Morgunblaðið - 30.09.1997, Síða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR •
JMttrgttttMftfrife
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þriðjudagur 30. september 1997
Blað C
Hagstæð
þróun
VEGNA lækkunar vaxta fá selj-
endur íbúða meira fyrir hús-
bréfin, segir Grétar J. Guð-
mundsson í þættinum Markað-
urinn. Þannig fá seljendur í
raun hærra verð fyrir íbúðir
sínar, jafnvel þó að heildarverð
þeirra hækki ekki. / 2 ►
[ÍlHlirwi
Veðurfar og
uppskera
ÞRÁTT fyrir kuldanepjuna í
vor tók gróður vel við sér, svo
að uppskera var sízt lakari en í
meðalári, segir Hafsteinn Haf-
liðason í þættinum Gróður og
garðar, þar sem hann veltir því
fyrir sér, hvort veðurfar fari
hlýnandi hér á landi. / 4 ►
Ú T T E K T
Einbýl-
ishús
MARKAÐURINN fyrir
góð einbýlishús á höf-
uðborgarsvæðinu hef-
ur styrkzt mjög á þessu ári og
mörg stór liús hafa verið seld,
sem höfðu verið í sölu jafnvel
árum saman án þess að seljast.
Kemur þetta fram í grein hér
í blaðinu í dag, þar sem fjallað
er um einbýlishúsamarkaðinn.
Að sögn Pálma B. Almars-
sonar, fasteignasala hjá
Bifröst, er nú skortur á mark-
aðnum á einbýlishúsum í
gömlu hverfunum. „Það eru
margir, sem vilja kaupa og
eftirspumin er því mikil en
framboð er lítið,“ segir Pálmi.
„Nú er miklu auðveldara að
kaupa myndarlegar eignir en
eitt sinn var,“ segir Pálmi
ennfremur. „Ef lánastofnanir
telja eignirnar lánshæfar og
lántakandinn er traustur, tek-
ur það ekki nema örfáa daga
fyrir kaupendur að fá lán til
kaupanna. Eignaskipti era því
ekki eins algeng og áður, þeg-
ar um stærri eignir er að
ræða.
Vextir eru 7-8% eftir veð-
rétti og veðhæfni eignanna.
Vextir eru því aðeins hærri en
í húsbréfakerfinu, en á móti
kemur, að afföll eru engin."
Fjallað er um nokkur at-
hyglisverð einbýlishús, sem nú
eru til sölu. Greinilegt er, að
alltaf er til staðar viss hópur
fólks, sem hefur áhuga á stór-
um húsum. / 16 ►
Hækkandi fer-
metraverð í sér-
býli í Reykjavík
NOKKUR hækkun virðist hafa orðið
á sérbýli í Reykjavík á síðustu tólf
mánuðum, en undir sérbýli falla
bæði einbýlishús og raðhús. Hækk-
unin er greinilega mest í minna sér-
býli. Þó virðist einnig hafa orðið
hækkun á stórum einbýlishúsum.
Teikningin hér til hliðar sýnir ann-
ars vegar fermetraverð í þeim hús-
eignum, sem skiptu um eigendur á
síðasta ári og hins vegar þeim, sem
skipt hafa um eigendur á tólf mán-
aða tímabilinu júlí 1996-júní 1997. Er
þar byggt á upplýsingum frá Fast-
eignamati ríkisins, sem taka til stein-
húsa reistra 1940 eða síðar.
Þó að verð kunni að hafa hækkað
eitthvað, er ekki þar með sagt, að það
sé allt raunhækkun, því að taka verð-
ur tillit til hækkana á vísitölu bygg-
ingarkostnaðar, en á tímabilinu júh'
1996 - júní 1997 hækkaði hún um
6,3%. Jafnframt ber að hafa í huga, að
stór einbýlishús höfðu lækkað tölu-
vert í verði á undanfórnum árum.
Eins og sjá má, þá er fermetra-
verðið lægra eftir því sem húsin eru
stærri. Fyrir því eru ýmsar ástæður.
Vissir dýrir þættir era sameiginlegir
með öllum íbúðarhúsum. Þar má
nefna eldhús og bað, útihurð og
margs konar búnað. Ymiss konar
undirbúningur kostai- líka svipað,
hvort sem húsin ena lítil eða stór.
Hagræði við innkaup í stór hús eru
einnig meiri vegna magnsins.
Fleira hefur áhrif á fermetraverð
húsa. Þau eru auðvitað misjöfn að
allri gerð og mismikið í þau borið,
hvort sem þau eru gömul eða ný.
Jafnframt eru sum hverfi eftirsóttari
en önnur og það hefur einnig áhrif á
verðið.
Gott viðhald ræður líka afar miklu
um verð og sölu, en það er mjög
misjafnt, hve vel húseignum er
haldið við. Því verður að hafa í
huga, að hér er um meðalverð að
ræða og að frávik frá meðalverði
geta verið mikil.
110-149 ferm. 1996
júlí '96-júní '97
150-209 ferm. 1996
júlí '96-júní '97
210-269 ferm. 1996
júlí '96-júní '97
270-369 ferm. 1996
júlí r96-júní '97
SERBYLI ALLS
júlí '96-júní r97
58.872 kr.
' 59.513 kr.
Kynntu þér kosti
Fasteignalána
Fjárvangs hjá
ráðgjöfum Fjárvangs
í síma 5 40 50 60
Dæmi um mánaðarlegar afborganir af
1.000.000 kn Fasteignaláni Fjárvangs*
\fcxtir(%) 10 ár 15 ár 25 ár
7,0 11.610 8.990 7.070
7,5 11.900 9.270 7.500
8,0 12.100 9.560 7.700
Miðað er við jafngreiðslulán.
*Auk verðbóta
FJARVANGUR
Laugavegi 170,105 Reykjavík, sími 540 50 60, símbréf 540 50 61, www.fjarvangur.is