Morgunblaðið - 30.09.1997, Page 24

Morgunblaðið - 30.09.1997, Page 24
24 C ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 Smtm. TORFUFELL - 2JA. Falleg 52 fm íb. á 1. hæð í nýviðg. og máluðu fjölb. íbúð- in er nýmáluð og ný gólfefni. Laus strax - lyklar á skrifstofu. V. 4,5 m. HAMRABORG. Falleg 54 fm stúdíó-lb. á 2. hæð í lyftuhúsi. Laus strax. V. 4,5 m. HAMRABORG - 2JA. Sérl. falleg og I rúmgóð 58 fm íb. á 1. hæð í góðu lyftu- húsi. Bílageymsla. Laus strax. V. 4,9 m. FURUGRUND - 3JA. Gullfalleg 78 fm Ibúð á 2. hæð I litlu fjölb. Áhv. 3,3 m. Verð aðeins 5.950 þ. Fasteignasa I a n eses & KJORBYLI ^ 564 1400 N YBYLAVEG U R 14 200 KÓPAVOGUR FAX 554 3307 Opið virka daga 9.30-12 og 13-18 GULLSMARI 7. Aðeins tvær 2ja herb. íbúðir óseldar I þessu eftirsótta húsi fyrir 60 ára og eldri. Nánari uppl. á skrifstofu. HLIÐARHJALLI - 2JA. Glæsileg ca 60 fm íb. á 3ju hæð. Frábært útsýni, ein best staðsetta íb. í Hlíðarhjalla. Þvh. í íb. Laus fljótl. Áhv. byggsj. 3,1 m. V. 6,4 m. NYBYLAVEGUR - 3JA. Skemmtileg og rúmgóð 81 fm íb. í kj. í þríb. Sérinng. V. 5,7 m. MARBAKKABRAUT. Gullfalleg 72 fm ib. á 1. hæð I góðu fjórb. Sérínngang- ur. Nýir gluggar og gler o.fl. Áhv. bsj. 3,1 m. V. 6,5 m. HLÍÐARVEGUR - KÓP. Glæsilegt nýl. 3ja herb. 90 fm sérbýli m. sérinng. og öllu sér. Sérlega glæsilegar innréttingar, flisar á gólfum. Gullfall. afgirtur sólpallur. Áhv. 4,7 V. 8,6 m. HLIÐARHJALLI, KOP. - 4RA. Glæsileg 98 fm íb. á 3. hæð i góðu fjölb. Frábær staðsetning í grónu hverfi. öll þjónusta til staðar. Ahv. byggsj. 5,1. V. 8,9 m. LAUS. FANNBORG - 3JA. STORAR SVALIR. Sérlega falleg 85 fm íbúð á 3. hæð. Grillsvalir, sól allan dagínn. Mikið út- sýni. Verð aðeins 6,4 m. AUSTURBERG - 3JA M.BÍLSKÚR. Sérl. falleg 78 fm ib. á 3. hæð i góðu húsi. Bílskúr. V. 7,0 m. ÞVERHOLT, RVÍK. Glæsileg 3ja herb. íbúð á 1. hæð ásamt stæði í bilskýli. Hús- vörður. Verð 8,5 m. LUNDARBREKKA - GOÐ STAÐS. Falleg 102 fm íb. á 1. hæð. Sérl. góð staðs. með tilliti til allrar þjónustu og útivistarsvæða. Áhv. Byggsj. 2,5 m. V. 7,6m. ÞVERBREKKA - 4-5 HERB. Fal- leg 105 fm ib. á 3. hæð í lyftuh. Nýviðgert og málað hús. V. 7,2 m. MORGUNBLAÐIÐ SERHÆÐIR SJAVARGRUND - GARÐABÆ. Stórglæsileg 120 fm lúxusíbúð með stæði í bílageymslu. Frábært vesturútsýni. Áhv. 2,7 m. V. 10,3 m. DIGRANESHEIÐI - SERH. Sérl. falleg 85 fm 4ra herb. efri sérhæð í þríb. Giæsilegt útsýni. Nýl. eldh. V. 7,5 m. GRENIGRUND - SERHÆÐ. Falleg 130 fm efri hæð. 32 fm. bílsk. Áhv. 4,6 m. V. 9,9 m. NÝBÝLAVEGUR. Rúmgóð 117 fm efri sérhæð í þríb. 3 herb. 2 stofur. V. 8,3 m. MELALIND. 145 fm lúxusíbúð á 1. hæð sem afhendist fljótl. fullb. en án gólfefna. V. 10,6 m. BIRKIGRUND - RAÐHUS. Glæsi- legt, mikið endurnýjað ca 220 fm raðhús ásamt 27 fm bílskúr. 