Morgunblaðið - 27.08.1997, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 27.08.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27.ÁGÚST 1996 B 11 Deilt um veiðileyfagjald • UM ÞAÐ bil 250 ný-sjálensk- ir fiskimenn eru nú án atvinnu í kjölfar herferðar ríkissljórn- arinnar gegn ógreiddu veiði- leyfagjaldi, en skuidir þessar nenia yfir einni milljón ný-sjá- lenskra dollara. Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur fryst kvóta- réttindi þeirra, sem ekki hafa innt þessar greiðslur af hendi, en skv. því er fram kemur f Fishiag News Intematiotml skuldar meðaistórt sjávarút- vegsfyrirtæki um 68 þúsund ný-sjálenskra doliara. Sjávarútvegsráðherra Ný- Sjálendinga, John Luxton, hef- ur látið fara frá sér hörð við- brögð í kjölfar ásakana Sam- taka útvegsmanna um að verið væri að reyna að kippa fótun- ura undan minnstu útgerðun- um, en samtökin áætla að margar smáútgerðir í norður- hluta landsins þéni ekki nema um 15 þúsund ný-sjálenskra doliara á ári, þar af þurfi þau að greiða að meðaltali 1.200 doilara til ríkisins fyrir utan skatta. Ráðherrann minnir á að núverandi fyrirkomulag hafi verið tekið upp eftir tíu mánaða strangar viðræður, sem Samtök útvegsmanna hafi leikið stórt hlutverk í. Útvegs- irenn hafi sjálfir stungið upp á breytingum, sem leitt hefðu hlutfallslega til meiri gjald- töku af smærri útgerðunum. Áætlað er að gjaldtaka af sjávarútveginum á fiskveiðiár- inu 1996/97 nemi samtals 32,5 milljónum doilara af 48,9 miíy- óna fjárlagaramma ráðu- neytisins. Um 700 útgerðar- menn tóku þátt í mótmælunum og neituðu að boi-ga. _______FRÉTTIR_____________ Þorsteinn EA landaði 426 tonnum af kolmunna Auktu framleiðnina með | Færibanda- 1 z Fimm skip komin á miðin í Rósagarði ÞORSTEINN EA kom inn til hafnar í Neskaupstað í gær- morgun með sprungna vörpu og 426 tonn af kolmunna, sem landað var í bræðslu hjá Síldar- vinnslunni hf. Aflann fékk skipið á þremur dögum í Rósagarðinum svokallaða sem er í íslensku lögsögunni, miðja vegu milli íslands og Færeyja. Auk Þorsteins, eru á kolmunnamiðunum Sighvatur Bjarnason VE, Elliði GK og Bjarni Ólafsson AK sem allir voru komnir með góða slatta í gær. Fimmta skipið, Beitir NK, hélt síðan í kolmunnann í gærkvöldi, en það er eina íslenska skipið sem stundað hefur tilrauna- veiðar á kolmunna undanfarin ár með litlum sem engum árangri. Þorsteinn EA gerði hlé á loðnu- veiðum til að fara í kolmunnann 22. ágúst sl. og veiðir kolmunnann í flottroll. „Við höfum aldrei verið í kolmunna áður. Þetta eru prufu- veiðar og förum við í Rósagarðinn aftur um leið og búið verður að gera við vörpuna," sagði Hörður Guðmundsson, skipstjóri, í samtali við Verið í gær. Togarar á karfaveiðum létu vita af kolmunna Þorsteinn EA var um átta tíma á leiðinni af miðunum til lands í Neskaupstað. Hörður vildi engu spá um framhald veiðanna, en meiningin væri að prófa þetta eitt- hvað áfram. „Ég var ekki búinn að leita nema í hálfan dag eða svo þegar ég frétti af þessu hjá togur- um, sem þarna voru á karfaveið- um. Þetta er ekki í neinum torfum. Aðallega veiðist kolmunninn yfir hádaginn, en gefur sig lítið á nótt- inni. Við höfum verið að draga frá fjórum og upp í sjö tíma og verið að fá frá 50 og upp í 190 tonn í hali.“ Að sögn Harðar bíða menn nú bara spenntir eftir því hvaða verð fæst út úr þessum veiðum, en hann átti von á því að það yrði heldur lægra en það sem væri verið að borga fyrir loðnuna. „í sumar höf- um við verið að fá þetta 6.200 krónur og upp í 6.700 krónur fyrir tonnið af loðnu. Okkur er sagt að við fáum að lágmarki 5.000 krónur fyrir tonnið af kolmunna og kannski eitthvað meira ef mæling- ar koma vel út.