Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 22
, 22 C ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Það eru fjölbreyttir pappírar
sem detta inn um bréfalúguna,
allir að auglýsa allt, tilboðunum
rignir inn. Inn á milli kemur lesmál,
sem verulega athygli vekur og eitt
slíkt hefti var að koma, Byggiðn,
kynningarrit nýstofnaðs Menntafé-
lags byggingariðnaðarins sem er
sameignarfélag Samtaka iðnaðarins
og Samiðnar, samtaka sveina í
byggingaiðnaði, en þetta nýja félag
tekur við af Fræðsluráði byggingar-
iðnaðarins, sem lagði grundvöllinn
að endurmenntun byggingamanna.
í Byggiðn er skrá yfir þau nám-
skeið sem í boði eru á haustönn,
sum eru ný en önnur eru námskeið
sem mikil aðsókn hefur verið að hjá
Fræðsluráðinu og er þeim fram-
haldið á nýjum vettvangi.
Of langt mál yrði að telja upp öll
námskeiðin, en rétt að gefa nokkur
dæmi. Á rekstrarsviði má nefna
„Gæðastjórnun", „Verkstjóm á
byggingarstað" og „Vekefnistjórn-
un“. Meðal fagnámskeiða iðngreina
má nefna „Lögn parketgólfa", „Við-
hald og endurbætur eldri timbur-
húsa“, „Plastlagnir - Rör í rör
lagnakerfi", en nú þegar er búið að
halda allmörg námskeið um þetta
efni, og „Snjóbræðslu- og gólfhita-
lagnir", þá er og vísað til fjöl-
breyttra tölvunámskeiða Rafiðnað-
arskólans. í vinnslu eru m.a. nám-
skeiðin „Timbur og steyptir stigar“,
„Gas- og loftlagnir" og „Litaval og
litafræði".
En í þessu fyrsta tölublaði af
„Byggiðn“ er efni sem hver fagmað-
ur í byggingariðnaði ætti að láta sig
Menntafélag
byggingariðnaðarins
Lagnafréttir
Byggingariðnaðurinn varðar alla þjóðfélags-
þegna, segir Sigurður Grétar Guðmundsson.
Að koma sér upp þaki yfír höfuðið er það
Grettistak, sem allir verða að lyfta.
varða og raunar miklu fleiri, því
byggingariðnaður varðar alla þjóð-
félagsþegna, að koma sér upp þaki
yfir höfuðið er það Grettistak sem
allir verða að lyfta. Pess vegna er
það þjóðarhagur að allir þeir sem í
byggingariðnaði starfa hafi sem
besta og víðtækasta menntun og
þekkingu.
Sundurlyndisfjandinn
Formaður Menntafélags bygg-
ingariðnaðarins, Guðmundur Ómar
Guðmundsson, skrifar stutta en
hnitmiðaða ritstjórnargrein og seg-
ir þar m.a.:
„Undanfarin ár hefur iðnmennt-
un ekki höfðað til ungs fólks. Ef-
laust eru ýmsar ástæður fyrir því.
Ein er sú að við byggingamenn höf-
um ekki staðið okkur sem skyldi við
endurskoðun námsins og alls ekki í
að kynna þá möguleika sem felast í
námi í byggingagreinum. Þar kem-
ur að hluta til samstöðuleysi okkar
og sundrung. Ekki hefur tekist að
sameina alla sveina í byggingariðn-
aði í ein heildarsamtök og ekki held-
ur atvinnurekendur en það leiðir til
þess að allt starf að menntunarmál-
um okkar er ómarkvisst og fálm-
kennt.
Þegar spurt er: Hvað viljum við
byggingamenn? - held ég að svar
okkar allra verði eitthvað á þá leið
að vegur starfsgreinarinnar verði
sem mestur. En þegar kemur að því
að sameina krafta okkar ráða einka-
-y
F&AGl»SBSNASAfcA
Opið 9-18
MSTEI9NASALAISLANDS
Haukur Geir Garðorsson
viðskiptafræðingur og
löggillur fasteignasan
SUPURLAMPSBRAUT 12 » SIAAI 588 5060 • FAX .588 5066.
2ja herbergja
BÍLLINN UPP í! Falleg nýleg 2ja
herbergja íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli
við Flétturima. Stæði í bílskýli. Góð
staðsetning. Möguleiki að taka ca. 1
millj. kr. bíl upp í. Áhv. 3,8 millj.
húsbréf. LAUS STRAX. Verð 6,2 millj.