5 svefnherb., fjöl- skylduherb. í risi o.fl. Frábær suðurgarð- ur. V. 13,9 m. HRAUNTUNGA - KOP. Fallegt 214 fm raðhús með bilsk. Parket. Skipti á minni eign. Áhv. bsj. 3,6 m. V. 12,5 m. NYBYLAVEGUR - 4RA. Góð 109 fm íb. á 1. hæð í þríb. Sérinng. Laus fljótl. V. 7,9 m. STÓRAGERÐI - 4RA. Falleg, mikið endurnýjuð 96 fm íb. á efstu hæð í góðu fjölb. Laus strax. V. 7,9 m. BIRKIGRUND - KOP. Nýkomið í sölu þetta fallega 278 fm einb. á eftir- sóttum stað. Innb. 27 fm bílskúr. V. 14,9 m. KOPAVOGSBRAUT - 2-3 IB. Sérl. vandað og vel um hugsað ca. 220 fm hús. Ca 60 fm ib. í tengihúsi. Nýtt eldhús, bað, parket o.fl. Toppstaðsetning. V. 14,3 m. BÆJARTÚN - EINB./TVIB. Glæsilegt 210 fm hús. Flisar á gólfum. Ný eldhúsinnr. Áhv. bygg.sj. 6,2 m. V. 17 m. SELBREKKA - STOR BILSKUR. Sérlega fallegt 290 fm tvílyft hús m. ca 100 fm bilskúr/vinnuaðst. Góð staðs., útsýni. Skipti möguleg á minni eign. V. 16 m. MELALIND - KÓP. Rúmgóðar 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. í vönduðu litlu fjölbýli. íb. afh. fullb. en án gólfefna í mai '98. Traustur byggingaraðili. V. 5,7 m. - 9,2 m. HVERALIND. 143 fm raðh. á einni hæð. Verð m.v. fokh. að innan, fullb. en ómálað að utan, 8,4-8,7 m. GEISLALIND. 178 fm parh. Verð m.v. fokhelt að innan, fullb. en ómálað að utan, 9,5 m. GRÓFARSMÁRI. 175 fm parh. Verð m.v. fokhelt að innan, fullb. en ómálað að ut- an, 9,3 m. GRENSASVEGUR 14. 436 fm skrif- stofuhúsn. á 2. hæð. Margvíslegir nýting- armögul. Frábær staðs. með tilliti til al- menningssamg. o.fl. Áhv. ca 10,3 m. V. 15,8 m. 1 Kristjana Jónsdóttir, sölustjóri. Rafn H. Skúlason, lögfr., lögg. fast.sali. Siklingur Smiðjan Siklíngur er lítt þekkt verkfæri, segir Bjarni Olafsson. Það er notað til þess aö slétta við og til þess að slétta og laga lakkhúð á víðarfleti. Ekki munu allir lesendur Smiðj- unnar þekkja orðið sem ég nota sem fyrirsögn þessarar grein- ar. Um orðið siklingur segir svo í „íslenskri orðsifjabók" eftir Asgeir Blöndal Magnússon: 1 siklingur k. j ‘höfðingi, konungur* (í skáldamáli). 2 siklingur k. (19. öld) ‘skefill, sér- stakt verkfæri til að skafa tré (t.d. slétta hefilfar)1 Tökuorð úr dönsku sikling. Húsgagnasmiðir þekkja þetta orð og er tamt að nota það og svo mun vera um fleiri iðnaðarmenn, einkum trésmiði. Orðið siklingur er nafn á stálplötu sem er brýnd með sérstökum hætti svo að brúnir á köntum plötunnar verða beittar. Siklingur er eiginlega fínasta bit- verkfærið sem notað er til sléttun- ar á viði, einnig til þess að slétta og laga lakkhúð á viðarfleti. Þeir sem einhvern tíma hafa lakkað yfir við með pensli munu vita að í lakkinu vilja myndast smáar loftbólur og jafnvel gárur eftir pensilinn sem notaður var. Venjulega er viðurinn lakkaður fleiri en eina umferð og þarf þá að slípa yfirborðið á milli umferða. Siklingastál Vandasamt er að brýna sikling og treysti ég mér ekki til að lýsa aðferðinni í rituðu máli án þess að sýna um leið handbrögðin og að út- skýra til hvers þau handbrögð eru notuð. Algengustu verkfæri sem notuð eru til brýningar siklings eru eftir- talin: 1. einhöggvin flöt þjöl, 2. steinbrýni, gróft og fínt. Brýnin þurfa að vera slétt og bein, þ.e. ekki með slitna laut á yfirborðinu. 