Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 12
KNATTSPYRNA Molde í Evrópukeppni NORSICA liðið Molde, sem Bjarki Gunnlaugsson leikur með, tapaði 2:1 fyrir meisturunum í Rosenborg í síðustu umferð norsku deildarinn- ar um helgina og lagði Bjarki upp mark Molde. Liðið endaði í fjórða sæti og náði þar með í Evrópu- sæti. „Menn eru mjög ánægðir með að hafa náð sæti í Evrópukeppn- inni,“ sagði Bjarki í samtali við Morgunblaðið. „Það eru í sjálfu sér ekki svo slæm úrslit að tapa 2:1 fyrir Rosenborg, það er langbesta liðið hér. Við hefðum samt alveg getað gert betur og fengum færin til að skora, en meistaraheppnin var með meisturunum," sagði Bjarki. Stabæk, lið Helga Sigurðssonar, endaði í fimmta sæti, tapaði fyrir Brann, liði Ágústs Gylfasonar og Birkis Kristinssonar, um helgina. Helgi var í banni en að sögn Bjarka lék Ágúst með Brann. Tapið þýðir að Stabæk verður að bíða í viku eftir því hvort liðið kemst í Evrópu- keppnina. Til að það megi verða þarf Strömgodset, sem Óskar Hrafn Þorvaldsson gerði nýverið samning við, að leggja Válerenga, þar sem félagi hans úr KR, Brynj- ar Gunnarsson leikur, í bikarúrslit- um. Gerist það fer Strömgodset í Evrópukeppni bikarhafa og þá gef- ur fimmta sætið, þar sem Stabæk er, sæti í Evrópukeppni félagsliða. „Hermann frábær“ Hermann Hreiðarsson lék mjög vel með Crystal Palace á laug- ardag, þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Arsenal, sem er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Her- mann lék í miðju varnarinnar og fékk það hlutverk að hafa gætur á hollenska framherjanum frábæra Dennis Bergkamp - sem gert hafði ellefu mörk í jafn mörgum leikjum í úrvalsdeildinni í vetur - og fórst það vel úr hendi. „Mér gekk ljóm- andi vel,“ sagði Hermann í samtali við Morgunblaðið. „Ég komst snemma inní leikinn og tók hann hreinlega í nefíð.“ „Frábær“ Steve Coppell, knattspyrnustjóri Crystal Palace, hældi íslenska varn- armanninum unga á hvert reipi að leikslokum en starfsbróðir hans hjá Arsenal, Arsene Wenger, var ekki að sama skapi ánægður. Kvartaði mjög undan því hve Hermann hefði fengið að vera grófur og hve lítið hefði verið dæmt á hann. „Hermann var frábær," sagði Coppell og félagi Hermanns í vöminni, Dean Gordon, tók í sama streng. „Mér fannst Hermann og Andy Linighan [sem einnig leikur sem miðvörður] stór- góðir.“ Wenger var harðorður: „Leik- maður númer 22 [Hermann] fékk að vefja Bergkamp örmum hvað eftir annað í sex til sjö sekúndur. Hann braut mjög oft á honum án þess að dæmt væri,“ sagði Frakkinn og sagðist vel skilja gremju fram- herja síns, sem fékk að líta gula spjaldið fyrir að bijóta á Her- manni. Þetta var fimmta áminning Bergkamps í vetur og varð þess valdandi að hann fer fljótlega í þriggja leikja bann; verður með gegn Aston Villa um næstu helgi en missir síðan af útileikjum gegn Derby og Sheffield Wednesday og viðureigninni við Manchester Un- ited á Highbury 9. nóvember. Hermann fékk mjög góða dóma í bresku dagblöðunum eftir leikinn við Arsenal. Af 10 mögulegum fékk hann 7 í einkunn í News of the World, Daily Star, Daily Mirror og Sun en í Sunday Mirror fékk hann einkunnina 8 og var talinn besti leikmaður vallarins. United besta liðið Hermann, sem hefur nú verið í byijunarliði Palace í fimm deildar- leiki í röð, sagði á vissan hátt gott Mynd/Sun HERMANN Hreiðarsson í harðrl baráttu við hollenska framherjann frábæra Dennis Bergkamp á Selhurst Park á laugardag. íslendingurinn ungl þóttl frábær í leiknum, en Arsenal-menn kvörtuðu reyndar undan því hve illa hann hefði fenglð að lelka Bergkamp. að halda hreinu gegn leikmönnum Arsenal enda hefðu þeir verið iðnir við að skora. Uppáhaldslið Her- manns, áður en hann