Morgunblaðið - 29.10.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.10.1997, Blaðsíða 3
2 B MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ HAIMDKNATTLEIKUR MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1997 B 3 IÞROTTIR KAPPAKSTUR Schumacher segist bera ábyrgð á árekstrinum Iðrast en segir at- vikið ekki viljaverk ^Reuters MICHAEL Schumacher á blaöamannafundi í gœr. „Ég er mannlegur eins og alllr aðrir og því miður gerði ég mistök. MICHAEL Schumacher, fyrrum heimsmeistari í Formula 1 kappakstri, var fullur iðrunar á blaðamannafundi í höfuðstöðv- um Ferrari kappakstursliðsins í Maranello á Italíu í gær; kvaðst bera ábyrgð á árekstrin- um sem varð þess valdandi að hann varð að hætta í síðasta kappakstri ársins, f Jerez á Spáni á sunnudag, en sagðist hins vegar ekki hafa ekið vilj- andi á bifreið keppinautar síns, Jacques Villeneuves. Schumacher hafði eins stigs for- skot á Villeneuve fyrir Evr- ópukappaksturinn í Jerez og vitað mál var að sá sem kæmi á undan í mark yrði heimsmeistari. Einvígi þeirra lauk á 48. hring af 69 þegar Kanadamaðurinn Villeneuve ók Williams-bifreið sinni hægra megin fram úr Ferrari-bíl Þjóðverjans í beygju; fór út úr kjölsogi Schumach- ers til að komast fram úr honum innanvert í Expo-beygjunni, en þeg- ar hann var að fara fram úr sveigði Schumacher til hægri, rakst á Will- iams-bílinn en kastaðist af honum og hafnaði í malargildru hægra megin við brautina og varð að hætta. Villeneuve hélt hins vegar áfram, þó bifreiðin væri löskuð, og varð heimsmeistari. Schumacher sagði í gær, að ástæða árekstursins væri sú að hann hefði metið stöðuna rangt; hann hefði orðið mjög undrandi þegar Villeneuve reyndi að fara fram úr á þessum stað og hefði ekki brugð- ist rétt við. Hann hefði ekki ekið viljandi á Williams-bílinn. Schu- macher sagði alla ökumenn meðvit- aða um að forráðamenn íþróttarinn- ar gætu dregið stig af mönnum fyr- ir óíþróttamannslega framkomu í keppni að henni lokinni. Sagði hann þar af leiðandi að viljandi árekstur gerði engan að meistara, viðkom- andi virkaði hins vegar „mjög heimskur", eins og hann orðaði það á blaðamannafundinum í gær. Schumacher sagðist hafa gert mistök í hita leiksins, en kæmi stað- an upp aftur myndi hann ekki bregð- ast eins við. „Eg er mannlegur eins og allir aðrir og því miður gerði ég mistök. Það gerist ekki oft en ég gerði mistök í þetta skipti," sagði Þjóðverjinn. Forystumenn alþjóða bifreiða- íþróttasambandsins hafa boðað Schumacher á sinn fund í París til að skýra mál sitt. Meistarinn fyrr- verandi gæti átt yfir höfði sér keppnisbann verði hann talinn sekur um glæfraakstur og kvaðst hann í gær tilbúinn að sætta sig við afleið- ingar mistaka sinna í keppninni. Schumacher tjáði sig í gær í fyrsta skipti um afrek Villeneuves, hældi Kanadamanninum og sagði hann góðan ökumann. „Hann er verðugur meistari," sagði Þjóðvetj- inn, heimsmeistarinn frá því í fyrra. Mark Price til Magic MARK Price bakvörður Golden State Warriors hefur verið seldur til Orlando Magic, en Golden State fékk í hans stað bakvörðinn Mark Price og miðherjann David Vaughn frá Orlando-Iiðinu. „Það er mikill akkur fyrir okkur að fá Price til liðsins,“ sagði John Gabriel framkvæmdastjóri Orlando í gær er hann upplýsti um kaupin. „Hann er góð skytta og kemur einnig til með að styrkja vörn okkar verulega. Að sama skapi er hryggilegt að sjá á bak þeim Shaw og Vaughn, en svona gerast kaupin á eyrinni,“ bætti Gabriel við. Price hefur leikið í NBA deildinni sl. 11 ár, fyrstu 9 árin með Cleveland, eitt með Washington og sl. keppnistímabil með Golden State. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn til þátttöku í stjörnuleiknum, 1989,1992,1993 og 1994. GETRAUNALEIKUR MORGUNBLAÐSINS Úrvalsdeildarliðin í knattspyrnu í sviðsljósinu Keppt um Englands- og Ítalíubikarínn Á MORGUN hefst nýr get- | raunaleikur hjá Morgunblað- inu, þar sem úrvalsdeildarliðin Íí knattspyrnu etja kappi á síð- um blaðsins. Það má því búast við harðri og spennandi keppni eins og á knattspyrnuvellinum. f Cyrirkomulag er þannig, að úr- íj ■ valsdeildarliðin tíu keppa í *“ tveimur fimm liða riðlum, Englands Iog Ítalíu. Allir keppa við alla, þannig að f um tíu leikir er í hvorum riðli. Búið er að draga í riðla, sem eru þannig: Englandsriðill: Fram, ÍA, Kefla- vík, KR og ÍR. IA og ÍR hefja keppni á morgun, í næstu viku mætast Keflavík og KR. Ítalíuriðill: Valur, Grindavík, Þróttur R., ÍBV og Leiftur. Grindavík og Leiftur hefja keppni á morgun, í næstu viku mætast Þróttur R. og ÍBV. Hvert lið setur þijú merki á tvo leiki, tvö merki á fjóra leiki og eitt merki á sjö leiki. Eftir tíu umferð- ir, fyrri hálfleik, fara þau lið sem kepptu í Englands-riðli yfir í Ítalíu- riðilinn og öfugt. Keppnin er stigakeppni, þannig að ef tvö lið eru efst og jöfn að stigum, ræður heildarfjöldi réttra leikja úrslitum. Keppt er um Englands- og Ítalíu- bikarinn. Eftir deildarkeppnina tekur við bikarkeppni, sem hefst í mars. Verður sagt frá fyrirkomulagi hennar síðar. Þorbjörn Jensson stjórnar sínum mönnum í þýðingarmiklum leik í Litháen ÍÞRÓTTAHÚSIÐ þar sem ísland og Litháen etja kappi í dag í Kaun- as myndi aldrei verða samþykkt sem keppnisstaður á íslandi. Völlur- inn er að vísu í löglegri stærð en frísvæði við endalínu og hliðarlínu er ekki skv. reglum Alþjóða handknattleikssambandsins, auk þess sem svalir, sem umlykja völlinn á þijá vegu, slúta fram yfir aðra mark- slána. Þetta þýðir að fari leikmaður inn úr homi við þennan enda vallarins hefur enga þýðinga að reyna að vippa yfír markvörðinn því þá fer knötturinn í svalimar. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari sagðist samt oft hafa séð það svartara. „Það er þó að minnsta kosti hreint héma. Stundum lék maður í húsum þar sem gólfið var svo drullugt að varla var hægt að ganga á því,“ sagði Þorbjöm. Þess má geta að í Kaunas er stór og vegleg íþróttahöll en hún er notuð fyrir markað þar sem ekki er mikill áhugi á handknattleik hér í borg. Hægt er að koma 500-600 áhorfendum fyrir í húsinu þar sem leikurinn fer fram í kvöld en búist er við 200-300 áhorfendum. Verður 13 happatala íra eða Belgíu- manna? BÆÐI írar og Belgiumenn vona að talan 13 verði happatala þeirra, þegar þeir mætast í fyrri leik sínum í undankeppni HM á Lansdowne Road í Dublin í kvöld. Síðan þjóðirnar mættust fyrst i landsleik 1928 hafa þær tekist á tólf sinnum. írar hafa fagnað fjórum sigrum, eins og Belgar, en fjórum sinnum hefur viðureign þeirra lokið með jafn- tefli. Markatalan er hnífjöfn, 22:22. írar fögnuðu sigri í fyrstu þremur viðureignunum, 1928, 1929 og 1930, en hafa aðeins náð að leggja Belgíumenn einu sinni að velli í 67 ár - 3:2 í vin- áttuleik 1966. Prosinecki