NÝTT í MIÐBORGINNI
Vorum að fá í sölu fallega 2ja herb.
íbúð á 4. hæð í nýlegu lyftuhúsi í
miðbæ Reykjavíkur. Ahv. um 4,4 millj.
húsbréf. LAUS STRAX - LYKLAR Á
SKRIFSTOFU. Verð 6,7 millj.
SELTJARNARNES Mjög góð
og björt 2ja herb. risíb. í fjórbýli við
Melabraut. Suðursvalir. Áhv. 1,8 millj.
langt.lán. Verð 4,8 millj.
HÖFUM ÁKVEÐNA KAUPENDUR AÐ:
1) 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ í HRAUNBÆ EÐA ÁRBÆ.
2) 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ í HRÍSMÓUM GARÐABÆ
OG Á KR-SVÆÐINU.
3) 3 - 4RA HERBERGJA í FOSSVOGI EÐA SMÁÍBÚÐA-
HVERFI.
4) HÆÐ í HLÍÐUNUM EÐA í HOLTUNUM.
5) EINBÝLI/RAÐHÚS í GARÐABÆ OG GRAFARVOGI.
MANAGATA - LAUS -
LAN Góð 2ja herb. íbúð í kj. í
þribýli á þessum góða stað
miðsvæðis. Sérinngangur. Laus
strax. Áhv. 2,4 millj. byggsj. rik.
Verð 4,9 millj.
HAALEITI - 4 SVEFNH.
Mög falleg 6 herb. ibúð á 4. hæð í
fjölbýli með glæsilegu útsýni.
Stofa, borðstofa, 4 svefnherbergi.
Þvottaherb. í íb. Merbau-parket.
Tvennar svalir. Áhv. hagstæð
byggsj/lífsj. lán 3,3 millj m. lágum
vöxtum. LAUS STRAX, Verð 8,4
millj.
HRAUNBÆR Góð 2ja herb. ib.,
60 fm á 2. hæð í fjölbýli. Suðursvalir.
Fallegt útsýni. Bein sala eða skipti á
3ja herb. Verð 4,8 millj.
3ja herbergja
ENGIHJALLI - GOÐ IBUÐ
Mjög góð 3ja herb íb., 90 fm, á 3. hæð
í góðu fjölbýli. Suður- og austursvalir.
Þvottahús á hæðinni. Hús endurnýjað
að utan. Verð 6,3 millj.
LYNGMÓAR - GBÆ Falleg 3-
4ra herb. íb. á 1. hæð i litlu fjölb. með
innb. bílskúr. Suðursvalir. Verð 7,8 millj.
AUSTURSTRÖND - BÍLSK.
Mjög falleg og vönduð 3ja herbergja
íbúð ofarlega í lyftuhúsi. Parket.
Útsýni. Bílskýli. Verð 8,0 millj.
ÁLFHEIMAR Góð 3ja herb. íbúð
á jh. i góðu fjölbýli. Áhv. 3,5 millj.
húsbr. Laus fljótlega. Verð 6,2 mllj.
HRAUNBÆR Góð 3ja herb. íb. á
3. hæð í fjölbýli. Stutt í alla þjónustu.
Verð 5,8 millj.
FLÉTTURIMI Glæsileg 4ra herb.
íbúð á jarðhæð í nýlegu litlu fjölbýli.
Parket. Vandaðar innréttingar. Áhv. 5,2
millj. húsbréf. Verð 8,6 millj.
5 HERB. OG BÍLSKÚR Góð 5
herb. endaíb. á 4. hæð í góðu fjölbýli.
Stofa m. stórum suðursvölum og
útsýni, 4 svefnherb. Þvottah. í íb. Áhvíl.
4,8 millj. LAUS STRAX. Lyklar á skrifst.
Verð aðeins 7,3 millj.
Einb.-parhús-raðhús
FAGRIHJALLI - KOP. Gott
206 fm parhús á þessum vinsæla stað
á mót sumri og sól, ásamt
innbyggðum bílskúr. Sólstofa. Skipti
ath. Verð 12,5 millj.
FOSSVOGUR Fallegt raðhús á
þessum vinsæla og veðursæla stað,
195 fm ásamt bílskúr. Parket á gólfum.
Sauna. Suðursvalir. Hús nýlega málað
að utan. Bein sala eða skipti á ódýrari.
