Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 B 9 „F}ölþtóðalió“ Derby “Eg, nálægt sigri á United '. Reuters GIANFRANCO Zola, ítalskl landsliðsmaóurinn snjalli í liðl Chelsea, skýlir knettinum fyrir Jul- ian Watts, varnarmanni hjá Leicester. Chelsea sigraði 1:0 og er í fjórða sæti deíldarinnar. Romario gleðimaður BRASILÍSKI framhetjinn Romario, sem leikur með Valencia á Spáni, hefur löngum verið þekktur fyr- ir að vera gleðimaður og sést gjarnan á næturklúbb- um. Hann lék ekki með Valencia gegn Celta á sunnudaginn, sagðist meiddur. Hann var hins veg- ar á næturklúbbi nóttina fyrir leikinn og telur það sjálfsagt. „Það getur enginn sagt neitt um einka- líf mitt. Ég þarfnast næturklúbba; ef ég fer ekki út á kvöldin þá skora ég ekki,“ sagði Romario. Strákarnir frábærir „STRÁKARNIR léku frábærlega og haldi þeir áfram að leika svona hljótum við að ná góðu sæti í deildinni," sagði George Graham knattspyrnu- stjóri Leeds eftir að liðs hans hafði unnið öruggan stórsigur á liði Newcastle, 4:1, á heimavelli sínum, Elland Road, í ensku úrvalsdeildinni. „Allir léku vel og ég verð að lofa alla leikmenn mína, varnar- mennina, miðjumennina og sóknarmennina,“ bætti knattspyrnustjórinn við, alsæll. Barcelona tapaði stigi MIKIÐ var um óvænt úrslit í Englandi um helgina. Leeds burstaði Newcastle 4:1, Man- chester United náði 2:2 jafn- tefli við Derby, Crystal Palace hélt markaskorurum Arsenal á mottunni og lauk þeirri viður- eign með markalausu jafntefli og síðast en ekki síst lagði Everton hina rauðklæddu granna sína í Liverpool 2:0. að eru liðin mörg ár síðan stuðn- ingsmenn Derby hafa getað fagnað góðu gengi liðsins; Derby varð tvívegis meistari á áttunda ára- tugnum, 1972 og aftur 1975. En nú hafa þeir fulla ástæðu til að gleðj- ast yfir gengi „fjölþjóðaliðsins" sem hefur leikið mjög vel og skorað mik- ið. í liðinu eru tveir leikmenn frá Costa Rica, tveir ítalir, tveir Eistar, tveir Króatar, Holiendingur, Dani og menn víðs vegar að af Bretlands- eyjum. Á laugardagin tók Derby á móti meisturum United og skildu liðin jöfn, 2:2, eftir að Derby hafði kom- ist í 2:0 og tryggði Andy Cole jafn- teflið með marki á 84. mínútu. Derby er nú í sjöunda sæti og á tvo leiki til góða, gæti komist að hiið United og Blackburn, stigi á eftir Arsenal sem er á toppnum. Teddy Shering- ham misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik og leikmenn Derby fengu ágætis færi til að bæta við mörkum, ekki síst Wanchope þegar staðan var 2:0, en skot hans small í þverslánni. Jim Smith, stjóri liðsins, var bæði ergilegur og ánægður eftir leikinn. Sár yfir því að sigra ekki og um leið ánægður með að lið sem vann sér rétt til veru í úrvalsdeildinni fyr- ir 16 mánuðum væri eins gott og raun ber vitni. „Það segir ef til vill mikið um lið mitt að ég skuli hafa messað rækilega yfir leikmönnunum eftir að hafa gert 2:2 jafntefli við Manchester United. En ég var með unga stráka í dag sem trúðu því hreinlega ekki að þeir gætu lagt United,“ sagði Smith. Hann sagði í síðustu viku að hann væri búinn að vera svo lengi viðloðandi knatt- spyrnu að hann hefði vit á að spá ekki um gengi liða. „Hins vegar sýnist mér ljóst að við erum að verða lið sem gæti unnið eitthvað." Leikmenn United sýndu meistara- takta með því að ná að jafna og forráðamenn Feyenoord hafa eitt- hvað til að hugsa um fram að leik liðanna í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Arsenal brá sér til Selhurst Park í Lundúnum og mætti þar Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Crystal Palace og lauk leiknum með marka- lausu jafntefli. Leikmenn Arsenal náðu sér ekki á strik í leiknum en Hermann var ánægður með sinn hlut í leiknum, gætti Dennis Berg- kamps. í Liverpool mættust nágrannarnir Everton og Liverpool í 157. sinn og að þessu sinni var það Everton sem hafði betur, 2:0. Everton hefur ekki gengið vel það sem af er, hafði að- eins sigrað tvívegis í deildinni og tapaði 4:1 fyrir Coventry í deildar- bikarnum. Þrátt fyrir þetta mættu leikmenn Everton fullir sjálfstrausts og stolts; léku með hjartanu og uppskáru sigur. Það var raunar Li- verpool-maðurinn Neil Ruddock sem kom þeim á bragðið með sjálfsmarki á síðustu mínútu fyrri hálfleiks en þegar hálf klukkustund var liðin af þeim síðari skoraði táningurinn Danny Cadamarteri. Það má segja að þó svo gengi lið- anna hafi verið misjafnt í vetur komu úrslitin ekki á óvart. Everton hefur ekki tapað fyrir Liverpool í síðustu sjö leikjum og á Goodison Park hef- i ur Liverpool ekki lagt Everton síðan 1990. Blackburn, sem byijaði með mikl- um látum, hefur