verður með Króötum Morgunblaðið/Einar Falur GEIR Svelnsson, fyrirliði landsliðsins og samherjar hans standa í ströngu í Kaunas í dag. HAFNABOLTI Frábær lokaleikur háður í Miami ROBERT Prosinecki leikur með landsliði Króatíu gegn Úkraínu í leikjum í undankeppni að úrslita- keppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í dag, en um tíma lék mikill vafí á að hann myndi geta leikið vegna meiðsla. Við þessi tíð- indi hefur brúnin hækkað á Króöt- um og vonir glæðst um hægastæð úrslit. „Þetta eru góð tíðindi og við munum að sjálfsögðu nota Pros- inecki og breyta uppstillingu liðsins frá því sem ég hafði áður sett niður á blað,“ sagði Miroslav Blazevic þjálfari Króatíu í gær sem áður hafði talið að hann yrði að vera án Prosinecki og Alen Boksic. Hinn síðarnefndi verður hinsvegar ekki með. ÚRSLIT Knattspyrna England 1. deild: Birmingham - Ispwich.............1:1 Bruce (81.) - Holland (34.) - 16.778. Middlesbrough - Huddersfield.....3:0 Merson (13.), Beck (18., 58.). - 29.965. Þýskaland Bikarkeppnin, 3. umferð: Eintracht Trier - Dortmund.......2:1 Thömmes (37.), Czakon (50., vítasp.) - Kohler (53.). 17.900, uppselt. Kaiserslautern - Bayern Miinchen.1:2 Sforza (25.) - Nerlinger (3.), Jancker (77.). 38.000. Spánn Mallorca - Real Madrid...........0:0 24.000. Staða efstu liða: Barcelona...........8 7 1 0 20:6 22 Real Madrid.........8 5 3 0 12:1 18 Espanyol............8 4 4 0 14:4 16 RealSociedad........8 5 12 14:8 16 FRAMLENGINGU þurfti til að útkljá meistaratitilinn íhafna- bolta, þjóðaríþrótt Bandaríkja- manna. í sjöunda og síðasta leikn- um í Miami vann Flórída Marlins lið Cleveland Indians, 3:2. Þetta varfyrsti meistararitill Marlins, sem kom inn í deildina sem nýtt lið fyrir aðeins fimm árum. Liðin í lokaúrslitunum höfðu unnið annan hvern leik í leikseríunni og eftir 4:1 sigur Cleveland á laugardags- kvöld var ekkert annað Gunnar eftir en að leika loka- Valgeirsson leikinn á sunnudag. skrífar frá Þetta var í fyrsta skipti Bandarikjunum f gex -r þar gem sjö ]eiki þurfti til að gera út um meistaratitil- inn. Hvorugt þessara liða var talið lík- legt til að komast í lokaúrslit, en í undanúrslitunum unnu þau bæði sterk- ustu liðin í hvorri deild. Miami vann Atlanta Braves og Cleveland vann Baltimore Orioles. Leikurinn var í járnum allan leikinn og minnstu mistök gátu gert út um leikinn. Nýliði Cleveland, Jaret Wright, kastaði vel fyrir gestina lengst af og Cleveland náði forystu, 2:0, í þriðju lotu. Flórída minnkaði muninn í átt- undu lotu, 2:1, ogjafnaði síðan leikinn í lok níundu lotu (sem er venjulega lokalotan). Framlengingu þurfti því til að hvert kast og grip varð mikilvæg- ara eftir því sem á leið. Það var síðan í lok elleftu lotu sem Edgar Renteria sló boltann sentímetr- um fram hjá kastara Cleveland, út fyrir innri vörn liðsins, og það gerði Greg Councell kleift að hlaupa í heima- höfn, 3:2 fyrir Flórída. Að venju varð allt vitlaust inn á leikvanginum, bæði meðal leikmanna og áhorfenda. Skilj- anlegt þegar tekið er tillit til að liðin leika 162 leiki í deildarkeppninni og aðra 15-20 leiki í úrslitakeppninni. Flórídaliðið er í eign marg-billjóna- mæringsins Wayne Huizenga, sem einnig á íshokkíliðið Flórída Panthers og fótboltalið Miami Dolphins. Hann á einnig stærstu myndbandaleigu í heim- inum, Blockbuster, ásamt öðrum fyrir- tækjum. Huizenga