Morgunblaðið - 21.10.1997, Side 1

Morgunblaðið - 21.10.1997, Side 1
1 1997 KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTOBER BLAÐ Áhorfendum fjölgaði AÐSÓKN að leikjum í efstu deild karla í knattspyrnu jókst í sumar, í fyrsta skipti í nokkur ár. Alls mættu 58.098 manns á leiki sum- arsins í Sjóvár-Almennra deildinni, en 52.726 árið á undan. Áhorfend- ur voru því 5.372 fleiri nú, sem er aukning um 10,2%. Sé tekið mið af síðustu 10 árum komu flest- ir áhorfendur sumarið 1993, 68.130. Árið eftir fækkaði þeim niður í 56.880, þeir voru 54.540 sumarið 1995 og 52.726 í fyrra. Langflestir komu á heimaleiki KR í sumar, 19.228 eða 1.068 að meðaitali. Skagamenn drógu að næst flesta áhorfendur, 15.767 eða 876 að meðaltali og íslandsmeistar- ar ÍA eru næstir í röðinni með alls 13.502 eða 750 að meðaltali. Af einstaka leikjum var mestur áhugi fyrir viðureign KR og ÍA í Reykja- vik, en 2.835 manns fylgdust með honum. 1.783 komu á leik KR og Stjömunnar og 1.652 komu á viður- eign Fram og KR í Laugardal. Kort / B2 MIH VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN 15.10.1997 AÐALTOLUR Fjöldi vinnings upphæö vinningar vinninga ttómiðinn sem gal 1. ining sl. laugardag var yptur í Víkurskálanum fík í Mýrdal, en mið- nir með bónusvinning- um í Víeómeistaranum Engihjalla í Kópavogi, luskálanum Björk á olsvelli og Turninum l Bárustíg í Vestmanna- SIMAR: UPPLÝSINGAR í SÍMA: 568-1511 GRÆNTNÚMER: 800-6511 TEXTAVARP: 451 OG 453 Islensk 3. HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: 44.571.320 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 18.10.1997 Vinningar Fjöldi vinninga Vinníngs- upphæö 1.5af5 1 3.760.890 r\ 4 af 5 gJb plú* ííf 3 122.460 S.4*15 | 63 10.050 4. 3 af 5 2.634 560 Samtals:[ 2.701 6.236.460 | 42.080.000 1.663.010 3. 5*,ð 50.730 185 2.180 240 Samtals: 714 905 44.571.320 A ÍSLANDI: 2.491.320 Þorvaldur Makan hjá Sheffi- eld United ÞORVALDUR Makan Sigbjörns- son,knattspyrnumaður úr Leiftri frá Ólafsfirði og þriðji marka- hæsti leikmaður Islandsmótsins, æfir þessa dagana með Sheffield United i Englandi. Hann fór til Englands sl. föstudag og hefur æft með liðinu síðan. „Þeir buðu mér hingað til reynslu í tvær vik- ur og það verður bara að koma í ljós hvað verður. Eg á að leika með varaliðinu á miðvikudags- kvöld [annað kvöld]. Aðstæður allar eru mjög góðar hér í Sheffi- eld og mun betri en ég bjóst við. Liðinu hefur gengið vel í 1. deild- inni og hefur enn ekki tapað leik,“ sagði Þorvaldur Makan við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þorvaldur Makan sagði að nafni sinn, Þorvaidur Orlygsson, væri að aðstoða sig í því að koma sér á framfæri hjá liðum í Eng- landi. Páll þjátfar Leiftur og Atli KR Atli Eðvaldsson var í gær ráð- inn þjálfari KR-inga og Páll Guð- laugsson skrifaði undir þjálfara- samning við Leiftur á laugardag. Öll liðin í efstu deild karla hafa nú ráðið þjálfara fyrir næsta tímabil. Bjarni Jóhannsson verður áfram með ÍBV, Logi Ólafsson með í A, Kristinn Björnsson þjálf- ar Val, Ásgeir Elíasson verður áfram með Fram, Guðmundur Torfason með Grindavík, Gunnar Oddsson og Sigurður Björgvins- son með Keflavík, Njáll Eiðsson með ÍR og Willum Þór Þórsson með Þrótt Reykjavík. Páll þjálfar / B3 Atli til KR / B3 GOLF mm : Wmm m WSfíi . ^ íSCIS:'' * Éggtp i H ‘ WmKR .' ■ ■■’ ‘X ;f. Yy ' ' . »■■:..:1 „........................t.Ti Reuters I frægustu glompu heims STEVE Elkington, ástralski kylfingurinn snjalli, horfir hér á eftir höggi slnu úr frægustu glompu heims, þeirri sem liggur við 17. flöt gamla vallarins á St. Andrews, en þar lauk Dunhill-keppninni um helgina. Suður-Afr- íkubúar sigruðu í keppninni eftir 2:1 sigur á Svíum í úrslitaleik. Urslit / B11 KNATTSPYRNA: HERMANN FRÁBÆR GEGN ARSENAL / B12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.