heldur betur hægt á sér og fyrir leikinn við Southamp- ton á laugardaginn hafði liðið aðeins unnið einn af síðustu fimm deildar- leikjum. Tim Sherwood tryggði Blackburn sigur og annað sætið í deildinni með marki á 26. mínútu. Chelsea færði sig líka til á töfl- unni, úr fimmta í fjórða sæti, með því að leggja Leicester 1:0 á Stam- ford Bridge; markið gerði Frank Lebouef á 88. mínútu. Frakkinn hefur áður tryggt Chelsea sigur en í febrúar var það hann sem skoraði sigurmark liðsins úr vítaspyrnu í framlengingu í leik gegn Leicester í bikarkeppninni. Mark Lebouef var glæsilegt og landi hans í marki Leicester, Pegguy Arphexad, sem lék sinn fyrsta leik með liðinu, átti ekki möguleika á að verja. Arphexad átti annars mjög góðan leik. Graeme Le Saux, miðju- maður hjá Chelsea, meiddist á hand- legg í fyrri hálfleik og gæti orðið frá keppni um tíma. Gerry Francis, knattspyrnustjóri Tottenham, getur andað léttar um sinn því lið hans náði að sigra Shef- field Wednesday 3:2 á sunnudaginn. Francis hafði verið gagnrýndur fyrir slakt gengi liðsins en með sigrinum náði það að mjaka sér upp undir miðju. Barcelona heldur efsta sætinu á Spáni þrátt fyrir að gera 2:2 jafntefli við Compostela, en þetta voru fyrstu stigin sem Barcelona tapar á tímabilinu. Barcelona má teljast heppið að krækja í eitt stig í leiknum því heimamenn komust í 2:0 snemma í síðari hálfleiknum og fengu færi á að skora fleiri mörk en markvörð- urinn Ruud Hesp tryggði sæti sitt í liðinu með góðri markvörslu, sér- staklega í tvígang á lokamínútun- um. Oscar Garcia minnkaði muninn fyrir Börsunga tveimur mínútum eftir síðara mark Compostela og Rivaldo tryggði stigið með marki eftir óbeina aukaspymu sem dæmd var á markteig þegar markvörður- inn greip sendingu frá varnarmanni. ítalski framlínumaðurinn Christ- ian Vieri gerði þrennu þegar At- letico vann Zaragoza 5:1. Lið At- letico lék frábærlega, hélt með sigr- inum þriðja sætinu og minnkaði bil- ið heldur á milli liðsins og Börs- unga, sem eru í efsta sæti, fimm stigum ofar og tveimur stigum ofar en meistarar Real Madrid sem eru í öðra sæti. Meistararnir áttu ekki í erfiðleik- um með Tenerife og sigraðu 3:0 og á miðvikudaginn vann liðið Merida 4:0. Það má því með sanni segja að ARSENE Wenger, hinn franski knattspyrnustjóri enska úrvals- deildarliðsins Arsenal, sagðist í gær ekki telja ólíklegt að þijú eða fjögur lið frá hverri hinna „stóru“ knattspyrnuþjóða yrðu fljótlega með í Meistaradeild Evrópukeppninnar - að kröfu sjónvarpsstöðva. Frakkinn upplýsti einnig að hann hefði grátið þurrum tár- um þegar lið hans var slegið út úr Evrópukeppni félagsliða (UEFA-keppninni svokölluðu) í fyrstu umferðinni fyrr í mánuð- inum. „Ef ég á að vera hreinskilinn verð ég að viðurkenna að eina Evrópukeppnin sem ég hef raunverulegan áhuga á er Meistaradeildin,“ sagði hann. „UEFA-keppnin er huggun [þeim sem ekki ná á toppinn í heimalandinu] og Evrópu- keppni bikarhafa hefur verið eyðilögð. Hver tekur þátt í henni nú til dags? Enginn. Jafn- vel lið sem verða bikarmeist- arar geta komist inn í Meistara- deildina með því að ná öðru sæti í deildarkeppninni. Barcel- ona er gott dæmi. Liðið sigraði í spænsku bikarkeppninni en mun Chelsea mæta því í vetur? Nei, vegna þess að Barcelona er í Meistaradeildinni. Stað- reyndin er sú að Meistaradeild- in er það sem öllu máli skiptir.” Wenger, sem þjálfaði í Frakklandi og Japan áður en hann kom til Arsenal, er ekki í vafa um að enn verður fjölgað í Meistaradeildinni frá því sem nú er. Átta lið voru í deildinni þegar hún var sett á laggirnar keppnistímabilið 1992-93, 1994-95 var fjölgað í 16 og nú eru 24 lið í deildinni. „Þetta snýst allt um peninga. Þegar leikjunum fjölgar fá félögin meira fé fyrir sjónvarpsútsend- ingar og ég tel að á næstu árum verði ekki einungis tvö, heldur þrjú eða fjögur lið frá „stóru“ löndunum sem mætist innbyrð- is. Þetta er það sem sjónvarps- fyrirtækin vilja - stóru liðin í stórleikjum.“ piltamir hans Radomir Antic fari með gott veganesti í Evrópuleikinn gegn gríska liðinu PAOK frá Salon- íki. Femando Morientes, sem Real keypti nýlega, undirstrikaði að hann ætlar sér fast sæti í liðinu og kom meisturunum á sporið snemma leiks. Liðin tvö sem hafa komið mest. á óvart það sem af er keppninni á Spáni era án efa Mallorca og Celta Vigo. Þau héldu bæði uppteknum hætti um helgina, Vigo vann Val- encia 1:0 og þau urðu einnig úrslit- in í leik Mallorca og Santander. Lið- in eru bæði með 14 stig eins og Atletico, sem er í þriðja sæti, en hafa lakari markamun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.