Morgunblaðið - 29.10.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.1997, Blaðsíða 1
i í n lc I /s ETIi m 1997 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER KNATTSPYRNA 's i V, Íkí , ' ' " • . .. < BLAD Pétur Bjöm fertil Hammarby PÉTUR Björn Jónsson, leikmaður með Leiftri, er á förum til sænska liðsins Hammarby í Stokkhólmi - hefur ákveðið að skrifa undir þriggja ára samning við félagið, sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni á dögunum. Pétur Björn fetar því f fótspor föður síns, Jóns Péturssonar, fyrrum landsliðsmanns úr Fram, sem lék með Jönköping á árum áður. Pétur Björn æfði með Hamm- arby á dögunum og var þjálf- arinn, Rolf Zetterlund, fyrrum þjálfari Malmö FF, mjög ánægður með Pétur Björn, sem kom með drög að þriggja ára samningi heim. Þar sem hann var samnings- bundinn Leiftri til ársins 2000, urðu forráðamenn Hammarby að ræða við Leiftursmenn. „Ég er mjög þakklátur Leiftri að ég fái tækifæri til að fara áður en samn- ingurinn var útrunninn, en Leiftur og Hammarby náðu saman um félagsskiptin," sagði Pétur Björn. Biðstaða hjá Sigurði SIGURÐUR Jónsson knatt- spyrnumaður þjá Örebro í Svíþjóð segir að félagsskipta- mál sitt liggi i salti þessa dagana, en hann hefur í hyggju að skipta um vett- vang þar sem samningurinn við sænska félagið er útrunn- inn. í samtali við Morgun- blaðið í gær sagði Sigurður sem fyrr væri hann að velta fyrir sér möguleikum á að leika í Noregi eða í Skot- landi, en hann væri hins veg- ar búinn að gefa austurríska liðið Admira Wacker upp á bátinn. „Sem stendur er ég í nokkurra daga leyfi með fjöl- skyldunni en ég vonast til þess að það skýrist fljótlega að þvi loknu hvaða pól ég tek í hæðina,“ sagði Sigurður. Leiftur samþykkti félagsskiptin á þriðjudaginn. Pétur Björn hittir fyrir hjá Hammarby fyrrum félaga sinn hjá Leiftri, Pétur Marteinsson, sem hefur staðið sig mjög vel sem mið- vörður hjá liðinu, sem leikur 4-4-2. „Ég verð að segja eins og er, ég skil ekki hvernig landsliðsþjálfari íslands hefur getað sleppt því að kalla eftir kröftum Péturs,“ sagði Pétur Björn. Hammarby er eins og fyrr segir frá Stokkhólmi og er heimavöllur liðsins lítill og mikill stemmnings- völlur - Söderstadion, sem tekur 10.200 áhorfendur. „Það voru þetta fjögur til fimm þúsund áhorfendur á heimaleikjum liðsins í sumar, mér var sagt að það yrði uppselt á alla heimaleikina næsta keppnistímabil. „Ég fékk fiðring þegar ég sá liðið leika þýðingar- mikinn nágrannaleik við Djurgárden á dögunum. Stemmn- ingin var ólýsanleg og ég sagði við sjálfan mig; Ég vil taka þátt í þessu.“ Pétur Björn, sem hefur leikið með Leiftri í sex ár, fer til Stokk- hólm í lok nóvember. „Ég er mjög sáttur við minn hlut og það verður spennandi verkefni að fá að leika með í úrvalsdeildinni í Svíþjóð, sem er sterkari en deildin hér heima. Mér fannst ég farinn að staðna hér heima, nú hefur opnast nýr heimur fyrir mig. Hammarby er með sterkan leik- mannahóp, en liðið ætlar að bæta leikmönnum við fyrir átökin í úr- valsdeildinni. Ég var látinn leika sam hægri útherji á æfingum með liðinu og vona ég að það verði mitt hlutverk í framtíðinni hjá lið- inu,“ sagði Pétur Björn Jónsson. Morgunblaðið/Ásdís PÉTUR Björn Jónsson verður á ferðlnnl með knöttlnn í Svíðþjóð