Verð 14,4 millj.
AÐEINS 5,9 MILLJONIR
Góð 4ra herb. íb. á 2. hæð í fjölbýli
við Kleppsveg ásamt aukaherbergi
í risi með sam. snyrtingu. 4
svefnherbergi. Suðursvalir. Áhvíl.
2,4 millj. byggsj. í lífsj. MIKIÐ
FYRIR LÍTIÐ. LAUS FLJÓTL. Verð
aðeins 5,9 millj.
BYGGINGARSJ.LAN Góð
3ja herb. ib. á 1. hæð öatðh.) í
fjölbýli. ÁHVlL UM 3,2 MILU.
BYGGSJ. Ri. - EKKERT
GREIÐSLUMAT. Verð 6,7 - 6,8
millj.
4 - 6 herbergja
HÓLAR - BÍLSKÚR Góð 4ra
herb. íb. á 2. hæð m. sérinngangi af
svölum. Suðursvalir úr stofu.
BÍLSKÚR. Verð 7,5 millj.
FELLSMÚLI - LAUS Falleg4ra
- 5 herb. íbúð, 117 fm á 3. hæð í mjög
góðu fjölbýli sem er klætt að utan að
hluta. Stórar stofur, vestursvalir. LAUS
STRAX. Verð 7,8 millj.
VESTURBERG Góð 4ra
herbergja íbúð á 4. hæð í
verðlaunahúsi. Nýl. eldhúsinnr. og á
baði. Vestursvalir. Glæsilegt útsýni
m.a. Snæfellsjökull. Stutt í skóla og
þjón. Laus fljótlega. Verð 7,2 millj.
SELJAHVERFI - BÍLSK. Góð
4ra herbergja ibúð á 1. hæð ásamt
stæði í bílskýli. Þvottaherbergi inn af
eldhúsi. Laus strax. Lækkað verð, 6,9
millj.
KLEPPSVEGUR Góð 4ra herb.
ib. á jh. ásamt aukaherbergi í risi. Stofa
og 4 herbergi. Bein sala eða skipti á
dýrari 3-4 herb. íbúð. Verð aðeins 5,9
millj.
5-6 herb. oq hæðir
TÓMASARHAGI Vorum að fá í
einkasölu 126 fm efri hæð í fjórbýli á
þessum vinsæla staö. Stofa, borðstofa
3 svefnherbergi þar af 2 mjög stór.
Vestursvalir. Nýlegt gler. Bílskúrsréttur.
Bein sala, skipti ath. á ódýrari eign.
Verð 10,4 millj.
í smíðum
GRUNDARSMARI - KOP.
Einbýli á 2 hæðum með mögul. á sér
íbúð á jarðhæðinni. Afh. fljótl. fokh. að
innan og fullbúið að utan. Teikningar á
skrifst.
DOFRABORGIR Glæsileg
raðhús á 2 hæðum m. innb. bílskúr,
tengjast saman á skjólveggjum. Afh.
fohelt að innan eða tilbúin til
innréttinga. Verð frá kr. 7.500.000.-
LAUFRIMI Ný 3ja herb. ib., 94 tm
á 2. hæð í litlu fjölbýli. Sérinngangur.
Suðursvalir. Til afh. strax tilb. til innr. og
fullb. utan. Verð 6,8 millj.
FLÉTTURIMI 3ja og 4ra herb. íb.
á jh., 1. og 2. hæð í nýju litlu fjölb. Afh.
strax tilbúnar til innr. og fullbúnar að
utan. Möguleiki á stæði í bílskýli.
SKIPTI MÓGULEG. Teikn. á skrifstofu.
Atvinnuhúsnæði
SKRIFSTOFUHERBERGI Tii
leigu samliggjandi 1 eða 2 mjög góð
um 20 fm skrifstofuherbergi við
Suðurlandsbraut. Aðgangur að eldhúsi
og snyrtingu. Nýmálað, nýtt parket.
Laust.
MIÐBORGIN -TIL LEIGU !
Til leigu um 100 fm húsnæði á 1. hæð
og um 70 fm húsnæði á 2. hæð í góðu
steinhúsi miðsvæðis í Rvk.
Sérbílastæði. Laust fljótlega.
Sanngjörn leiga. Hentugt t.d. fyrir
arkitekta, verkfræðinga, auglýsingafólk
eða smáheildsölu.
