Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 C 3
KÖRFUKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Ásdís
rðvíkinga í gær og hér reynir Birgfr Örn Birgisson að verjast honum
os á vör og Krlstlnn Einarsson fylgfst með.
int tap hjá
víkingum
afsökun því Njarðvíkingar misstu sinn
Bandaríkjamann útaf með fimm villur
um miðjan hálfleikinn. Þá var staðan
72:66 fyrir Njarðvíkinga og ljóst að
eftirleikurinn yrði ekki auðveldur.
En þá sýndu Njarðvíkingar að þeir
kunna ýmislegt fyrir sér og þá sérstak-
lega í jöfnum stöðum þegar stutt er
til leiksloka. Keflvíkingum tókst hins
vegar ekki eins vel upp, þeir brutu
óþarflega mikið og fengu því á sig
mörg vítaköst og í lokin voru tveir
komnir útaf með fimm villur og fjórir
leikmenn voru þá komnir með fjórar
villur.
„Þetta voru kærkomin stig og ég
þakka það góðum varnar- og sóknar-
leik í síðari hálfleik,“ sagði Friðrik Ingi
Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga eftir
leikinn. „Við vorum slakir í byijun og
varnar- og sóknarleikurinn var hvorki
fugl né fiskur sem sést á því að við
fengum þá á okkur rúm 50 stig. Síð-
ari hálfleikurinn var mun betri þó ég
sjái enn ýmislegt sem við þurfum að
lagfæra. Það helst nefnilega oft í hend-
ur að þegar lið fara að leika góða vörn
þá kemur sóknarleikurinn með og það
gerðist einmitt í síðari hálfleik", sagði
Friðrik Rúnarsson.
„Þetta var hálfgerður skandall
hvernig dómararnir vernduðu Teit [Ör-
lygsson] í síðari hálfleik og það tel ég
að hafi verið vendipunkturinn hjá okk-
ur. Það var alveg sama hvað hann
gerði, alltaf var dæmd villa á okkur
sem kostuðu vítaskot", sagði Sigurður
Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga
sem var afar óhress með dómgæsluna
í síðari hálfleik. „Mér fannst við leika
eðlilega í fyrri háfleik, en síðari hálf-
leikurinn var ekkert í samræmi við það
sem við getum“, sagði Sigurður Ingi-
mundarson ennfremur.
Bestu menn hjá Keflvíkingum voru
Dana Dingle, Birgir Örn Birgisson og
Falur Harðarson. Guðjón Skúlason lék
vel í fyrri hálfleik en fann sig ekki í
þeim síðari og það hlýtur að muna um
minna. Kristján Guðlaugsson átti einn-
ig ágætan leik. Hjá Njarðvíkingum
voru þeir Teitur Örlygsson, Dalon Byn-
um og Friðrik Ragnarsson bestir og
saman gerðu þeir félagar 65 stig. Páll
Kristinsson var einnig sterkur og þá
sérstaklega í síðari hálfleik.
KR-ingar
skotnir
í bólakaf
SKAGAMENN byrjuðu íslandsmótið í körfuknattleik með þvíað
blása á hrakspár um að þeirra biði ekkert nema fall, með því
að skjóta sterkt lið KR hreinlega í kaf. Þeir gerðu 11 þriggja
stiga körfur og jókst sjálfstraust og þor eftir því sem á leikinn
leið. Takist þeim jafnvel upp í framhaldinu er ekki ósennilegt
að þeir verði ofar en spekingar spá um. Lokatölur 81:73, örugg-
ari sigur en tölurnar gefa til kynna.
Ivar
Benediktsson
skrifar
Talsverður byrjendabragur var á
leik liðanna fram eftir fyrri
hálfleik. Mikið var um rangar send-
ingar og slök skot
og ruðningur var
nokkuð áberandi.
jafnt var á flestum
tölum fram undir
miðjan leikhlutann að Akurnesingar
náðu frumkvæðinu, einkum eftir að
Trausti Jónsson gerði þtjár þriggja
stiga körfur með skömmu millibili.
