Morgunblaðið - 21.10.1997, Síða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER1997 B 7
HANDKIMATTLEIKUR
HANDKNATTLEIKUR
Bjargvætturínn
Bergsveinn
24 milljónir í árslaun
STEPHANE Stoecklin hjá Mind-
en í Þýskalandi og Frederic
Volle, sem leikur með Wallau
Massenheim, tveir úr heims-
meistaraliði Frakka í hand-
knattleik frá HM á íslandi 1995,
hafa ákveðið að söðla um í vor
þegar þýsku deildinni lýkur.
Þeir kumpánar hafa gert
þriggja ára samning við jap-
anska 1. deildarliðið Honda Gi-
ken Suzuka sem tekur gildi
næsta sumar og fara ékki alveg
tómhentir frá Japan árið 2001
því hvor um sig fær andvirði 24
miiyóna króna I laun á ári eftir
að greiddur hefur verið skattur.
Það er Wolfgang Giitschow,
umboðsmaður í Þýskalandi, sem
hefur veg og vanda af samningi
Frakkanna við japanska félagið
og hefur greint frá því að einn
rússneskur landsliðsmaður fari
einnig til félagsins.
Kvennalið Gróttu-KR sýnd veiði en ekki gefin
„Guðný Egla
vann leikinn"
Stefán
Stefánsson
skrifar
Stundar-
fjórðungur
í myrkri
Ekki er von á góðu ef lið lætur
vaða yfír sig í fímmtán mínútur
án þess að skora mark á meðan mót-
heijar þess skora níu
en það varð einmitt
raunin í Víkinni á
sunnudaginn þegar
Stjömumenn sóttu
Víkinga heim. Enda tókst Víkingum
aldrei að brúa bilið sem skapaðist svo
að Garðbæingum varð eftirleikurinn
auðveldur í 31:26 sigri. Úrslitin skila
Stjörnunni upp í miðja deild en skilja
Víkinga eftir á botninum með Breiða-
bliki.
Garðbæingar vissu hvers þeir
þurftu helst að gæta hjá Víkingum;
fara vel út á móti fyrrverandi félaga
sínum, skyttunni Rögnvaldi Johnsen,
og hanga eftir bestu getu á Birgi
Sigurðssyni línumanni. Engu að síður
skoraði Rögnvaldur fyrstu tvö mörkin
og Birgir næstu tvö áður en vamar-
leikurinn Stjömunnar gekk upp svo
að Víkingar vom tilneyddir til að
prófa ýmsar útgáfur af sóknarleik en
það gekk ekki betur en svo að liðið
skoraði ekki mark í tæpar fimmtán
mínútur, sem fyrr segir, og munurinn
varð níu mörk, 4:13. Þá vöknuðu
Víkingar upp með andfælum og náðu
strax á kióra í bakkann.
Síðari hálfleikur hjá Víkingum fór
í að reyna að vinna upp muninn með
ærinni fyrirhöfn en Stjömumenn
höfðu efni á að slaka aðeins á spenn-
unni og spila lipran handknattleik þó
að þeir slökuðu aldrei of mikið á.
Þegar upp var staðið skildu 5 mörk
liðin að.
„Við vissum að þetta yrði erfíður
vetur en við emm að gera hann okk-
ur of erfíðan og það þarf að taka til
á heimavígstöðvunum. Ég tel að það
þurfi að bæta við mannskapinn, sér-
staklega skotmönnum því það drífur
aðeins einn maður að markinu, Rögn-
valdur,“ sagði Birgir Sigurðsson Vík-
ingur eftir leikinn. Eins og oft áður
hafa Víkingar náð að spila vel í 40
til 50 mínútur, hingað til hefur það
verið í lokin en nú kom svarti kaflinn
í fyrri hálfleik. Eitthvað þarf að laga
vamarleikinn, sem myndi eflaust
bæta markvörsluna og í sóknarleikum
þarf að ógna mun betur. Rögnvaldur
og Birgir vom ágætir ogJljalti Gylfa-
son, Hjörtur Öm Amarson og Krist-
ján Ágústsson gerðu ágæta hluti.
