Morgunblaðið - 29.10.1997, Blaðsíða 4
Kristinn
Alberts-
son á ferð
og flugi
KRISTINN Albertsson körfu-
knattleiksdómari mun á næstu
vikum dæma þrjá alþjóðlega
leiki á vegum aiþjóða körfu-
knattleikssambandsins, FIBA.
Hann mun dæma leik Plannja
frá Svíþjóð og Uniao Desport-
iva frá Portúgal í Evrópu-
keppni bikarhafa 11. nóvem-
ber og leik Astra frá frá Sví-
þjóð og BC Statyba frá Litháen
í Evrópukeppni félagsliða 12.
nóvember.
Þá mun Kristinn dæma leik
Englands og Spánar í Evrópu-
keppni landsliða, sem fer fram
í Engiandi 29. nóvember.
Scan-Foto
VEL gengur hjá Kristjánl Halldórssyni og lærisvelnum hjá Larvik og ekki furða þó glatt sé á hjalla þegar Kristján ræðir við þá.
Undir stjórn Kristjáns Halldórssonar hefur Larvik leikið 30 leiki án taps
Það er alltaf gaman
þegar vel gengur
LARVIK-liðið, sem Kristján Halldórsson, fyrrum þjálfari íslenska
kvennalandsliðsins í handknattleik, þjálfar, er i efsta sæti norsku
úrvaisdeildarinnar í handknattleik kvenna að loknum átta umferð-
um; það hefur unnið alta leikina eitt liða. í síðustu viku sigraði
Larvik Gjerpen, 31:21, á heimavelli og hafði þar með leikið 30
leiki í röð án taps sem er met þar f landi, gamla metið voru 29
leikir í röð.
Það er alltaf gaman er vel geng-
ur,“ sagði Kristján i samtali
við Morgunblaðið. „Að sjálfsögðu
var haldið upp á áfangann með veg-
legri veislu að leik loknum á fímmtu-
daginn enda fylgjast Norðmenn al-
mennt vel með öllum áföngum sem
þessum í íþróttum." Kristján sagði
ennfremur að jafnhliða því sem fé-
lagið stefndi að því að veija meistar-
atitlinn þá væri ætlunin að gera
betur í bikarkeppninni en í fyrra
þegar liðið tapaði fyrir Bækkeiaget
í undanúrslitum. „Nú erum við kom-
in í undanúrslit og leikum við
Stabæk, sem nú er í fimmta sæti í
deildinni, heima og að heiman í byij-
un desember.“
Auk keppninnar heimafyrir leikur
Larvikurliðið í meistaradeild Evrópu
og einnig þar hafa Kristján og liðs-
menn hans sett markið hærra en
norsk félög hafa áður náð. „Við vilj-
um altjent komast í undanúrslit þar.
Norska landsiiðið og félagslið hafa
aldrei náð verulega langt og við vilj-
um reyna að bijóta ísinn. Það myndi
enn auka á áhugann á kvennahand-
knattleik hér í landi og er hann
mikill fyrir.“
Sterkari
hópur
Kristján sagði ennfremur að lið
hans væri ívið sterkara en í fyrra
þegar það varð meistari. Fyrir tíma-
bilið hafi komið til liðsins finnski
markvörðurinn Lene Rantala og hún
hafi tvímælaiaust styrkt hópinn
verulega auk þess sem tvær ungar
stúlkur hafi komið inn í liðið og
aukið á breiddina. „En þó vel gangi
er ekkert sjálfgefið að svo verði
áfram og keppnin er hörð, ekkert
má bera út af, en eins og mál standa
nú lítur allt vel út.“ Nokkurt strik
hafi sett í reikninginn hjá félaginu
snemma í haust þegar sterkasti leik-
maður þess, Lina Olsson, meiddist
iila og hefur hún ekkert leikið með
eftir það. Reiknað er með að hún
verði mánuð frá til viðbótar. „Aðrar
í liðinu hafa þjappað sér vel saman
þannig að fjarvera hennar hefur
ekki komið niður á okkur ennþá og
gerir vonandi ekki.“
Nú er hlé á mótinu vegna leikja
í Evrópukeppni landsliða en að því
loknu mætir Larvik liði Selbu á
heimavelli. Selbu ér að sögn Krist-
jáns með efnilegt lið er komið hefur
talsvert á óvart og er nú í 4. sæti
með 10 stig. „Selbu er sýnd veiði
en ekki gefin.“
Fleiri áhorfendur
Hann sagði mikinn áhuga vera
fyrir heimaleikjum Larvikur og að
jafnaði væru um 1.000 áhorfendur
á heimaleikjum og enn fleiri þegar
bestu liðin kæmu í heimsókn. „Fyrir
tímabilið var byggt við húsið svo það
rúmar 2.500 áhorfendur í sæti og
við vonumst til þess að geta fyllt
þau þegar á líður og ef okkur vegn-
ar vel í Evrópukeppninni. Bæjarbúar
fylgjast vel með árangri liðsins og
mikil stemmning er í kringum okkur
hér enda áhugi mikill."