KR-ingar reyndu að einbeita sér að
loka fyrir Damon Johnson, en gekk
illa. Hann gerði þeim hveija skrá-
veifuna á fætur annarri og Hermann
Hauksson átti í mesta basli með að
hemja hann. KR-ingum tókst um
tíma að jafna einu sinni, 39:39, en
Skagamenn sigu á ný fram úr áður
en flautað var til leiksloka og voru
4 stigum yfir í leikhléi, 45:41.
Enn héldu Akurnesingar sínu
striki í upphafi síðari hálfleiks og
KR-ingum gekk illa að slá þá út af
laginu. Maður á mann-vörn heima-
manna var stöð og var gestunum
engin hindrun. En batnandi mönnum
er best að lifa og um miðjan hálfleik-
inn náðu KR-ingar að jafna leikinn
og í framhaldi af því urðu þeir kvik-
ari í vörninni. Sóknarleikurinn var
hins vegar slakur, þar sem óðagotið
réði ríkjum. KR-ingar jöfnuðu 64:64
er hálf sjöunda mínúta var eftir.
Þeim tókst hins vegar ekki að hressa
við sóknarleikinn og Skagamenn
sigu fram úr á ný og að þessu sinni
héldu þeir dampi alla leið til loka
án þess að KR-ingar fengju rönd við
reist.
„Við ætluðum í upphafi að hafa
gætur á Damon Johnson og tókst
það, en þá losnaði um aðra leikmenn
hjá þeim,“ sagði Hrannar Hólm,
þjálfari KR. „Þegar við vorum búnir
að jafna gerðum við alltof mikið af
mistökum í sókninni. I stað þess að
lengja sóknirnar, spila þar sem þeir
voru komnir í villuvandræði voru
sóknir okkar stuttar og gengu ekki
upp.“
Sigurður Elvar Þórólfsson átti
stórgóðan leik hjá Skagamönnum.
Hann hitti vel og barðist grimmt í
vörn. Þá var Damon Johnson sterkur
lengst af. Það var aðeins á upphafs-
mínútum síðari hálfleiks sem hann
hvarf um tíma. Alexander Ermol-
inskij var stórgóður í vörninni. Ann-
ars var baráttan og sigurviljinn aðal
IA að þessu sinni.
KR-liðið náði aldrei að leika af
þeim styrkleika sem mátti búast við.
Marel Guðlaugsson hitti illa, Kevin
Tuckson var slakur í sókninni og
sama var upp á teningum hjá Her-
manni. Eini maðurinn sem barðist
af krafti frá upphafi til enda var
Ingvar Ormarsson.
AuðveK
hjá Haukum
Það var hvorki rishár né spenn-
andi körfubolti sem leikinn var
í íþróttahúsinu við Strandgötu þegar
Haukar sigruðu Þór
Halldór 99:63. Leikurinn bar
Bachmann þess greinileg merki
skrifar ag leikmenn eru ekki
komnir í leikæfingu
því mikið var um mistök og leikleysu
á báða bóga. Fyrstu mínúturnar leit
út fyrir að Þórsarar ætluðu að koma
heimamönnum í Haukum í opna
skjöldu því þeir komust í 0:8. Sú
sæla varði ekki lengi því Haukar
tóku hressilega við sér. Sherrick
Simpson opnaði stigareikning
Hauka með þriggja stiga körfu og
lagði línuna fyrir það sem koma
skyldi. Á næstu mínútum skoruðu
Haukar 17 stig gegn 3 stigum Þórs
og náðu forystu 17:11.
Haukar léku pressuvörn allan völl-
in eftir skoraða körfu og átti fremur
lágvaxið lið Þórs oft í mesta basli
með að koma boltanum fram yfir
miðju. Munurinn jókst svo jafnt og
þétt og í hálfleik var staðan 44:31.
I síðari hálfleik héldu Haukar upp-
teknum hætti án mikillar mótspyrnu
frá Þórsurum. Hjá Haukum var
Sherrick Simpson allt í öllu en Sigfús
Gizurarson og Bjarni Magnússon áttu
einnig þokkalegan leik.
Hjá Þór fór Jo Jo Chambers fyrir
liði sem á erfiðan vetur fyrir höndum
ef marka má leikinn í gærkvöldi.