“ Fljótur að forða sér „Við höfum verið með Beiti á kolmunna í mörg ár og aldrei feng- ið neitt, en sú staðreynd að það skuli vera fleiri bátar á miðunum nú, breytir heilmiklu í því að finna fiskinn og halda honum undir. Leit fyrir eitt skip á stóru hafi er erfið viðureignar. Þetta virðist nú lofa einhverju. Kolmunninn er hinsvegar vel syndur og fljótur að forða sér. Hann hefur komið og farið allavegana, aðallega farið,“ segir Freysteinn Bjarnason, út- gerðarstjóri Síldarvinnslunnar. Að sögn Freysteins er kolmunn- inn fyrst og fremst bræðslufiskur þó hægt muni vera að flaka hann og vinna um borð í vinnsluskipum. „Eg reikna ekki með að það fáist meira verð fyrir kolmunnann en loðnuna. Meira af þurrefnum eða mjölefnum eru í kolmunnanum, en miklu minna lýsi.“ Gert er ráð fyr- ir niðurstöðum úr efnagreiningu kolmunnans í dag og verður þá hægt að segja til um hvað greitt verður fyrir tonnið. Kolmunni er utan kvóta, en veiðar á honum eru háðar leyfisveitingum sjávarút- vegsráðuneytisins. motorar, fíutningsrúllur, fíutningskerfí, lagerkerfí. Viðurkennd gæðavara.1 = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 SEWfP EUROPRIVE GIRMOTORAR HRAÐABREYTAR VARMAVERK Palshrauni 5—220 Halnarfirði Slmi: 565 1750 Fax: 565 1951 RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNA Ericson neyðardælan frá Vélsmiðjunni Nonna ehf. Viðhaldsfrítt neyðardælukerfi Þar sem flest lekatilfelli koma fyrir þegar báturinn/skipið eru á siglingu, er neyðardælubúnaðurinn eðlilega tengdur við skrúfuöxulinn. Þegar hættuástand skapast vegna leka byrjar dælan að vinna, án þess að nokkur um borð þurfi að vita af því. Þar sem Ericson neyðardælukerfið hefur enga hreyfanlega hluti, nema dæluhjólið, er það núningslaust og viðhaldsfrítt. Það hefur hvorki loka, pakkningar, tannhjól né síur og það þarf hvorki smurningu né rafmagn. Sú minnsta dælir, á 800 snúningum, 1320 lítrum á mínútu upp í þriggja metra hæð. Passar fyrir öxulstærðir frá 25mm til 190 mm. Hafið samband við sölumenn okkar og leitið upplýsinga. mmm ehf. Vélsmiðja Langsholtsvegi 1Q9, RO. Box 4207,124 Reykjavík. Sími 588 9325 og 588 9308, Fax 588 9318 Stýrimaður óskar eftir plássi sem fyrst. Er vanur flestum veiðum. Svör sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „S — 1247", fyrir 3. september. BÁTAR/SKIP Vantar skip á söluskrá Vegna eftirspurnar vantar allar gerðir skipa á skrá til sölu innanlands og til útflutnings. MMl O Suðurlandsbraut 50- 108Rvk. JJJJg II I I ^ Sími 588-2266 - Fax 588-2260 SK.IPASALA ehf. Þorsteinn Guðnason rek.hagfr. Vegna mikillar sölu vantar okkur á skrá allar stærðir af fiskiskipum. Höfum kaupenduraf aflahámarksbátum með allt að 180 tonnum. Staðgreiðsla í boði. Vantar góða handfærabáta í dagakerfi. Höfum kaupendur að dragnótabátum. Skipamiðlunin Bátar og kvóti, löggilt skipasala, Síðumúla 33, s. 568 3330, 4 línur. Fax 568 3331. TIL SÖLU kvBtabankinn Síðasta vika kvótaársins. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. AT VI NNUHÚ5NÆQ Mjög gott 1.035 fm fiskvinnsluhúsnæði í góðu standi og vel staðsett við Vatnsnesveg í Keflavík. Hús- næðið er nýlega endurnýjað, hefur vinnsluleyfi og með möguleika fyrirferskfiskvinnslu, salt- fisk og fleira. Húsnæðið er laust strax. Allar nánari upplýsingar hjá: Eignamiðlun Suðurnesja, Hafnargötu 17, Keflavík, sími 421 1700.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.