Lið Bækkelaget hefur ekki verið
eins sterkt í vetur og reiknað hafði
verið með þó það hafi á að skipa
Önju Andersen, sem að margra
mati er besta handknattleikskona
heims. „Það hafði slæm áhrif á lið
Bækkelaget fyrir tímabilið hversu
tvístígandi Anja var, ýmist var hún
á förum frá félaginu eða ekki. Við
það komst rót á liðið sem það hefur
ekki jafnað sig á enn þann dag í
dag.“
Fanney
stendur sig
Kristján sagði ennfremur að
Fanney Rúnarsdóttir landsliðsmark-
vörður stæði sig vel hjá Tertnes og
færi vaxandi með hveijum leik. „Hún
var m.a. aðalhindrun liðsmanna
Bækkelaget er félagið mætti Tertnes
í síðustu viku og varð að játa sig
sigrað, 25:23. Ég er ánægður fyrir
hönd Fanneyjar hvað henni gengur
vel því ég átti nokkurn þátt í að
koma henni að hjá félaginu," sagði
Kristján. Hann sagði ennfremur að
Tertnes hefði ekki byijað leiktíðina
ýkja vel en hefði jafnt og þétt sótt
í sig veðrið og væri nú um miðja
deild og ætti eflaust eftir að ná
hærra.
„Sem fyrrum landsliðsþjálfari
kvenna vildi ég gjarnan sjá fleiri
íslenskar stúlkur koma til liða hér í
Noregi. Það yrði einn liðurinn í að
gera kvennalandsliðið betra og um
leið víkka sjóndeildarhring stúlkn-
anna. Hér er leikinn góður hand-
knattleikur og áhuginn er óvíða
meiri.“
FOLX
■ ARIE Haan var látinn taka pok-
ann sinn hjá Feyenoord í gær,
eftir að liðið tapaði þremur leikjum
á viku.
■ GARRY Francis, knattspyrnu-
stjóri Tottenham, hefur mikinn
hug á að fá Matthew Le Tissier
til liðs við sig. Er hann tilbúinn að
borga 6 millj. punda fyrir hann, en
frá Southampton hefur hann feng-
ið þau svör: Le Tissier er ekki til
sölu.
■ JUVENTUS og Benfica hafa
áhuga á að fá Brasilíumanninn
Emerson til sín. Líklegt er að kapp-
inn fari til portúgalska liðsins -
kaupverð er fjórar mill. punda.
■ BRYAN Robson, knattspyrnu-
stjóri Middlesbrough, segist ekki
ætla að standa í vegi Emerson, ef
hann hefur áhuga að leika með liði
sem gæti gefið honum tækifæri til
að komast í landslið Brasilíu.
■ ROBSON hefur hug á að kaupa
Carl Sarrant, varnarleikmann frá
Oldham, eftir að ljóst er að Robbie
Mustoe verður frá keppni í sex vik-
ur vegna meiðsla á ökkla.
■ IAN Selley, miðvallarleikmað-
ur, sem Fulham keypti á dögunum
fyrir 500 þús. pund - dýrasti leik-
maður liðsins, verður frá keppni þar
til í mars. Hann varð fyrir því
óhappi að fótbrotna í leik á sunnu-
daginn gegn Northampton.
■ FULHAM hefur augastað á
franska landsliðsmanninum Jean-
Pierre Papin, fyrirliða Bordeaux.
■ WALTER Smith, sem hefur
verið knattspyrnustjóri Glasgow
Rangers, ætlar að hætta eftir þetta
keppnistímabil. Hann vonast eftir
að lið hans fagni meistaratitlinum
tíunda árið í röð þegar hann hættir.
■ NOKKRIR menn hafa verið
nefndir sem arftakar hans hjá
Rangers, eins og Richard Möller-
Nielsen, fyrrum landsliðsþjálfari
Dana, sem er nú þjálfari finnska
landsliðsins, Tommy Svensson,
landsliðsþjálfari Svía og Svíinn
Sven-Göran Eriksson, sem þjálf-
ara Lazíó.
■ RICHARD Möller Nielsen seg-
ir að það væri mikill heiður fyrir
hann, ef hann fengi boð frá eins
stóru og frægu liði og Glasgow
Rangers.
■ FRANSKI leikmaðurinn Sam-
assi Abou er á leið til West Ham.
Abou, sem hefur verið i herbúðum
Cannes, hefur leikið með franska
landsliðinu skipað leikmönnum und-
ir 21 árs. West Ham borgar 43,8
millj. ísl. kr. fyrir hann.
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA I NOREGI