næsta keppnlstímabll. Lofsamleg ummæli um Árna Gaut NORSKA dagblaðinu Aftenpostea í gær er greint frá líklegum kaupum norsku meistar- anna Rosenborgar á Árna Gauti Arasyni mark- verði Stjörnunnar og íslenska unglingalands- liðsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Þar fer Trond Sollied, næsti þjálfari liðsins, lofsam- legum orðum um Árna Gaut og segir að greini- legt hafi verið er Árni heimsótti félagið á dög- unum og lék og æfði með því að þar væri góð- ur markvörður á ferð. „Þrátt fyrir að hann sé ungur að árum sé ég ekkert því til fyrirstöðu að við notum hann hiklaust hvenær sem og hvar sem er gerist þess þörf,“ segir Sollied. Ummælin lýsa vel því góða áliti sem forráða- menn félagsins hafa fengið á Arna, en Rosenborg er ekki einvörðungu að keppa á heimavígstöðum heldur einn- ig á meðal fremstu knatt- spyrnuliða Evrópu í Meistara- deildinni. Kongs- vinger vill fá Loga NORSKA félagið Kongsving- er hefur áhuga á að fá Loga Ólafsson þjálfara Akraness sem næsta þjálfara félagsins eftir því sem fram kemur í fréttum dagblaðsins Aften- posten í gær. Dag Arneson forsvarsmaður félagsins seg- ist hafa rætt starfið við Loga, en einnig við tvo aðra þjálf- ara sem til greina koma. Ekkert væri hins vegar kom- ið á hreint í þessu máli. Kong- svinger hafnaði í 6. sæti í norsku úrvalsdeildinni sem lauk á dögunum. Logi tók við liði Akraness á miðju sl. sumri og stýrði því til loka keppnistímabils- ins. Að því loknu gerði hann samning um að þjálfa Skaga- liðið næstu tvö keppnistíma- bil. Ekki náðst í Loga í gær en haft var eftir honum á Stöð 2 að hann hefði engu við þessa frétt að bæta. KORFUKNATTLEIKUR Réttlætið sigraði Bandaríkjamaðurinn David Be- vis leikmaður körfuknatt- leiksliðs KFÍ var í gær úrskurðað- ur saklaus af aganefnd KKÍ af því að hafa sýnt „sérlega grófan leik eða ofbeldi" eins og segir í skýrslu dómarar í síðari leik Keflavíkur og KFÍ í Eggjabikarn- um í Kefalvík á sunnudaginn. Þá var Bevis vikið af leik- velli eftir að dómarar leiksins, Helgi Braga- son, Kristján Möller og Einar Ein- arsson höfðu dæmt á hann ásetn- ingsvillu í framhaldi af því að þeir töldu Bevis hafa slegið leik- mann Keflavíkur í andlitið. „Réttlætið sigraði,“ sagði Guð- jón Þorsteinsson, annar tveggja þjálfara KFÍ, í gær eftir að málið hafði verið tekið fyrir. „Þeir sáu ekki ástæðu til að gera neitt frek- ar í málinu og því var vísað frá.“ Það var gert að sögn Guðjóns m.a. eftir að farið hafði verið yfir myndbandsupptökur frá Stöð 2 og RÚV af umræddu atviki. Hefði Bevis verið fundinn sekur hefði hann a.m.k. hlotið eins leiks bann. „Eftir stendur hins vegar að við töpuðum leiknum, sem ekki verður bætt upp. Við ætluðum að vinna og þegar Bevis var rekinn af leik- velli vorum við þremur stigum yfir, 63:60, og Keflavíkingar réðu ekk- ert við hann enda var Bevis besti leikmaður vallarins. Við töpuðum síðan leiknum og sitjum eftir með sárt ennið í keppninni þar sem við ætluðum okkur að komast áfram. En Bevis var sýknaður enda góður drengur sem við vorum vissir um að væri saklaus. Þess vegna ríkir bæði gleði og sorg hjá okkur vegna þess máls,“ sagði Guðjón ennfrem- ur. 30 LEIKIR LARVIKS ÁIM TAPS UIMDIR STJÓRIM KRISTJÁIMS HALLDÓRSSOIMAR / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.