Valdimar Grímsson þjálfari og leik-
maður Stjömunnar var aftur á móti
hinn kátasti og sáttur við sína menn.
„Ég er ánægður með frábæra baráttu
hjá okkur og það er allt annað að sjá
til liðsins nú en við upphaf mótsins.
Við höfum nú spilað tvo leiki þar sem
allt annar bragur er á liðinu, allir era
að hafa gaman af því sem þeir em
að gera auk þess að gera það sem
fyrir þá er lagt. Stefnan er að vera
með í baráttunni en við tökum hvem
leik fyrir í einu og teljum stigin þeg-
ar upp er staðið en markmiðið er að
kitla þessi topplið," sagði Valdimar
eftir leikinn. Á góðum degi hefur lið-
ið alla burði til að kitla hressilega.
Ingvar Ragnarsson varði mjög vel,
Heiðmar Felixson átti mörg þmmu-
skot, Hilmar Þórlindsson hafði lítið
fyrir því að skora, Sigurður Viðarsson
er lipur leikmaður og Valdimar dug-
legur við klára færin sín.
OFT hefur verið stiginn darr-
aðardans á gólfi íþróttahússins
að Varmá í Mosfellsbæ í leikj-
um Aftureldingar síðustu ár en
sjaldan hefur dansinn verið
harðari en á sunnudagskvöldið
er heimamenn sigruðu KA
25:24 í uppgjöri liðanna í 2. og
3. sæti. Bjargvættur heima-
manna var Bergsveinn Berg-
sveinsson markvörður. Þegar
10 sekúndur voru eftir varði
hann úr horni skot Sverris
Björnssonar, Mosfellingar
sneru snöggt vörn í sókn og
Þorkell Guðbrandsson skoraði
af línu sigurmarkið er 2 sek-
úndur voru eftir.
Frábær leikur Bergsveins var
lykillinn að sigri Aftureldingar,
hann varði sem berserkur allan leik-
inn og bætti oft á
tíðum upp slaka
vöm félaga hans.
Öðra fremur var það
þó baráttan sem ein-
kenndi viðureign liðanna frá fyrstu
mínútu til hinnar síðustu. Leikmenn
ætluðu greinilega að selja sig dýrt
enda báðum liðum nauðsynleg stig-
in í baráttunni við efsta lið deildar-
innar, FH.
Lengst af fyrri hálfleik var frum-
kvæðið KA-manna. Þeir léku
ákveðna 3:3 vörn sem Mosfellingum
tókst illa að vinna leiðir í gegnum
og fór svo oft að þeir unnu boltann
af Mosfellingum, sem í stað þess
að leika sig í gegnum vörnina skutu
oft illa ígrunduðum skotum auk
þess að glopra boltanum hreinlega
í hendur norðanmanna. Eftir 10
Ivar
Benediktsson
skrifar
mínútur var staðan 7:3 fyrir KA,
þá tóku Mosfellingar leikhlé og jöfn-
uðu fljótlega að því loknu í 7:7.
Einkum tókst þeim að koma betra
skipulagi á vöm sína og Bergsveinn
tók að veija allt hvað af tók. Áfram
héldu gestirnir að hafa frumkvæðið.
Mosfellingar léku 6-0 vörn og gáfu
skyttum KA, einkum Karim Yala,
tækifæri á að komast nærri mark-
inu. Dýrmæt þijú hraðaupphlaup
undir lok hálfleiksins vógu þungt
fyrir heimamenn sem með þeim
tókst að ná forystu i fyrsta sinn
14:12 og 15:13 í leikhléi.
í síðari hálfleik var sama barátt-
an uppi á teningnum og í þeim fyrri.
