Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 1
PARÍS Ferðamálasamtök Suðurlands Lagabreytingar og upp- skera eftir sumarið I hjarta Parísar ber Vorr- ar frúar kirkja, Notre Dame, gotneskum arki- tektúr glæst vitni. Á annarri eynni í Signu, Ile de ia Cité, þar sem fyrstu íbúar borgarinnar settu sig niður á 3. öld fyrir Krist. Borgin dregur nafn sitt af Paríseun- um, ættbálki veiðimanna frá Galisíu. TRIJÐUR í 6. hverfi. g; fl^nrgttstkliiðið SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 BLAÐ C FERÐAMALASAMTOK Suðurlands halda framhaldsaðalfund, afmælishátíð og uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Suðurlandi, fóstudaginn 14. nóvember. Samkoman verður á Hótel Geysi og hefst kl. 10. Á ráðstefnu sem haldin var sl. vor voru menn sammála um nauðsyn þess að ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi mynduðu með sér sterk samtök. í fréttatilkynn- ingu frá samtökunum segir að ákveðið hafi verið að bretta upp ermar, leggja fram tillögu um breytt lög og stefna á að gera samtökin að góðu verkfæri til þess að styrkja ferðaþjónustu á Suðurlandi sem atvinnugrein. „Og nú er komið að því að halda framhaldsaðalfund þar sem tillaga að lagabreytingu verður lögð fram,“ segir í fréttatilkynningunni. Samhliða þessum framhaldsaðalfundi verður á föstudaginn haldið upp á 15 ára afmæli samtakanna með óvissuferð frá Hótel Geysi. Ennfremur verður tækifærið nýtt til þess að halda uppskeruhátíð sem stefnt er að að verði árlegur viðburður héðan í frá. spyrnu Liverpool-klúbburinn á íslandi hefur ákveðið að efna til dags- ferðar til Liverpool 6. desember, ef næg þátttaka fæst. Þann dag fer fram leikur Liverpool og Manchester United á Anfíeld Road í Liverpool. Liverpool- klúbburinn hefur útvegað um 130 miða á leikinn. Þeir sem ekki hafa áhuga á knattspyrnu geta nýtt tímann til verslunar annaðhvort í Liverpool eða Manchester en til Manchest- er er aðeins um 45 mínútna akst- ur. Ferðatilhögun verður þannig að lagt verður af stað kl. 6, 6. desember og lagt af stað heim aftur kl. 22 sama dag. Verðið er 15.300, innifalið flug og skattar. Miði á leik Liverpool og Manchester kostar 10.000 kr. og hefst leikurinn kl. 11.15 um morguninn. Samvinnuferðir sjá um að selja í flugið en skrifstofa Liverpool á fslandi sér um að selja miðana á völlinn. í Madonna di Campigl- io er starf- ræktur sér- stakur skóli fyr- ir þá er vilja reyna fyrir sér á snjóbrettum SL með beint leiguflug til Veróna BÖRN eru í öllum hlutverkum í leikritinu Bugsy Malone. Bugsy Malone á fjölunum í London Á FERÐ um Lundúnaborg fínnst mörgum tilheyra að bregða sér í leikhús. Menn- ingarafþreying af því taginu kann þó að reyn- ast hið flóknasta mál ef börn eru með í för. Fyrir fjölskyldur sem leggja leið sína til borgarinnar er því gott að hafa bak við eyrað að barnasöngleikur- inn Bugsy Ma- lone er nýkominn á fjalir Queen’s leikhússins í vest- urhluta Lundúna. Um þessar mundir eru æf- ingar á sama leikriti í fullum gangi í Loftkastalanum og frumsýning fyrirhuguð í jan- úar. Leikritin eru byggð á samnefndri kvikmynd frá árinu 1976, sem þótti eink- um athyglisverð fyrir að börn voru í öllum hlutverk- um. Sama er uppi á teningn- um í Reykjavík og Lundún- um, en sögusvið verksins er New York á bannárum þriðja áratugarins þegar mafíuforingjar réðu þar lög- um og lofum og börðust hat- rammlega um völdin. Sér við hlið höfðu þeir vitaskuld hina skrautlegustu hirð karla og kvenna, en glæsi- legar dansmeyj- ar voru einkum lagskonur for- ingjanna. I leik- ritinu lifa byssuglaðir krimmar í stöð- ugum ótta við að verða rjómaskothríð að bráð. Þeir sem vilja bjóða börn- unum út að borða fyrir eða eftir