eftirlit með auðlindinni og standa vörð um hana. Þess í stað væri hagsmunum útgerð- arfyrirtækjanna hampað á kostnað þjóðarhagsmuna. Heldur til Zanzibar Ólafsvík - Bergsveinn Jóhannesson, trillukarl á Tindi SH frá Ólafsvík, hefur ákveðið að sækja sér atvinnu í Afríku eftir að honum bauðst að vera formaður á bát, sem gerður verður út frá eyjunni Zanzibar, sem er eyja skammt undan Tanzaníu. Að sögn Bergsveins, sem gert hefur út bát sinn í sóknardagakerfinu, sér hann ekki fram á að geta lifað af þeim 20 til 30 dögum, sem sóknar- dagabátarnir muni fá á næsta fisk- veiðiári svo hann afréð að taka því sem bauðst. Þróunarsjóður hefur selt fjóra smábáta, sem úreltir hafa verið, til Zanzibar. Fyrirtæki, sem er skrásett á eyjunni og heitir North-African Fisheries Co eða NAFICO hefur keypt þessa fjóra báta. Verið er að klára að smíða á þá gálga, setja kæla í lestarnar og útbúa í þá rækju- troll til að hægt verði að veiða rækju, sem gengur upp í fljótin til að hrygna, en veiðist að mestu við strendur eyjarinnar. Bátarnir verða aifarið gerðir út á rækjuveiðarnar enda mun rækja vera þarna í all- miklu magni, eins og rannsóknir Norðmanna bentu til fyrir fimmtán árum. Síðan þá mun veiðinni lítið hafa verið sinnt og því eru menn vongóðir um afla. Bergsveinn verður skipstjóri á ein- um þessara báta og verða íslenskir skipstjórar á hinum þremur líka. Einn til tveir heimamenn verða með á hveijum báti. Bergsveinn segir að þetta ævintýri leggist vel í sig. Hann hyggst vera ytra f þrjá mánuði til að byija með og sjá svo til með fram- haldið. FRÉTTIR SALTAÐ Á BORGARFIRÐI Morgunblaðið/HG • „ÞAÐ hefur verið meira fískirí hér hjá okkur í sumar en undanfarin ár, Við höfum verið í góðu færafískiríi og höfum eingöngu verið að verka af smábátum í salt,“ sagði Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði eystra. Átta tö tólf heimabátar leggja upp afla hjá Karli árið um kring, þar af gerir hann út tvo báta sjálfur. Jbrátt fyrir góð afiabrögð hef- ur þorskurinn, sem við höfum fengið, verið rosalega smár og hentar þar af leiðandi fremur illa í salt. Það er að vísu eftir- spum eftir honum, en fyrir hann fæst miklu lægra verð en fyrir stærri fískinn. Bátamir hafa verið að koma með um það bil 800 til 1.200 kfló eftir tólf tfmana. Það er svolitíð teygjanlegt hvað við tökum á móti miklu í vinnsluna. Allt I lagi er að taka á mótí miklu einn og einn dag, en ef það er mikið marga daga í röð, verður það erfítt. Það má segja að við séum að taka á móti frá fimm og upp í átta tonnum á dag, en starfsmenn em frá átta og upp í fímmtán talsins.“ Húsið sem nú gegnir hlutverki físk- verkunarhúss var upphaflega hyKKf sem alifuglasláturhús á árunum 1982-84 þegar Karl var gæsabóndi fyrir austan, en árið 1986 sneri hann sér að físk- verkun. Aflaverðmæti smábáta um 4,2 minjarðar króna Verðmæti þorskafla sóknardagabáta 1,3 milljarðar Aflaverðmæti krókabáta á tímabilinu nam HEILDARAFLAVERÐ- MÆTI smábáta, þegar einn mánuður var eftir af fisk- veiðiárinu, nam samtals um 4,2 milljörðum króna. Þar af er verðmæti þorskaflans um 3,2 milljarðar króna. 