Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG OFURHUGI tilbúinn að stíga til himins. EKKI stórar sprungur? Litlu deplarnir á myndinni eru fólk. HEIÐARÓ í faðmi fjallanna. Mont Blanc laðar milljónir ferðamanna að ór hvert. Sigrún Davíðsdóttir var ó reiki þarna og heillaðist gf töfrum svæðisins .ALPARNIR eru fellingafjöll.“ Þessi setning úr landafræðinni fær nýja merkingu við rætur þessara tignarlegu fjalla, því víða eru fjalls- hlíðarnar opnar og fellingarnar jafn greinilegar og i borðdúk. Mont Blanc gnæfir í allri sinni 4.807 m tign yfir dalina. Allt snýst um göngur og klif- ur, en nýrri ofurhugaíþróttir eins og fallhlífastökk tíðkast líka. Möguleik- unum er hægt að kynnast á ferða- skrifstofum í Chamonix, miðstöð svæðisins i um 2 klst. bílferð frá Genf. A vetui'na snýst allt um skíði, en á sumrin allt hitt - og það er af mörgu að taka. En frí á þessu svæði krefst þess að hafa troðið pyngjuna vel út, því unaðssemdir svæðisins eru ekki ódýrar. Vor og haust góður tími til gönguferða I Chamonix er næturgistingu að hafa á rúmlega þúsund krónur ís- lenskar á mann og upp úr utan mesta ferðamannatímans. Sama er í nálægum þorpum og víða íbúðir til leigu, en til að nýta sér gistingu í smáþorpum er nauðsynlegt að hafa bíl til umráða, því almenningssam- göngur eru heldur strjálar. í kringum Chamonix eru göngu- leiðir af öllu tagi, bæði fyrir þá sem kjósa að ganga í dölum og skógum, ofan skógarlínu og svo fyrir þá sem vilja klífa hamra og jökla í adrena- líntrans. Einveran og kyrrðin er ekki eins og í íslenskum fjallgöngum, því ferðamannaflaumurinn er mikill og litlar útsýnisflugvélar oft á sveimi. Af skemmtilegri hljóðum má nefna kúa- bjöllutónleikana og jöklabrestina. En það sem vantar á kyrrðina bætir um- hverfið og veðurfarið upp. Fyrir þá sem ekki kjósa fjallgöngur í 25-30 stiga hita er besti ferðatíminn á vor- in, frá páskum og fram í júní og svo í ágúst og fram í september, sem er dýrðlegur tími, en þá er ýmislegt lok- að, svo hver og einn verður að meta hvað hann kýs helst. En Chamoix tekur á móti ferðamönnum árið um kring og alltaf eitthvað um að vera. Sex ára utan í 60 m klettavegg I Chamonix er fjallaklifurskóli og rétt austan við bæinn er um 60 m klettaveggur, sem menn spreyta sig á. Þama getur kannski að líta um 40 manns fikra sig upp og niður eins og ekkert sé, auðvitað í reipi. Þama kom ég allt í einu auga á þúst, sem var miklu minni en allir hinir og hélt að væri dvergur. Við nánari rýni sá ég Með ofurhugum í kringum fjöllin T Rú#fenf A ) * SVISS BréventMatterhorn ChamoniXo .. \, ..... Mont Blanc 'courmayeur ^ 4» iðirmasMlfmm* REHTFRS nn Mnrnunblaðið að þarna var strákpatti á ferð með foreldrum sínum, bundinn þeim með reipi, en var ekki í vandræðum með að fikra sig upp vegginn rétt eins og köngurló. Þegar niður kom spurði ég foreldrana hvað drengurinn væri gamall, en þau flýttu sér framhjá. Þegar ég endurtók spurninguna sögðu þau snögg að hann væri sex ára og svo hlupu þau í bílinn. Hvort þeim lá svona mikið á eða voru óhress með athyglina skal ósagt látið, en óneitanlega var þetta hrikalegt að sjá. Uppi á Brévent, 2.525 m fjalli upp af Chamonix, andspænis Mont Blanc er samkomustaður fallhlífa- stökkvara. Þar era kannski ekki sjö