sýningu í Queen’s leik- húsinu gætu brugðið sér á nálægan veitingastað, Planet Hollywood, en hann er sagð- ur gera mikla lukku hjá yngri kynslóðinni - og reynd- ar hjá mörgum af þeirri eldri. Sögusvið verksins er New York á bannárum þriðja áratug- arins þegar mafíuforingjar réðu þar lög- um og lofum. Á skíðum í ítölsku Ölpunum lyftur sem allar tengjast. Helgi segir að þar séu langar og góðar brekkur á milli furutrjánna með stórkostlegu útsýni til fjalla. „Þama era líka margar brekkur sem aðeins hæfa þeim sem lengst eru komnir í skíðaíþróttinni. Frá Pancugolo fjallinu (1900 m) eru að minnsta kosti þrjár erfiðar leiðir sem hægt er að velja um,“ segir Helgi og ennfremur að frá fjallinu Spinale (2200 m) séu margar skemmtilegar leiðir sem enda ann- að hvort í Madonna eða nágranna- bæjunum Folgarida eða Marilleva. Einnig eru margir möguleikar að skíða á ómerktum skíðabrautum. Snjóbretti Á toppi Groste fjalls eru tvær skíðabrautir sérstaklega fyrir snjó- bretti. Einnig eru hægt að skíða á brettunum á venjulegum brautum. „Það er rétt að benda á að í Mad- onna di Campiglio er starfræktur sérstakur skóli fyrir þá er vilja reyna fyrir sér í þessari íþrótt,“ segir Helgi. Gistingin sem SL býður er á Hótel Oberosler sem er staðsett í hjarta bæjarins. Við hlið hótelsins er skíðalyfta og hægt er að skíða beint heim á hótel. Verslanir og veitingastaðir eru í göngufjarlægð. Oll herbergi eru með baði, síma, sjónvarpi, öryggishólfi og flest öll með svölum. Veitingastaður, bar og setustofa er á hótelinu. Þar er líka geymsla fyrir skíði og stafi. Gufubaði í næsta húsi svo og sund- laug skammt frá. Ferðin 17.-31. janúar kostar 93 þúsund á mann í tvíbýli, ferðin 31. janúar til 14. febrúar 118 þúsund krónur á mann í tvíbýli og ferðin frá 14.-18. febrúar 133 þúsund á mann í tvíbýli. Innifalið í verði er flug til Verona, gisting með hálfu fæði og akstur til og frá flugvelli erlendis. Þá selja SL flugsætin í þessar ferðir sér fyrir þá sem hafa hug á að nýta sér beint leiguflug til Veróna á þessum árstíma. Verðið er 39.900 á mann þar sem innifalið er flug og flugvallarskattur og innritunargjald í Keflavík. Barnaafsláttur fyrir 2-11 ára er fimm þúsund krónur. SAMVINNUFERÐIR-Landsýn bjóða eftir jól skíðaferðir til ítalska bæjarins Madonna di Campiglio sem er velþekktur skíðastaður í Itölsku Ölpunum. Bærinn stendur í um 1500 metra hæð, umkringdur fjöllum þar sem skíðalyftur ná allt upp í 2200 metra hæð. Farið verður í beinu leiguflugi til Verona á Ítalíu með Boeing 114 sæta 737-200 flugvél íslandsflugs, en þaðan er um tveggja og hálfs tíma akstur til Madonna di Campiglio. Brottfarir eru 17. og 31. janúar og 14 febrúar. Heimkoma 31. janúar, 14. og 28. febrúar. Að sögn Helga Péturssonar hjá SL eru brekkurnar í Madonna di Campiglio að góðu kunnar og þarna er einnig góð aðstaða fyrir þá sem kjósa að ganga á göngu- skíðum. „Madonna di Campiglio er góður staður fyrir þá sem vilja njóta frábærrar skíðaaðstöðu, skemmtana á kvöldin og góðs mat- ar og drykkjar auk þess sem þarna er úrval verslana,“ seg- ir Helgi. Aðstaða til skíðaiðkunar „í brekkunum geta allir fundið eitthvað við hæfi. Við Campo Carlo Magno eru þrjár toglyftur og breiðar og aflíðandi brekkur sem eru mjög góðar fyrir byrjendur að sögn Helga. „Skíðaskólinn er starfræktur í Madonna di Campigl- io fyrir alla aldursflokka og vegum hans eru skipulagðar rútuferðir frá bænum að þessum brekkum. Þeir sem skrá sig í skólann verða sóttir á sitt hótel og ekið heim að kennslu lokinni.11 Þrír kláfar fara frá mið- bænum upp til fjalla þar sem taka við fjölmargar Dagsferð í verslun eða knatt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.