3,2 milljörðum króna. Botnfiskafli allra smábáta i lok júlí var orðinn 59.245 tonn og er áætlað verðmæti aflans um 4,2 milljarðar króna, sé fundið út með- alverð miðað við heildarverðmæti heildarafla landsmanna á fyrstu 11 mánuðum fiskveiðiársins. Þannig er áætlað meðalverð á þorski um 71 króna fyrir kílóið. Miðað við 45.627 tonna þorskafla smábáta á umræddu tímabili verður heildar- verðmæti aflans því um 3,2 millj- arðar króna. Aflamarksbðtar hafa ekki náð viðmiðinu Um síðustu mánaðamót var heildarafli krókabáta kominn í 45.255 tonn og má því út frá sömu forsendum áætla verðmæti þess afla um 3,2 milljarða króna. Um 84% aflans voru þorskur, um 37.831 tonn og er verðmæti hans um 2,7 milljarðar króna. Þorskafli krókabáta á aflahámarki var á tímabilinu kominn í 18.647 tonn, eða 76% af heildarafla í aflahá- markskerfinu. Verðmæti þorsksins er því rúmlega 1,3 milljarðar króna. 409 bátar eru í dag skráðir í aflahá- markskerfið. Meðalþorskafli á hvern bát á yfirstandandi fiskveiði- ári er því um 49.59 tonn og verð- mæti þess afla því um 3,2 milljónir króna. Samkvæmt lögum um veiðar krókabáta var miðað við að þorsk- afli aflahámarksbáta yrði 21.464 tonn á fiskveiðiárinu, eða um 52,48 tonn á hvern bát að meðaltali, að verðmæti um 3,7 milljónir króna. Afli línu- og handfærabáta fimmfalt meiri en vlðmiðið Þorskafli sóknardagabáta um síð- ustu mánaðamót var 19.184 tonn, að verðmæti um 1,3 milljarðar króna. Þar af var þorskafli sókn- ardagabáta í línu- og handfærakerfi um 9.609 tonn. Áætlað verðmæti þess afla er um 685 milljónir króna. Það er rúmlega fimmfalt meiri afli en miðað var við í krókabátalögun- um. í línu- og handfærakerfinu eru nú 167 bátar og er meðalþorskafli á hvem bát því um 57.54 tonn og verðmæti þess afla um 4,1 milljón króna. Aflaviðmið línu- og hand- færabáta á öllu fiskveiðiárinu var í lögunum 1.836 tonn og miðað við fjölda bátanna yrði áætlað verðmæti þess afla um 783.000 krónur á hvem bát að meðaltali. í þessu sambandi verður þó að athuga að afli er mjög misjafn á milli báta í kerfmu. Marg- ir þeirra hafa litlum sem engum afla landað það sem af er fískveiðiár- inu en aflahæsti báturinn í þessu kerfi hefur landað um 220 tonnum af þorski. Miðað við gefnar forsend- ur yrði aflaverðmæti hans því um 15,6 milljónir króna. Meðalverðmætið um 2,5 milijónirá bát Krókabátar í handfærakerfi höfðu landað samtals um 9.575 tonnum af þorski um síðustu mán- aðamót sem eru um 94% af heildar- afla báta í kerfinu. Áætla má að verðmæti þorskaflans sé því um 683 milljónir króna. í dag er 291 bátur í handfærakerfinu og meðal- afli hvers báts það sem af er því 34,57 tonn og meðalaflaverðmætið um 2,5 milljónir króna. Handfæra- bátarnir hafa því borið nær fjórum sinnum meiri afla að landi en viðm- iðið í krókabátalögunum gerði ráð fyrir, en þar var miðað við 2.554 tonna afla handfærabáta á fisk- veiðiárinu, eða um 9,22 tonn á hvern bát að meðaltali. Áætla má verðmæti þess afla um 657.000 krónur. En hér verður einnig að gera ráð fyrir misjöfnum afla á milli báta. Aflahæsti bátur í hand- færakerfinu hefur landað um 150 tonnum af þorski á fiskveiðiárinu og er áætlað verðmæti þeirra um 10,7 miiljónir króna. Hundrað 1 stýrimanninn • STÝRIMANNASKÓL- INN í Reykjavík verður settur næstkomandi föstu- dag klukkan 10.00 árdegis. Rúmlega 100 eru skráðir til náms við skólann í vetur. Flestir eru á fyrsta stigi, 56 alls. 38 sækja námið á öðru stigi og 8 á þriðja stigi, en það var ekki starfrækt i fyrra, þvi aðeins fjórir sóttu þá um nám á því. Þá hefur mikil aðsókn verið að stýrimannadeildunum á Dalvík og í Vestmannaeyj- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.