Morgunblaðið - 30.09.1997, Page 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER1997
i
MORGUNBLAÐIÐ
ÓÐINSGATA2 er gamalt og virðulegt hús sem hentugt gæti verið til
ýmiss konar atvinnustarfsemi og einnig til íbúðar. Húsið er til sölu hjá
Hóli, en ásett verð er 23 millj. kr.
Virðulegt hús
við Óðinsgötu
Verzlunarhúsnæði
við Faxafen
Fasteign-
sölur / 1
blaðinu í dag
Agnar Gústafsson bls. 7
Almenna fasteignasalan bls. 12
Ás bls. 20
Ásbyrgi bls. 8
Berg bls. 8
Bifröst bls. 7
Borgareign bls. 18
Borgir bls. 9
Eignamiölun bls. 12-13
Fasteignamarkaöur bls. 3
Fasteignamiðstöðin bls. 26
Fasteignas. íslands bls. 22
Fasteignas. R.vikur bls. 5
Fjárfesting bls. 20
Fold bls. 10
Gimli bls. 28
Hóll bis.14-15
Hóll Hatnarfiröi bls. 19
Hraunhamar bls. 27
Húsakaup bls. 11
Húsvangur bls. 21
Höfði bls. 25
Kjörbýlii bls. 24
Kjöreign bls. 23
Laufás bls. 15
Miðborg bls. 6
Óðal bls. 17
Skeifan bls. 4
Stóreign bls. 12
Valhöll bls. 18
Farsæl
fasteignaviðskipti
= þekking og
reynsla
f
Félag Fasteignasala
ÖÐRU hvoru koma í sölu hús sem
margir þekkja og hafa lengi sett
svip á bæinn. Hjá fasteignasölunni
Hóli er nú í einkasölu húseignin Óð-
insgata 2. Þetta er timburhús byggt
1906 auk viðbyggingar úr steini sem
reist var 1926. Húsið er kjallari,
hæð og ris og rúmir 100 ferm. að
grunnfleti.
„Hús þetta hefur verið í eigu
sömu fjölskyldunnar frá því það var
byggt og er sagt eitt fyrsta húsið
sem byggt var á þessu svæði og enn
stendur fyrir utan Hegningarhús-
ið,“ sagði Elías Haraldsson hjá Hóli.
„Eins og húsið er nýtt í dag er í
kjallaranum í eldri byggingunni sér,
lítil íbúð sem leigð er út. í nýrri
hlutanum er lftið atvinnuhúsnæði og
þar er raftnagnsverkstæði. Á aðal-
hæð og í risi er glæsileg íbúð með
góðri lofthæð, gipslistum og rósett-
um í lofti. Hægt væri að gera
séríbúð í risinu.
Möguleikarnir sem þetta hús
býður upp á eru margir. Hægt er að
gera þarna fjórar íbúðir eða færri
en stærri íbúðir, eitt glæsilegt ein-
býlishús og svo er hægt að hafa
þama margvíslegan atvinnurekstur.
Þegar hafa komið fyrirspumir
um húsið, m.a. frá mönnum sem
hafa áhuga á veitingarekstri og
einnig aðilum sem vom að hugsa
um að koma uppi gistiheimili í hús-
inu, þar sem þessi staður er mjög
ákjósanlegur fyrir t.d. útlendinga
sem vilja geta farið allra ferða sinna
fótgangandi.
Alls konar önnur atvinnustarf-
semi, svo sem verslun eða iðnaður
væri líka vel settur í húsinu, en það
stendur mjög nærri miðbænum án
þess þó að vera í mesta skarkalan-
um.