Leikmönnum UMFA tókst að halda
frumkvæði því sem þeir náðu undir
lok fyrri hálfleiks. Upp úr miðjum
hálfleik var svo sem þeir væru að
gera út um leikinn. Voru komnir
með þriggja marka forystu 23:20
og möguleiki var á að komast fjór-
um mörkum yfir. En þá snérust
vopnin í höndum þeirra. Hver sókn-
in fór í vaskinn á fætur annarri og
alla yfirvegun vantaði og þó Berg-
sveinn héldi uppteknum sá hann
ekki við gestunum í öll skiptin. Þá
urðu heimamenn tveimur leikmönn-
um færri á kafla og það vó einnig
þungt. KA-menn komust yfír 24:23
3,10 mín., vora eftir og áttu þess
kost að komast tveimur mörkum
yfír. Þeim varð ekki kápan úr því
kiæðinu, á þá var dæmd töf. Leó
var rekinn af velli þegar 1.30 mín.
var eftir og reyndist það dýrkeypt.
Einum færri börðust KA menn
hetjulegri barátu en Bergsveinn var
skerið sem þeir steyttu á 10 sekúnd-
um fyrir leikslok.
Enn stórleikur Bjarka
BJARKI Sigurðsson átti stórleik með Drammen er félagið lagði Nor-
rona 30:23 á útivelli á sunnudaginn í norsku úrvalsdeildinni í hand-
knattleik. Bjarki gerði 11 mörk og var að mati dagblaðsins Verdens
Gangbesti leikmaðurinn vallarins og sá eini er fékk hæstu einkunn,
þijár stjörnur fyrir framgöngu sína. Bjarki og samheijar í Drammen
færðust upp í 4. sætið með þessum sigri hafa 8 stig að Ioknum 6
leikjum. Sandefjord, Runar og Viking eru fyrir ofan Drammen með
10 stig.
Kristiansand, sem Róbert Rafnsson leikur með, vann sinn annan
leik um helgina þegar það lagði Elverum á 15:13 á útivelli. Herkules,
lið Hrafnkels Halldórssonar, beið lægri hlut fyrir Heimdal 29:23 og
situr Herkules í næst neðsta sæti deildarinnar með 2 stig.
Stefán
Stefánsson
skrifar
AUÐUR Hermannsdóttur skýtur að marki Gróttu-KR. Til varnar eru Edda Kristinsdóttir og Selma Grétarsdóttir. Auði og féiögum tókst með herkjum að ^^laðlð/Ásdlb
Ilands- og bikarmeistarar kvenna í
handknattleik, Haukar, komust í
hann krappan á Seltjarnamesinu á
laugardaginn þegar
þeir mættu hinu
unga og sameinaða
liði Gróttu-KR, sem
ekki hafði tapað leik
á ísiandsmótinu.
Eftir að hafa þurft að gefa allt
sem þeir áttu, tókst Hafnfírðingum
að ná forystu þegar nokkrar mínútur
vora til leiksloka og halda henni til
loka í 25:22 sigri, sem var alltof stór
miðað við gang leiksins. Haukar geta
öðra fremur þakkað Guðnýju Eglu
Jónsdóttur markverði fyrir sigurinn
því hún varði mjög vel síðustu mínút-
urnar. „Ég var tilbúin og það var
gott að koma inná enda kominn tími
til,“ sagði Guðný Egla eftir leikinn.
„Við vorum ekki að spila nógu vel
en vanmátum þær samt ekki. Líklega
komum við ekki alveg tilbúnar í
þennan leik, sem var samt mjög
mikilvægur því það væri slæmt að
fara með tap á bakinu í þriggja vikna
frí. Við höfum þegar tapað einum
leik sem er nóg - eiginlega einum
of mikið.“
Leikurinn var spennandi og
skemmtilegur en fór rólega af stað.
Vamir beggja liða voru sterkar en
sóknarleikurinn ákaflega daufur.
Jafnt var í leikhléi, 12:12.
Eftir hlé sýndu nýliðamir sínar
bestu hliðar og náðu forystu, sem
þeir héldu fram eftir án þess að gest-
ir þeirra fengju rönd við reist. En
þá kom að þætti Guðnýjar Eglu. Hún
tók sig til og varði úr hraðaupp-
hlaupi og tvö vítaköst auk fleiri góðra
færa á meðan liðsmenn hennar tóku
á sig rögg og nýttu færin sín, sem
dugði til að ná forystu þegar sex
mínútur voru til leiksloka. Gróttu-
KR-stúlkurnar gerðu þá örvænting-
arfullar tilraunir til að jafna leikinn
en meistaraheppnin var með Hauka-
stúlkum.