eyddi stórfé í að fá leikmenn í vor og þessi fjárfesting skil- aði sér vel. Liðið er orðið meistari eft- ir aðeins fímm ár í deildinni, sem er fyrr en nokkru öðru nýju liði hefur tekist að vinna titil á. Leikmenn Flórída fögnuðu ákaft í lokin, m.a. með því að sprauta úr tólf kössum af sérpöntuðu kampavíni frá Kaliforníu í búningsklefum liðsins. „Maður lokaúrslitanna“ var kosinn Kúbubúinn Livan Hemandez, sem flúði frá Kúbu fyrir tveimur árum, þegar landslið Kúbu var í heimsókn í Mexíkó. Hann hafði aðeins leikið í 18 ieikjum fyrir lið sitt áður en hann hóf úrslita- keppnina. Kúbustjóm gaf móður hans leyfi til að heimsækja son sinn fyrir lokaleikinn og hún fór beinustu leið frá flugvellinum til leikvangsins. „Ég til- einka sigur okkar móður minni og ég elska Miamiborg og alla stuðningsmenn okkar," sagði Hemandez eftir leikinn. Framkvæmdastjóri Flórída, Jim Ley- land, er vinsælasti stjórinn í deildinni. Ekki er hægt að fínna einstakling sem getur sagt vont orð um manninn og hann var að vonum kampakátur eftir leikinn. „Ég var að sjálfsögðu orðinn áhyggjufullur í lok níundu iotu áður en við jöfnuðum, en við höfum barist vel allt keppnistímabilið í lokin. Ég kann engin orð til að lýsa tilfínningum mínum á þessari stundu,“ sagði hann rétt eftir leikinn við íþróttafréttamann NBC sjón- varpsstöðvarinnar. Cleveland situr eftir með sárt ennið í annað skiptið á fjórum áram, en bolt- inn rúllaði einfaldlega ekki rétt fyrir liðið í lokin. Dreymir stundum handbolta ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari, er hæfilega bjartsýnn fyr- ir landsleik íslands og Litháens i Kaunas í dag, en leikurinn er liður í undankeppni Evrópukeppni landsliða í handknattleik. Þor- björn segir að þegar Ijóst var með hvaða þjóðum við lentum f riðli hefði hann gert sér i hugarlund að það myndi nægja að vinna alla leikina á heimavelli og einn leik á útivelli. „Þótt sigur- inn á útivelli sé kominn förum við að sjálfsögðu í þennan leik til að sigra, eins og við gerum raunar alltaf," sagði Þorbjörn í gær. Þorbjörn sagðist búast við erfiðum leik. „Litháar eru harðir í horn að taka og sérstak- lega á heimavelli. Sem dæmi má nefna að þeir lögðu alla mótheija sína Sveinsson her i undankeppm skrifar HM og komust með frá Kaunas því í lokakeppnina í Kumamoto. Þeir eru sterkir í vörninni en sóknin er ekki eins góð og því er mikilvægt fyrir okk- ur að reyna að bijóta hana upp og ná hraðaupphlaupum og gera eittvað af ódýrum mörkum. Við unnum Litháa á HM í Kumamoto 21:19 og það eru ekki mörg mörk, enda leika bæði lið sterka vörn. Ég er enn að velta fyrir mér hvenig vörn við eigum að leika á móti þeim. í Kumamoto lékum við bæði 3-2-1 og flata vörn og mér fannst sú flata koma betur út. Ég held samt að ég byiji með 5-1 vörn og falli síðan í 6-0 því það er einhvern veginn auðveidara að gera það þá leiðina en að byija í flatri vörn og fara síðan í 5-1. Annars ætla ég að sofa á þessu í nótt og þegar ég hef hugsað mik- ið um handbolta eins og síðustu dagna þá dreymir mig stundum handbolta,“ sagði Þorbjörn í gær. Nú hefur loðað við þig að fara ekki auðveldustu leiðina að settu marki. Ef framhald verður á því þá má alveg eins búast við að liðið tapi hér í Kaunas. „Já, ef framhald verður á því að ég þurfi alltaf að fara lengri leiðina að settu markmiði. En auð- vitað stefnum við að sigri og við