LANDSBYGGÐIN
NJARÐVÍK Stór, 117 fm íbúð, 4
herb. á 1. hæð í nýlegu fjölbýli ásamt
28 fm herb. í kjallara sem mögul. er að
samtengja íbúð. SKIPTI ATH. Á MINNI
ÍBÚÐ, ÓD.JÖRÐ, BlL EÐA
SUMARBÚSTAÐ.
hagsmunir og skammtímasjónarmið
oft ferðinni. Þessu verðum við að
breyta".
Sjónarmið ráðherrans
Bjöm Bjarnason menntamálaráð-
herra skrifar athyglisverða og efn-
ismikla grein í Byggiðn. Það er
erfitt að vitna í grein ráðherrans því
öll á hún skilið að vera lesin af þeim
sem láta sig menntamál varða og þá
sérstaklega þeim sem starfa í bygg-
ingagreinum og reyndar öllum sem
starfa í löggiltum iðngreinum.
Það hafa margir áhyggjur af því
hvað áhugi ungs fólks fyrir iðnnámi
er lítill en um það segir mennta-
málaráðherra:
„Rannsóknir sýna, að áhugi á
starfsnámi eða verknámi ræðst ekki
af fögrum yfirlýsingum stjórnmála-
manna eða því, sem samþykkt er á
Alþingi. Það eru aðrir þættir í þjóð-
lífinu, sem ráða meiru um val ungs
fólks á námsbrautum. Þróunin hér
er hin sama og annars staðar, að æ
fleiri kjósa almenna framhalds-
skólamenntun, sem veitir aðgang að
háskóla. Hinum fækkar jafnt og
þétt, sem ákveða strax á framhalds-
skólaaldri að velja sér iðngrein eða
verknámsbraut. Er ljóst, að hér
stefnir í þá átt, að starfsnám sé
einkum stundað að loknu stúdents-
prófi.
Ég tel að þetta sé ekki æskileg
þróun. Hún á ekki rætur að rekja til
þess, að menn hafi ekki unnið að því
að endurskoða löggjöf um fram-
haldsskóla og sníða starfshætti
þeirra að nútímalegum kröfum, þar
sem meiri áhersla en áður er lögð á
samstarf skóla og atvinnulífs. Slík
lög tóku gildi 1. ágúst 1996. Sama
haust varð einnig bylting í aðstöðu
til verknáms í landinu, þegar Borg-
arholtsskóli hóf starfsemi sína og
verknámsálma bættist við Mennta-
skólann í Kópavogi."
í lok sinnar ágætu greinar kemur
ráðherrann með þá þörfu ábend-
ingu að það eigi ekki ætíð að ein-
blína á forystu hins opinbera í
menntamálum, það er atvinnulífið,
starfsgreinarnar, sem eiga að hafa
forystuna um menntamál sinna
stétta og þrýsta á ríkisvaldið.
Það hlýtur að vera svo að hver
starfsgrein veit best hver þörfin er
fyrir skólagöngu og endui'menntun
í greininni.
En þá er ekki ólíklegt að sam-
vinna og félagsþroski margra
þeirra sem í byggingariðnaði
starfa, hvort sem eru sveinar eða
atvinnurekendur, þurfi að aukast
og þroskast.
•' TfY-r
Morgunblaðið/RAX
ÞAÐ hlýtur að vera svo að hver starfsgrein veit best hver þörfin er
fyrir skólagöngu og endurmenntun f greininni.
Eignaskip tayfirlýsingar
Er til eignaskiptayfirlýsing fyrir húsið þitt?
Tek að mér gerð eignaskiptayfirlýsinga íýrir allar gerðir fjöleignahúsa.
Gunnar Þ. Steingrímsson,
húsasmíðameistari,
símar 588 7503 og 897 1710.
SkrifstofuKtúsnæði
til leigu
Til leigu í Lágmúla 5 ca 60 m2 skrifstofuhúsnæði með
stórglæsilegu útsýni (,,penthouse“).
Sími 553 2636 eða 568 9981. Fax 588 9011.
Félagasamtök
óska eftir húsnæði
undir starfsemi sína til kaups eða leigu.
Húsnæðið þarf að vera á fjölförnum stað,
sýnilegt, að hluta til á jarðhæð,
með gott aðgengi að samgöngum.
Stærð 550-600 fm.
Upplýsingar um stærð og verðhugmyndir
sendist Mbl., fyrir 6. október merkt: 2609.