Leikreyndir menn s.s. Konráð Ósk-
arsson og Björn Sveinsson hafa lík-
lega lagt skóna á hilluna og liðið
vantar sárlega stóran mann undir
körfuna.
FOLX
■ DEAN Holdsworth framherji
hjá Wimbledon var í gær seldur
til Bolton fyrir 400 milljónir króna.
Holdsworth sem er 28 ára hefur
átt í erfiðleikum með að vinna sér
fast sæti í liði Wimbledon á leiktíð-
inni. Holdsworth gerði fjögurra
ára samning við Bolton og er reikn-
að að hann leiki sinn fyrsta leik
gegn Aston Villa á laugardaginn.
■ ROY Keane fyrirliði Manchest-
er United leikur ekki með félaginu
á þessari leiktíð vegna meiðsla í hné
sem hann hlaut í leik við Leeds
um síðustu helgi. Keane er með
slitin liðbönd í hné og gengst undir
skurðaðgerð til að fá bót meina
sinna á næstu vikum.
■ PAUL Cascoigne leikmaður
Rangers varð fyrir svipuðum
meiðslum í úrslitaleik bikarkeppn-
innar árið 1991 er hann lék með
Tottenham. Það tók Cascoigne
16 mánuði að fá sig góðan af þeim
meiðslum.
■ RENE Higuita hefur á ný verið
valinn í landsliðshóp Kólumbíu en
hann hefur verið úti í kuldanum
síðasta hálfa annað árið. Kólumbíu-
menn leika vináttulandsleik við
Noreg á næstakomandi miðviku-
dag.
■ AIME Jacquet landsliðsþjálfari
Frakka hefur valið fjóra nýliða í
landsliðshóp sinn sem mætir S-Afr-
íku í vináttulandsleik 12. október
næstkomandi.
■ LEIKMENNIRNIR sem um er
að ræða eru Lionel Letizi mark-
vörður Metz, miðvallarleikmaður-
inn Alain Boghossian frá Samdor-
ia, framhetjinn Stephane Gui-
varc’h sem er í herbúðum Auxerre
og Thierry Henry, efnilegur piltur
sem leikur með Mónakó.
■ EMMANUEL Petit leikmaður
Arsenal er að nýju valinn í franska
hópinn að þessu sinni en hann hef-
ur ekki hlotið náð fyrir augum
landsliðsþjálfarans síðan Frakkar
mættu Astralíu í Japan árið 1994.
■ ANTONIO Maceda hefur tekið
við þjálfun hjá Sporting Gijon og
Sergio Kresic við sama starfi hjá
Valladolid í framhaldi af því að
forverum þeirra var nýlega sagt upp
hjá félögunum.
■ KEVIN Keegan nýráðinn
knattspyrnustjóri Fulham hefur
augastað á Paul Bracewell til að
styrkja leikmannahóp sinn. Ef af
kaupum yrði verður Bracewell
fyrsti leikmaðurinn sem Keegan
kaupir frá því hann kom til liðs við
Fulham.
■ BRACEWELL er 35 ára og
aðstoðarknattspymustjóri hjá
Sunderland jafnframt því að leika
með félaginu. Hann gerði 2 ára
samning við Sunderland fyrir 6
mánuðum.
■ KEEGAN keypti Bracewlll á
sínum tíma til Newcastle frá Sund-
erland er hann var að byggja upp
liðið á St James’ Park, en leyfði
honum síðan að halda á ný til fé-
lagsins að nokkrum tíma liðnum.
KEFLAVÍK - ÍBV
A Laugardalsvelli
5. október kl. 14:00
Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort
fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli
laugardaginn 4. október kl. 11:00 - 14:00.
ATH. MIÐAR VERÐA EKKI AFHENTIR
Á ÖÐRUM TÍMUM.
Aðilar utan af landi með gild aðgangskort geta hringt
á skrifstofu KS( á sama tlma og látið taka frá fyrir sig
miða sem síðar verða afhentir samkvæmt samkomulagi.
•V
KSI
FIMMTÍU ÁRA
IreyklausI
KNMTSPYBNfl