göngum ekki til Ieiks með því hug- arfari að það sé alveg í lagi að tapa þessum leik þar sem við séum búnir að vinna einn útileik og því miklar líkur á að við komumst áfram. Annars hef ég mikið hugs- að um þetta og velt því fyrir mér hvort það ætli loksins að koma að því að dæmið sé eins auðvelt og það lítur út núna, eða hvort ég þurfi enn og aftur að fara lengri leiðina." Þú tókst þrettán leikmenn með þér hingað, ertu ekki hjátrúarfull- ur? „Jú, á mörgum sviðum en ekki hvað varðar töluna þrettán, enda hafa margir af bestu handbolta- mönnum þjóðarinnar verið númer þrettán og nægir þar að nefna Sigurð Sveinsson og Duranona,“ sagði Þorbjörn. Morgunblaðið/Einar Falur ÞORBJORN Jensson, landsliðsþjálfari og aðstoðarmaður hans, Boris Bjarnl Akbachev, leggja ð ráðin. Það verður þeirra að finna veikleikana í liði Litháa í Kaunas í dag. Gústaf meiddur . GÚSTAF Bjarnason úr Hauk- um meiddist í fyrri hálfleik í æfingaleiknum gegn Bad Schwartau á mánudagskvöld- ið. Gömui meiðsli á hægra hné tóku sig upp og sagði Gústaf að það yrði að koma í ljós á leikdag hvernig hnéið yrði. „Ég hef verið þjá sjúkraþjálf- ara á hverjum degi í vetur til að halda bólgunum niðri og það hefur gengið," sagði Gúst- af. íslenska í Hamborg ÞEGAR íslenska liðið lagði af stað frá Hamborg í gærmorg- un áleiðis til Kaunas kom skemmtilega á óvart að stúlk- an sem kallaði út í flugvélina á Hamborgarvelli talaði þrjú tungumál. Fyrst mælti hún á þýsku, þá ensku og loks á ís- lensku og óskaði liðinu góðrar ferðar og góðs gengis. Þarna var ein af þremur íslenskum stúlkum sem vinna á flugvell- inum í Hamborg. Tveiráður í Kaunas TVEIR úr íslenska hópnum hafa leikið í Kaunas - Boris Bjami Akbachev, aðstoðar- maður landsliðsþjálfarans, en hann lék í sovésku fyrstu deild- inni í tvo áratugi og sagðist hafa leikið í Kaunas þrisvar til fjómm sinnum á vetri. Hinn er Björgvin Björgvinsson, m homamaður úr KA, en hann lék með liði sínu gegn Kaunas í Evrópukeppninni á dögunum. Öxlin að hrjá Júlíus JÚLÍUS Jónasson hefur verið meiddur í hægri öxl upp á síðkastið en lætur það væntanlega ekki koma í veg fyrir að leika með íslenska landsliðinu í dag. Á æfingu í Kaun- as í gær lék Júlíus eingöngu í vörn- inni og þykir líklegt að Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari gefi hon-a um leyfí frá sóknarleiknum að þessu sinni og láti hann aðeins vera í vörninni. Hávaxnir Litháar EFTIR að íslenska landsliðið hafði lokið æfingu í Kaunas í gær kom inn í salinn körfuknattleikslið borg- arinnar, Zaldkaris Kaunas, sem er eitt af þekktari félagsliðum Evrópu. Tók það til við hefðbundna æfingu. I liðinu eru sjö leikmenn sem eru í litháíska landsliðinu sem mætir þvf' íslenska í Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik um mánaðamótin nóvember-desember. Liðsmenn Kaunas eru frekar hávaxnir og er hæsti leikmaður 219 sm. Einnig er innan herbúða þess króatískur leik- maður sem er 216 sm en hann er einmitt í landsliði Krótaíu sem einn- ig mætir Íslandi í Evrópumótinu. Olafur „her- tók“ nuddara. ÓLAFUR Stefánsson „hertók“ nuddara körfuknattleiksliðs Kaunas þegar hann mætti með félagi sínu á æfingu í gær strax eftir æfíngu íslenska landsliðsins. Lét Ólafur nuddarann nudda sig eftir æfíng- una á meðan félagar hans fylgdust með æfingu körfuknattleiksliðsins.?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.