Húsið hefur fengið gott viðhald
allt frá upphafi, en það er klætt að
utan með álklæðningu þannig að
heildarsvipur þess er góður. Að inn-
an er margt upp á gamla mátann og
mætti leggja meiri áherslu á hið
virðulega útlit hússins ef vilji væri
fyrir slíku. Húsið getur losnað fljót-
lega, en ásett verð er 23 millj. kr.“
Margir þættir hafa áhrif á fast-
eignamarkaðinn, umsvifin á
honum og möguleika fólks á að
festa kaup á, byggja eða selja íbúð-
arhúsnæði. Óvissa í efnahagsmál-
um, atvinnumálum, eða öðru því
sem áhrif hefur á greiðslugetu al-
mennings, dregur úr framkvæmd-
um. Stöðugleiki hefur hins vegar
örvandi áhrif.
Ástandið undanfarin ár hefur
verið skólabókardæmi um þetta.
Háir vextir á fjármagnsmarkaði og
atvinnuleysi á vinnumarkaði komu
fram í fasteignaviðskiptum. Það
sama á við nú þegar aðstæður hafa
breyst, nema með öfugum for-
merkjum. Staðan á fasteignamark-
aðnum er góð, alltént á þeim stöð-
um þar sem hægt er að tala um
virkan markað.
Aukin umsvif
Vextir á fjármagnsmarkaði hafa
verið lægri síðastliðna mánuði en
flesta rekur minni til frá fyrri árum.
Áhrifa þess gætir víða og fyrir fast-
eignamarkaðinn er þetta sérstak-
lega jákvætt. íbúðarkaup, húsbygg-
ingar og endurbætur á íbúðarhús-
næði eru auðveldari fyrir vikið, ef
fólk þarf á lánum að halda. Meiri
stöðugleiki er nú á vinnumarkaði og
óvissan er minni í kjölfar nýgerðra
kjarasamninga, sem gengið hefur
verið frá varðandi meirihluta laun-
þega.
Þegar allt þetta er lagt saman
kemur ekki á óvart, að fasteignavið-
skipti hafa verið mikil upp á
síðkastið. Þá virðist og sem nýbygg-
ingar séu að taka við sér og var ekki
vanþörf á eftir lægð undanfarinna
ára. Jafnvel má gera ráð fyrir því að
meiri háttar endurbætur á íbúðar-
húsnæði hafi aukist eða muni gera
það á næstunni.
Flestir íbúðarkaupendur og hús-
byggjendur þurfa á lánum að halda,
MEIRI eftirspurn er nú eftir at-
vinnuhúsnæði en áður og þá ekki
hvað sízt á heppilegum stöðum. Hjá
Eignamiðluninni er til sölu stórt
verslunar- og þjónustuhúsnæði á
götuhæð að Faxafeni 10. Eignin er
1.500 ferm. og steinsteypt, byggð
1987.
„Þetta er mjög gott verslunar-
húsnæði í einum 1.390 feim. sal með
góðri lofthæð og stórum verslunar-
gluggum í tvær áttir," sagði Stefán
Stefánsson hjá Eignamiðluninni.
„Möguleiki er á að skipta þessum
sal upp í minni einingar. I norður-
þegar fyrsta íbúð er keypt eða
byggð svo og þegar fólk er að
stækka við sig. Lánamöguleikar
fólks hafa aukist til muna á síðustu
árum. Nú er svo komið að tiltölu-
lega auðvelt er fyrir flesta að fá
lánafyrirgreiðslu, hvort sgm er hjá
lánastofnunum eða öðrum. I fjöl-
miðlum er nánast daglega auglýst
eftir lántakendum í einu eða öðru
formi. Það er af sem áður var. Þetta
gerir fasteignaviðskipti og bygging-
ar auðveldari, ef rétt er á málum
haldið.
Stöðugt lánakerfi
Húsbréfakerfið hefur rækilega
fest sig í sessi. Það gengur greið-
lega fyrir sig og á án efa ekki
minnstan þátt í því hvað fasteigna-
viðskipti hafa verið jöfn og auðveld
á umliðnum árum. Áfgreiðsla á hús-
bréfaláni frá Húsnæðisstofnun tek-
ur til að mynda ekki nema um viku.