sólir á lofti, en iðulega tíu fallhlífar. Hægt er að ganga upp á fjallið, þvi það er ekki erfiðara en svo, en þang- að liggur líka ein af mörgum svif- brautum staðarins. Á lyrsta áfanga- stað brautarinnar er undirlendi og þaðan er stokkið. Auk Frakka vora þama Bandaríkjamenn og Þjóðverj- ar. Einn Bandarikjamaðurinn var vel við aldur, lágvaxinn og grannur og sagðist vanur að stökkva heima í Kalifomíu. Hvort aðferðin þar er önnur skal ósagt látið, en honum fór- ust tilraunirnar óhönduglega, þrátt fyrir íburðarmiklai- græjur og talstöð og hann gafst upp á endanum. Kannski jafngott, því aðfarirnai- bentu fremur til að hann myndi fara niður eins og steinn en stíga tignar- lega upp eins og fugl. Við svifbraut- ina upp til Brévent era auglýsingai- um fallhlífanámskeið og lika hægt að stökkva með vönum fyrir tæpar 6 þúsund íslenskar ki'ónur, en af tillits- semi við vini og aðstandendur lét ég það óreynt. Útsýnið frá toppi Brévent er stór- fallegt og þar sér vítt og breitt yfir þetta heillandi alpalandslag með fjallgörðum, tindum, jarðfellingum og dölum. Þarna era víða gönguleið- ir. Frá toppnum er hægt að ganga niður í dal á um fjóram tímum, eða láta sér nægja hluta af leiðinni og notast svo við svifbrautina. Þarna er landslagið bert og skrapað af jöklin- um fyrir árþúsundum, snjóskaflar á stangli og loftið tært, svalt og gott eftir hitann niðri, sem var um 25 stig þarna í ágústlok. Eins og alls staðar þarna er veit- ingasala á helstu tindum og þá líka á Brévent. Snyrtingin er sú tilkomu- mesta sem ég hef heimsótt, ekki af því hún sé sérlega þrifaleg, heldur af því að sjálft klósettið er eins og á upp- hækkuðum palli við glugga, sem snýr yfir hyldýpið og dalinn, svo útsýnið er stórkostlegt. Oragglega eitt besta klósettútsýni í heimi. Það næsta sem ég hef komist huldu útsýni af þessu tagi var að standa undir sturtu uppi í hæðunum í Napólí og sjá yfir flóann út um sturtugluggann, en hyldýpi fjallanna var enn stórbrotnara. Veg- farendur upp á Brévent mega því ekki missa af þessari reynslu, en hvort hún býðst líka á karlasnyiting- unni komst ég ekki til að kanna. Svifið yfir til ítalfu „Þú verður að fara upp á jökulinn við AiguOle du Midi“ sögðu kunnugir mér - og sama segi ég nú við aðra. Frá Chamonix gengur svifbraut upp á þennan 3.842 m háa tind, sem er utan í sjálfu Mont Blanc. í svifbraut- inni þangað upp era ýmsir býsna vel búnir, því þaðan er svo farið í göngur út á jökulinn og allt þetta hrikalega fjallasvæði. Niðri í bænum var stutt- buxnaveður, en þarna uppi var úlpu- og gallaveður. Eftir að hafa horft yf- ir svæðið og á eftir þeim sem vora á leið í göngur tók ég næstu svifbraut, sem liggur yfir jökul og skriðjökla- svæði yfir að Helbronner í 3.466 m hæð, sem jafnframt er á landamær- um Frakklands og Italíu. Eg var ein í svifklefanum, sem tekur fjóra. Klefarnir hanga saman þrír og þrír til að koma í veg fyrir að alltaf sé verið að stoppa og það var meiri háttar verkffæðiafrek, sem Italinn Dino Lora Totino greifi hafði leysti af höndum er brautin var opn- uð 1955. Þarna svífur maður yfir svo hrikalegu landslagi að engin orð fá því lýst. Menn á ferli fyrir neðan eru eins og maurar og sprungur og klettar á risaskala. Öðru hverju stoppa klefarnir og