3. siklingastál, sem er þrístrent, gljáfægt stál og líkist helst slétt- fægðri þrístrendri þjöl. Siklingastál er fremur sjaldséð áhald en mér er kunnugt um að það fæst enn í versluninni Brynju við Laugaveg í Reykjavík. Þegar siklingur er brýndur byggist árangurinn á því að kantar hans séu réttir vel af, gerðir beinir og hornréttir við hliðarnar. Til þess að það megi takast er siklingurinn spenntur fastur í baktöng hefil- bekksins og 2-3 sentimetrar af siklingnum látnir standa upp fyrir yfirborð hefilbekkjarins. Síðan er flatri þjölinni strokið langs eftir kanti siklingsins, þannig að kantur- inn verði alveg beinn og hallalaus. Þegar þjölin hefur rétt kantinn af eru brýnin notuð til þess að fín- slípa kanta siklingsins og eyða ró sem kann að hafa myndast við notkun þjalarinnar. Að lokinni þessari brýnslu er komið að því að nota siklingastálið. Siklingurinn er lagður við brún hefilbekkjarins og stutt þar allfast ofan á siklinginn með annarri hendinni, með hinni hendinni er stálinu rennt nokkrum sinnum fram og til baka, eftir brún siklingsins sem upp snýr. Því næst er siklingastálið dregið þéttings- fast, með hæfilegum halla, eftir kanti siklingsins til þess að sveigja brúnina svolítið upp. Þetta er svo endurtekið á öllum fjórum brúnum siklingsins. Að þessu loknu eiga allar brúnir siklingsins að vera skarpar og ör- lítið sveigðar upp eða út frá plöt- unni. Notkun siklings Til hvers, eða hvenær notum við þetta litla einfalda verkfæri sem ber konungsheiti yfir önnur bit- verkfæri? Von er að spurt sé. Þetta verk- færi er lítið þekkt og fáir kunna að nota það. Við skulum hugsa okkur að við séum að lakka yfir fallega borðplötu. Platan er vel slétt og mjúk viðkomu áður en lökkun hefst. Strax eftir að lakk hefur ver- ið borið einu sinni yfir plötuna og það er orðið þurrt, þá finnum við að platan er ekki eins mjúk og slétt eins og hún var áður en lakkið var borið á. Þá grípum við siklinginn og strjúkum með honum yfir lakkaða flötinn. Við það hverfa allar loftból- ur og ójöfnur úr lakkfletinum á borðplötunni svo að hægt er að lakka aftur yfir plötuna. Þannig er haldið áfram þar til lakkflöturinn er nægjanlega fylltur, að okkar mati. A sama hátt notum við siklinginn ef við erum að slétthefla við. Þá notum við velbrýndan pússhefil fyrst og förum síðan yfu’ flötinn með siklingi, til þess að fá flötinn ennþá sléttari og fínni. Hvernig beitum við siklingi ? Þeir sem hafa reynslu og æfingu í að nota sikling eru ekki í neinum vandræðum með hvernig hann skuli notaður. Venjan er að halla siklingnum að sér og draga hann að sér yfir flötinn sem verið er að pússa. Reglan er sú að halda um siklinginn með báðum höndum. Þá hefur maður þrjá fing- ur hvorrar handar ofan á siklingn- um en styður undir plötuna með þumalfmgrunum. Með þessu móti verður átakið jafnt og flötm-inn sléttari en ella. Noti maður aðeins aðra hendi á siklinginn, þá verður átakið skakkt og jafnvel hætt við að annað hom siklingsins sæki niður í yfirborð viðarins. Það verður ójafnt. Eins og ég tók fram í upphafi hefi ég vantrú á að mér takist að kenna notkun siklings og brýnslu hans með siklingastáli án þess að geta um leið sýnt handbrögðin. Eg freista þess þó að setja þessar leið- beiningar í Smiðjuna. Það er spennandi að vita hvað út úr því kemur. Sumir komast fram úr hverju sem er í handverki. Skýringarmyndirnar geta e.t.v. komið að nokkru í staðinn fyrir að sýna aðferðirnar en það mun taka lengri tíma að æfa handbragðið. SIKLINGURINN spenntur í hefilbekk og síðan er flatri þjölinni strok- ið eftir kanti hans. BRÝNI notað til að fínslípa kanta siklingsins og eyða ró.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.