samdi við Palace, var Manchester United, þannig að hann jánkaði því að þetta væri tvöfaldur sigur fyrir sig; að ná stigi af Arsenal og þar með að hjálpa United í baráttunni um meistaratitilinn. „Ég held að United verði meistari, mér sýnist það vera sterkasta liðið," sagði hann. Raufoss komst upp RAUFOSS vann sér í síðustu viku sæti í 1. deild, næstu efstu deild norsku knattspymunnar, næsta sumar. Þrír íslendingar eru á mála hjá félaginu, Einar Páll Tómasson, sem er fyrirliði, Tómas Ingi Tómasson og Páll Guðmundsson. Liðinu barst svo góður liðsauki um mitt sumar þegar Hajrudin Cardaklija markvörður, sem var hjá Leiftri, gekk til liðs við Raufoss og stóð sig afar vel. Raufoss sigraði í einum af átta riðlum 2. deildar og lék í framhaldi af því við Kolstat, frá Þrándheimi. Þar hafði Raufoss betur í báðum leikjum, 2:1 á heimavelli og 3:2 á útivelli. 10 mörk í leik hjá Þórði „ÞETTA var ótrúlegu*- leikur og ég hef aldrei áður tekið þátt í leik sem endar 5:5 - ekki einu sinni með yngri flokkunum þjá ÍA,“ sagði Þórður Gucljónsson um leik Genk og Vesterlo f belgísku 1. deildinni um helgina. Genk er í þriðja sæti með 17 stig eftir niu umferðir og hefur aðeins fengið tvö stig úr síð- ustu fjórum leikjum sinum. Brugge er efst með 24 stig og hefur unnið alla níu leiki sína. Þórður lék fyrri hálfleikinn með Genk og lagði upp fyrsta mark liðsins, en var tekinn út af í háifleik. „Ég var auðvit- að óhress með að vera skipt út af. En þjálfarinn gerði tvær breytingar enda staðan 3:2 fyrir Vesterlo, sem við ættum á eðlilegum degi að vinna stórt. Við sóttum látlaust allan leikinn, en Vesterlo varðist vel og byggði á skyndisóknum. Liðið náði fjórum sóknum í fyrri hálfleik og gerði þijú mörk og átti síðan þrjú skot á markið í síðari og gerði tvö mörk - góð nýting það,“ sagði Þórður. ■ PÉTUR Marteinsson og sam- heijar í Hammarby tryggðu sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni næsta sumar með því að sigra Lira frá Luleá 3:1 á útivelli. Hammarby sigr- aði þar með í norðurriðli 1. deildar- innar. ■ ÓLAFUR Gottskálksson lék að venju í markinu hjá Hibemian um helgina en liðið tapaði 2:0 fyrir Aberdeen á útivelli, en Aberdeen er í neðsta sæti skosku úrvalsdeild- arnnar. „Við vorum lélegir í leiknum, einkum í fyrri hálfleik og greinilegt að liðsmenn Aberdeen komu til leiks staðráðnir í að sigra,“ sagði Ólafur, „enda hefði knattspyrnustjóri liðsins verið rekinn hefðu þeir tapað.“ ■ ÓLAFUR sagði að í fyrra mark- inu hefði knötturinn breytt um stefnu af varnarmanni á síðustu stundu og hann því kastað sér í rangt horn. Síðara markið var úr víta- spyrnu, en bæði voru þau gerð í fyrri hálfleik. „Við vorum heldur skárri í síðari hálfleik og fengum nokkur færi.“ ■ BJARNÓLFUR Lárusson var í leikmannahópi Hibernian í leiknum en kom ekki inn á. „Miðað við frammistöðu ýmissa hjá okkur að undanförnu kæmi mér ekki á óvart þó styttist í að Bjarnólfur fengi tækifæri," sagði Ólafur. ■ GUÐNI Bergsson lék í stöðu miðvarðar með Bolton er liðið sótti West Ham heim og tapaði 3:0. Guðni lék vel og hafði í nógu að snúast því Gerry Taggart hinn miðvörður liðsins var rekinn útaf á 69. mínútu rétt eftir að heimamenn höfðu gert fyrsta mark sitt. ■ ARNAR Gunnlaugsson sat á varamannabekknum hjá Bolton í leiknum, en fékk ekki að spreyta sig. „Ég er kominn í góða æfingu og vildi gjarnan spreyta mig, en ég verð bara að sýna þolinmæði," sagði Amar eftir leikinn. „Mikið er um meiðsl hjá varnarmönnum okkar auk þess sem það vantar meira sjálfs- traust í liðið.“ ■ EVEN Pellerud, þjálfari Rúnars Kristinssonar og samheija hjá norska 1. deildarliðinu Lilleström, var leystur frá störfum í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.