þá heyrist ekkert hljóð nema jökulbrestirnir á stund- um. Ferðin er bæði ögn skelfileg en um leið unaðslega falleg. Þegar komið er til Helbronner er hægt að ganga þar um. Þegar ég kom út úr stöðinni mætti ég fólki er stóð á öndinni sem það gekk upp há- ar tröppurnar er liggja af jöklinum. Ég hugsaði með mér að svona væri að vera að sprikla þetta þarna uppi og vera ekki í góðri þjálfun. Ég ætla ekki að segja frá hvernig ég var sjálf, eftir að hafa genglð um í hálf- tíma á jöklinum, en það þarf meira til en góða þjálfun á jafnsléttu að halda kröftum þarna í háloftunum. Þunnt loftið segir nefnilega til sín um leið og maður hreyfir sig - og það er ekki þægileg tilfinning. Næsta stopp með svifbrautinni var svo í hæðunum fyrir ofan Cour- mayeur í ítölsku ölpunum. Það leynir sér ekki að til Ítalíu er komið, því svifbrautirnar bera auglýsingar fyrir þekktan lystauka. Fjöllin eru heldur lægri og dalirnir víðari en Frakk- landsmegin og ítalskar fjölskyldur í meirihluta. Auðvitað verður vart komist hjá að heyra eins og eitt gott fjölskyldurifrildi í slíkum hóp. í mínu tilfelli vora það tveir bræður, á að giska 17 og 12 ára, sem jusu hvem annan fúkyrðum og skammaryrðum, sem ekki er hægt að hafa eftir á neinu öðru máli. Svo hófst ferðin til baka og hún var ekki síðri. Það getur verið örtröð og langar biðraðir, en þær vora í styttra lagi, þó ferðin tæki nokkurn veginn einn dag með viðkomu og smá göngum á hverjum stað til að njóta umhverfsins í botn. En ánægjan er ekki ókeypis, því ferðin frá Chamonix til Courmayeur og aftur til baka kostar tæpar 6 þús- und íslenskar á mann. Með land undir fótum Upp írá Les Houges, 8 km austur af Chamonix, era svifbrautir upp á öxl, er gengur út frá Mont Blanc. Le Prarion í 1.966 m hæð er í svifbraut- arfæri við dalinn og þaðan liggja undursamlegar gönguleiðir, fyrst of- an skógarlínu og svo niður í gegnum skógana. Gönguleiðimar era vel merktar, en gott kort er sjálfsagður förunautur. Þama er hægt að ganga niður í dalinn, en líka yfir í næsta dal, yfir til St. Gervais og Le Fayet, þaðan sem lestir ganga meðal annars til Chamonix og Genfar. Þetta era góðar dagleiðir, en ef þið eruð án bfls og ætlið að taka lest til baka gætið þá að því að þær hætta að ganga um kvöldmatarleytið eða svo. Þarna er líka hægt að ganga á milli fjallakofa, þar sem ætlast er til að fólk komi með lakpoka, en annar sængurbún- aður er lagður til. Frá Chamonix era skipulagðar dagsferðir á hjólum með nesti og öllu, en þar sem fjallahjóla- mennska heillar mig ekki lét ég mér nægja að hjóla þai-na um í dalnum og hafði ánægju af. Matarmenningin þama er frönsk, en með svissnesku ívafi eins og osta- fondue og raclette, ostur sem er bræddur og borinn fram með soðnum kai-töflum, sýrðum gúrkum, þurrk- aðri skinku og salami. Fyrir þá sem búa í íbúðum og elda ofan í sig sjálfir er ekki amalegt að kaupa þarna ost, ávexti og grænmeti svæðisins, en eins og annað þá virðist allt vera frekar dýrt, enda laðar Chamonix að sér vel stæða ferðamenn. Vafalaust er verðið lægra í nálægum þorpum. En burtséð frá verðlagi þá er Chamonix og ná- grenni heillandi staður og býður upp á marga möguleika fyrir þá sem vilja reyna á sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.