„Guðný Egla vann fyrir þær leik-
inn þegar hún varði vel í lokin því
það munaði öllu, auk þess sem við
nýttum ekki dauðafærin okkar,“
sagði Andrés Gunnlaugsson þjálfari
Gróttu-KR eftir leikinn. „Lokatölurn-
ar segja ekki allt, við reyndum að
hleypa leiknum upp í lokin því vogun
vinnur og vogun tapar og ég var til
í reyna allt til að vinna, það skiptir
ekki máli hvort tapið er eitt mark
eða tíu - tap er alltaf tap. Ég er
samt ánægður með stöðu okkar í
deildinni þó við þurfum margt að
bæta. Það bjóst enginn við að lið
Gróttu-KR kæmist svona langt og..
við höfum sannað að við eram síst
lakari en hin liðin og ég ætla mér
að vera í einhveiju af fjóram efstu
sætunum í lokin.“
Fram enn á botninum
Fram, sem situr á botni 1. deildar
kvenna, þurfti sárlega á stigum að
halda þegar FH-stúlkur sóttu liðið
heim á laugardaginn. Það var líka
að ganga eftir en þegar þær höfðu
tveggja marka forskot og rúmar tvær
mínútur vora til leiksloka köstuðu
þær frá sér sigrinum og FH-stúlkur
fögnuðu 20:19 sigri. „Við voram
nánast með sigurinn í höfn en klúðr-
uðum honum. Það var kominn tími
á sigur í dag en hann verður þá bara
í næsta leik,“ sagði Hugrún Þor-
steinsdóttir markvörður og fyrirliði
Fram eftir leikinn. „Vörnin hefur
verið mesta áhyggjuefni okkar í vet-
ur og við vorum ákveðnar í að hafa
hann í lagi í dag en þá brást sóknar-
leikurinn."
Auðvelt hjá Stjömunni
Stjörnustúlkur áttu ekki í vand-
ræðum með Vestmannaeyinga í
Garðabænum á laugardaginn og var
nánast einstefna að marki gestanna,
og lauk leiknum með 30:21 sigri er
hefði getað orðið enn stærri. Munur-
inn var mestur tólf mörk um miðjan
síðari hálfleik en þá skiptu Garðbæ-
ingar ört inná og leyfðu öllum leik-
mönnum á leikskýrslu að spreyta sig.
„Við gerum okkur vonir um að
byijunarerfiðleikarnir séu á enda og
liðið sé komið á skrið en við hófum
undirbúninginn seint, sem hafði
slæm áhrif,“ sagði Ragnheiður
Stephensen úr Stjörnunni sem var
markahæst með níu mörk.
Víkingar sýndu sparihliðarnar
„Við voram lengi í gang en svo
kom þetta í síðari hálfleik þegar
vörnin small saman,“ sagði Kristín
M. Guðjónsdóttir markvörður Vík-
inga, sem átti góðan leik og varði
tuttugu skot þegar Víkingstúlkur
sýndi sparihliðamar eftir hlé og unnu
stöllur sínar í Val 23:28 að Hlíðar-
enda á sunnudaginn. „Við erum von-
andi komnar á skrið og eigum mikið
inni en hingað til höfum við ekki
haft næga trú á okkur sjálfum þó
það séu margir góðir leikmenn í lið-
Stórleikur Ragnars Óskarssonar og Hrafns Margeirssonarvar HK um megn
JJ
Elska að vinna með einu“
Edwin
Rögnvaldsson
skrifar
Leikmenn HK urðu aftur fyrir því
að tapa með eins marks mun. í
þetta sinn urðu þeir að játa sig sigr-
aða fyrir ÍR-ingum,
29:28, í æsispennandi
leik í íþróttahúsi
Seljaskóla á sunnu-
dagskvöld. Sem fyrr
hafði Kópavogsliðið yfírhöndina
framan af, en missti tökin er um
stundaríjórðungur var eftir. Breið-
hyltingar komust þá framúr, með
leikstjórnandann Ragnar Óskarsson
og markvörðinn Hrafn Margeirsson
í fararbroddi, sem báðir fóru hamför-
um. Ragnar gerði fjórtán mörk og
Hrafn varði 24 skot.