Þegar haft er í huga um hve gífur-
lega mikilvægan þátt í fjárfesting-
um hvers og eins umsækjanda er að
ræða, sést hvað þetta er skjótvirk
afgreiðsla.
Húsbréfakerfinu var vel tekið
strax í upphafi á árinu 1989. Þá var
tekin upp nýjung í lánaviðskiptum
enda eru svo tvö afmörkuð verslun-
arpláss með sérinngangi, sem snúa
út að götu.
í húsnæðinu hefur verið verslun-
arrekstur og sölumarkaður en þetta
húsnæði gæti nýst mjög vel sem
verslunar- og sýningarsalir og jafn-
vel skrifstofur fyrir ýmiss konar
starfsemi.
Húsnæðið er laust til afhendingar
strax, en ásett verð er 98 millj. kr.
fyrir heildareignina. Áhvílandi eru
35 millj. kr. í hagstæðum langtíma-
lánum.“
hér á landi. Þeir sem að kerfmu
koma þurfa að kanna aðstæður á
fjármagnsmarkaði, áður en ákvarð-
anir eru teknar um kaup, byggingu,
endui-bætur eða sölu á íbúðarhús-
næði. Áður skiptu þessar aðstæður
umsækjendur um húsnæðislán litlu
máli. Þeir fóru bara í biðröð eftir
lánum.
Markaðskerfi
Húsbréfakei-fið er hreint mark-
aðskerfi. Kjör ráðast af aðstæðum á
fjármagnsmarkaði. Vextir af hús-
bréfalánum, sem kaupendur greiða
af, eru fastir. Mismunur á vöxtum
af húsbréfum, sem seljendur fá við
sölu íbúðar, og þeim vöxtum, sem
eru á fjármagnsmarkaði á hverjum
tíma, koma fram í affóllum við sölu
húsbréfanna. Lækkun vaxta að
undanförnu hefur gert það að verk-
um, að seljendur íbúða fá meira
fjármagn fyrir húsbréf, sem þeir
selja. Þannig fá seljendur í raun
hærra verð fyrir íbúðir sínar, jafn-
vel þó að heildarverð þeirra hækki
ekki.
Lækkun vaxta er íbúðarkaupend-
um einnig í hag, því minni affóll við
sölu húsbréfa dregur úr þörf fyrir
hækkun íbúðaiverðs, sem alltaf má
reikna með í kjölfar meiri eftir-
spumar, eins og vart hefur orðið að
undanfórnu. Það sama á við um
húsbyggjendur, sem taka húsbréfa-
lán. Þeir fá meira fyrir húsbréf við
sölu þeirra á markaði, og þannig
eni íbúðarbyggingar í raun auð-
veldari en áður.
Stöðugleiki á fjáimagns- og
vinnumarkaði og stöðugt og ömggt
húsnæðislánakerfi, sem gengur að
öllu leyti upp, stuðlar hvert fyrir sig
að öryggi á fasteignamarkaði. Á því
hagnast allir. Jákvæð áhrif stöðug-
leikans eru því augljós.
I BUÐARLÁN
TIL ALLT AÐ
Þú átt góðu láni
að fagna hjá
Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis
SPARISIOÐUR *
REYKJAVlKUR oc nácrennis V.
EIGNAMIÐLUNIN er með til sölu 1.500 ferm. verslunar- og þjónustu-
húsnæði við Faxafen 10. Ásett verð er 98 millj. kr. en áhvilandi eru 35
millj. kr.
Jákvæð áhrif
stöðugleikans
Markaðurinn
Vextir hafa verið lægri síðastliðna mánuði
en flesta rekur minni til, segir Grétar J.
Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðis-
stofnunar ríkisins. Fyrir fasteignamarkað-
inn er þetta sérstaklega jákvætt.
i
i
í
i
i
i
í
i
>
i
1
I
I
I