Morgunblaðið - 20.09.1997, Page 1

Morgunblaðið - 20.09.1997, Page 1
 Leikur Tindastóls og KR ómerkur STJÓRN Körfuknattleiksráðs Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sinum á finmitudaginn að viðureign KR og Tindastóls í Reykjavikurmóti karla i körfu- knattleik á dögunum skuli vera ómerk og órslit hennar niður falla. Hefur félögunum verið gefinn kostur á að tilgreina nýjan leikdag áður en undan- úrslit fara framá mánudag. Takist það ekki fær hvorugt félagið stig úr innbyrðisviðureign þeirra. í tilkynningu frá Körfuknattleiksráðinu segir: „Ákvörðun um flutning leiksins frá Reykjavík var tekin i heimildarleysi af félögunum tveimur og án samþykkis tækninefndar Reykjavíkurmótsins sem annast framkvæmd þess. Tindastóll hefur tekið þátt £ Reykjavíkurmótinu £ körfuknattleik nú £ haust sem gestur £ boði KKRR. Þátttakan var bundin þvi skilyrði að leikir £ niótinu færu fram í Reykjavík. Onnur félög sem leika sem gesttir í mótinu, Breiðablik og Stjarnan, hafa gengist undir það og virt skilyrði sem sett voru fyrir þátttöku þeirra.“ Ragna Lóa Stefánsdóttirfer líklega heim af spítala um helgina eftirað hafa verið ílífshættu Morgunblaðið/Þorkell RAGNA Lóa Stefánsdóttir í rúmi sínu á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þar sem hún er á góðum batavegi og ætlar að sjá leik KR og Breiðabliks i Meistarakeppninni í dag. „Vakna þú mín Þymirós“ „AÐGERÐIN á fætinum tókst mjög vel, en eftir hana bárust beinmergur og óhreinindi með blóðinu upp í lungun með þeim afleiðingum að ég gat vart and- að. Lungun voru orðin full af óhreinindum, ég var bráðri lífs- hættu,“ segir Ragna Lóa Stef- ánsdóttir, landsliðsmaður í knattspyrnu, þjálfari og leik- maður Islandsmeistara KR. Hún fótbrotnaði illa í landsleik gegn Úkraínu fyrir tæpum hálf- um mánuði og komst nú í vik- unni loks inn á almenna stofu. Vegna þessara óhreininda fékk Ragna Lóa svokallaða íferð sem gerði það að verkum að hún gat ekki andað og var hún svæfð og sett í öndunarvél í hálfan fjórða sólarhring. „Mér varð sífellt þyngra um andardrátt eftir því sem frá leið aðgerðinni og á fimmtudegi var ég að lognast út af,“ segir Ragna, en hún brotnaði í leik á sunnudegi og fór í aðgerð í kjöl- farið. „Ég man varla eftir þess- um síðasta degi áður en ég var sett í öndunarvélina." Ragna segir batann hafa verið hraðan eftir að hún vaknaði upp á ný á síðasta sunnudag og reyndar hefur hann verið betri en læknar töldu. Er það helst þakkað í hversu góðu líkamlegu ástandi hún er, ekki síst hversu góð lungun í henni eru. „Ég hef verið í iþróttum frá fæðingu og það er ljóst að allar þrekæfing- arnar, hlaupin og erfiðið í kring- um knattspyrnuna, hafa skilað góðum iungum sem hefur hjálp- að mér nú. Læknarnir segja mér að ef ég hefði verið eldri og ekki í eins góðri æfingu og raun er á væri ég tæplega á lífi.“ Vegna þess hraða bata og sú staðreynd að lungun er að verða hrein segist Ragna Lóa búast við að fara heim af spítalanum á sunnudaginn. „Læknarnir hafa talað um að ég færi heim strax eftir helgi en vegna þess hversu hröðum framförum ég hef tekið er ekki ósennilegt að það verði fyrr, vonandi á sunnudaginn [á morgun].“ Hvað sem því líður hefur hún fengið leyfi til að vera á meðal áhorfenda á leik KR og Breiða- bliks í Meistarakeppni kvenna á Valsvelli. „Þar verð ég í hjóla- stól og hvet mitt lið,“ segir Ragna og mikila tillilökkun má greina í röddinnni. En meðan Ragna barðist fyrir lífinu tryggði liðið sem Ragna leikur með og hefur þjálfað síðastliðið ár, KR, sér íslands- meistaratitilinn í knattspyrnu. Stúlkurnar hennar Rögnu voru konmar með aðra hönd á titilinn þegar hún slasaðist en nú er hann í höfn og um síðastliðna helgi fengu þær bikarinn afhent- an. Ragna segir það auðvitað hafa verið sorglegt að hafa ekki getað tekið þátt í lokaspettinum og fögnuðinum þegar bikarinn var í húsi, eftir 10 mánaða undir- búning og erfiði. „ Aðalatriðið er hins vegar að vera á lífi og fyr- ir það er ég ákaflega þakklát.“ Eftir að KR-stúlkur fengu bikarinn afhentan sendu þær hann á Sjúkrahús Reykjavikur til þjálfara síns og bréf með. „Tvær stúlkur úr liðinu sendu bréf með bikarnum og þegar ég vaknaði sá ég bikarinn og las bréfið, þar stóð „Vakna þú mín Þyrnirós“.“ Ragna segir fótbrotið gróa vel og nú megi hún tylla í fótinn en reiknað er með að hún geti farið að ganga óstudd eftir 6 til 8 vik- ur. Nú tekur við þolinmæðis- vinna í þjálfun. „Ég verð komin á fulla ferð fljótlega, aldrei betri,“ segir Ragna Lóa og bros- ir sínu breiðasta, enda komin inn á beinu brautina á ný. „Ég held samt að ég leggi skóna á hilluna núna.“ KNATTSPYRNA: TRYGGJA EYJAMENN SÉR ÍSLANDSMEISTARATITILINN í DAG? / B3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.