„Við unnum vel saman og allir
Iögðust á eitt - þá gengur vel. Við
hræðumst engan. Úrslit leikjanna eru
undir okkur sjálfum kornin," sagði
Matthías Matthíasson, leikmaður og
þjálfari ÍR. Eins og áður segir höfðu
gestirnir frumkvæðið í upphafi. Þeim
gekk vel að opna framliggjandi vörn
IR, sem virtist einbeita sér að því að
hafa hemil á Sigurði Sveinssyni, sem
var markahæsti maður deildarinnar
fyrir umferðina.
Gestirnir notuðu flata 6-0 vörn,
sem gafst vel í upphafí, því ÍR-ingar
komust ekki á blað fyrr en eftir fjór-
ar og hálfa mínútu. Ragnar Óskars-
son braut loks ísinn og IR-ingar jöfn-
uðu metin með því að gera fímm
mörk í röð. Þeir náðu síðan naumu
forskoti, en HK-menn náðu aftur
yfirhöndinni og voru yfir í leikhléi,
15:13. Er staðan var jöfn, 10:10,
tóku þeir upp 5-1 vörn og Hlynur
Jóhannesson, markvörður, hóf að
veija meira en áður í leiknum.
Adam var þó ekki lengi í paradís.
Hlynur varði átta skot í fyrri hálf-
leiknum, en síðan ekki söguna meir
og honum var skipt útaf snemma í
síðari hálfleik. Inná kom Baldur Bald-
ursson, sem varði eitt skot á meðan
Hrafn varði þrettán í marki ÍR.
ÍR-ingar byijuðu vel eftir leikhlé.
Þeir skiptu yfir í flata vörn og tóku
síðar Sigurð Sveinsson úr umferð.
Þá jöfnuðu heimamenn í 19:19 og
var leikurinn í járnum næstu mínút-
urnar. Þá fór í hönd stórkostlegur
kafli Ragnars Óskarssonar. Gerði
hann hvert markið af öðru, í öllum
regnbogans litum, og ákveðnin geisl-
aði af honum. Gestirnir tóku hann
ekki úr umferð fyrr en ÍR-ingar höfðu
náð frumkvæðinu, en þeir höfðu
mátt grípa til þess fyrr.
„Ragnar hló bara að okkur,“ sagði
Sigurður Sveinsson og viðurkenndi
að grípa hefði átt til aðgerða gagn-
vart honum fyrr. „Það virðist vera
hefð hjá okkur um þessar mundir að
vera yfir í leikhléi, en síðan hrynur
vörnin og markvarslan. Ég hef enga
skýringu á þessu. Við áttum að geta
unnið með eðlilegum leik. Þetta er
það sama og gerðist gegn KA,“ sagði
Sigurður, en HK tapaði síðast fyrir
KÁ á heimavelli, með einu marki.
Frammistaða þeirra Ragnars og
Hrafn braut lið HK á bak aftur. „Ég
er vitaskuld mjög ánægður með
frammistöðu mína, þótt ég hafi gert
slæm mistök undir lokin - lét skjóta
í gegnum klofið á mér,“ sagði Hrafn
Margeirsson, markvörður IR. „Mér
fannst við leika við miklu sterkara
lið í fyrri hálfleik og tel okkur heppna
að hafa verið aðeins tveimur mörkum
undir í leikhléi. Við byijuðum vel í
síðari hálfleik, sóknarleikur þeirra fór
í baklás og þeir gerðu mistök. Við
áttum í raun að gera út um leikinn
fyrr,“ sagði Hrafn. „Ég elska að
vinna með einu marki,“ bætti hann
við og vitnaði þannig í andstæðing
sinn hinum megin á vellinum, Hlyn
Jóhannesson, sem lét þessi orð falla
eftir frækinn sigur HK á Aftureld-
ingu á dögunum.
Sterk liðsheild Hauka
en naumursigur
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
Eftir hræðilegan leik gegn Stjörn-
unni á miðvikudaginn tókst
Haukum að rétta úr kútnum og á
laugardaginn sigr-
uðu þeir Framara
30:29. Haukar tóku
sig saman í andlit-
inu, léku sem ein
órofa heild, og uppskáru sigur þó
ekki mætti muna miklu að þeir yrðu
að sjá á bak öðru stiginu.
Slenið virtist enn yfir Haukum í
upphafi leiks en smátt og smátt tókst
þeim að hrista það af sér og Framar-
ar hjálpuðu þeim óneitanlega því
þeir misstu boltann hvað eftir annað
í sókninni og Haukar branuðu fram
og skoruðu. Þegar þannig gerist
öðlast menn sjálfstraust og það
gerðu Haukar enda gerðu þeir átta
mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri
hálfleik auk þess sem þeir fengu
nokkur vítaköst eftir slíkar sóknir.
Framarar byijuðu betur eftir hlé,
eins og í byijun leiksins og jöfnuðu
21:21 eftir 13 mínútna leik með
þremur mörkum í röð. Næstu þijú
gerðu heimamenn og þeir höfðu
28:25 yfir þegar fjórar mínútur
voru eftir. Þá gerðu Framarar þijú
mörk í röð og jöfnuðu og þegar 40
sekúndur voru eftir var staðan
29:29. Haukar fóru í sókn og inn
úr vinstra horninu en Reynir Þ.
Reynisson varði. Boltinn barst út
og þar hafði Gústaf Bjarnson betur
í baráttunni við tvo Framara og
skoraði af harðfylgi. Hann hljóp
síðan á eftir leikmönnum Fram sem
flýttu sér sem mest þeir máttu og
braut harkalega á Daða Hafþórs-
syni og fékk rautt spjald er 2 sek-
úndur voru eftir. Skynsamlegt hjá
fyrirliðanum.
Öruggur sigur
Valsara á Blikum
Borgar Þór
Einarsson
skrifar
Viðureign Vals og Breiðabliks
sunnudag var nokkuð fjörleg.
Valsmenn sigraðu nokkuð sannfær-
andi, 22:18, en leikur
Blika var um margt
jákvæður.
Valsmenn vora
sterkari en góð mar-
kvarsla Elvars Guðmundssonar kom
í veg fyrir að Valur hefði meira en
þriggja marka forystu í hléi, 10:7.
Valsmenn mættu grimmir til leiks
eftir hlé. Vömin small saman og
Guðmundur lokaði markinu. Mest
náðu Valsmenn sjö marka forystu,
20:13, en þá slökuðu þeir á og Blikar
gengu á lagið. Þegar um þijár mínút-
ur voru til leiksloka minnkuðu Blikar
muninn í þijú mörk, 21:18, og leikur-
inn virtist galopinn. En Jón Kristjáns-
son gulltryggði sigur Vals með góðu
marki, 22:18, og þar við sat.
Valsmenn þurftu að hafa nokkuð
fyrir sigrinum en fyrirfram hefði
mátt búast við öraggum sigri. Ari
Allansson og Davíð Ólafsson vora
bestir í liði Vals. Jón Kristjánsson,
þjálfari Vals, var nokkuð sáttur í
leikslok: „Það var lagt upp fyrir leik-
inn að sem flestir fengju að spila.
Eg var ánægður með vamarleikinn á
löngum köflum. Sóknarleikurinn var
með skásta móti og virðist fara batn-
andi en við þurfum þó bæta hann ;
mikið."
Bestur hjá Blikum var markvörð'-
urinn Elvar Guðmundsson. Geir Hall-
steinsson, þjálfari Blika, sagði margt
jákvætt við leik liðsins: „Þetta er í
áttina en það tekur tíma að smyija
liðið saman. Mér fannst Elvar [Guð-
mundsson] vera að spila í landsliðs-
klassa enda kemur markvarslan þeg-
ar vömin fínnur sig.“